Morgunblaðið - 29.05.1973, Page 10

Morgunblaðið - 29.05.1973, Page 10
10 MORGUiNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAl 1973 Átök Ægis og Éverton Danmörk: Lagt til að Norðurlöndin beiti sér til að stöðva stríðið Kaupmannahöfn, 28. maí. Emkaskeyti frá Pouil Magnussen. TVÆR deildir norrænu félag- anna, „Foreningen Norden“ oig „Frit Norden“ hvetja í dag Norð- urlöndin til að eiga fruim- kvæði að þvl að þorskastríðið milh íslands og Bretlands verði stöðvað. Á fumdum í báðum fé- lögunum nú um helgina var sam þykkt að „finna verði lausn, sem tryggi íslemzku þjóðinni tilveru- grundvöll". „Frit Norden“ gengur feti lengra og krefst þess að rikis- stjómir Norðurlandanna krefjist þess í sameiningu að brezku her skipin verði kvödd á braut af Is- iandsmiðum. „Frit Norden" læt- ur einnig þá ósk í ljós, að Norð- urlöndin viðurkenni í samein- ingu 50 mílma fiskveiðlandheligi Islendiniga. „Bæði áframhaldandi aðild Islands að norrænni sam- vinnu sem og öli tiivera íslend- inga er í veði nú,“ segir í sam- þykktinni. I forystugreinum danskra blaða í dag koma fram áhyggjur vegna þróunar mála við Island. Forystugreinin í Kristeligt dag- blad endurspeglar allskýrt af- stöðu dönsku blaðanna. Bluðið telur að bæði spellvirkin á brezka sendiráðinu í Reykjavík, svo og kúluskotin sem skotið var á m/iðunum, séu merki þess að ríkisstjómin sé að verða fangi eigin orða. Biaðið segir síðar i greininni, að málið verði að leiða til lykta við saminingaborð en ekki með skrilslátum eða byssu- kúlum. „Það sem er sárgrætilegas't í máiiniu er að tíminn vinnur i áfitina tiil þeirrar lausnar, sem íslendingar hafa nú valið að taka í sínar hendur að fram- kvæma. Hvodki enskar freigát- ur né reiði í Grimsby miunu verða eins milkill þrándur í götu þesis að ísliendimgar geti fram- fylgt kröfunmi um 50 mílna fiskveiðlandhelgi og föstu skotin, sem skotið var að brezkum togara, sem taldi sig í rétti að veiða á úthafi. Því hlýtur næsti leikur ísieindiinga nú að vera sá,“ segir Kristeligt dagblad, „að hverfa að nýju að samningaborðinu og ná bráða- birgðasamkomulagi um viðun- andi kvótakerfi fyrir brezka togarasjómenn úti fyrir 12 sjó- mílunum. Önnur lausn er ein- faldlega of hættuleg framtið íslands sjálfs. Það leiddu kúlu- skotin í ljós.“ Noregur: Aherzla lögð á NATO- hlið málsins Osló 28. maí. Frá fréttanianni Mbl. Sigrúnu Stefánsdóttur. „OSLÓ-dagblöðin í dag eyða litlu af fréttadálkaplássi sínu undir fráusagnir af Everton-málinu og ekkert stærri blaðanna fjallar urn atburðina í leiðara í dag. Trú lega stafar það þó ekki af minnk aindi áhuga I landhelgismálinu, heidur af því að bæði sjónvarp og útvarp hafa verið með mjög greinargóðar fréttir af atburðun- um um helgiina og fréttagildi þeiirra því orðið rýrt. Aftur á móti er meiri áherzla lögð á NATO-hlið málsins og þá gagn- rýni, sem Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra hefur komið fram með vegna afskiptaleysis NATO-landanna, þegar Bretar sendu herskip inn fyrir landhelg- islínuna. Fréttamaður Aftenpostens á Is landi, John Crowo, segir í þriggja dáika forsíðufrétt i blað- inu i dag, að íslendingi.r muni halda áfram að skjóta, ef Bretar láti ekki segjast. Crowo segir m.a. að Ólafur Jóhannesson gagn rvni mjög NATO-löndin, og þá ekki sízt Noreg og Danmörku fyrir að hafa ekki skorízt í leik- imn, þegar Bretar sendu herskip sín inn fyrir landhelgislínuna. Byggir fréttamaðurinn frásögn sína mest á atriðum, sera komu fram í viðtali við forsætisráð- herra í Islenzka útvarpinu s.l. sunnudag. Þar kemur m.a. fram, að ráðherrann