Morgunblaðið - 10.04.1973, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1973
NORWICH CITY
NORWICH CITY: Félagið var stofnað árið
1902. Leikvangur þess er Carrow Road í
Norwich og tekur völlurinn um 45.000
áhorfendur. Meðaltalsfjöldi áhorfenda á
heimavelli á síðasta keppnistímabili var
23.037. Metfj. áhorfenda er 43.984 er liðið
mætti Leicester í 6. umferð bikarkeppninn-
ar árið 1963. Framkvæmdastjóri félagsins
er Ron Saunders. Norwich lék í 3. deild til
ársins 1934, í 2. deild árin 1934-1939, í 3.
deild árin 1946-1960, í 2. deild 1960-1972.
Helztu sigrar liðsins eru sigur í 3. deild árið
1933-1934, sigur í 2. deild árið 1972 og
sigur í bikarkeppninni árið 1962. Mesti sig-
ur liðsins í leik er 10:2 í leik gegn Coventry
í 3. deildarkeppninni árið 1930 en mesta
tap er 2:10 gegn Swindon í 3. deildar-
keppninni árið 1908. Búningur Norwich er
gular treyjur, grænar buxur og gulir sokk-
ar, en skiptibúningur er hvítur.
Norwirh vann sig upp í
1. deiíd í fyrra, en eins og út-
litið er núna, virðist svo sem að
félagið muni ekki hafa þar langa
viðstöðu. Það er við botninn í 1.
deildinni, og að flestra dómi á
það Iitla möguleika á að halda
sér uppi. Leikmenn Norwich eru
þó á ððru máli. Þeir segjast ætla
að leika áfram í 1. deild, hvað
svo sem það kosti.
Max Briggs
Norwich hefur fyrst og fremst
vakið athygli á sér með góðum
Kevin Keelan
árangri í bikarkeppninni, en sem
kunnugt er komst það nú í úr-
slitin í deildarbikarkeppninni og
mætti Tottenham á Wembley.
Norwich tapaði þeim leik 0:1, en
frammistaða llðsins í þess-
ari keppni varð til þess
að auka hróður þess til muna.
Fáar stórstjörnur eru í Nor-
wichliðinu. Helzt mætti tilnefna
markvörðinn, Kevin Keelan, sem
er að margra dómi einn allra
bezti markvörðurinn í ensku
knattspyrnunni, og árangur
Norwich í deildarbikarkeppn
inni er ekki hvað sízt honum að
þakka. Eftir að Leeds og Nor-
wich höfðu gert jafntefli 1:1 i
bikarkeppninni sagði fram-
kvæmdastjóri Leeds, Don Revie:
— Ég er ekki lengur í vafa. Kee
lan er bezti markvðrður
Englands, og hefði það ekki ver
ið hann sem stóð í marki Nor-
wich hefðum við skorað a.m.k.
sex sinnum.
Keelan er sagður hafa mjög
gaman af því að sýna alls kon-
ar brögð í leik sínum, og er
mjög vinsæll meðal áhorfenda.
Sjálfur segist hann aldrei geta
litið þá réttu auga sem skora
hjá honum, og honum er t.d.
X
f
cL tT TV
*i 'iitíii. i
ákaflega illa við Allan Clarke,
leikmann Leeds, sem skoraði hjá
honum þrjú mörk fyrir skömmu.
Þekktur og góður leikmaður
í Norwich er einnig Graham
Paddon sem er mjög framsæk-
inn og fræg er t.d. frammistaða
hans i leik Norwich og Arsenal
á dögunum, er hann skor-
aði þrjú glæsileg mörk.
Ekki verður sagt að mikill
ævintýraljómi sé yfir sögu Nor-
wich. Ron Saunders, fram-
kvæmdastjóri félagsins, þyk-
ir þó hafa náð fuirðu langt með
þann efnivið sem hann hef-
ur haft. Hann segist ekki hafa
áhuga á stjömuleikmönnum. Ár-
angur Iiðs verði að grundvallast
á vinnu hvers einasta leikmanns
liðsins, og þegar einstaklingarn-
ir ætii að fara að gera of mik-
íð upp á eígin spýtur, þá séu
þeir lítils virði fyrir liðið. Hann
segir einmitt þetta ástæðuna fyr
ir því að hann seldi einn bezta
ie'kmann liðsins nýlega, en sá
var skozki landsliðsmaðurinn
Jím Bone. Sauinders segist vera
viss um að Norwich haldi sér i
Graliam Paddon
l. deildinni og bindur mikl-
ar vonir við tvo leikmenn sem
hann hefur nýlega keypt,
þá Trevor Hockey og Col-
in Suggett.
Þeir sem hafa leikið með liði
Norwich að undanfömu eru eft-
irtaldir:
Nr. 1 Kevin Keelan: Fæddur
í Calcutta á Indlandi. Hóf feril
sinn sem knattspyrnumaður hjá
Kidderminster, en var síðan hjá
Aston Villa og Vrexham, en fékk
sjaldan tækifæri með aðalliðun-
um. Norwich keypti hann árið
1963, og hefur hann síðan ver-
ið fastur maður í liðinu.
