Morgunblaðið - 10.04.1973, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.04.1973, Blaðsíða 8
40 MORGUNHLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1973 yfir stúdentum Án David Devany átti UMFN liðið aldrei neina möguleika á sigri gegn Ármanni. Uiðin léku á laugardag síðari leik sinn í mót inu, og var þetta jafnframt síð- asti leikur UMFN í mótinu nú. Árangur þeirra í þessu móti er mjög g'óður, 10 stig náðu þeir að hala inn, og eru mörg ár síðan liðið hefur staðið sig svo vel í fs landsmóti. I>ví er ekki að neita að einn maður hefur öðrum fremur átt þátt í velgengni félagsins í vet- ur, nefnilega hinn ungi og stór- skemmtilegi leikmaður David Devany. I>ótt svo hann hafi misst af fimm leikjum þá er hann lang stighaestur í mótinu, og sýndi auk þess mjög góðan leik á öðr um sviðum. Hann á möguleika á að hljóta öll þau verðlaun sem veitt eru einstaklingum í þessu móti, nefnilega fyrir mest skor, bezta vítahittni, og örugglega verða margir til að kjósa hann bezta leikmann fslandsmótsins. Það kom sér því san-narlega illa fyrir UMFN að hann skyldi ekki mæta til leiksins gegn Ár- manni, og orsakaði það að liðið átti aldrei möguleika á sigri. Að vísu lék Ármannsliðið á köflum ínjög skemmtilega, og sérstaklega vax sóknarleikur liðsins betri en áður. — Hilmar Hafsteinsson og Gunnar Þorvarðarson skoruðu að visu 8 fyrstu stig leiksins fyr Hörð barátta undir körfunni í leik HSK og ÍS. HSK sigraði í leiknum og tryggði sér þar með nokkum veginn áframhaldandi keppnisrétt í 1. deild. 10 stig á loka- mínútimni — er HSK marði sigur inn í sinar hendur á ný, og stað- an í hálfleik var mjög góð fyr- ir þá 40:28. Munurinn í síðari hálfleikn um var oftast um það bil 10 stig, og aldrei leit út fyrir að sigur Vals væri i neinni hættu, þrátt fyrir heiðarlegar tilraun- ir HSK til þess að vinna þenn- an mun upp. Skömmu fyrir leiks lok gáfust HSK menn upp, og Valsmenn sigruðu verðskuldað með 96 stigum gegn 72. Stefán Bjarkason var maður dagsins hjá Val að þessu sinni, og átti sinn bezta ieik í vetur. Þá voru þeir Kári og Jens góðir og sömuleiðis Hafsteinn sem er í mikilli framför. Guðmundur Svavarsson var beztur í liði HSK ásamt Birki og þessir jaxlar gefast aldrei upp. — Guðmundur skoraði mest fyrir HSK 21 stig, en Jón Óskarsson og Þröstur Guð- mundsson 12 hvor. Stefán var stighæstur Valsmanna með 30 stig, Kári skoraði 19 og Þórir 17. HSK sigraði ÍS í æsispennandi leik liðanna á sunnudagskvöld- ið með 69 stigum gegn 67. tJr- slitakörfuna skoraði HSK á síð- ustu sek. leiksins, eftir æsispenn andi lokamínútur. Þar með hafa HSK menn hiotið 6 stig í mót- inu, og Þórsarar sitja einir á botninum með aðeins tvö stig. Leikurinn var afar jafn frá upphafi til enda, og staðan eftir fyrstu fimm mín. var t.d. 7:7, og eftir 10 mín. 17:17. Stuttu fyrir háifleik komst HSK i 28:20, og var þetta mesti munur á liðun- um í leiknum. IS skoraði síðustu þrjú stigin, þannig að staðan í háifleik var 28:23. Þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður var IS búið að minnka þennan mun niður í eitt stig 44:43, og nú hófst æsispennandi lokabarátta. HSK komst að vísu yfir á ný i 58:51, en þegar þrjár min. voru til leiksloka var stað- an jöfn 59:59. — Síðan var jafnt FH AÐALFUNDI frjálsáþróttadeild- ar FH, sem vera átti í kvöld, þriðjudaginn 10. apríl, hefur ver Ið frestað um óákveðinn tíma. ir UMFN, en Sigurður Ingólfs- son og Jón Sigurðsson skoruðu næstu 9 stig fyrir Ármann. Um miðjan hálfleikinn var jafnt 17:17, en siðan sigu Ármenning- ar fram úr og höfðu yfir í hálf- leik 41:28. Ármenningar höfðu sömu yfir- burði í siðari hálfleiknum, skor- uðu t.d. fyrstu 8 stigin, og stað- an var þvi orðin 49:28. Eina keppnin í leiknum sem eftir var var keppni Ármenninga við 100 stiga múrinn, og keyrðd liðið á fullu í von um að ná því marki. Það