Morgunblaðið - 10.05.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.05.1973, Blaðsíða 14
14 MORGLTNBLAEMÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1973 BOKMENNTIR - LISTIR Sagnfræðin í æsifréttastíl BÓKMENNTIR - LISTIR BOKMENNTIR - LISTIR H. R. Trevor-Roper: SÍÐUSTU DAGAR HITLERS Jón R. Hjálmarsson ísl. Alm. Bókaf. 1972. Trevor-Roper var af banda- mönnum falið að afla mikil- vægra upplýsinga um forystu- menn Þriðja ríkisins eftir stríð. Aðgang hafði hann að öllum skjölum, sem völ var á, og naut hvers kyns aðstoðar, sem hann óskaði. Síðan skrifaði hann þessa bók. Maður skyldi ætla að þetta væri þurr skýrsla emb- ættismanns. Svo er ekki. Bókin er að forminu til nær þvi að vera blaðamennska, og er ekk- ert nema gott um það að segja — út af fyrir sig. Hitt er öllu lakara, að höfundur leiðist víða út í mælgi og tilfinningasemi. Til samanburðar koma mér í hug amerískar stríðsmyndir frá sama tíma, þar sem allir Þjóð- verjar voru gerðir að afskræmi legum dólgum , en Bretinn og Kaninn spásséraði fram á víg- völlinn brosandi og svo sallaró- legur, að hann bara lygndi aug- unum syfjulega og tuggði sitt tyggigúmmí, meðan sprengjurn- ar sprungu allt í kringum hann. Og sigraði með töfrandi glæsi- brag og dunandi baktjaldamús- ik. Eftir sfcríð kom þó óvart í ljós, að margir Þjóðverjar höfðu aldrei verið neinir nazist- ar. Tilfinningasemi og áróður kunna að falla í frjóan jarð- veg einhvers staðar. Og til eru þeir, sem telja hvort tveggja harla gott. En hvorugt á heima með sagnfræðilegum staðreynd- um, sem ég efast ekki um, að séu traustar í þessari bók. Ætla verður, að höfundurinn Erlendur Jónsson skrifar um Jón R. Hjálmarsson. ast um hvort tveggja fyrst af bók Trevor-Ropers, en hefði þá jafnframt hliðsjón af gangi mála í Evrópu í nútímanum, þyrfti að taka á öll-u sínu til að trúa, að slíkir hlutir hefðu yfirhöfuð nokkru sinni getað gerzt. Þvi miður var nazisminn eng- in lygasaga, heldur blákaldur veruleiki, sem átti sér mjög svo náttúrlegar orsakir í atburðarás og hugsunarhætti síns staðar og tima. Hins vegar efast ég um, að Trevor-Roper hafi vitað, hvað hann var að segja, þegar hann slær um sig með því að kalla nazismann „Niflungaþvælu". Óvíst er, að forsprakkar stefn- unnar hafi verið miklu betur að sér í germönskum miðaldabók- menntum — hvorki Nibelungen BÓKMENNTIR hafi haft nokkuð til brunns að bera fyrst honum var falið svona gagngert ábyrðgarstarf. Ekki er heldur að efa, að þessi bók hans hefur þótt spennandi, meðan atburðirnir voru ferskir og snertu enn streng í mörgu brjósti (hún kom fyrst út árið 1947), enda hefur hún verið þýdd á mörg tungumál og marg oft endurprentuð. En spennan, sem öðru frem- ur mun hafa skapað henni vin- sældir, felur jafnframt í sér höf uðgalla hennar: hún er skrifuð sem æsiefni, metsölubók, það er mergurinn málsins. Til að mynda er greinilegt, að niður- skipun efnis er sums staðar mið- uð við, að lesandanum sé haldið í óvissu, og er sá háttur alkunn- ur frá reyfurunum. Hins vegar er óvíða gerð til- raun til að brjóta til mergjar kjarna málsins og skoða hlut- ina frá fleiri sjónarhornum. Sá, sem man hvorki nazismann né heimsstyrjöldina og ætti að fræð lied né öðru — en hann sjálfur að finna upp á annarri eins fjar stæðu. Með sömu rökleysu hefði mátt kenna ritum Cæsars og Sallústs um fasismann á ít- alíu. Hæpið er sömuleiðis að segja, að „goðsagnaástríða er sem sagt miklu algengara ein- kenni á mannkyninu og þó eink um þýzka kynstofninum heldur en sannleiksást," eins og Trevor Roper fullyrðir. Alhæfingar af þessu tagi eru ekki vísindaleg- ar, enda virðist höfundur sjálfur hvergi gersneyddur þeirri goð- sagnaástríðu, sem hann talar um þegar hann t.d. ræðir um pers- ónutöfra Hitlers — „ljósmynd- arar náðu aldrei, sögðu þeir, töframætti þeim, er bjó í svip hans“ — og svo framvegis. Ósmekklegt er og að tala um „hina sáurugu gröf“ Himmlers, þó maður sá væri til lítilla heilla í lifanda lifi. Þannig er