sjálfur hafi gefið skipherranum á Ægi leyfi til þess að skjóta á Everton, ef ástæða væri til. 1 lok fréttarinn- ar segir, að því sé stöðugt svar- að neitandi af Islendinga hálfu að landhelgismáiið verði tekið upp við Nixon, þegar hann kem ur til landsins. Dagbladid segir frá skotunum á Everton á baksiðu í dag og birt ir einnig mynd af togaranum skömmu eftir atburðina. Frétta- maður blaðsins, Halvor Elvik seg ir nokkuð nákvæmlega frá at- burðunum og gefur greinilega i skyn, að hann telji, að íslenzka landhelgisgæzian hafi beðið eftir tækifæri tii þess að skjóta á ein- hvern af brezku togurunum. Þá segir fréttamaðurinn einnig frá heimsókn sinni til landhelgis- gæzlunnar í Reykjavík: „Þar var mér kastað út af þorskastríðs- flotaforingjanum, Kristjáni Júli- ussyni,“ segir biaðamaðurinn. Þá hefur hann það eftir Einari Ágústssyni, að hann teldi það já kvætt, ef íslenzku landhelgis- gæzlunni hefði tekizt að taka brezkan togara. „Við tökum okkar eigin togara, þegar þeir brjóta lög og það munum við einnig gera við þá brezku, ef það er mögulegt, án þess að skaða áhöfn viðkomandi togara," segir Einar í viðtalinu. „Vaart iand“ er með ramma- frétt á forsíðu sinni í dag, þar sem segiir m.a. að Islendingar hafi skotið 6 skotum á Everton. Og að allt bendi tii þess að deil- an fari nú mjög harðnandi. Blað ið, sem er gefið út af Kristiilega þjóðarflokknum segir einnig ná- kvæmlega frá útvarpsmessu I ríkisútvarpinu sl. sunnudag, þar sem prédikunin hafi nánast verið pðlitískar formælinigar í garð Breta. Blaðið segir, að m.a. hafi komið fram í prédikuniinni, að skilyrðislaust ætti að senda brezka sendiherrann til sins heima, þar sem Islendingar ættu ekkert vantalað við hann. Og þá hlyti einnig öllum að vera ljóst, að Bandaríkjamenn hefðu aðeins áhuga á íslenzku kvenfólki, þar sem þeir væru ekki komnir bandamönnum sínum tii hjálpar í baráttu þeirra gegn útlendum herskipum. Að öðru leyti er litið skrifað um lanidhelgismálið í Oslóblöðun- um í dag, ef frá eru taldir minni- háttar fréttapistlar með vanga- veitum um, hvort íslenzka rikis- stjórnin muni blanda Nixon I mál ið eða nota Keflavíkurmálið sem tromp í næsta leik. Sviþjóð: Almenningsálitið snýst á sveif með í slendingum En f jölmiðlar vara við örþrifaaðgerðum Frá Hrafini Gunnlaugssyni, Stokkhólsmi í gær. SVÍAR hafa lefngi verið tvístíg- andl í afstöðu sinni til land- helgisdeilunnar og þá ekki sízt fjölmiðlar. En eftir að Bretar sendu herskip til Islands hefur almemningsálitið snúizt mjög á sveif með Islendingum og það fer ekki lemgur dult hvar sam- úðin liggnr í fréttasendingum fjöimiðla. Fréttaskýrendnr út- varps og sjónvarps hafa látið að því liggja að Bretar hafi hreinlega kallað yfir sig skot- hríðina á langardaginn með fólskulegn háttemi. Togarinn Everton hafi svo augljóslega storkað íslemzka varðskipinu, að ekki hafi veirið um neitt annað að ræða em setja hnefann í borðið og sýna Bretum í eitt skipti fyrir öll að alvara væri á ferðum. Fréttaskýrendur vara um leið við áframhaldamdi of- beldisaðgerðum og benda á þá hættu, sem vestrænni samvinnu getur stafað af því, etf stórslys eða manindráp eiga sér stað. Formeimn stjóirnmálaflokkanma hafa ekki sagt neitt opinber- lega uim málið ennþá, en dag- blöðin tóku flest upp málið í leiðurum strax á sunwudag, og túllka skrif þeirra ljóslega skoð- un Svía og stjómmálamanina á málinu. Þess má einmig geta, að fréttin um skemmdarverkin á bre2ika sendiráðinu í Reykjavík og skofihríðin á laugardag var ein af aðalforsíðufiréttum dag- blaðanma. Dagems Nyheter tekur land- helgismálið