Morgunblaðið - 13.04.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.04.1973, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐXÐ, FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 1973 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 1973 17 Otgefandl hf. Árvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúl Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstraeti 6, slmi 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sfmi 22-4-80. Askriftargjaid 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasðlu 18,00 kr. eintakið. skiptingarinnar liggja þó auðvelda okkur íslendingum aðilar tapa á, verður úr sög llíikilvægur áfangi náðst í þeirri v hefur þeirri viðleitni að sameina íslenzku flug- félögin tvö með því sam- komulagi, sem tekizt hefur þeirra í milli um aðferð til að ákveða eigr|(rhlutföll félaganna í sameinuðu flug- félagi. Enda þótt samkomu- lag hafi tekizt um þetta er þó ljóst, að margt er ógert áður en sameining getur orð- ið að veruleika og þess vegna fer bezt á því, að hófleg bjart- sýni ríki um endanlega nið- urstöðu. Augljós rök liggja til þess, að nú verði gert átak í því að sameina flugfélögin tvö. Samkeppni þeirra í milli um Norðurlandaflugið er skýr- asta dæmið um það, að tví- skiptingin veldur miklum erfiðleikum og beinum tap- rekstri. Sín hvorum megin sömu götunnar í Kaupmanna- höfn eru skrifstofur flug- félaganna beggja og þau hafa bæði skrifstofur í fleiri borg- um. Þetta tvöfalda sölukerfi hefur mikinn aukakostnað í fleiri rök til þess, að nú sé tímabært að sameina flug- félögin tvö. Miklar breyting- ar hafa orðið í flugrekstri á undanfömum árum. Nýjar stórþotur hafa verið teknar í notkun, sem kosta gífurlegt fé og krefjast mikils eftirlits. Stöðugar viðræður fara fram milh flugfélaganna á Norður- Atlantshafsflugleiðinni um lækkun fargjalda. Þótt sam- komulag hafi enn ekki tekizt þar um, er þó ljóst hvert stefnir. Þessi þróun hefur valdið Loftleiðum miklum erfiðleikum og félagið hefur sætt harðnandi samkeppni. Fargjöld þess hafa verið of lág miðað við tilkostnað, sem hefur aftur leitt af sér tap- rekstur. Þetta er ekkert eins- að halda þeim sess, sem djörfung og dugnaður örfárra forystumanna Flugfélags ís- lands og Loftleiða hefur tryggt okkur í flugmálum. Bæði þessi flugfélög hafa haslað sér ákveðinn starfs- grundvöll. Flugfélag íslands hefur með sóma annazt allt innanlandsf 1 ug og jafnframt lagt áherzlu á flug milli ís- lands og Norðurlandanna. Uppbygging Loftleiða á rúm- um tveimur áratugum er eitt af ævintýrunum í nútíma- sögu okkar þjóðar. Þegar starf þessara tveggja félaga síðustu áratugi er haft í huga, er mikið ánægjuefni að for- ystumenn þeirra beggja skuli hafa þá framsýni til að bera, sem nú virðist komin í ljós SAMEINING FLUGFÉLAGANNA för með sér, mundi duga. þar sem eitt Umframfram- boð sæta á flugleiðinni til Norðurlanda í sumar er svo gífurlega mikið, að ekkert vit er í. Enda þótt samkeppnin á Norðurlandaleiðinni sé skýr- asta dæmið um ókosti tví- dsémi um þau flugfélög, sem fljúga á þessari leið. Flest þeirra hafa verið rekin með miklum halla síðustu árin. Þessum nýju