Morgunblaðið - 29.04.1973, Blaðsíða 16
16
MÖRíGUNBLAÐIÐ, SUNNÚDAGUR 29. APRlL 1973
JNonrgtisiKrfaMfe
Útgefandi
Framkvsemdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóri og afgreiðsla
Auglýsingar
Askriftargjald 300,00 kr.
hf. Árvakur, Reykjavfk.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sfmi 10-100.
Aðalstræti 6, simi 22-4-80.
á mánuði innanlands.
I lausasölu 18,00 kr. eintakið.
egar gagnrýni kom upp á
þá fyrirætlan ríkisstjórn-
arinnar að ljúka þinghaldi
fyrir páska var því til svar-
að af málsvörum stjórnarinn-
ar, að engin slík stórmál
væru á döfinni að nauðsyn-
legt væri að láta þingið sitja
áfram. í trausti þess, að af
heilindum væri mælt, var
fyrir því greitt af hálfu
stjórnarandstæðinga að þing-
lausnir gætu farið fram. Nú
er hins vegar komið í Ijós,
að orðum ráðherranna er
ekki hægt að treysta og
hljúta stjórnarandstöðuþing-
menn í framtíðinni að haga
samskiptum sínum við þessa
ríkisstjórn í samræmi við
fengna reynslu.
Tæpum tveimur vikum eft-
ir að þingið er sent heim,
hefst ríkisstjórnin handa um
aðgerðir í efnahagsmálum,
sem fyllsta ástæða hefði ver-
ið til, að Alþingi fjallaði um.
í fyrsta skipti frá árinu 1924
er gengi íslenzku krónunnar
hækkað. Nú er það út af fyr-
ir sig fagnaðarefni að svo vel
skuli ára, að ríkisstjórnin
telji sér fært að hækka geng-
ið tveimur mánuðum eftir að
hún framkvæmdi síðustu
gengislækkun og má víst
telja, að aldrei í sögu þjóðar-
innar hafi jafn mikil um-
skipti orðið á högum hennar
á jafn skömmum tíma. Hitt
veldur áhyggjum, að ekkért
samráð var haft við samtök
atvinnuveganna um þessa
gengisbreytingu. Vorið 1970
lagði Viðreisnarstjórnin til,
að gengi krónunnar yrði
hækkað vegna þess bata,
sem þá var orðinn í efnahags-
lífi þjóðarinnar eftir áföllin
miklu, en vegna andstöðu
bæði verkalýðshreyfingar og
samtaka atvinnuveganna var
frá því horfið. Að þessu sinni
hirti ríkisstjórnin ekkert um
að hafa slíkt samráð við und-
irstöðuatvinnuvegi þjóðar-
innar, eins og glögglega kom
fram í viðtölum, sem Morg-
unblaðið birti í gær við for-
ystumenn atvinnuveganna,
en þar upplýstu þeir, að þeir
hefðu frétt um fyrirætlanir
ríkisstjórnarinnar í „hús-
gaflaspjalli". Og bersýnilegt
er, að forsvarsmenn útgerð-
ar, fiskvinnslu og iðnaðar eru
áhyggjufullir. Lágmarks-
krafa var að sjálfsögðu að
um svo mikilvægt skref yrði
haft samráð við atvinnuveg-
ina, en um það var ekki hirt.
í tengslum við gengishækk-
unina hefur ríkisstjórnin
einnig ákveðið að stórhækka
vexti og er vaxtahæðin nú
svipuð og hún var á fyrstu
árum viðreisnarinnar. Vaxta-
hækkunin kemur sér að sjálf-
sögðu vel fyrir sparifjáreig-
endur, en hlýtur að valda
miklum kostnaðarauka í at-
vinnurekstrinum og er spum-
ing hvort á hann sé bætandi.
Annars er það athyglisvert,
að sömu menn og tönnluðust
á því árum satman að vextir
væru of háir, beita sér nú
fyrir verulegri vaxtahækkun.
Það er af sem áður var. Um
þessa ráðstöfun var heldur
ekkert samráð haft við at-
vinnuvegina.
Loks upplýsti Morgunblað-
ið í gær, að strax eftir helg-
ina mundi ríkisstjómin setja
bráðabirgðalög þess efnis, að
allt verðlag í landinu skuli
fært niður um 2%. Á örfá-
um dögum er því tekin ör-
lagarík ákvörðun um gengis-
hækkun, vaxtahækkun og
niðurskurð á verðlagi. Það er
þýðingarlaust fyrir ráðherr-
ana að halda því fram, að
þessar ráðagerðir hafi ekki
komið upp fyrr en eftir að
þinglausnir fóru fram. Ljóst
er, að þær hafa verið í undir-
búningi um langa hríð. Það
liggur ennfremur í augum
uppi, að hér er um svo mikil-
vægar ákvarðanir að ræða, að
skylt var að gefa Alþingi kost
á að fjalla um þær. Þess
vegna hefur stórfellt bheyksli
gerzt, er ríkisstjórnin hefur
svikið út úr stjórnarandstöð-
unni á þingi samstarf um að
ljúka þingstörfum fyrir
páska á sama tíma og hún
undirbýr svo þýðingarmiklar
aðgerðir í efnahagsmálum.
