Morgunblaðið - 10.05.1973, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1973
® 22-0*22*
RAUDARÁRSTÍG 31
V______________/
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
BILALEIG A
CAR RENTAL
BORGARTÚN 29
AV/S
_ SIMI 24460
LAUGAVEGI 66
BÍLALEIGAN
EYSIR
CAR RENTAL
XSST trausti
ÞVERHOLT 15ATEL. 25780
FERÐABlLAR HF.
ð:laleiga — sími 81260
Tveggia manna Citroen Mehari.
Fimm manna Citroen G.S.
8—22 manna Mercedes Benz
hópferíabílar (m. bílstjórum).
STAKSTEINAR
Þórarinn
ræðst á Björn
A» UNDANFÖRNU hafa
ritstjórar Tímans bírt hvem
pistilinn á fætur öðrum, þar
sem tryggir framsóknarmenn
vitna um, að rikisstjórnin
hafi þegar uppfyilt loforð sín
um 20% kaupmáttaraukn-
ingu á fyrstu tveimur valda-
árum sínum. Nú hefur það
hins vegar komið fram hjá
þeim, sem gleggst má
þekkja, Birni Jónssyni, for-
seta Alþýðusanibands Is-
lands, að ríkisstjórninni hafi
ekki tekizt að efna þetta heit
sitt. Og forseti AJS.f. bætti
þvi við, að hann teldi óliklegt,
að þetta mætti takast. Er
þetta þeim mun athygiisverð
ara, þegar haft er í huga, að
þegar þetta siðhúna kosn-
ingaloforð var gefið, þá gat
MEÐUAGSGREIöSLUR
Magnea Guðjónsdóttir, Suð
urlandsbraut 73, spyr:
„Maður hefur verið giftur
áður og á 4 börn með fyrri
konu.
1. Er ekki hægt fyrir hann
að fá að borga minna i einu
og þá í fleiri ár?
2. Eru ekki einhver tak-
mörk fyrir því sett, hve mik-
ið er hægt að taka af kaupi
hverju sinn: í skatt, barns-
meðlög o.fi., þannig að ein-
hverjir peningar séu borgað
ir út?“
Innheimtustofnun sveitarfé
laga svarar:
„1. Meðlög falla í gjald-
daga mánaðarlega fyrirfram.
f 5. gr. laga nr. 54/1971, sem
mælir fyrir um framkvæmd
meðlagsinnheimtu, er ekki
gert ráð fyrir frestun
greiðslu á hluta meðlags.
2. Engin takmörk eru í lög-
um um hve stóran hluta af
launum má taka upp í með-
lög, en meðlög hafa forgangs-
enginn séð fyrir hið hag-
stæða markaðsverð og
hverja metvertíðina á fætnr
annarri. Þessi ríkisstjórn hef
ur búið við óvenjulegt góð-
æri til lands og sjávar, og
samt tekst henni ekki að
uppfylla loforð sitt um 20%
kaupmáttaraiikningu. En rit-
stjórar Timans eru ekki af
baki dottnir, og ætla þeir nii
að reyna að efna það loforð
á síðum blaðsins, sem þeir
hafa svikið alla launþega
um. Þeir rifja nú upp gamla
harðsoðna Jónasariærdóminn
um, að segi menn lygina
nógu oft og ákaft, þá fari
svo að lokum, að fólk taki
að trúa.
En þessar kennisetningar
eru orðnar úreltar. fslenzka
þjóðin er upplýst þjóð, sem
horfir undrandi á Tímarlt-
stjórana lemja liöfðuniim
við steininn.
rétt fyrir opinberum gjöld-
um.“
SKIPULAG VIÐ
KLEPPSVEG
Margrét Jónsdóttir, Klepps
vegi 142, spyr:
„Hvað er fyrirhugað með
landið fyrir neðan Kleppsveg
frá Kleppi að Holtavegi?