viðhorfum er nauðsynlegt að mæta og sam- eining íslenzku flugfélaganna tveggja mun gera flugrekstur þjóðarinnar hagkvæmari og með þeim mikilvæga áfanga, sem náðst hefur til samein- ingar þeirra. Kostir sameiningar flug- félaganna eru augljósir. Ein- falt sölukerfi í stað tvöfalds, samkeppni á Norðurlanda- flugleiðinni milli tveggja ís- lenzkra flugfélaga, sem báðir unm. Ennfremur styrkari staða á flugleiðinni yfir N orður-Atlantshaf ið. En vandamálin eru líka mörg. Félögin nota mismun- andi flugvélakost, en aug- ljóst frá rekstrarlegu sjónar- miði séð, að nauðsynlegt er að hafa sem fæstar flugvéla- tegundir. Ekki má heldur gleyma þeim vandamálum, sem óhjákvæmilega koma upp í sambandi við starfs- mannahald, ef um samein- ingu verður að ræða og leysa þarf með sóma. Þá hlýtur sameinað flugfélag fljótlega að verða að taka afstöðu til flugvélakaupa. Flugfélag íslands mun í sumar notast við leiguflugvél frá Finnlandi á einni flugleið sinni og ljóst er að Loftleiða- menn standa á vegamótum varðandi flugvélakaup. Félag- ið hefur hugleitt kaup á nýj- um stórþotum og eru það ákvarðanir, sem nýtt félag yrði væntanlega að taka fljótlega. Þannig eru áreiðan- lega mörg vandamálin, sem takast þarf á við, áður en af sameiningu getur orðið, en vænta verður þess, að jákvæð lausn fáist á þeim. Bæði þjóð- arhagsmunir og hagsmunir flugfélaganna sjálfra stuðla að þeirri niðurstöðu, að sam- eining félaganna verði að veruleika. Lækkun beinu skattanna en ríkisstjói nin hrósaði sér af að engar slíkar ráðstafanir vseru gerðar. Mátti þá sjá fyrir, að sú gengislækkun væri unnin fyrir gýg, enda opnuðust augu sjáv- arútvegsráðherra, Lúðvíks Jósefs sonar, fyrir þessum sannindum, þegar hann sagði nokkru síðar: „Ég viðurkenni það, að þeir tím- ar geta verið, að það sé óhjá- kvæmilegt að fella gengið og gera tilfærslur i þjóðfélaginu. Ég viðurkenni ekki, að gengis- felling sé almennt neitt lausnar- orð og allra sízt á meðan þær stéttir í þjóðfélaginu, sem hafa mikil völd, eru ákveðnar að af- nema áhrif tilfærslunnar tiltölu- lega fljótt á eftir. Slíkar gengis- lækkanir hafa raunar lítið annað að segja en að færa okkúr bara á nýtt útreikningsform.“ Þótt sjávarútvegsráðherra hafi með þessum orðum verið að vega að forseta A.S.Í., Birni Jónssyni, lýsa þau um leið van- mætti ráðherra sjálfs og ríkis- stjórnar að takast á við vandann og boða raunar fjórðu gengisfell inguna i tið núverandi ríkis- stjórnar. Á valdatíma núverandi stjórn- ar hefur verð sjávarafurða eins og frosins fisks og saltfisks hækkað um nær 50% i erlend- um gjaldeyri og verð loðnuaf- urða um 100—200%, en þessar hækkanir hafa þó ekki nægt i verðbólguhítina, heldur hefur þurft sífellt að fella gengi ísl. krónunnar, auk desembergengis- fellingarinnar, tvisvar vegna gengisfellingar dollarans. Ef við hefðu aðeins fylgt falli dollar- ans að því marki, að útflutning- ur okkar minnkaði ekki í krónu- tölu, þá væri gengisfellingin 18% minni og verðhækkanir erlendra Geir Hallgrímsson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins: Niðurskurður ríkisútgjalda óh j ákvæmilegur í eldhúsdagsumræðunum í gær töluðu