þessi bók: fáein prósent stað- reyndir, sem eru vafaiaust rétt- ar, en meirihlutinn orðagjálfur og getsakir ýmiss konar ætlaðar til dægrastyttingar fremur en fróðleiks handa þeim, sem slíkr- ar skemmtunar geta notið. Undir bókarlok er þó sem höf undur fái eftirþanka og kemur þá með eina og eina athuga- semd, sem gefur til kynna, að hann hefði getað skrifað bók sína af meiri hófsemi og komizt af með færri hástemmd lýsingar orð. En einnig þar koma fyrir stað hæfingar, sem stangast á við flest það, sem fyrr var sagt, t.d. (um nazistaforingjana), að „all- ir gerðu þeir ráð fyrir, að naz- istaflokkurinn yrði áfram við völd eða að minnsta kosti hálf- nazistísk ríkisstjórn." Eigi maður að leggja trúnað á flest, sem fyrr var sagt í bók- inni, hljómar þetta vissulega sem þversögn. Um þýðing Jóns R. Hjálmars- sonar hygg ég sé ekkert nema gott eitt að segja. Lipur er hún að minnsta kosti. GUÐMUNDUR EMILSSOM Orgeltónleikar Eitthvað um þrjátíu sálir ný- stignar inn úr hráslaganum hímdu á bekkjum Dómkirkjunn- ar að kveldi föstudagsins 27. april sl. Ef frá eru talin ýmis aðsteðjandi og uppáþrengjandi hljóð svo sem flugvélagnýr, bíl flaut, pípulagningagallar og mekanískt skrölt Dómorgelsins bárust tónleikagestum þessum til eyrna tónverk eftir Bach, Sweelinck, Rayner Brown, Hon egger og Reger leikin af banda ríska orgelleikaranum Robert Prichard. Robert Prichard er að sögn hámenntaður tónlistarmaður þó leikur hans sé því miður ekki þesslegur. Talsvert bar á hroð- virkni og ónákvæmni og sum tón verkanna prófessornum auð- heyrilega ofviða. En rétt er að geta þess að leikurinn fór ekki fram á heimavelli. Árangurinn er ekki hvað sízt undir þvi kom inn hversu náið orgelleikarinn þekkir hljóðfærið sem hann leik ur á hverju sinni þvi hann þarf ekki einungis að leika á hljóm- borðin heldur að auki aragrúa stjórntækja sum vandmeðfarin. En tilhneiging orgelleikara til að vasast í þessum tökkum er sannast missterk enda fagur- fræðilegt innræti þeirra ólíkt og dómspekinni misskipt. Hjá sumum fær engin tónhending í friði að fara en hún rekin fram og aftur um völundarhús hljóð- færisins. Er þá reynt með öllum tiltækum ráðum að herma eftir hvers kyns blásturshljóðfærum, flautum, pípum og lúðrum, enda útkoman eins konar 1. maí mús ik. Til að kóróna hringlandahátt inn þenja menn svo klukkuspil og önnur aðskiljanleg trommu- verk og þá helzt gjögtandi (vibrato) og með tíðum styrk- leikabreytingum. Robert Pric- hard hefði annað tveggja átt að ráða skjaldsvein í sína þjónustu til að annast takkaspilið, úr því hann áleit það viðeigandi, elleg ar notast við færri blæbrigði. Seinni kosturinn er í alla staði berti og tónverkunum samboðn- ari. Fyrsta verkið á efnisskrá var Preludia og Fúga í Es-Dúr eftir J. S. Bach. Verkið naut sín all- vel og orgelleikarinn þvi greini- lega þaulkunnur. Athygli vöktu mjög ákveðnar „púnkteringar" í Preludiunni, sem haldið var til streitu þótt róðurinn herti og var það vel. Fúgan sigldi hrað- byri í kjölfarið svo hvein í röft um. Varð manni ósjálfrátt hugs að til Sir Chichesters. . í heila höfn var siglt með ógleyman- lega löngum lokahljómi, svo kanna mátti yfirtónabygging- una eins og hún lagði sig. Ann- að athyglisvert tónverk á efnis skrá var Fúga eftir Honegger, aðlaðandi verk og einfalt, þess virði að heyra oftar. Sálmtil- brigði Sweelinck og Fanatasía Regers urðu .úðrasveitinni að bráð. í eina tíð þegar organistinn barði hljóðfæri sitt með hnúum og hnefum var hann réttilega nefndur pulsator organum. Þá nafngift ætti í sumum tilfellum að endurvekja. 