Morgunblaðið - 10.04.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.04.1973, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1973 MORGUN'BLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1973 37 : . . 4 V V Bjarní Kristinsson hefur snúið á vörn Fram og skorar fyrir KR. KR-ingar kvöddu — með því að velgja Frömurum rækilega undir uggum KR-ingar kvöddu 1. deildina í handknattieik á sunnudags- kvöldið, í bili, er þeir léku sinn 14. leik í mótinu í vetur og töp- uðu fyrir ísiandsmeisturum Fram 18:23. Erfitt er að spá, á þessu stigi málsins, hvort vera KR í 2. deild verður löng eða skömm. Eins og er þá er liðið sennilega áþekkt að styrkleika og beztu liðin í 2. deild, og það þarf örugglega að hafa fyrir því að vinna sig upp aftur. Nú þurfa KR-ingar að nota næsta vetur skynsamlega og byggja lið sitt þannig upp, að það öðl- ist þann styrkleika sem þarf til þess að komast í gegnum keppni 1. deildar með heilli há. Sennilega munu Framarar ekki sakna KR-inga i 1. deildar keppninni. Það eina stig sem KR hlaut i vetur félck liðið á móti Fram, og á sunnudags- kvöldið átti Fram enn einu sinni í miklum erfiðleikum með KR- ingana. Þegar 6 min. voru til leiksloka var aðeins eins marks munur og raunverulega gat allt gerzt i leiknum. En þegar Sig- urbergur skoraði 19. mark Fram var sem KR-ingar misstu von- ina, og eftir það röðuðu Fram- arar hverju markinu af öðru i KR markið og unnu með 5 marka mun. Varla er hægt að segja að leikur þessi verði minnisverður. Þó var í honum töluverð bar- átta, og góðir leikkaflar af hálfu beggja liðanna. Þess á milli datt svo leikurinn niður á lægsta plan og leikmennirnir gerðu sig seka um mistök sem eiga helzt ekki að sjást til 1. deildar manna, UNGU MENNIRNIR I KR 1 tveimur siðustu leikjum nafa KRingar teflt fram nokkrum nýjum mönnum í liði sinu. Eru það piltar úr 2. flokki og verður að seigjast að þeir eru hver öðrum efnilegri. Þá skortir aðeiins leik- reynslu, svo og nokkurn lík- amlegan styrkleika til þess að standa í hörðum átökum sem jafnir leikir bjóða upp á. Haldi þessir piltar áfram og taki þeir íþrótt sína alvarlega ætti KR ekki að þurfa að kvíða um fram tíðina. Sennilega hefur ekkert 1. deildar liðanna jafnmörgum ungum leikmönnum á að skipa og KR, og eins og fyrr segir, — verði tíminn notaður vel ætti KR liðið að geta orðið góð liðs- heild áður en langt um liður. FRAMLIÐIÐ ENN I BARÁTTUNNI Framliðið er enn í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn i ár og fylgir Val og FH eftir sem skuggi. Óvænt úrslit í einum þeirra leikja sem eftir eru gætu fært Fram titilinn. Ósennilegt verður þó að teljast að Fram hljóti gullverðlaunin i ár, en vafalaust verður leikur þeirra við FH síðasta leikkvöldið úr- slitaleikur á einhvern hátt. Frammistaða Framliðsins í vet ur verður að teljast eftir atvik- um góð, þai sem liðið missti marga af þeim leikmönnum sem voru burðarásar þess i fyrra. í leiknum á móti KR á sunnudags kvöldið virtust Framarar um of óstyrkir til þess að ná sínu bezta fram og taktik sú sem ver ið hefur beittasta vopn liðsins i vetur gekk ákaflega illa upp. Það var fyrst og fremst ein- staklingsframtakið