alþingismennirnir Geir Hallgrímsson og Matt- hías Bjarnason af hálfu Sjálf- stæðisflokksins. Ræða vara- formanns Sjálfstæðisflokks- ins er birt hér á eftir í heild, en ræða Matthíasar Bjarna- sonar verður birt í blaðinu á morgun. Þess skal getið, að vegna tímaskorts flutti Geir Hallgrímsson ræðu sína ekki orðrétt, eins og hún birtist hér. í ræðu sinni gerði Geir Hallgrímsson grein fyrir lof- orðum ríkisstjórnar Ólafs Jó- hannessonar, er hún tók við völdum, og hvernig hún hefði efnt þau loforð. Síðan gerði hann grein fyrir stefnu Sjálf- stæðisflokksins í efnahags- og atvinnumálum og fjallaði loks um landhelgismálið og varnarmálin. Ræða Geirs Hallgrímssonar fer hér á eft- ir í heild: í vetuir strandaði erlent slkip við su ðua’S t röndina. Samkvæmt blaðafrásögn sikýrði skipstjóri sitandið í sjóprófum. Hann hélt sig sigla vestur með suður- ströndinni, þegar hann í raun var á austurleið. Þegar hann ætlaði að stýra suður tii hafs, sigldi Skipið til norðurs og í strand. Þetta var harmsaga, en þvi miður fer ekki hjá því, að mönn- uim komi í hug í ijósi starfsfer- ils ríkisstj órnarinn ar, hvort hún sé eikki í sporum skipstjórans, hvort ríkisstjómin geri sér nokkra grein fyrir, hvar þjóðar- fleyið er statt, eða hvert það stefnir. Loforðalistinn langi 1 málefnasamningnum mikla og loforðaiistanum langa er ýmsu heitið, en flest þveröfugt gert. Þar var þvi heitið að „hafa sem ‘nánast samstarf við sam- tök launafólks og atvinnurek- enda um ráðstafanir í efnahags- málum“. Efndimar eru þær, að forseti A.S.Í. hefur lýst þvi yfir, að ríkisstjómdn hafi a. m. k. 8 sinnum breytt eða reynt að breyta gildandi kjarasamning- um. Heitið var „að stefna að því að gjöld, sem nú hvíla á fram- leiðsliuatvinnuvegunum, verði lækkuð eða felld niður“. Nú þessa dagamia er verið að hækka gjöld af iðnaðarframteiðsiiu, sjáv arafurðum og landbúnaðarvör- um. Heitið var að efla áætlunar- gerð, en í framkvæmdaáætlun fyrir árið 1973 ggetir engrar heildarstefnu, hvorki i viðrnið- un heíldarfmmkvæmda né í for- gangi framkvæmda, og skýrsla fjármálaráðherra er sú stytzta og liítilifjörlegasta, sem lögð hef- ur verið fram, síðan farið var að gera slíkar skýrslur, og eng- in áætlunargerð fylgir frá hinni frægu Fr a mkvæm d astof nuin eims og lög kveða þó á um. Heitið var að auka sjálfsfor- ræði byggðarlaga og hafa sam- ráð við Sambamd íslenzkra sveit arfélaga og landshlutasamtaka þeirra, en efndirnar þær, að ný tiekjustofna'lög, sem þrengja hag sveitarfélaga, eru sett án sa-m- ráðs við samtök þeirra, verkefni tekin af sveitarfélögum, án þess að þau fái nokkur ný, og ráð- heirar beita sér gegn löggild- ingu landshluitasamtakainna. Heitið var að enöursikoða alilt bankakerfið og vinna að sam- einingu banka og sjóða, en þótt mikið álit bankamáiainefndar hafi nú legið fyrir í nær 3 mán- uði er ekkert gert nema fjöiga sjóðuim eins og Iðmrekstrarsjóði, sem auðvitað á að hafa sérstaka stjórn. Heitið var að lækka óhófletgan húsnæðiskostnað allimennings m. a. með lœkfeun bggingarkostn- aðar, en efinidimar eru þær, að bygginigarfcostnaður mun hækka um 50% á 2ja ára vaidatíma stjórniarinnar saimikvæmt