Morgunblaðið - 10.04.1973, Blaðsíða 6
38
MORQUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1973
wm
Hjörtur Gíslason „smassar", en Þór Sigurþórsson er í hávörn. Leikmaður nr. 10 er Hákon Sin-
claír.
Spennan eykst í blaki
ÍS sigraði ÍMA 2-0
Hvöt sigraði UMSE 2-1
Sunnudaginn 8. apríl kl. 20
fóm fram tveir leikir í ís-
landsmeistaramótinu i blaki í
íþróttahúsi Hafnarfjarðar.
Spiluðu þar öll iiðin, sem
taka þátt í úrslitakeppninni
og var mikil stemmning bæði
hjá liðsmönnum og áhorfend-
nm, sem voru margir og létu
mikið i sér heyra.
Báðir leikimir voru æsi-
spennandi og mikil og góð til
þrif leikmanna og barátta
gerðu leikina sérstaklega
skemmtilega á að horfa.
I fyrri leiknum sigraði ÍS
ÍMA glæsilega 2:0 og sýndi
ÍS-liðið nú aftur allar sínar
góðu hliðar, en ÍMA tókst þó
að sýna klærnar í seinni hrin
unni, þegar liðið jafnaði 14:14
úr 7:14. UMSE kom skemmti-
lega á óvart með því að
vinna hrinu af Hvöt en styrk
leiki Hvatar kom samt vel í
ljós í úrslitahrinunni þar sem
þeir rótburstuðu UMSE 15:3.
IS — ÍMA
Fyrirfram var búizt við
mikilli hörku í þessum Jeik
sem og varð. Það er skemmti-
legt, að sumu leyti að allir
leikmenn IS að einum undan
skildum eru fyrrverandi nem
endur úr MA. IS byrjaði með
boltann og tók strax forust-
una með frábærum smössum
Þórs Sigþórssonar. Töluverð-
ur taugaóstyrkur var ríkj
andi hjá leikmönnum beggja
liða, enda mikið i húfi fyrir
báða aðila. En titringur og
fum hvarf fljótt og yfirveg-
að spil og góð leikútfærsla
varð allsráðandi, sérstaklega
hjá ÍS, sem beitti tíðum stöðu
skiptingum, sem leiddi til
góðra uppspila i smöss. Sig-
ur IS í þessari hrinu var
verðskuldaður, en leikurinn
var samt mun jafnari, en
lokastaðan varð 15:4 fyrir ÍS.
iMA byrjaði nú með bolt-
ann, en IS vann hann strax
og sigldi fram úr 4:1. Þá tóku
ÍMA menn við sér, og komust
í 7:4, en IS átti svar við spili
þeirra og enn var það Þór
sem stærstan hlut átti að
máli og lamdi hann boltann
hvað eftir annað í gólf ÍMA.
Staðan var orðin 14:7 fyrir
IS og yfirburðasigur blasti
við. Þá tók IMA annan fjör-
kipp og saumaði að IS með
því að jafna 14:14, en það
var IS sem átti síðasta orðið
og skoraði tvö næstu mörk,
16:14 fyrir IS.
Liðin: IS vann þennan leik
fyrst og fremst með vel út-
færðu spili. Skiptingar voru
góðar hjá liðinu, vamarleik-
ur skipulegur og uppspil í
smöss góð. Þór Sigþórsson
átti frábæran dag, smassaði
gullfállega og stóð sig vel í
vöm. Uppspii Hákonar Sin-
clair sem er ákaflega „tekn-
ískur" leikmaður voru ná-
kvæm og vel unnin með bol-
sveiflu, þannig að svo leit út,
sem hann ætlaði að gefa á
allt annan leikmann en hann
síðan gerði. Setti þetta iMA
gersamlega úr jafnvægi, svo
að þeir náðu oft ekki að
beita hávöminni eins vel og
skyldi. Guðmundur skilaði
sínu hlutverki vel í vörn og
átti góð uppspii. Halldór er
of lítið notaður, en átti þó
mörg fín smöss.
Einhvem veginn hafði mað
ur það á tilfinningunni, að
iMA gæti sýnt betri leik en
Jiðið sýndi. Liðsmenn eru all-
ir mjög sprækir og snöggir
sérstaklega í vörn, en út-
færslan i leiknum háir liðinu.
T.d. vantaði oft varnarmann
að baki hávarnarinnar, þann
ig að liðið missti bolta oft í
gólf á milli sóknar og varn-
ar. Ólafur Thoroddsen og
Júlíus Kristinsson voru
beztu smassarar liðsins, en Ó1
afur er einnig góður vamar-
leikmaður. Eiríkur Stefáns-
son og Hjörtur Gíslason eru
afar skemmtilegir varnarleik
menn, sem gefast ekki upp
fyrr en í fulla hnefana.