sem réð úr- slitum, en þar var Axel Axels- son atkvæðamestur. í STUTTU MÁLI Laugardalshöll 8. april. íslandsmótið 1. deild: Úrslit: Fram — KR 23:18 (9:10) Brottvísanir af velli: Axel Axelsson, Fram i 2 mín., Andrés Bridde, Fram í 2x2 mín. Hauk- ur Ottesen, KR í 2 mín og Framhald á bls. 39. LIÐ FRAM: Guðjón Erlendsson 1, Andrés Bridde 2, Sig- urbergur Sigsteinsson 2, Pétur Jóhannsson 2, Ingólfur Óskarsson 2, B.jörgvin Björgvinsson 2, Axel Axelsson 3, Hannes Leifsson 1, Árni Sverrisson 2, Jón Sigurðsson 2. LIÐ KR: Ivar Gissurarson 3, Sigurður P. Óskarsson 2, Jtirgen Bentel 1, Haukur Oítesen 2, Árni Guðmundsson 1, Bogi Karlsson 2, Björn Pétursson 2, Símon Unndórsson 2, Bjarni Kristinsson 2, Ingi St. Biörgvinsson 1, Björn Blöndal 2. Sffl 'mMto Einars Magnussonar í leiknum voru gullfalleg. Þarna er hann að skora sitt 7. markog gnæfir hann yfir varnarmenn Ármenninga, þá Þorsteinn Ing- olfsson og Ragnar Jonsson. Inni a hnunni er Sigurður Jonsson, en lengst til hægri er Hörður Kristinsson. * Allt snerist um Einar — og liann náði 100 marka takmarkinu Víkingar sigruðu Ármann 21-19 Ljósm. Mbl.: Sv. , í»orm.) 55. 15:18 Jón S. 56. 15:19 Eiuar 56. Iliirður 16:19 57. 16:20 Einar 57. Kjörn 17:20 58. RaKnar 18:20 59. 18:21 Einar (i «0. Þorsteiun 19:21 Þegar leið að lokuni leiks Vík ings og Ármanns í 1. deildar keppni íslandsmótsins í hand knattleik á sunnudagskvöldið myndaðist allt í einu mikil spenna í höllinni. Úrslit Ieiksins virtust þó engu skipta áhorfend ur, heldur það hvort Einari Magnússyni tækist að skora 9 mörk í leiknum og ná þar með 100 mörkum í 1. deildar keppn inni í ár. Og Einar náði þessu markmiði — fékk hann til þess dyggilegan stuðning fé laga sinna, seni létu Ármenninga skora hjá sér til þess eins að ná boltanum aftur. 100. mark sitt skoraði Einar úr vítakasti þeg ar rúmlega 1 mínúta var til leiksloka og þustu þá áhorfendur inn á völlinn og fögnuðu honum. 1 leikslok tóku svo félagar Einars hann og „tolleruðu“. Þetta markmið sem Einar náði í þessum leik var líka nánast eina afrekið í honum. Lengst af var leikurinn heldur leiðinlegur á að horfa og mikið um mistök hjá báðum aðilum, einkum þó Vík ingutnium, sem misstu boltann hvað eftir annað af kiaufaskap. Víkingarnir voru hins vegar svo tiil muna betri aðilinn í þessum leik, að sigri þeirra varð aldrei ógnað. Jón Hjaltalíin lék nú með Víkingunum. Hafði hamn sig l'it ið í frammi. Hefði hann örugg fremst er þolgæði. Eins og lega getað skorað meira af mörk um, en honum var meira í mun að hjálpa vini sínum, Einari Magnússyni. Eins og oftast áður eru hreyfingar Jóns snöggar og ógnandi og án tvímæla er hann nú í góðu formi, en segja má að það hafi verið honum að þakka að liðið sem hann lék með úti í Svíiþjóð, Lugi, hélt sæti sínu í 1. deildinni. ÓLlK LEÐ Víkingsliðið og Ármannsliðið hafa verið mjög ólík lið í vet ur. Vikingarnir hafa yfir mikl um og góðum mannskap að ráða — svo góðum að raunverulega gegnir furðu að það skyldi ekki vera að berjast á toppnum. Á sunnudagskvöddið lék t.d. Guð jón Magnússon ekki með Vík ingunum, en það virtist ekki veikja liðið til muna. Það sem Víkingana vantar fyrst og