bygg- ingarvísitölu eftir áætlun Hag- stofunnar. Heitið var: „Rífcisstjómin mun efcki beita gengislækfeun gegn þeim vanda, sem við er að gliírna í efnahagsm-áium“, en rík- iisstjómin hefur samt þrisvar til gengisfellinga gripið. Af fleiru mætti taka. Öllu aðhaldi varpað fyrir róða Það fer etoki millli mála, að núverandi rlkisstjórin tók við blómiliegu búi í góðæri á miðju ári 1971. Aflabrögð voru góð og útfflutninigsverð hagstætt og fór enn hæfcfcandi. Almeniningur hafði notið góðs af þessu góð- æri með veruiegum fcauphæfck- unum 1970, jafnframt því sem afkoma atvinnufyrirtækja var hagstæð. Aðhaldi hafði verið beitt í fjármáium og peninga- málum og ráðstaíaeir gerðar til þess að koma í veg fyrir, að kauphækkamir, sem samið hafði verið um, leiddu til áframhald- andi víxlihækkama kauplags og verðlags. Mestu máli skipti þó, að áfram hald yrði á aðgát og aðhaidi og góðærið nýtt til þess að styrkja grundvöll efnahagslSfsins og veita 'alimenninigi þá velmegun, sem efni stóðu tiil. En öllu aðhaldi var varpað fyrir róða og öMum tiliraunum til að hafia stjórn á efinaliags- þróuninni smám saiman hætt — með þeim aflieiðingum, að full- kominn glundroði og stjómleysi er ríkjandi, og ríikisstjóimin treystir sér ekfci til að mótia eða fraimfylgja neinni stefnu. Ríki'sstjörnin blandaði sér í kjarasamningana 1971 með laiga setininigu um styttingu vinnutím- ams og hafði áhirif bæðd í þá átt, að kostnaðarau'ki aí samningun uim varð meiri en ella hefði orð- ið og samningsfrelsi aðila skert þannig, að efni samningaina varð jafnvei aninað en aðilar hefðu kosið. Fyrirsjáanlegt vair, að saimningaimir mundu leiða til víxlhækkana kaupgjalds og verðlags. Því bar brýna nauðsyn til að draga sem mest úr pemimgavelt- unini og eftirspuiminmi innan- lands á sem flestum sviðum. — Leitast bar við að draga úr út- gjöldwm rílkissjóðis, en í stað þess hafa þau verið tvöfölduð á 2 árum og enn er verið að bæta við þau þessa síðustu daga þings ins rmeð þeim afleiðingum, að aukið er á spennuima og vinnu- afl dregið frá fraimileiðslunni. Þá átti auðvitað áfram að efla verðjöfnunarsjóð sjávarafurða til að draga úr spennunni inn- anlands, sérstaklega þar sem verðlag erlendis fór enn hækk- andi, en þvert á móti var úr hon- um greitt í uppbótarskyni. Nauðsyn var að draga úr er- lendum lántökum, en í stað þess voru þær auknar, einkum á veg- um opinberra aðila. Hafa erlend- ar skuldir vaxið um 6,5 milljarða kr. eða um 50% á 2 árum. Hlaut það enn að auka á vinnuafls- skort atvinnuveganna og auka greiðslubyrði af erlendum lánum í mesta góðæri, sem yfir land- ið hefur gengið. Þá átti auðvitað fremur að minnka opinberar lántökur inn- anlands til þess að atvinnulífið yrði ekki fjárvana, en í stað þess jók ríkisvaldið slíkar lán- tökur og bauð allt að 20% árs- vexti, eins og raun hefur orðið í verðtryggðum lánum, í sam- keppni við framleiðsluna og ein- staklinga. Hefðum ekki þurft að fylgja dollar Öll þessi þróun hefur aukið víxlhækkanir kauplags og verð- lags, þannig að útflutningsat- vinnuvegirnir stóðu ekki undir tilkostnaði, svo að grípa varð til gengislækkunar í des. s.l. sam- kvæmt