1 orgelverkum samtímans er það mjög til siðs að láta saklausa orgelleikara olnboga sig um hljómborð öll og kalla fram óhemju ómstríð og flatneskjuleg hljómasambönd. Fengu íslenzkir tónlistarunnend ur smjörþefinn af þvilíku ekki alls fyrir löngu. Sónatínan eftir Rayner Brown, samin 1971, sem Prichard lék I Dómkirkjunni, reyndist hins vegar bærilegt tónverk laust við skammgóð tízkufyrirbrigði. Má það gott heita á meðan allur þorri tón- skálda eltir sömu rófuna. Pric- hard lék verkið af töluverðum sannfæringarkrafti miðað við hvers eðlis það var. Rétt er að drepa á lokakaflann sem ber þá eftirtektarverðu yfirskrift „As fast as possible" en hann var prýðisvel leikinn og skemmtileg- ur. Fréttabréf úr Reykhólasveit LAUGARDAGINN 24. marz 1973 hélt Sjávaryrkjan á Reykhólum aðalfund sinn og voru mættir auk heimamanna þeir dr. Vil- hjálmur Lúðvíksson, efnaverk- fræðingur, Þorsteinn Vilhjálms- son eðlisfræðingur og Sigurður Hallsson efnaverkfræðingur. Þeir Vilhjálmur og Þorsteinin voru gestir fundarins en þeir eru úr stjóm undirbúningsfélags þör- ungavinnslu, sem að tilhlutan ríkisstjórnarininar var nýlega stofnað. Sjávaryrkja hf. er aíðM að undirbúningsfélaginu ásamt nokkrum einstaklingum, sem hafa lagt fram fé. Rætt var mikið um fyrirhugaða byggingu á þörungaverksmiðju á Reykhól um og skýrt frá áætlunum um að hefjast handa í vor og á þá að byrja eins fijótt og hægt er á hafnargerð og vegarlagningu að athafnasvæðinu, en það verður í eyju sunnan Reykhóla, sem heitir Karlsey. Allmiklar umræður urðu um þá hættu er af verksmiðjunni kynni að stafa á hin hefðbundnu hlun-nindi — það er æðarvarpið, selinn og jafnvei hrognkelsið. Það er staðreynd að röskun á gróðri hefur í för með sér lífs- breyti-ngu. Þau ánægjulegu tíð- indi komu fram á þessum fundi að hluthafar undirbúningsfélags Þörungavinnslu hf. ætla að kosta vísindalegar rannsóknir á lífi því sem gæti stafað meat hætta af þörungaverksmiðjunni. Verða þær ran-nsókniir unnar u-ndir eftirliti Náttúruverndar- ráðs. Hér má því segja að hrotið sé blað í sögu náttúruverndar- samtaka landsins og verður þetta dæmí ekki borið saman við hið mengaða lioft álverksmiðjunnar. Þar var spumiingin um mengun og hún ekki rædd alvarlega fyrr en triága-rðar fóru að skemmast í nágrenni Álverksmiðjunn-ar. Þess má geta hér að dr. Vil- hjái.mur Lúðvíksison á sæti í Náttúruverndarráði og mun hafa lagt þungt lóð á vogarskál- ina, að þannig er tekið á málum við undirbúning þörungavinnslu á Reykhólum, sem nú er í hyggju að gera. Form. Náttúruverndarnefndar Austur-Barðastraindarsýslu var á þessum fundi og lýsti hann því yfiir að skilyrðum væri fullnægt frá náttúruverndarsjónarhóli séð og hann myndi ekkert gera frek- ar, meðan samkomulagið væri haldið. Starfsm-enn verksm-iðjunnar munu því forðast umferð um þau svæði, sem viðkvæmust eru, það eru látursvæði selsins og æðarvarpið, nema í samráði við eigendur. Aðkomumenn, þeir Þorsteinn, Sigurður og Vilhjálmur héldu allir tölu um það spor sem fyrirhugað er og ákveðið er að stíga á Reykhólum. í þessu sam- bandi er ekki úr vegi að geta þess að Skotar hafa mikinn áhuga á því að kaupa þangið fyrir viðunandi verð og geti þeir ekki fengið loforð um nægjan- legt þang munu þeir snúa sér eitthvað annað. Hins vegar mun þang ekki vaxa, nema í frekar köldum sjó og þegar sjávarhit- imn er komirnn upp í 12 til 14 gráður, þá mun þangið hverfa. Þangið við strendur Skotlands og víðar mun innan tíðar vera fuiinýtt. Stundum gleymast þeir sem voru brautryðjendur og er ekki úr vegi hér að minnast á hugsuð- inn Sigurð Elíasson mennta- skólakenmara í Reykjavík. Sig- urður var mörgum árum á und- an sínum tíma og þegar frétta- ritari kom fyrst vestur í Reyk- hólasveit fyrir 20 árum heyrðá hann Sigurð ræða um þang og þara, sem míkil auðæfi og eimnig viildi hann láta nýta kræklimigimn á Reykhólum, sem virðist vera gnægð af. Sigurður var þá af mörgum taiinn byggja loftkastala, en þeir eru nú senm að koma ofan á jörðina. Hins vegar er það enginn vafl að Reykhólar eru ein-n af fram- tíðars'töðum íslands. Þar rennur heita vatnið til sjávar svo milijónaverðmæti nemur. Þar er náttúrufegurð meiri en víða annars staðar, en þangað eru líka verri vegir en víðas-t þekkj- ast á landinu. Það þarf ábyggi- lega að vekja þá sem með völdin fara í þeim efnum. Sveinn Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.