í fyrra byrjaði liðið mjög vel í Islandsmótinu, en fyrr en varði datt botninn úr því, og þegar á móti fór að blása var eins og Haukur Ottesen drogur ekki af sér er hann stekkur inn í teig- inn hjá Fram og skorar. LIÐ ÁRMANNS: Ragnar Gunnarsson 2, Olfert Naaby 1, Stefán Hafstein 1, Björn Jóhannsson 2, Ragnar Jónsson 3, Vilberg Sigtryggsson 2, Jón Ástvaldsson 2, Grétar Arna- son 2, Guðmundur Sigurbjörnsson 1, Hörður Kristvins- son 2, ÞorsUJnn Ingólfsson 2. LIO VÍKINGS: Rósmundur Jónsson 2, Jón Sigurðsson 3, Einar Magnússon 3, Skarþhéðinn Óskarsson 1, Jón Hjalta- lín 2, Magnús Sigurðsson 2. Viggó Sigurðsson 2, Bjöm Bjarnason 1, Páll Björgvinsson 1, Sigfús Guðimindsson 2, Jón Hákonarson 1. allt spryngi í loft upp, og það hefur vafalaust ekki farið fram hjá neinum sem með Víkingunum hafa fylgzt, að „stemningiin" í liðinu hefur verið fremuir dauf, síðari hluta vetrar. Hjá Ármanni hefur annað ver ið uppi á teningnum. Vafalaust hefur það verið höfuðmarkmið þeirra í vet-ur að halda sér í deildi-nini oig það tók-st þeim með sóma. Fá lið hafa nýtt eins vel þann mannskap sem það hef-ur yfir að ráða og Ármannsliðið hef ur gert i vetur, og segja má að í flestum leikjum liðsins hafi hver og einn leikmaður þess ver ið við sitt bezta. Það hefur ver ið miiki-1 barátta og skemmtileg í Ármannsliðinu í vetur, og það er fyrs-t og fremst hún o-g sky-nsamleg stjórnun liðsins sem hafa skilað árangrin-um. í STUTTU MÁLI: Laugardalshöl-1 8. apríl. Islandsmótið 1. deild: Úrslit: Ármann — Víkingur 19:21 (7:11). Brottvísanir af velli: Vilberg Sigtryggsson, Á. í 2 mín. og Skarphéðinn Óskarsson, Víking í 2 mín. MisheppnaS vítakast: Olfert Naaby átti vítakast í stöng og út á 48. mín. Gangur leiksins: 23. 6:10 Jón H. 27. 6:11 Einar 29. Kjöru 7:11 H.UJ 'l.EIKl R 34. 7:12 Jón S. 34: Jón 8:12 38. 8:13 Sisrfús 39. Vilb. (v) 9:13 41. 9:14 Jón S. 45. Vilberg: (v) 10:14 47. Olfert (v) 11:14 49. Björn (v) 12:14 50. 12:15 Jón H. 51. 12:16 Einar 52. JÓIl 13:16 52. 13:17 Einar 58. Björn 14:17 54. Raffnar 15:17 Mörk Ármanns: Ragnar Jónt so-n 6, Björn Jóhannsson 4, Hörí ur Kristinsson 2, Þorstein-n Ing ólfsson 2, Jón Ástvaldsson 2, VI be-rg Si.gtryggsson 2, Olfert Nas by 1. Mörk Víkings: Einar Magnús son 9, Jón Sigurðsson 6, Magnús Sigurðsson 2, Sigfús Guðm-unds son 2, Jón Hjaltalín 2. Dómarar: Haukur Hallsson og Kristófer Magnússon. Þeii dæmdu leikinn sæmilega, — hefðu mátt vera ákveðnari. — stji. Mín . Ármann Víkinffur 3. 0:1 Jón S. 4. 0:2 Mag-nús 6. 0:3 Einar (v) 7. Raffiiar 1:3 7. 1:4 Einar 8. Hörður 2:4 9. Raffnar 3:4 10. 3:5 Mafoiús 11. Ragnar 4:5 12. Uaffnar 5:5 13. 5 :fi SífffÚH 15. 5:7 Einar 15. I»or.steinn 6:7 17. 6:8 Jón 8. 21. 6:9 Jóu S. Jórt Sigurðsson sýndi mjög góðan leik með Vikingunum á m Ármanni. Þarna skorar hann eitt af sex mörkum sinum hraðupphlaupi. Nú gráta aðdá- endur Arsenal Það sannaðist áþreifanlega á laugardaginn, að enska knatt- spyrnan er óiitreiknanleg. Gamla góða Arsenal tapaði fyrir Sund- erland i iindanúrslitum bik- arkeppninnar og er þar með úr leik. Sunderland er hins vegar heldur betur í sviðsljósinu og verður það þar til úrslit bikar- keppninnar fara fram á