tókst ekki að þessu sinni, en lokatölur leiksins urðu algjör yfirburðasigur Ármanns 97 stig gegn 56. Jón Sigurðsson átti stórgóðan leik fyrir Ármann, en að öðru leyti var liðið jafnt, og lék i heild vel. Gunnar Þorvarðarson átti mjög góðan leik fyrir UMFN, og hann ásamt Hilmari Hafsteins syni og Jóni Helgasyni voru beztu menn liðsins. Þeir Jón Sig urðsson og Gunnar Þorvarðar son voru stighæstu menn leiks ins, skoruðu 24 stig hvor. Jón Sigurðsson skorar fyrir Ármann í leik liðsins við UMFN. erfiðleika 61:61, þá skorar Jón Óskarsson úr tveim vítaskotum fyrir HSK, og Bjami Þorkelsson bætir tveim stigum við. Steinn Sveins- son skorar tvö stig fyrir IS, og staðan er 65:63 fyrir HSK, og ein mín. til leiksloka. Þegar 35 sek. voru eftir skorar Jón Ósk- arsson úr tveim vítaskotum, 67;63 fyrir HSK. Næstu fjögur stig skoraði IS úr vitum. Steinn Sveinsson þegar 15 sek. voru eft ir, og Jón Indriðason jafnaði 67:67 þegar aðeins fimm sek. voru eftir. HSK byrjar með bolt ann, og Ólafur Jóhannsson fær sendingu yfir endilangan völl- inn, og skorar úrslitakörf- una um leið og klukka timavarð ar flautar. 69:67 fyrir HSK, og tvö dýrmæt stig í höfn. Þeir Birkir Þorkelsson og Ólafur Jóhannsson voru beztu menn HSK i þessum leik, og Jón Óskarsson átti góðan síðari hálf leik. — Bjarni Gunnar var lang- beztur í liði ÍS, flestir aðrir leik- menn léku undir getu. Bjarni skoraði einnig mest fyrir IS, 19 stig, en Birkir skoraði mest fyr- ir HSK 23 stig, og Ólafur Jó- hannsson 17. ffk. Valsmaður skorar í leiknum við HSK. Valur vann þennan leik öiugglega. Hið imga og skemmtilega körfuknattleikslið Vals er nú heldur betur komið í gang, eft- ir slaka frammistöðu í mótinu lengst af. Um helgina sigraði Svigmót unglinga Þriðja og síðasta mótið í svig- keppni unglinga fer fram við Skiðaskálann í Hveradölum nk. laugardag og hefst kl. 15. Kepp endur mæti kl. 14 vegna nafna- kalls. Nánari upplýsingar gef- ur Ellen Sighvatsson i síma 19931. Skíðaíélag Reykjavíkur sér um mót þetta, en verzlunin Sportval gaf bikara til keppn- innar. liðið HSK nokkuð auðveldlega, og var sigur sá aldrei í neinni hættu. Það er vissulega athugun arefni hvernig á því stóð að lið- ið var i svo miklum öldudal næstum allt mótið, og e.t.v. er skýringin einfaldlega þreyta leikmannanna. Valur tók þátt í mótum á Keflavíkurflugvelli allt sumarið á siðasta ári, og leikmennirnir hafa því stanz- laust verið án hvíldar. En nú er liðið sem sagt komið í gang á ný, og ekki tók það Val langan tíma að bjarga sér úr fallhættunni sem liðið hefur verið í. Valur byrjaði leikinn gegn HSK mjög vel, og þegar fimm min. voru liðnar var staðan orð- in 13:2. Um miðjan hálfleikinn var staðan 23:12 fyrir Val, en þá skoraði HSK næstu 7 stig, og munurinn orðinn fjögur stig 23:19. En þá tóku Valsmenn leik VL vann fyrsta leikinn Fyrsti leikurinn í hinni ár- legu Sendiherrakeppni, sem er keppni úrvals af Keflavík urflugvelli og Reykjavíkurúr vals fór fram um helgina. Leikurinn var leikinn í ' íþróttahúsinu á Keflavíkur- flugvelli, og sigraði Vamar- liðið eftir fremur slakan leik með 90 stigum gegn 83. Varn arliðið hafði ávallt frumkvæð ið 1 fyrri hálfleik og staðan í hálfleik var 34:29 fyrir þá. Um miðjan síðari hálfleikinn tókst Reykjavíkurliðinu að komast yfir, en VL náði for- ustunni á ný og hélt henni til leiksloka. Mikil forföll voru í liði Reykjavíkur, t.d. lék aðeins einn KR-ingur með liðinu. Það vantaði t.d. Kolbein Pálsson, Guttorm Ólafsson, Hjört Hansson, Gunnar Gunnarsson, Birgi Jakobsson og Anton Bjarna- son. Með fullu liði á Reykja- víkurúrvalið örugglega að geta unnið þessa keppni í ár, eins og það hefur ávallt gert frá því keppni þessi fór fyrst frain, nema í fyrra, þá sigraði VL. gk. Davíðslausir Njarð- víkingar í vanda Valur vann HSK án

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.