Ekki má gleyma Ingvari Þór-
oddssyni síkvikum leikmanni
og drífandi. ÍMA liðið er
sterkt lið og ef það nær að
koma lagi á skipulag leiks-
ins, sækir ekkert blaklið
gull í greipar þess. Sérstak
lega verður liðið að vanda
uppspilin, því til lítils er að
hafa frábæra smassara, ef
enginn er til að spiia upp á
þá.
Leikinn dæmdu Þórður R.
Magnússon og Páll Ólafsson
íþróttakennari og skiluðu
þeir hlutverki sínu með mik-
illi prýði.
HVÖT — UMSE
Hvöt byrjaði með boltann
og komst strax í 2:0, en
UMSE jafnar. Framan af
hrinunni er leikurinn nokkuð
jafn, en Hvöt hefur þó alltaf
frumkvæðið 7:4, 8:5, 9:8. Und
ir lok hrinunnar tekur Hvöt
góða skorpu og vinnur hrin-
una 15:9.
Önnur hrinan er mun
meira spennandi. Leikmenn
eru nú orðnir vel heitir og
sýna mikil tilþrif. Boltanum
er náð með miklum ólíkindum
utan vallar og þétt við gólf.
Hvöt hefur þó góða forystu
9:5. UMSE nær nú góðum
leikkafia og með góðri sam-
vinnu Gunnars Jónssonar
uppspilara og Aðalsteins
Bernharðssonar smassara
minnkar UMSE bilið í 9:7.
Hinir keppnisreyndu menn
Hvatar Gestur, Bjarni, Már
og Torfi Rúnar halda enn ró
sinni og Hvöt bætir tveimur
mörkum við 11:7. En liðs-
menn UMSE sýna nú sitt
norðlenzka vikingablóð og
berjast eins og ljón 9:11,
10:13, 13:13. Spennan er nú í
algleymingi og það eru liðs-
menn Hvatar sem óvænt þola
ekki taugaspennuna og tapa
hrinunni, 15:13.
Úrslitanhrinan er nokkuð
vel leikin af beggja liða
hálfu, en Hvöt er í ham og
Gesti og Bjarna tekst vel
upp í smössunum. Hvöt á
mjög góðan leik og þótt
Hreiðar og Gunnar sýni fá-
dæmagóðan varnarleik, eru
það smassararnir í liði Hvat-
ar sem gera út um leikinn,
15:3 fyrir Hvöt.
Liðin: Lið Hvatar hefur for
ystu i mótinu eftir þennan sig
ur móti UMSE. Liðið er ákaf
lega traustvekjandi og liðs-
menn vel samstilltir. Smöss-
in hjá þeim Bjarna og Gesti
eru hættuleg, en þeir þurfa
oft að smassa slæm uppspil
og er unun að sjá hvað þeim
tekst vel að vinna úr slæm-
um uppspilum. Óli Þór var of
lítið notaður í þessum leik,
en smöss hans eru mjög hátt
uppi og erfitt að beita árang
ursríkri hávöm á þau. Torfi
Rúnar átti góðan leik að
vanda. Baldvin var ekki
heppinn með sín smöss, sem
sennilega stafar af ótíma-
bæru uppstökki, þannig að
hann er á niðurleið þegar
hann smassar. Lið Hvatar
lendir á rnóti IMA í síðasta
leik motsins á laugardaginn
kemur norður á Akureyri.
Beztu menn í liði UMSE
voru þeir Gunríar Jónsson og
Aðalsteinn Bernharðssón. Ef
FramhaJd á bls. 39.
ÍSLANDSMÓTIÐ
1. DEILD
Eftir leikina á sunnudags-
kvöldið var staðan í 1. deild Is-
Jandsmótsins i handknattleik
þessi:
Valur 12 10 0 2 243:176 20
FH 12 9 1 2 241:214 19
Fram 12 8 1 3 232:213 17
Víkingur 14 6 2 6 299:297 14
IR 12 6 1 5 236:219 13
Haukar 13 4 2 7 218:235 10
Ármann 13 3 2 7 222:253 8
KR 14 0 1 13 226:313 1
Markhæstu leikmenn eru:
Einar Magnússqn, Víking 100
Geir Hallsteinsson, FH 82
Brynjólfur Markússon, ÍR 69
Bergur Guðnason, Val 69
Haukur Ottesen, KR 67
Ingólíur Óskarsson, Fram 67
Ólafur Ólafsson, Haukum 60
— Þór í
1. deild
Framhald af bls. 33
mínútur, voru til leiksloka. Á
lokaminútunum skoraði Grótta
3 mörk gegn 2 og lauk leiknum
því með öruggum sigri Þórs
19:14.
Leikur Þórs gegn Gróttu var
að mörgu leyti dæmigerður fyr-
ir leiki liðsins í vetur. Harka var
mikil og höfðu Akureyringar yf
irburði á því sviði, enda líkam-
lega sterkir og í góðri þrekþjálf
un. I þessum leik var sex leik-
mönnum vísað af leikvelli fyrir
grófan leik, fjórum Þórsurum og
tveimur Gróttumönnum, í viðbót
fengu svo 5 Þórsarar og tveir
leikmenn Gróttu áminningar.