Wemb- ley 5. maí n.k. Sunderland er fyrsta félagið úr 2. deild, sem Bob Stokoe — framkvæmdastjóri Simderlands. Öllum á óvart kemst lið hans í „Cub Finai“ á Wembley. kemst í úrslit bikarkeppninnar, síðan Preston náði sama árangri árið 1964 en West Ham bar þá sigur úr býtum. Félag úr 2. deild hefur ekki unnið bikar- inn síðan árið 1931, en þá vann W.B.A. Birmingham í úrslitum. Á laugardaginn var Bob Sto- koe maður dagsins í ensku knatt spyrnunni. Stokoe er fram- kvæmdastjóri Sunderland og tók hann við félaginu á miðjum vetri af Alan Brown. Stokoe var áð- ur fyrr leikmaður hjá Newcastle og var m.a. í liði Newcastle þeg ar félagið vann bikarinn árið 1955. Hann hefur síðan stjórnað ýmsum félögum svo sem Bury, Carlisle og Blackpool. Þegar Stokoe tók við Sunderland í vet ur, var liðið nálægt botni 2. deild ar, en síðan hefur liðið sótt sig mjög. Stokoe hefur ekki gert miklar breytingar á liðinu sjálfu, en undir hans stjórn hefur sam- leik, baráttuþreki og keppnis- skapi fleygt fram. Það verður því stór stund í lifi Bob Stokoes, þegar hann leiðir lið sitt inn á Wembley 5. maí, en Sunderland hefur ekki kom- ið þar, síðan félagið vann bik- arinn árið 1937. Sunderland var um langan aldur eitt af sterk- ustu félögum Englands og hef- ur m.a. sex sinnum borið sigur úr býtum í 1. deild og átti sæti í 1. deild samfleytt frá stofnun deildakeppninnar árið 1888 til ársins 1958. Andstæðingar Sunderland í úrslitum bikarkeppninnar verða Leeds Utd., sem vann Arsenal í úrslitunum í fyrra, og er Leeds að sjálfsögðu talið eiga sigur vís an. En við skulum ekki hafa nein spádómsorð uppi hér, en snúum okkur að leikjunum á laugar- daginn. Sunderland kom Arsenal í opna skjöldu í leik liðanna á Hillsborough í Sheffield. Fyrir- liði Arsenal, Frank McLintock, var fjarverandi vegna meiðsla, en i hans stað kom Jeff Block- ley, sem verið hefur á sjúkra- lista um margra vikna skeið. John Radford, markakóngur Ar senal, sat á varamannabekkjun- um, en var sendur til leiks i síð- ari hálfleik. Sunderland náði for ystu á 19. mín. þegar Blockley urðu á slæm mistök og Vic Hal- om sendi knöttinn í netið. 1 síð- ari hálfleik jók Sunderland for- ystu sína, þegar Bill Hughes skoraði með skalla á 64. mín. Charlie George minnkaði mun- inn sex mín. fyrir leikslok, en Arsenal tókst ekki að jafna þrátt fyrir mikla sókn síðustu mín. leiksins. Mikil harka ríkti í síð- ari hálfleik og hlutu fimm leik- Framhald á bls. 39. BIKARKEPPNIN ONDAN0RSLIT: ARSENAL - SUNDERLAND 1:8 George Halom Hughes (Hillsborough, ShefPield) LEEDS UTD. - W0LVES 1:0 Bremner (Maine Road, Manchester) 1. DEILD BIRMINGHAM - LIVERP00L 2:1 CHELSEA - ST0KE CITV 1:3 EVERT0N - C0VENTRY CITY 2:0 IPSWICH - MANCH. CITY 1:1 MANCH. UTD. - N0RWICH 1:0 NBWCASTLE - WEST HAM 1:8 SHEFFIELD UTD.- CRYSTAL PAL2:0 TOTTENHAM - S0UTHAMPT0N 1:8 W.B.A. - LEICESTER 1:0 2. DEILD BRIST0L CITY - CARLISLE 4:1 CARDIFF - SWIND0N 1:1 HULL CITY - AST0N VILLA 1:2 MIDDLESBROUGH - BRIGHT0N 1:1 MILLWALL - SHEFFIELD WED. 2:1 0RIENT - N0TT. F0REST 3:0 0XF0RD - Q.P.R. 2:0 P0RTSM0UTH - BALCKP00L 1:0 PREST0N - HUDDERSFIELD 0:0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.