upp í sunmudags- leiðara sínum og kallar hann „Skotin við ísland". íslenzkt varðskip hefur nú skotið á brezkan togara eftir að mjög hefur hifinað í þorskasti-íðinu. Fyrir viku lét brezka ríkis- gtjómdm umdan kröfum ýmissa reiðra hagsmunaihópa og slkip- aði filotanum að halda inm í þá fiskveiðilamdhelgi, sem íslend- ingar hafa flutt út einhliða í 50 mílur. Ákvörðuin brezku stjórnarinmar var óskymsamleg — ekki sízt vegna þess, að húm hefur komið inm þeirri hugsun hjá brezkum sóómömmium við ís- land, að nú ætli Stóra-Bretland að slá frá sér. Fullir af óyfir- veguðum baráttuvilja hættu Bretar við að láta hægt og síg- andi undan en hófu gagnsókn. ALMENNINGUR í BRETLANDI FÆR RANGAR UPP- LÝSINGAR Blaðið fjallar síðan um al- segir, að almemmingur þar í landi fái mjög ramgar upplýs- ingar um eðli deilumnar. Síðan bætir blaðið við: „Það er ábyggilegt, að ákvörðun Breta að senda herskip til íslamds verðmr til að afla íslemding- um samúðar. Það er ótrúlegt, að Bretar hefðu þorað að grípa tii þessara aðgerðar, ef mótaðil- inm hefði verið stærra og vold- ugra ríki en íslamd, sem hefur engan herafla." Blaðið fjallar síðan um skemmdarverkin á semdiráði Bretlands í Reykja- vík og segir, að slíkar aðgerðir geti verið mjög tvíeggjaðar. Blaðið lýkur svo leiðara sínum á þess-a leið: „Ef litið er á þá hagsmuni, sem deilt er um, hlýtur það að liggja í augum uppi, að brezka stjórnin má ekki láta stjórmast af reiði fá- eimna brezkra sjómamna, sem eiga vissiulega í efnahagslegum erfiðleikum. En á bak við þessa reiði liggur brezkuir stór- iðnaður, sem hikar ekki við að Framhald á bls. 23 Viðbrögð v-þýzkra blaða: Þjóðverjar óttast úr- sögn íslands úr NATO Frá Ágústi Einarssyni, Hamborg, 28. 5.1973. 0 Síðustu fregnir af landhelgis deilunni er varðskipið Ægir skaut á brezka togarann Ever- ton hafa vakið mikla athygli í Vestur-Þýzkalandi. Þýzka sjón- varpið skýrði fyrst frá atburðin um í aðalfréttatíma sínum á laug ardaginn. Fyrstu fréttir greindu frá því, að togarinn hefði sokkið, en síðan minnkuðu skemmdimar á togaranum með hverjum frétta tíma er frá leið. 0 Á sunnudagskvöldið var í sjónvarpinu skýrt frá yfirlýs’ngu Ólafs Jóhannessonar, forsætis- ráðherra, þar sem viðureign Æg Is og brezka togarans er sögð eðiiieg lögregluaðgerð á hafi úti. í fréttatima seinna um kvöldið var greint frá áliti Sir Alec Douglas-Home, utanríkisráðherra Englands, að íslenzki forsætisráð herrann vissi greinilega ekki, hvað hann væri að segja. Þýzk dagblöð grein öll frá at- burðum helgarinmar em lita mis- jöfnum augum á atburðinn. Að- almálgagn jafnaðarmanna í Ham borg tekur afstöðu með íslend- ingum í fréttafrásögm sinmi. Rit- stjómairgrein blaðsims fjallar um landhelgisdeiluna og er fyrirsögm in: „Villta vestrið á hafi úti.“ Þar er m. a. fjallað um afleiðingar þorskastriðsins fyrir NATO. Einnig segir, að sifellt fleiri Is- lemdimgar styðji úrsögn Islamds úr NATO. „Fiskveiðar eru itfs- nauðsynlegar fyrir IsJendinga, en það or NATO ekki. Englamd mar ar enn í hálfu kafi og vonast til að geta haldið sér á floti með aðstoð herskipa." 0 Gera orð Sir Alecs að sínum Við amnan tón kveður í svo- köUuðum Springer-blöðum, sem standa mjög til hægri í stjóm- málum. Axel Springer ræður yf- ir stærsta blaðahring í Vestur- Þýzkalandi og afstaða hans er ístandimgum mjög neikvæð í landhelgismálinu. í hlaðinu „Die Welt“, sem tilhe.vrir Springer- hringnum er talað um árás ís- lenzks faUbyssubáts á vamar- lausan brezkan togara á alþjóð- legum siglingaleiðum. Þar segir, Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.