ráði valkostanefhdar. En valkostanefndin lagði áherzlu á, að hliðarráðstafanir væru nauð- synlegar, annars vegar samdrátt ur framkvæmda og hins vegar varnir gegn víxlhækkunum, — vara sömuleiðis tilsvarandi lægri. Sannleikurinn er sá, að við hefðum ekki þurft að fylgja doll arnum, ef nokkur stjórn hefði verið á efnahagsmálum — vegna hinnar hagstæðu verðlágsþróun- ar á erlendum mörkuðum. Svo er „hrunadans" kostnaðar- verðbólgunnar trylltur, að þrátt fyrir hækkandi útflutningsverð kann að reynast hæpið, að út- flutningsatvinnuvegir okkar, einkum iðnaðurinn, að ekki sé talað um togaraútgerð standi und ir 10% launakostnaðarhækkun 1. júni n.k., og launþegar eru engu bættari. Þeir fá að vísu fleiri en verðminni krónur. Stefnubreyting Stefnubreyting verður að eiga sér stað. 1. Skera verður niður útgjöld ríkissjóðs, en þau hafa aukizt í hlutfalli við þjóðarframleiðslu úr tæpum 20% 1970 í nálægt 30% 1973. Aflafé þjóðfélagsborg- aranna hefur verið skert og um leið valfrelsi þeirra og sjálfs- ákvörðunariéttur. Sjálfstæðis- flokkurinn bauð stjórnarflokkun um að standa að a.m.k. 500 millj. kr. niðurskurði á fjárlögum til að mæta Vestmannaeyjavandan- um, en það hæsta sem ríkis- stjórnin gat hugsað sér var 160 millj. kr. Vitaskuld verður nauð synlegur niðurskurður ríkisút- gjalda erfiður, en hann er óhjá- kvæmilegur. 2. Um leið og dregið er úr skattheimtu almennt ber sérstak lega að hverfa frá beinum skött um. Hjón með 377 þús. kr. eru ekki hátekjufólk, en eru þó kom- 57%. Örva ber tekjuöflun ein- staklinga, ekki sizt þegar skort- ur er á vinnuafli, því að í því felst verðmætasköpun fyrir þjóð félagið i heild. Beinir skattar til ríkisins þyngdust að mun i fyrra af völdum skattalagabreytingar núverandi ríkisstjórnar ekki sízt á elli- og örorkulífeyrisþegum. Skattar munu enn hækka hlut- fallslega í ár, því að hækkun tekna í krónutölu er hærri en skattvísitalan 128, m.a. er talið að laun hinna lægstlaunuðu eins og hafnarverkamanna hafi hækk að um 38%. í stað þess að vera kominn i hæsta skattstiga með 377 þús. kr. tekjur, væri nær að 400 þús. kr. tekjur hjóna væru ekki tekju skattsskyldar og i hæsta skatt- stiga væri fyrst komið eftir að menn hefðu náð raunverulegum hátekjum, t.d. eitthvað á 2 millj. kr. Hætta ber greiðslu fjölskyldu- bóta með 1. barni, en fella þær að öðru leyti inn í skattkerfið sem persónufrádrætti og greiða þeim, sem hafa lægri tekjur en persónufrádrætti nemur, mis- muninn. 3. Virða ber frjálsa kjarasamn- inga launþega og vinnuveitenda og leggja áherzlu á réttláta hlut- deild launþega í þjóðartekjum. Viðmiðun kaups við kaupgjalds- visitölu hefur aldrei reynzt laun- þegum eins illa og í tíð núver- andi stjórnar, sem hefur fellt niður kaupgjaldsvísitölustig, frestað greiðslu þeirra og hagað niðurgreiðslum og verðhækkun- um þannig, að launþegar fengju þær sem síðast uppi bornar í hækkuðu kaupi. Heilbrigðara væri að miða kaupbreytingar við vöxt þjóðartekna eða þjóðarfram leiðslu til þess að koma í veg fyrir vítahring víxlhækkana. 