Morgunblaðið - 29.04.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1973
17
75 ára á morgun:
Loftur Bjarnason,
f r amk væmdastj óri
LOFTUR Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri og útgerðarmað-
ur í Hafnarfirði, verður 75 ára
á morgun. Þrátt fyrir aldur, er
hann enn í fylkingarbrjósti
mestu og ötulustu athafna-
manna þessa lands. Ennþá er
hann ungur í anda, kvikur í
spori og sívakandi og brenn-
andi áhugamaður um öll þau
málefni, bæði andileg og verald-
leg, sem horfa til blessunar og
framfara fyrir land og lýð.
Loftur Bjamason er fæddur á
Bíldudal hinn 30. apri'l árið
1898. Foreldrar hanis voru
Bjarni Loftsson, kaupmaður, og
kona hans, GísMna Þórðardótt-
ir. Var Gíslína ættuð frá Sveins-
eyri í Tálknafirði, en Bjami var
sonur Lofts Bjarnasonar, bónda
á Brekku á Hvalfjarðarströnd,
og konu hans, Guðrúnar Snæ-
bjarnardóttur, ættaðrar frá
Bakkakoti í Skorradal. Þannig
standa að Lofti bæði borgfirzk-
ar og vestfirzkar ættir.
Loftur lauk prófi frá Stýri-
mannaskólanum í Reykjavik og
stundaði sjómennsku nær öll sín
æskuár. Var hann þá meðal ann-
ars stýrimaður á skipunum Lag-
arfossi og Goðafossi. Árið 1926
flúttist hann tii Hafnarfjarðar
og hefur búið þar siðan. Gerð-
ist hainn brátt einn mesti útgerð
ar- og athafnamaður þess bæj-
aty og er svo enn. Með dugn-
aði sinum og áræði, bjartsýni
og framfarahyggju hefur hann
stofnað og rekið mörg útgerð-
arfyrirtæki, sem hér verður ekki
getið, enda skortir undirritaðan
þekkinigu þar t;l. Þó skal minnzt
tveggja fyrirtækja, sem hann
stofnaði og hefur veitt forstöðu
í áratugi með þeim hætti, að
til mikillar fyrirmyndar má
telja. Hér er í fyrsta lagi um
að ræða útgerðarfélagið Venus,
en hann var einn af stofnend-
um þess árið 1936 og hefur ver-
ið íramkvæmdastjóri þess síð-
an. 1 annan stað er að geta Hval
veiðifélagsins Hvals h.f., sem
stofnað var árið 1947. Hefur Loft
ur verið formaður þess frá upp--
hafi og framkvæmdastjóri síð-
an 1950.
Rekstur Hvalveiðistöðvarinhar
1 Hvalfírði hefur tengt Loft
traustum böndum við byggð
feðra sinna. Þar á hann sitt
annað heimili, og þar hefur
hann orðið byggðinni til mik-
illar blessunar og framfara.
Hann ann Hvalfjarðarströnd og
lætur sér annt um hag fólks-
ins, sem þar lifir og starfar.
En Loftur Bjarnason hefur
ekki aðeins verið afburðamað-
ur i afchaifnalíífi og brjóstvöm
íslenzkra útgerðarmanna. Hann
hefur ekki gleymt því að
„gjalda Guði það, sem Guðs er“,
og verið minnugur þess, að gjaf-
ir lífsins eru af Guði þegnar.
Hann er trúaður maður og bæn-
rækinn og eindreginn fylgismað-
ur kristiinnar kirkju og krist-
innar menningar. Hefur hann
sýnt þann hug sinn, svo að um
hefur munað, bæði í Hafnarfirði
og á Hvalfjarðarströnd. Á sin-
um tima átti Loftur sæti í bygg-
ingarnefnd Halligrímskirkju í
Saurbæ, og þeirri kirkju hefur
hann fórnað meira en nokkiur
annar einstaklingur. Gjatfir
þeirra hjónanna og þeima fyr-
irtækja, sem Loffcur veitir for-
stöðu, til Hallgrímskirkju í Saur
bæ eru svo miklar að vöxtum
og gæðum, að til fádæma má
telja í kristnisögu Íslands. Með-
al þeirra gjatfa er aitaristatfla
kirkjunnar, sem Hvalveiðifélag-
ið gaf. En eins og bunnugt er,
er altaristaflan eitt fegursta og
sérstæðasta iistaverk hér á
landi. Það er Lofti Bjamasyni
meira að þakka en nokkrum öðr
um hviiíkt lisfcaverk og menning-
arþrýði Hallgrímskirkja í Saur-
bæ er. Einstæðrar fórnar hans,
höfðingsskapar og örlætis mun
kirkjan njóta um allan aldur.
Á þessum fcímamótum í Mfi
Lofts er mér einkar ljúft að
færa honum alúðarþakkir fyrir
alla fórn hans og kærleika í þágu
kirkjunnar í Saurbæ, fyrir ein-
staka hollvináttu og gjafmildi.