Nr. 2 Clive Payne: Kom tií
Norwich sem áhugamaður en
gerðist atvinnumaður fyrir fimm
árum. Öklabraut sig í nóvember
1971, og var lengi frá. Hann er
nú búinn að ná sér nokkurn veg
inn og skipar aftur sinn sess í
Norwichliðinu.
Nr. 3 Geoff Butler: Er einn
af þeim leikmönnum i ensku
knattspyrnunni sem mikið hefur
verið verzlað með. Hann hefur
m. a. verið hjá Chelsea, Sunder-
land og Middlesbrough, en Nor-
wich keypti hann fyrir um 8
millj. kr.
Nr. 5 David Stringer: Hefur
verið allan sinn feril sem knatt-
spyrnumaður hjá Norwich. Lék
fyrst með aðalliðinu árið 1965,
og hefur síðan verið einn af
burðarásum þess. Hefur leik
ið um 300 leiki fyrir Norwich
og oft verið fyrirliði.
Nr. 5 Duncan Forbes: Fyrir-
lífti TVJnnxnfFi n cr pinn lin‘7.1 i lpilt
maður liðsins. Var keyptur frá
Colchester fyrir um 3 millj. kr.
árið 1968. 1 vetur hefur Forbes
átt nokkuð erfitt uppdrátt-
ar sökum lungnasjúkdóms.
Nr. 6 Max Briggs: Hefur ver
ið sex s.l. ár hjá Norwich, en
þangað kom hann eftir að hafa
vakið athygli á sér með skóla-
liðum. Hann þykir mjög dugleg
ur leikmaður, og á alltaf sína
beztu leiki þegar Norwich Ieik-
ur við sterk lið.
Nr. 7 Doug Livermoore: Fékk
sitf knattspyrnuuppeldi hjá Liv
erpool, en lék þar sjaldan með
aðalliðinu. Fyrir tveimur árum
keypti Norwich hann fyrir um
6 miHj. króna.
Nr. 8 .lim Blair: Norwich
keypti hann fyrir um sex mán-
uðum af skozka félaginu
St. Mirren fyrir um 5,5 millj. kr.
Blair er mjög hávaxinn og þyk-
ir ógnandi sóknarleikmaður.
Nr. 9 David Cross: Markhæsti
leikmaður Norwich. Var keypt-
ur frá Rochdale fyrir tæpum
tveimur árum fyrir um 10-millj.
kr., sem er mesta upphæð sem
Norwich hefur greitt fyrir einn
leikmann.
Nr. 10 Graham Paddon: Var
keyptur frá Coventry fyrir þrem
ur árum og var kaupverðið um
6 millj. kr. Ein helzta stjama
Norwich og frægur fyrir það að
hafa skorað úr hverri einustu
vítaspymu sem hann hefur tek-
ið í nokkur ár, auk þess sem
hann hefur skorað beint úr mörg
um aukaspyrnum.
Nr. 11 Terry Anderson: Hóf
feril sinn með Arsenal, en lék
sjaldan með aðaliiðinu. Hafði
hann aðeins leikið 25 leiki með
Arsenal er hann var seldur til
Norwich fyrir lága upphæð. Síð
an eru átta ár.
.Nr. 12 Trevor Howard: Einn
af efnilegustu leikmönnum Nor
wich. Hann hefur sjaldan byrj-
að leik, en þeim mun oftar ver-
ið skipt inná þegar líða tekur
á leikina.
SKORNIR
Mikilvægasti hlutinn
í útbúnaði íþróttamannsins
iÞBÓTTAMENN væru illa sett-
ir, ef útbúnaður þeirra væri eUki
eins góður og hann er. Nú á
seinnt áruni hefur öll aðstaóa til
iþróttaiðkana batnað geysiiega
mikið, víðast hvar í heiminuni.
Það er ekki aðeins að sta*rri og
fuUkomnari íþróttasvæði liafi
verið reist, heldur einnig, að mik
ii rækt hefnr vi .ið lögð við að
finna út sem hentugastan úthún
að fyrir hverja, hinna ýmsu
íþróttagreina.
Ef íþróttamaður vili ná ár-
angri og fá laun fyrir erfiði sitt
er nauðsynlegt fyrir hann að
vera vel skóaður. Lítum til dæm
is á knaftspyrmwnenn, setjum
svo að vöUurinn sem leikið er á
sé rennblautur grasvöllur. Ann-
að liðið sé skipað þrautreyndum
landsliðsmönnum og þeir leiki á
sléttbotn a gúmmískóim. Hitt Iiðið
sé skipað ungum piltum sem all
ir Iefka á beztu knattspymu-
skóm, sérstaklega hönmuðum til
að leika á hálu grasí.