4. Jafnvægi verður að nást á viðskiptajöfnuði við útlönd, á af- komu ríkissjóðs og í peningamál um. Gerbreyta verður núverandi verðlagskerfi. Til lengdar hafa verðlagsákvæði, boð og bönn ekki reynst neytendum vörn gegn verðhækkunum. Þvert á móti draga þau úr samkeppni, koma í veg fyrir hagkvæm inn- kaup, valda vöruskorti, verri þjónustu og rýra valfrelsi neyt- enda í gæðamati. Ef jafnvægi er milli framboðs og eftirspurnar er samkeppni trygging fyrir því, að neytandinn er stjórnandinn á markaðnum og seljendur verða að þóknast honum. Kemur að skulda- dögum Þótt bæði þjóðartekjur og þjóð arframleiðsla hafi vaxið hér á landi hefur eyðsla, neyzla og fjármunamyndun aukizt enn meir. Mismuninn tökum við að láni erlendis. Slík lán auka á verðbólguvandann og það kemur að skuldadögunum. Verðbólguhugsunarhátturinn nær æ fastari tökum á almenn- ingi, og kemur það fram i gífur- legum hækkunum á verði fast- eigna, kaupum á bifreiðum, heim ilistækjum og samsvarandi minni sparnaði og aukinni eftir- spurn eftir lánsfé. Af hálfu ríkis stjórnarinnar er hins vegar ekki um neina stefnu að ræða til þess að mæta þessum viðhorfum, held ur er allt látið reka á reiðanum. Lítið samráð um landhelgismál Þótt hart hafi verið deilt af hálfu okkar í stjórnarandstöðu í efnahagsmálum, þá hefur ver- ið lei'tazt við að skapa sem mesta samstöðu í landhelgismálinu. Ríkisstjórnin sýnist að vísu láta sér í léttu rúmi liggja að efna það loforð í málefnasamn- in upp í hæsta skattstiga, 56— 1 ingi að „hafa samráð við stjórn- Geir Hallgtimsson. arandstöðuna og gefa henni kost á að fylgjast með allri framvindu málsins“. Langt er milli funda í land- helgisnefnd og viðræðufundir með Bretum og Vestur-Þjóðverj- um hafnir og þeim lokið án þess samráðs, sem lofað var. Landhelgismálið hlýtur að vera okkur íslendingum öllum tilfinningamál, en þrátt fyrir það eigum við að vera menn til þess að geta rökrætt okkar á milli á raunsæjan hátt hvaða leiðir eru fljótvirkastar til þess að tryggja okkur yfirráð yfir fiski- miðunum umhverfis Landið, ekki eingöngu 50 mílunum, heldur og landgrunninu öllu. Við eigum t.d. að geta borið saman bækur okkar, hvaða ályktanir beri að draga af afla- skýrslum Breta eftir útfærsluna. Þær sýna, að afli Breta á ís- landsmiðum sl. ár hefur minnk- að um 10% frá árinu áður, em síðustu 4 mánuðina eða eftir út- færsluna aðeins um 4%, meðan afli okkar - skipa minnkaði um 6% sömu 4 mánuði, svo að hlut- fallslega hafa Bretar bætt hlut sinn frá 1. sept. sl. til áramóta. Það fer ekki á milli mála, að slikar tölur eru okkur vonbrigði. Við getum huggað okkur við, að ekki sé um langan tima að ræða og veiðarnar muni minnka, þeg- ar til lengdar láti. En þó er rétt að hafa kjark til að horfast í augu við staðreyndir eins og þær eru á hverjum tima og marka stefnu okkair samkvæmt því. Við getum haldið óbreyttri stefnu og reynt að gæta land- helginnar með vörzlu og víra- klippingum gæzluskipa okkar eins og verið hefur. Ekki skal gert lá-tiö úr frammistöðu land- helgisgæzlunnar, miklu frekar vil ég þakka hana og dást að varðskipsmönnum okkar. Mér er hins vegar kunnugt um, að 18 ísl. skipstjórar fiskiskipa hafa sent ríkisstjórninni bréf og bent á, eins og þeir segja orðrétt: ,,að brezkir og þýzkir togarar hafa stundað veiðar sínar innan hinna nýju fiskveiðimarka á hverj- um tíma, eins og þeim hefur bezt þótt henta hverju sinni og hagað veiðiskap sinum eins og 50 milna útfærslan hafi aldrei átt sér stað.