Þau ár, sem ég hef þjónað í
Saurbæ, hef ég íundið það
glöggt, hversu góður drengur og
hollvinur er þar á ferð, sem Loft
ur er, enda er hann vinsæll mað-
ur og honum hefur verið sýnd-
ur margs konar trúnaður um
dagana. Hjá Lofti hefur jafnan
farið saman „alefling andans og
athöfn þörf“. Hann er mikill og
dugandi afchafnamaður og at-
vinnurekandi, en um leið er hann
gæddur réttsýni, drenglyndi og
auðmýkt trúmannsins, sem sér
bræður og jafningja í öðrum
mönnum. Hann er í senn alþýð-
legur höfðingi og auðmjúkt göf
ugmenni. Hann er glaður í við-
móti, greindur og skemmtideg-
ur á samræðum, oft gamansam-
ur og glettinn í augum, en gull
í hjarta. Þótt hann hafi nú 75
ár að baki, er enn heiðrikja
vorsins og vonarinnar yfir svip
hans og athöfnuim. Sú er ósk
mín og von, að Island megi sem
lengst njóta ágætra starfskrafta
hans og að honum megi enn
auðnast að fá atihafnaþrá sinni
fulltnægt og bera hugsjónir sín-
ar fram til sigurs.
Loftur Bjarnason er gæfumað-
ur í einkaMfi. Kona hans er Sól-
veig Ingibjörg Sveinbjarnardófct-
ir frá Isatfirði, hin ágætasta
kona, sem er manni sánum í
hvívetna samhent og samboðin.
Þau hjónin eiga tvö mannvæn-
leg böm, sem bæði eru uppkom-
in.
Á þessum timamótum færum
við hjónin Lofti Bjarnasyni okk-
ar innilegusfcu hamingju- og
blessunaráskir, þökkum hollvin-
áfcfcu og góðvild á liðnum árum
og biðjum honum, eiginkonu hans
og fjölskyldunni allri blessunair
Guðs um framtíð alla.
Jón Einarsson,
Saurbæ.
i dsmiðum.
litslaust og drepa allt kvikt,
þannig að afli úr einstök-
um veiðiferðum hefur jafn-
vel svo til allur verið smáfisk-
ur. Þessi rányrkja er glæpur.
Og þó er eins og islenzk stjóm-
völd, með sjávarútvegsráðherra
í broddi fylkingar, kæri sig koM
ótt. Gjarnan msetti benda Lúð-
vtk Jósepssyni á eftirfar-
andi hendingar, sem hann gjam
an mætti læra, þótt vonlítið sé
sjálfsagt að hann læri af þeim:
Að Ijúga að öðrum
er ljótur vani
að ljúga að sjálfum sér
er hvers manns bani.
TM skamms tíma var þvi blá-
kalt haldið fram, að útfærsla
(Ljósmynd Mbl.: Kr. Ben.)
landhelgimnar 1. sept. hefði þeg-
ar borið mikinn árangur. En nú
er komið í ljós, að hlutdeild
Breta í heiidaraflanum hér við
land hefur aukizt, en ekki
minnkað. Afli Breta minnkaði
einungis um 4% á fjórum siðustu
mánuðum s.l. árs, en togaraafli
ókkar minnkaði úr 20.707 tonn-
um í 14.848 tonn eða um nær-
feHt 30%.
Og síðastliðinn fimmtudag
springur Þjóðviljinn og glennir
5 dálka á forsíðu þá fyrirsögn,
að afli Breta sé 10% minni nú,
en hann var fyrir útfærslu land
helginnar. Giæsilegur árang-
ur það.
AHir vita, þóbt opinberlega
hafi ekki verið frá þvi skýrt,
að Bretar eru reiðubúnir til að
gera saimkomulag um að minnka
afla sinn um allt að 40%. Og auð-
vitað felst af þeirra hálfu við-
urkenning á réttindum okkar til
yfirráða yfir fiskimiðunum, ef
þeir gera sliíkan samning, þótt
með óbeinum hæbti sé. Auðvitað
viðurkenndu Belgar óbeint rétt-
indi okkar til að ráða yfir fisk-
veiðuinum á landgrunninu, er
þeir sömdu við okkur, og alveg
á sama háfct fælist slik viður-
kenning í samkomulagi við
Brefca og Vestur-Þjóðverja.
Bn Lúðvík Jósepsson lýg-
ur bæði að öðrum og sjálfum
sér. Hann heldur, að hann sé
þjóðhetja, aí því að hann fékk
að skrifa undir i'eglugerðina um
útfærslu landhelginnar 1. sept.
s.l. En hann er einn um þá skoð-
un.
Ekki hægt að
kaupa fallbyssu
Það voru uggvænleg tíðindi,
er það spurðist, að áhöfn varð-
skipsins Árvakurs hefði orðið
að verja sig með rifflum, vegna
þess að skipið hefur enga faM-
byssu. Ef varðskipsimenn hefðu
ek'ki gripið til rifflanna, hefði
skip þeirra væntanlega verið
siglt niður.