Þetta er fallegt land, sem íbú
ar við Kleppsveg eru að
vona að verði lagað í skemmti
legt útivistarsvæði. Þarna eru
hæðir og skjólgóðar lautir að
fjöru og sjó og ekki vantar
fuglana að sumrinu.“
Már Gunnarsson, skrif-
stofustjóri borgarverkfræð-
ings, svarar:
„í aðalskipulagi borgarinn-
ar er gert ráð fyrir opnu
svæði, þ.e. útivistarsvæði, fyr
ir neðan Kleppsveg frá
Kleppi og suður eftir, þó
ekki aiveg að Hoitavegi. 1
skipulaginu er gert ráð fyrir
að iðnaðar- og vörugeymslu-
svæði nái nokkru lengra til
norðurs en að Holtavegi."
Óheilindi
Óheilindi hefna sín alltaf.
Fyrr eóa síðar koma svikin
í ljós og sá er svikunum
beitti stendur afhjúpaður
ómerkingur orða sinna og
firrtur öliu trausti. Brigð-
mæli geta að vísu stundum
ieitt til stundarvinsælda, en
þær vinsældir duga skammt
og snúast fljótt i fyrirlitn-
ingu allra heiðarlegra manna.
I*að hefur alltaf verið ein-
kenni Sjálfstæðisflokksins,
að hann hefur staðið heill í
baráttu sinni fyrir bættum
hag þjóðar sinnar. pjóðin
liefur ætíð getað treyst því,
að forystumenn flokksins
hafa sagt þjóðinni sannleik-
ann, þótt beizkur hafi verið.
I*ess vegna hefur þjóðin ætíð
ieitað eftir forystu flokksins,
þegar á bjátaði í þjóðfélag-
inu. Þcssi styrkur forystu-
MELGERÐI I REYKJAVÍK
OG KÓPAVOGI
Sigurður Þorleifsson, Mel-
gerði 17, Rvk, spyr:
„1. Hvers vegna er bæði til
Melgerði í Kópavogi og
Reykjavik? Þetta er mjög erf
itt í sambandi við póst og
fleira, vegna þess að Mel-
gerði í Kópavogi er stærri
gata en í Reykjavík og þang-
að fer yfirleitt al'lur póstur,
sem á að koma í Melgerði í
Reykjavík.
2. Eiga ekki bæjarfélögin
að koma sér saman um nöfn,
þannig að ekki verði sömu
nöfnin á götunum?"
Már Gunnarsson, skrif-
stofustjóri borgarverkfræð-
ings, svarar:
„Engin samræmingarnefnd
vegna götuheita er starfandi.
Götuheitin eru samþykkt í
byggingamefnd og síðan í
borgarráði og að sjálfsögðu
leitast þessir aðilar við að
velja þau nöfn, sem ekki eru
notuð í a.m.k. nærliggjandi
manna fiokksins kom vel
fram í þrengingum 1967 til
1969.
Núverandi rikisstjóm hef-
ur hins vegar glapið fólk til
fyigis við sig með ólieiiind-
um. Með fölskum loforðum
var meirihluti kjósenda ginnt
ur til stuðnings við núver-
andi stjórnarflokka. Þessir
kjósendur sitja nú með sárt
ennið, þegar varla líður svo
vikan, að rikisstjórnin svild
ekki eitthvað af sínum kosti-
ingaloforðum. Og það eru
cinmitt þessi óheilindi stjóm-
arinnar, sem hafa svipt liana
trausti þjóðárinnar.
Framundan em mikil átök
í stjómmálunum. Vinstri
stjómin riðar til falls, og eng
inn veit, hversu lengi hún á
eftir að „stjórna“ landinu. —
Það verður hlutverk sjálf-
stæðismanna að koma aftur
reglu á í þjóðfélaginu.
byggðarlögum. En þó getur
það líka hent, eins og i þessu
tilviki, að sama götuheitið sé
valið i fleiri en einu byggð-
arlagi.“
BASSADRUNUR I
LEIKHÚSINU
Steinar J. Lúðvíksson,
Sunnuflöt 34, Garðahreppi,-
spyr:
„Eru bassadrunumar, sem
heyrast upp í sal Þjóðleik
hússins og ættaðar munu úr
mögnurum hljómsveitar Leik-
húskjallarans, ókeypis eða er
sérstaklega greift fyrir þær í
miðaverðinu?