Jóhann Hafstein, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði í
viðtali við Morgunblaðið í
gær, að það hefði verið óverj-
andi að senda þingið heim,
þegar svo var í pottinn búið.
Það eru orð að sönnu. Menn
hafa vanizt því, að af sæmi-
legum heilindum væri starf-
að innan veggja Alþingis, en
nú er það orðið ljóst, að rík-
isstjómin hefur gert sig seka
um einstæð óheilindi og svik
í samskiptum við stjórnar-
andstöðuflokkanna. Þau svik
munu auka hörkuna í stjórn-
málabaráttunni og valda því,
að orðum ráðherranna er
ekki hægt að treysta, jafnvel
um svo einföld málefni og
starfshætti Alþingis. Hinn
17. febrúar sl. taldi ríkis-
stjórnin höfuðnauðsyn að
lækka gengi krónunnar um
10% með þeim afleiðingum,
sem það hafði fyrir verðlags-
þróunina í landinu. Rúmum
tveimur mánuðum seinna
viðurkennir hún, að-þetta var
rangt með því að hækka
gengið á ný. Henni ber að
standa fyrir máli sínu gagn-
vart þingheimi.
SVIK OG ÓHEILINDI
Reykjavíkurbréf
Laugardagur 28. apríl-
Sól og sumar
Öllum landslýð léttir, er vetri
lýkur. Þess vegna hafa orðin
„gleðilegt sumar" hvarvetna
heyrzt undanfarna daga, og þess
vegna finnst nú flestum bjartara
fram undan.
Liðinn vetur var vissu-
lega mörgum þungbær og raun
ar þjóðinni allri. Gosið í Heima-
ey hefur hvilt sem mara
á landslýðnum, og átökin á fiski
miðunum hafa æ ofan í æ vakið
ugg í brjósti manna.
Nú í sumar verður væntan-
lega úr því skorið, hver fram-
tíð Vestmannæyja verður. Þró-
unin undanfamar vikur vekur
vissulega bjartsýni, og flestir
munu nú þeirrar skoðunar, að
framtíð Eyjanna verði tryggð.
Hins vegar er óvissan í landheig
isdeilunni nú ennþá meiri en
nokkum tíma áður, þótt vissu-
lega hljóti ailir velviljaðir menn
að vænta þess að unnt reynist
að setja niður deilur okkar við
Breta og Þjóðverja á þessu
sumri og tryggja yfirráðarétt
okkar yfir landhelginni til fram
búðar.
En þegar náttúruhamförunum
í Eyjum og landhelgismál-
inu sieppir, má sannarlega segja,
að við Islendingar fögnum nú
sumri í mesta góðæri, sem yfir
landið hefur gengið. Gjaldeyris-
tekjur hafa aldrei verið viðlíka
miklar og nú, og vinnuafl og
atvinnutæki eru hagnýtt til
hins ýtrasta. Þess vegna ætti
vissulega að vera ástæða til
fyfflstu bjartsýni. En þó er það
nú svo, að menn horfa með
kvíða til framvindunnar.
Stjórn ráðstafana
Það setur hroll að mönnum,
er þeir heyra orðið ráðstafanir,
ög nú er enn byrjað að nefna
það. Magnús Kjartansson, iðnað
arráðherra, boðaði i ræðu á árs-
þingi iðnrekenda, að framund-
an væri efnahagsvandi, sem rik
isstjórnin yrði að takast á við
strax næstu vikur.
Ekki veit bréfritari, hvað á
spýtunni hangir þessu-sinni um-
fram gengishækkunina, sem
skyndilega var gripið til,
og vaxtahækkunina, og Mk-
lega vita ráðherramir það
ekki enn sjálfir. Hitt vita menn,
að hinn 1. júní er væntanleg enn
ein kollsteypan í efnahagsmál-
um, og má þá búast við u.þ.b.
10% hækkunum. Þær ráðstafan-
ir, sem ríkisstjórnin hefur nú
boðað duga ekki nema að litlu
leyti til þess að koma í veg fyr-
ir þá kollsteypu, því að gengis-
hækkunin veldur ekki lækkun í
kaupgjaldsvisitölu nema um 2 V2
stig, ef hún þá gerir það í raun.