En gera menn sér grein fyr-
ir því, hver hætta er fólgin í
þvi að byrja að beita rifflum á
miðunum. Er ekki hætt við
þvá, að einhverjir óðir brezkir
s'kipstjórar kynnu að grípa til
sömu vopna, er þeir næst koma
á miðin. Ekki er óMklegt, að ein
hverjir þeirra búi sig út með
riffla, er þeir koma ti'l heima-
hafnar.
Og menn hljóta að spyrja: Er
fjárhagur landhelgisgæzlunnar
méð þeim hætti, að ekki sé unnt
að kaupa einn fallbyssurgefil?
Er verjandi að láta varðskip
vera á miðunum innan um kol-
óða sjóræningja, án þess að búa
það fallbyssu? Þessu þyrfti
dömsmálaráðherra að svara.
Hann hafði munninn fyrir neð-
an nefið, þegar hann var
að svara skipstjórunum 18 á Al-
þingi fyrir skömmu, og þess
vegna ætti ekki að vera til of
mikiis mælzt að fá frá honum
skýringar á því athæfi að búa
þetta varðskip ekki út með faH-
byssu.
Hvað geta
varðskipin?
Við verðum að horfast í augu
við þá staðreynd, að varðskip
okkar eru ekki útbúin til ann-
arra starfa en þeirra að gæta
landhelgi, sem viðurkennd er.
Þau eru fullfær um að taka land
helgisbrjóta undir venjulegum
kringumstæðum, en þegar erlend
ir togaramenn telja sig vera i
fuMium rétti og aðstoða hver ann
an, þá verður árangurinn þvl
miður næsta iitill.
Hins vegar hafa þau varðskip,
sem sómasamlega eru útbúin,
sæmilega aðstöðu til að verja
sjáltf sig, jafnvel þótt margir tog
arar reyni ásiglingar. Og þó hef
ur það, eins og kunnugt er, Mka
brugðizt til beggja vona.
Því miður hefur reynslan
sýnt, að Brefcum auðnast
að sfcunda gegndarlausa rán-
yrkju, og aflaverðmæti brezku
togaranna er nú um fjórðungi
meira en það var fyrir útfærsl-
una. Brezkir togaraeigendur una
því glaðir við sifct og vilja hafa
ástandið óbreytt. Þeir fá meira
að segja frá brezka ríkinu ný
fcroll ókeypis fyrir þau gömlu,
sem aftan úr þeim eru höggvin.
Það er tímabært að horfast í
augu við þá staðreynd, að rík-
isstjómin hefur gert flest eða
allt það vitlaust við framkvæmd
landhelgismálsins, sem unnt var
að gera vifclaust, og því er kom
ið sem komið er.
En iokasigurinn er samt sem
áður okkar íslendinga. Ef málin
yrðu nú tekin föstum tökum, er
sá sigur skammmt undan.
Árás á verðlags-
eftirlitið
í ræðu, sem Magnús Kjartans-
son, iðnaðarráðherra, flutti ný-
lega réðst hann harkalega
að verðlagseftirlitinu og sagði
orðrétt:
„Bg tel að sú skipan, sem nú
er á þeim málum (verðlagsmál-
uinum) sé fjarri því að koma að
tilætluðum notum. Verðlagskei'f-
ið tryggir á engan átt, að fram-
leiðslugeta okkar sé nýfct sem
bezt, heldur ýtir það undir þjón
ustustarfsemi og innfiutnings
verzlun, sem torvelt er að hafa
eftirlit með. Á þessum sviðum
myndast þvi einatt meiri hagnað
ur en í framleiðslugreinum, og
þaðan streyma þvi fjármagn og
vinnuafl. Ég er sannfærður um,
að þessu ástandi mætti breyta
með betri skipan verðlagsmála,
og að þvi verkefni er nú unnið
á vegum viðskiptaráðuneytis-
ins.“
Þetta eru hyggilegustu um-
mæli, sem heyrzt hafa úr röðum
kommúinista um verðlagsmál-
in. Fram til þessa hefur því ver-
ið haldið fram, að strangt verð-
lagseftirlit væri helzta ráðið til
að stemma stigu við ofsagróða og
halda verðlagi niðri. Nú hefur
reynslan sýnt ráðherrunum, að
hið stranga verðlagseftirlit er
ekki aðeins tilgangslaust, heldur
lýsir einn þeirra þvi yfir, að
það hvorki meira né minna
en flytji fjármagnið til „óþjrft-
ar“ atvinnugreina og dragi úr
framleiðslu og framförum.
Það er sýnilega ekki bara al-
menningur, sem er reynslúnni
ríkari eftir tæplega tveggja ára
vinstri stjórn. Ráðherrarnir
hafa líka öðlazt reynslu og sæmi
legasta skilning á einu og öðru,
sem þeim var hulið áður.