Morgunblaðið - 15.05.1973, Síða 14

Morgunblaðið - 15.05.1973, Síða 14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞR'ÐJUDAGUR 15. MAl 1973 SÍÐDEGIS í dag er fyrirhug- að að skjóta á loft frá Kennedyhöfða þremur banda rískum geimförum, þeim Charles Conrad, dr. Joseph P. Kerwin og Paul J. Weitz. Verður þeim skotið á loft í Apollo g-eimfari, og um 7'/2 klukkustund eftir fiugtak eiga þeir að tengja far sitt við fljúgandi rannsóknarstöðina „Skylab“, sem skotið var á loft í gær. I fyrramálið ganga þeir svo um borð í Skyiab og hefja rannsóknarstörf sín. Eftir fjögurra \ikna dvöl í geimnum snúa geimfararnir þrír heim til jarðar í Apoilo- farinu, en tveimur mánuðum seinna fara aðrir þrír um borð í Skylab og dveljast þar í átta vikur. Um mánuði eftir að önnur áhöfnin snýr heim verður sú þriðja send, og dveist hún einnig í átta vik- ur úti í geimnum. í»annig hugsar teiknari The Daily Telegraph Magazine sér Skylab á braut umhverfis jörðu. 90 tonna „vindmylla" á f lugi úti í geimnum Jarðarrannsóknirnar bein- ast aðallega að gróðri, meng- un, landfræði, jarðfræði og haffræði. Þarna verða meðal annars gerðar rannsóknir á Mfinu í sjónum, og ekki er talið óliklegt að í fmmfcíðinni geti rannsóknarstofur útl í geimnum visað fiskiskipum á fisktorfur í sjónum. Heimili visindamannanna úti í geimnum er engin smá- smíði. Skylab er 36 metm languir sívalningur, rúmiega 6% metri i þvermál, og veg- ur 90,6 tonn. Þessu „húsrými" er skipt í tvær „hæðir“ með málmgrind, og geta geimfar- arnir búið þarna í þyngdar- leysinu án sérstafcra hlífðar- fata. Þarna hafa áhafnirnar allt, sem þær þarfnast meðan þær dveljast um borð. Um eitt tonn af matvælum, fryst um, þurrfcuðum og niðursoðn um, er geymt í fimm frysti- hóifum og 11 geymsluhólf- um. Hver maður hefur sinn svefnklefa, sem að vísu er litlu stærri en venjulegur kústaskápur. Vegna þyngdar leysisins þurfa geimfararnir ekki að leggjast, heldur storiða þeir í svefnpoka, sem hanga lóðréttir á veggjunum. Um borð er sérstakt snyitiher- bergi, og þar eru meðal ann- ars 55 sápustyfcki og um 100 kíló af þurrkum. Þegar geim- faramir þvo sér um hendurn- ar, verða þeir að stinga þeim gengum rifúr í strekktu gúmmíi, sem er yfir þvotta- Skálinni, því ella gæti vatn- ið flotið út um allt. Einu sinni í viku fær hver maður að fara í steypubað, en þá er vatnið mjög Skammtað. FULLIR FATASKÁPAR Efckert þvottahús er um borð í Skylab, og þegar geim- faramir skipta um föt er þeim óhreinu kastað i sorp- geymsluna. Kemur það efcki að ' sök, því í fataskápunum eru meðal annars 60 alklæðn aðir, 120 skyrtur, 210 sett af nærfötum, og 15 pör af stág- vélum. geta haft mikil áJhrif á jarð- arbúa. Mikilvægt er að fá ít- arlegri upplýsingar um það hvaða áhrif sólin hefur á veðurlag og veðurfar, og einn ig hvort unnt sé að beizla sól arorkuna, því orkan, sem sól- in sendir til jarðar er 32.000 sinnum meiri en heildar-orku notfcun allra jarðarbúa. NÓG RAFMAGN Öll rannsóknartækin um borð í Skylab þurfa mi'kla orfcu, og verður hún unnin úr sólarorkunni. Þegar Skylab er komið á braut sína um- hverfis jörðu, spennast út á því fjórir armar þaktir sól- rafhlöðum, og eru þessir arm ar Mkastir vængjum á vind- Framh. á bls. 21 Séð inn í „mateal“ geimfaranna Hér hefur aðeins verið vik- ið að aðbúnaði geimfaranna, og er þá rétt að taka- fyrir tilgang fararinnar. Skylab er búið fullkominustu tækjum til margs konar rannsókna, en þær eiga aðallega að snúast um þrennt, þ. e. rannsóknir á áhrifum langvarandi þyngd arleysis á mannslíkamann, rannsóknir á sólinni og stjörn unum og rannsóknir á auð- lindum jarðar. Skylab verður á braut í um 435 km hæð frá jörðu, og þama utan við gufuhvolfið er öll stjörnuathugun mun auð- veldari. Steersta Vísindatækið um borð er þvi stjörnufcíkir, sem geimfararnir nota til að fylgjast með sólinni og stjöm unum. Sérstaklega fylgjast þeir vel með geislun frá sól- inni og með sólgosum, sem Charles Conrad, Paul Weitz og Joseph Kerwin við likan af Skylab.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.