Sveinn Einarsson, þjóðleik
hússtjóri, svarar:
„Því er nú miður, að ekki
er nægileg einangrun á milli
salanna og þetta hefur verið
vandamál í mörg herrans ár.
1 vetur er búið að gera til-
raun með ráðstafanir til að
draga úr þessum hávaða, en
án árangurs, og er nú verið
að kanna með aðrar ráðstaf
anir.“
spurt og svarað Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið í síma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unbiaðsins.
SKODA EYÐIR MINNA.
Skodr
LEIGAN
AUÐBREKKU 44-46.
SÍMI 42600.
HÓPFERÐIR
Til leigu i lengri og skemmri
ferflir 8—34 farþega bilar.
Kjartan Ingimarsson,
simar 86155 og 32716.
SAMVINNU
BANKINN
OHCLECR
APPLE-hljómplötufyrirtækið
hefur gefið út tveggja laga
plötu með söng Yoko Ono og
heita lögin „Death of Sam-
antha“ og „Yang Yang“. Bæði
lögin samdi hún sjálf, en áð-
ur höfðu þau birzt almenn-
ingi á stórri plötu hennar
„Approximately Infinite Uni-
verse". — Það kom fram í
fréttum frá New York, að
Yoko hefur vonir um að fá
að tala í kvennatíma BBC-út-
varpsins um sjáifstæði kon-
unnar. Ekki á hún að þurfa
að kvarta yfir sjálfstæðisleysi
sinu!
— o —
EINS og við höfum áður sagt
frá hefur ELTON JOHN
hrundið af stað með miklum
látum plötuútgáfufyrirtækinu
Rocket Records og var fæð-
ingarhátíðin haldin um borð í
skútu á ánni Thames. Þótti
þetta tvimælalaust samkvæmi
ársins — það sem af er — í
brezka poppheiminum. Ekki
ætlar Elton karlinn að gera
það endasleppt við popptón-
listarblaðamennina, því fyrir
fáum dögum bauð hann þeim
öllum í góða lestarferð í leigu
iest til smáþorps utan við Lon
don, þar sem þeim var boðið
á hljómleika tveggja fyrstu
hljómsveitanna, sem plötufyr-
irtækið hefur gert samning
við, Longdancer og Mike Siiv-
er. I lestinni var veitt vín —
og veitt vel — enda hefðu
blaðamennimir varla nennt að
fara annars. Síðan var þeim
boðið upp á veizlukost áður en
hljómleikarnir hófust: 1 stór-
um sal voru hlaðin borð af
kjúklingum, skinku, salati og
víni og allt rann þetta ofan i
blaðamennina. Tónlistin þótti
þeim hins vegar lítt merkileg!
Á heimleiðinni fór fram taln-
ing á vínbirgðum leigulestar-
innar og reyndust snáparnir
hafa drukkið 136 kampavíns-
flöskur. Skál fyrir Rocket
Records!
Viðorþiljur og Ioftaklæðning
Punil-krossviður
Leotex-veggklæðning
PÁLL ÞORGEIRSSON & CO.
Ármúla 27
Símar 86-100 og 34-000.
Slökkviliðsmenn
Stofnþing Landssambands slökkviliðsmanna verður
haldið að Hótel Esju dagana 12. til 13. maí 1973 kl.
14.00 báða dagana.
Athygli skal vakin á að þó ekki sé búið að stofna
aðildarfélag að sambandinu, hafa allir slökkviliðs-
menn rétt til setu á þinginu.
Áríðandi að sem flestir mæti.
Undirbúningsnefnd.