Sigur Þórs grundvallaðist á
góðri markvörzlu Tryggva Gunn
arssonar, sem hafði sterka vörn
fyrir framan sig. Tókst Þór að
halda stórskyttu Gróttu, Hall-
dóri Kristjánssyni alveg niðri.
Vantaði sunnanmennina þá mann
sem gæti fyllt skarð Halldórs, en
hann var óþekkjanlegur frá
fyrri leikjum sinum í vetur.
Virtist sem taugaspenna háði
leikmömnum Gróttu meira en
andstæðingunum, biðu Gróttu
menn ekki eftir góðum marktæki
færum, heldur skutu í næsta von
liitlum færum. Vörnin var nokk-
IMA -
UMSE
Leikurinn var heldur leið-
inlegur á að horfa og tilþrif lít-
il. I.M.A. tók forystu strax í
upphafi fyrri hrinunnar, og
leiddi alla hrinuna út, sem lauk
15:5 fyrir l.M.A. Hún var þó
ekki svo ójöfn sem halda
mætti, ef miðað er við úrslita-
tölur, en þó var lið Í.M.A. öllu
hressara og lék af meira öryggi
og yfirvegað.
Hjá U.M.S.E. liðinu var of
mikið um ónákvæmar sendíng-
ar, og liðið náði mjög illa sam-
uð góð, en sóknarleikurinn í mol
um. Beztu merm Gróttu að þessu
si-nni voru þeir Ámi Indriðason
og Snorri Hjaltason í síðari hálf
leik, aðrir léku undir getu.
Markhæstir voru Árni og Hall
dór með f jögur mörk.
Sigur Þórs í leiknum var íylli
lega sanngjarn og hefði getað
orðið stærri, samt átti liðið ekki
sérstaklega góðan dag. Sóknin
var ekki nógu yfirveguð og spil-
ið of hægt og þunglamalegt á
köflum, en vörni-n var sem fyr
rmjög góð og markvarzlan sömu-
leiðis. Bezti varnarmaðurinn, fyr
ir utan markvörðinn, var Bene-
dikt Guðmundsson, sem lék mjög
framarlega, hann var mjög
hreyfanlegur, komst oít inn í
sendingar og truflaði spil Gróttu
á alian hátt.
Skyttur Þórs, þeir Þorbjörn
og Sigtryggur áttu báðir prýðis-
góðan leik. Þorbjörn hafði sig
litt í frammi í fyrri hálfleiknum,
en í þeim síðari var harm stór-
góður og skoraði 6 mörk með sín
um þrumuskotum. Árni Gunnars
son átti einnig mjög góðan leik.
Flest mörk Þórs skoruðu Þor-
björn 8, Sigtryggur 6 og Árni 3.
GROTTA
VANN KA
Á sunnudaginn léku Grótta og
KA i 2. deild og fór leikurinn
frani á Akureyri, leikurinn
skipti ekki máli fyrir liðin því
Þór hafði þegar tryggt sér sigur
i deildinni. Var það lika greini-
legt á leiknum sem var mjög lé-
legur og laus við að vera
skemmtilegur. Grótta sigraði í
leiknum með 29 mörkum gegn 26.
Varnir liðanna voru nánast eng-
ar og markvarzlan enn siðri eins
og sést á því að alls voru skor-
uð 55 mörk í leiknum, sem þó var
ekki nema 66 mínútur.
Leikurinn var ekki ójafn og
hafði KA t.d. forystu í upphafi
ieiksins og fram yfir miðjan
fyrri hálfleik. I leikhléi var stað
an 15:12 fyrir Gróttu, en KA
tókst að jafna leikinn aftur fljót
lega. Grótta seig svo fram úr á
endasprettinum og sigraði
29:26. Markhæstir voru Halldór
(10) og Árni (7) hjá Gróttu, en
Halldór Rafnsson (8) og Þor-
leifur (5) hjá KA.
an, þrátt fyrir, að það hafi all-
góðum einstaklingum á að
skipa.
Seinni hrinan var áþekk
þeirri fyrri, nema hvað munur-
inn á iiðunum var enn meiri og
komst I.M.A. í 14:0 þá tókst
U.M.S.E. að ná í 4 stig og loka
tölur urðu því 15:4 fyrir Í.M.A.
Liðin léku að mínum dómi
langt undir getu, og, eins og
fyrr segir, náði lið U.M.S.E.
aldrei almennilega saman, og
mótstaðan var of lítil, til þess
að I.M.A. næði að sýna sitt
bezta. Verður gaman að fylgj-
ast með þessum liðum í áfram-
haldandi úrslitum Islandsmeist-
aramótsins, þó sérstaklega
Í.M.A.
<)r leik ÍMA og IJMSE á Akureyri.