“ Hvetja skipstjór- arnir til að öllum veiðiþjófum verði með róttækum aðgerðum stuggað út úr hinni nýju fisk- veiðilögsögu íslendinga. Minna má á í þessu sambandi, að frv. sjálfstæðismanna um eflingu landhelgisgæzlunnar bæði á síð- asta þingi og þessu hafa ekki fengið hljómgrúnn hjá stjórnar- liðinu. Hætt er vissulega við, að Bretar auki sóknarþunga sinn og gæzluskip án tillits til kostn- aðar, sem vafalaust hefur vaxið mikið vegna athafna landhelgis- gæzlu okkar. Sá kostnaðuir er ekki greiddur af brezku togara- útgerðunum, heldur brezka rik- inu, en togaraútgerðin nýtur aft- ur góðs af hækkandi fiskverði. Því miðuir má því allt eiins bú- ast við því, að Bretar geti jafn- vel haldið óviðunandi mikilii hlutdeild i fiskafla á íslandsmið- um miðað við óbreytt ástand og þ. á m. reytt upp ókynþroska smáfiskinn. Önnur leið er sú að herða vörzlu fiskveiðilögsöguinnar með þeim útbúnaði, sem við nú höf- um yfir að ráða, sem vart verð- ur gert með öðrum hætti en þeim, að landhelgisgæzlan reyni töku landhelgisbrjótanna. Ég treysti mér ekki til að mæla með þeirri leið. Sem landkrabbi hef ég ekki næga þekkingu til þess. Mannslíf eru i veði og þau eru það dýrmætasta sem til er. Þeim vil ég ekki hætta umfram það, sem þegar er gert og þvi siður fórna. Þriðja leiðin er sú að leitcist við að ná saminingum við Breta og Vestur-Þjóðverja eins ogsam hljóða samþykkt'Alþingis frá 15. febr. 1972 leggur áherzlu á. Framkoma brezkra og þýzkra togara í íslenzkri landhelgi er vissulega forkastanteg og til þess fallin að spilla samningum. Afstaða okkar til samninga til stutts tíma hlýtur þó að fara eftir því, hvort við tryggjum okkur meiri raunveruleg yfirráð yfir fiskimiðunum umhverfis landið og stærri hlutdeild í afla af íslandsmiðum en án slikra samninga. Ávinningur af samningum er væntanlega sá, að þeir mundu taka til nál. land- grunnsins alls, allra svokallaðra íslandsmiða, eða 75% stærra haf svæðis en 50 milumar ná yfir. Tviskinnungur innan ríkis- stjórnarinnar sýnist hafa verið í afstöðu til samnimgaumleitana og fer illa á þvl. Svo virðist þó, sem meiri hreyfing hafi komizt á samningaviðræður eftir að kunn gert var, að einn ráðherramn væri fylgjandi þvi, að við sækt- um mál okkar og verðum fyrir alþjóðadómstólnum í Haag. Líkiegt er það, að með þegj- andi samkomulagi gert sam- hliða samningum yrði ákveðið, að aðiiar ættu ekki í málarekstri, meðan samningur væri í gildi. Sllkt megum við þó engu verði kaupa í samningum. Ég er fylgjandi, að við tök- um til sóknar og varnar fyrir Haag-dómstólnum, með því höf um við ráð á framvindu mála og getum séð svo um, að efnis- dómur gangi ekki fyrr en að lokinni fyrirhugaðri hafréttar- ráðstefnu, þar sem fullyrt er að meirihluti þjóða og jafnvel allt að % hlutar þeirra aðhyllist regl ur um viðáttu fiskveiðilögsögu, sem rýmri séu en þær, er við enn höfum beitt. Við töpum ekki málinu í Haag, nema við töpum málinu á