Stóriðja — stóriðja
Á ársþingi iðnrekenda var
eins og að líkum lætur rætt um
framtíð iðnaðarins, og kom það
fram bæði hjá Gunnari J. Frið-
rikssyni, formanni Félags ís-
lenzkra iðnrekenda, og Magnúsi
Kjartanssyni, iðnaðarráðherra,
að ýmis stórverkefni á sviði iðn-
aðar eru á döfinni. Iðnaðarráð-
herra talaði um það sem sjálf-
sagðasta hlut í heimi, að íslend-
ingar hefðu samvinnu við er-
lenda fjármagnseigendur um
byggingu stóriðjufyrirtækja og
nefndi nokkur dæmi um fyrir-
tæki, sem væntanlega yrði ráð-
izt í á næs.tunni. Einna lengst
væri komið viðræðum við banda
ríska fyrirtækið Union Carbide
um byggingu svonefndrar málm-
blendiverksmiðju.
Ekki- fer hjá því, að menn
renni huganum til baka til ár-
anna, þegar barizt var fyrir
byggingu Búrfellsvirkjunar og
álbræðslunnar í Straumsvík. Þá
stappaði það nærri landráðum,
að ýmissa manna áliti, að vilja
hefja slíkt samstarf við erlenda
menn. En nú fiytur iðnaðarráð-
herra svo til orðrétt þær ræður,
sem hann taldi bölvaðastar á sin
um tíima. — En batnandi manni
er bezt að lifa.
Staðreynd er, að orkuverð hef
ur mjög farið hækkandi á und-
angengnum árum, og búizt er
við, að það hækki enn af ýms-
um ástæðum. Náttúruvemd-
arsjónarmið ráða þvi, að ýmis
orkuver verða ekki byggð, sem
áður voru áformuð. Kjarnorku-
vísindum hefur ekki fleygt fram
jafnört og menn ætluðu, og loks
efla Arabarikin samstarf sitt og
þrýsta upp olíuverði jafnt og
þétt. Það er þess vegna rétt skoð
un hjá iðnaðárráðherra, að orka
okkar í fallvötnum og jarðhita
eru meiri auðæfi nú en nokkru
sinni áður. Og það er
einnig rétt, að þessi auðæfi ber
að hagnýta eins fljótt og kost-
ur er.
Það hlýtúr að verða eitt af
megin verkefnum þeirrar ríkis-
stjómar, sem falið verður að
takast á við þann vanda, sem
vinstri stjómin hefur komið
þjóðinni í, að hefja stórfellda
uppbyggingu á sviði iðnaðar
ins.
*
Anægjuleg
ákvörðun
Ríkisstjórnin hefur nú upp-
lýst, að mál Breta og Vestur-
Þjóðverja gegn okkur fyrir
Haagdóm.stólnum verði ekki dóm
tekið fyrr en í janúarmánuði
1974, jafnvel þótt sú ákvörðun
yrði tekin að senda engan mál-
flytjanda til dómsins. Samkvæmt
þessu hefur stjómin ákveðið að
senda engin formleg boð til Al-
þjóðadómsins, um að við munum
ekki taka þátt í málflutningi,
þvi að ella hlyti málið að verða
dómtekið eftir að frestur sá, sem
Bretum og Þjóðverjum er
gefinn, rennur út.
Þessi ákvörðun ríkisstjórnar-
inmar er hyggileg ,og henni ber
að fagna. Á þessu ári mun þeim
sjónarmiðum fieygja fram, sem
við aðhyllumst 1 landhelgismál-
um. Þróunin er sem betur fer
mjög ör, og hver mánuður, sem
vinnst, getur orðið dýrmætur.
Einmitt af þeirri ástæðu hefur
meirihluti landhetgisnefndarinn
ar verið þeirrar skoðunar, að við
ættum að taka alla þá fresti, sem
okkur bjóðast fyrir Al-
þjóðadómnum, og helzt að haga
málum svo, að endanlegur efn-
isdómur yrði ekki upp kveðinn
fyrr en Hafréttarráðstefnan hef
ur verið haldin.
Úr þvi að rlkisstjórnin hefur
tekið þá ákvöðun að gefa enga
yfirlýsingu um, að við munum
ekki mæta fyrir Haagdómnum á
þessu ári, gefst gott tóm tö að
ræða málið niður í kjölinn. En
Brezkir landhelgisbrjótar á Lslan
timann má ekki láta l'íða, án
þess að allt sé gert til að undir-
búa málafylgju okkar á allþjóð-
legum vettvangi. En því miður
verður að segja þá sögu eins og
hún er, að sinmuleysið i þessum
málum er með ólíkindum.
Afli Breta
Eins og fram kemur i grein
Geirs Hallgrímssonar hér í blað-
inu í dag (laugardag) hefur hlut
deild Breta í þorskaflanum á Is-
landsmiðum vaxið en ekki minnk
að síðan landhelgin var færð út.
Þetta eru ömurleg tíðindi, sem
ekki er hægt að sneiða hjá. En
þar með er sagan þó ekki öll
sögð. Hitt er kannski ennþá
verra, að nú fiska Bretair eftir-