Hver verða svo úrslitin? Ekki
er nokkur vaifi á því að Iands-
liðsimennirnir muni Iúta í lægra
haldi, þeir renna öruggiega fraan
og aftur á hál'U grasinu án þ;ess
að ná nokkurn timann vaildi á
sjálfum sér, hvað þá kmettinum.
Pilitaíliðið, aiftur á móti, er vel út
búið og takkarnir neðan á skóm
þeirra gefa góða spymu, svo
þeir eiga ekki í hinum minnstu
vandræðum með að fóta sig.
Þetta dæmi sýnir að útbúnað-
urínn — í þessu tilviki skómir
— eru naœtum eins mikilvægir
og hæfilieikarnir. 1 flestum grein
wn iþrótta þarf íþróttamaður-
inm að hafa góða spyrnu og það
er hún sem gerir aiuðveldar nauð
synlegar hreyfingar.
Hnefateikamaðurinn sem slær
til andstæðings síns er illa sett-
ur ef hann hefur ekki báða fæt-
ur á gólfinu. Annaðhvort hefur
höggið ekki nein áhrif á and-
stæðinginm, eða hann gefur
andstæðingi sinum höggstað á
sér. Aða' atriðið er því að hafa
góða spyrnu og því er mtkil-
vægt að hafa góða skó á fótum.
Skómir verða að vera byggðír
með hreyfinguma ssm á að fram
kvæma og eiimig raeð undiriag-
ið — gólfið eða jörðiraa — í
huga.
íþróttaiðkendur viðurkienna
nauðsyn þess að ha-fa góða skó á
fótum með þvi að f jánfesta mik-
ið fé í skótaui. Hin hlið málsins
er viðhorf framleiðenda'nina og
þeir gera sér grein fyrir því, að
það þarf ekki aðeins að hanna
sérstaka skó yrir hverja íþrótta
grein, heldur einmig sérstaka
skó fyrir hvem einstakiling.
Frjálsar íþróttir hafa valdið
mestum heilabrotum fyrir fram-
leiðenduma. Tugþrautarmaður,
sem vrU ná áramgri verður að
eiga elcki færri en fi-rnim mis-
munandi pör af skóm. Við upp-
hitun, svo og í kúluvarpi og
kringlukasti, verður hann að
vera í skóm með þykkium, hruf-
óttum gúmimísóija. Hamn þarf að
hafa rmeð sér gaddaskó, sem
hægt er að ncrta við aliar aðstæð
ur. Þessa skó þarf hann að hafa
fyrir stuttu sprettina, grinda-
hlaupið, langstökkið og stangar-
stökkið. Spjótkastið gerir einnig
sérstakar kröfur til skótausins
og fyrir næstsíðustu greinina
verður hann að fara í svokallaða
spjótkastaraskó. Spjótkastarinn
þarf að halda sér við jörðina, en
hástökkvarirm þarf hins vegar
að komast sem hæst upp. Því
þarf bugþrautarmaðurmn okkar
að skipta enn einu sinni um skó,
nú fyrir hástökkið.
Ekki er al'.t búið enn, tuigþraut
armaðurinn á eftir að hlaupa
1500 metrana. Sú grein krefst
þess að keppandinn sé í léttum
skóm, en sterkum. Tugþrautar-
maðurinn gerir miklar ki’öfur,
en kröfur hams eru ólíkar kröf-
uim armarra iþróttamanna. Þvi
verður framieiðandinn að fylgj-
ast viel með, ef harnn gerir það
ekki eins vel og hann hefur gert
hingað til, er hætt við að metin
falli elcki eins ört cng þau hafa
gert. En það er spuming, hvort
endalaust er hægt að bæta út-
búnað íþróttamrnamnsms?
A Harwld <it: Olna fiiimofly
'iala ákvcðiíl aí skilja. I'an kyimt
iist á Olympínlcikunnm I Mcl-
lionmc I !>r>«. cn fiá nisraíií hann
í Klcsffjukanti mt hún í krinslu-
kaati. Ockk sMlan i miklum íinis-
um fyrir Olftii ail fá fararlcyfi frá
hcimalandi sinu, Tíkkóslóvakfu,
til Bandaríkjanna. C'nnnoly-hjóniu
cipa fjöxur biim.
A Gunnar I.arsson sctti nýtt
sænskt mct í 200 mctra baksundi
á sundmóti scm fram fór i Hcls-
inKburx um helgina. Hann synti
á 2:09,8 mín. Af öörum órslitum
í móti þessu má ncfna aö Andrrs
Bcllbrine sieraöi I 400 mctra
skriönundi á 4:09,7 mfn., Karin
Odeaard sieraói i 100 mctra skrió
sundi kvcnna á 1:0*,4 min. ok
hrinensundí kvcnna á 2:53,0 mfn.
Ann-Soffic Ross HigrnAi I 200 m