hafréttarráðstefnunni. Enginn hefur talið það Mklegt. Það er því að mínu áliti allt að vinna og engu að tapa að standa fyrir máli sinu. Hljótt um öryggismál Þótt minna hafi verið rætt um landhelgismálið á Alþingi en ætla mætti, þá hefur þó enn hljóðara verið um utanríkis- og öryggismál. Engin skýrsla hefur verið lögð fram um utanríkismál á þessu þingi, en er boðuð á morgun og verða umræður um hana á mánudag. Skal því farið fljótt yfir sögu. Þótt ríkisstjórnin væri beggja blands í afstöðu sinni til fullgild ingar viðskiptasamnings okkar við Efnahagsbandalagið, þá er það virðingarvert, að hún gekk að lokum frá fullgildingunni, að vísu eftir nokkurn þrýsting frá stjórnarandstöðunni. Alþýðu- bandalagsmenn, sem voru á móti aðild að EFTA og töldu það illan fyrirboða aukinna tengsla við Efnahagsbandalagið, áttu skiljan lega bágt. Framsóknarmenn, sem á sinum tíma sátu hjá i sama máli, höfðu nú loks skoðun, og þætti sumum það ef til vill ekki þakkarvert af forystuflokki í rík isstjórn. Ekki er ljóst hvort Efnahags- bandalagið notar sér af fyrirvar- anum um að láta ekki tollaíviln- anir vegna sjávarafurða taka gildi fyrr en samningar takast í fiskveiðideilunni. Vonandi verð- ur svo ekki, eða samningar tak- ast í fiskveiðideilunni, þvi hér geta miklir hagsmunir verið í veði. Af einni ísfisksölu togara getur lækkun tolla numið kr. 500.000.00 — 600.000.00. Öryggismál landsmanna og varnarsamningurinn við Banda- ríkin hafa sömuleiðis lítið verið á dagskrá á þessu þingi. Ástæð- an til þess er væntanlega sú, að bæði forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra hafa lýst yfir þeim skilningi sínum á málefnasamn- ingi ríkisstjórnarinnar, að ekki væri búið að ákveða að varnar- liðið færi, heldur mundi ákvörð- un um það þá fyrst verða tekin, þegar könnun málsins væri lok- ið. í umræðum á Alþingi 23. nóv. 1971 var utanríkisráðherra spurð ur, hvort búið væri að ákveða, að varnarliðið færi innan 4 ára. Hann svaraði: „ . . . Varnarliðið fer ekki, nema meirihluti Alþing is eða alþjóð vilji það.“ 1 umræðum á Alþinfjj 30. nóv. 1972 sagði Einar Ágústsson: „ . . . og ég hef áður lýst því yfir og geri enn, að engin ákvörð un í þessu máli verður tekin án samráðs við Alþingi og að vel athuguðu máli“. Samkvæmt þessu loforði hafa ajlþingism'einn og þ. á m. stjórnar andstæðingar viljað lofa utanrík- isráðherra að hafa starfsfrið til þess að kanna málin, fullvissir þess að hafa tækifæri til þess að fjalla úm málið, áður en ákvörð- un er tekin um uppsögn varnar- samningsins. Ákvörðun Alþingis Málgagn Alþýðubandalagsins lætur að því liggja í leiðara I gær, að rétt sé að segja samn- ingnum upp nú þegar til þess að 18 mánaða frestur samkv. honum byrji að liða. Slík uppsögn samkv. 7 gr. vam arsamnings verður ekki gerð nema með ákvörðun Alþingis, ef loforð forsætisráðherra og utan ríkisráðherra er haldið. Ég vil ekki efast um, að þessir ráð- herrar haldi loforð sín, þótt kommúnistar krefjist þess, að þeir gangi á bak orða sinna. Vitað er, að þingmeirihluti er ekki fyrir brottför varnarliðsins eins og nú standa sakir, þótt al- Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.