Morgunblaðið - 29.05.1973, Page 16

Morgunblaðið - 29.05.1973, Page 16
16 MORGUNBLAÐÍÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1973 Útgefandl hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, slmi 22-4-80. Áskriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 18,00 kr. eintakið. rf ég ætti eftir að hitta ”*-J hann í eigin persónu í landi, vildi ég gjarnan taka í hönd hans.“ Þetta eru um- mæli skipstjórans á brezka togaranum Everton um Guð- mund Kjæmested, skipherra á Ægi, eftir átök þau, sem urðu milli varðskipsins og togarans sl. laugardag. Sam- kvæmt frásögn brezks blaða- manns, sem var um borð í togaranum, sagði Guðmund- ur Kjæmested um leið og hann fór frá brezka togaran- um: „Skipstjóri, þú ert hug- rakkur maður. . . . Ég vona að þér gangi vel. Gæfan fylgi þér “ Þessi orðaskipti og um- mæli mættu verða mörgum þeim, sem í landi eru, til um- hugsunar og eftirbreytni, þegar fjallað er um atburði J)á, sem urðu á miðunum sl. laugardag. Þau lýsa gagn- kvæmri virðingu og vináttu sjómanna á hafi úti, sem um stund eiga andstæðra hags- muna að gæta. Frásögn hins brezka blaðamanns, sem Morgunblaðið birtir í dag af hinni drengilegu framkomu varðskipsmanna, varkárni þeirra og aðgætni, ætti einn- ig að vera þörf áminning til þeirra, sem í hita augnabliks- ins láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Átökin milli Ægis og Ever- tons hafa að vonum vakið mikla athygli hérlendis og er- lendis, ekki sízt fyrir þá sök, að mjög villandi fregnir bár- ust af þeim fyrst í stað. For- síða Tímans sl. sunnudag bar þessu glöggt vitni en þar sagði, að Ægir hefði skotið togara niður og væri hann að sökkva. Ekki getur blaðið heimilda, en ætla verður, að fregnin hafi verið byggð á upplýsingum frá höfuðstöðv- um Landhelgisgæzlunnar í Reykjavík. A.m.k. fékk Morg- unblaðið þar þær fregnir síð- ari hluta laugardags, að næsta víst væri, að togarinn mundi sökkva. Ættu þessar villandi upplýsingar, sem um tíma komu miklu róti á hugi fólks að undirstrika nauðsyn þess, að fréttaflutningur af miðunum verði mjög bættur frá því, sem nú er. Öllu alvar- legra er þó, að opinberir að- ilar hafa augljóslega gefið ósannar upplýsingar um, hvar Ægir væri, fyrst eftir átökin. Er það mál, sem krefjast verður opinberrar greinargerðar um af Ólafi Jó- hannessyni, dómsmálaráð- herra. Menn greinir nokkuð á um, hvort aðgerðirnar á miðun- um, sem augljóslega voru framkvæmdar samkvæmt fyr irmælum dómsmálaráðherra, hafi verið skynsamlegar eins og á stóð. Þegar það er met- ið verður öðru fremur að leggja eitt sjónarmið til grundvallar. Voru þessar að- gerðir sl. laugardag og eru hugsanlegar aðgerðir af svip- uðu tagi í framtíðinni, líkleg- ar til þess að tryggja viður- kenningu annarra þjóða á 50 mílna fiskveiðilögsögu íslend inga og hreinsa fiskimiðin innan fiskveiðitakmarkanna af erlendum togurum? Ann- an mælikvarða er ekki hægt að hafa þegar um þetta er fjallað, því að við íslending- ar erum ekki skotglöð þjóð, sem leikur sér að því að skjóta á óvopnaða fiskimenn eða skip þeirra. Hverjar eru jákvæðu hlið- arnar á slíkum aðgerðum og hverjar eru hinar neikvæðu? í fyrsta lagi er augljóst, að skothríð sú, sem gerð var á Everton sl. laugardag sýnir það og sannar, að íslenzka Landhelgisgæzlan hefur ekki lagt árar í bát, þrátt fyrir til- komu flota hennar hátignar. í öðru lagi er aðgerð þessi að- vörun til brezku togaranna um, að hyggilegast sé fyrir þá að halda hópinn í herskipa- vernd. Þetta eru þær já- kvæðu hliðar, sem hægt er að koma auga á. Á hinn bóg- inn eru svo þau rök, sem hægt er að færa fram fyrir því, að hér hafi óskynsam- lega verið að málum staðið af ríkisstjórn Íslands. Hing- að til höfum við íslendingar unnið sigra okkar í deilum við Breta án þess að beita vopnavaldi. Siðferðilegur styrkur okkar í þessum deil- um hefur í augum umheims- ins verið sá, að við værum vopnlaus smáþjóð, sem ætt- um í viðureign við herveldi. Hætt er við, að þegar vopna- valdi er beitt af okkar hálfu eins og nú standa sakir, firr- um við okkur þeim siðferði- lega styrk, sem okkur er svo mikilvægur til þess að vinna almenningsálitið í heiminum til fylgis við okkar málstað. Þeir, sem gerast talsmenn þess, að áfram verði haldið á þeirri braut, að láta fall- byssur varðskipanna tala ættu einnig að hugsa þá hugs un til enda. Hversu lengi er hægt að halda þeim leik áfram, án þess að til miklu alvarlegri tíðinda dragi, en raun varð á í þetta sinn. Eða eru þeir menn til á íslandi, sem í alvöru halda, að við getum friðað fiskimiðin og tryggt viðurkenningu ann- arra þjóða á 50 mílna fisk- veiðilögsögu okkar með vopnabraki? Ótrúlegt má það teljast, ef menn á annað toorð hugsa þetta dæmi til enda. Bersýnilegt er, að tilgang- urinn með aðgerðum Ægis var sá að taka togarann. Það tókst ekki þrátt fyrir skot- hríðina einfaldlega vegna þess, að skipstjórinn á togar- anum hélt áfram á fullri ferð og var augljóslega staðráðinn i því að láta fremur sökkva skipinu en taka það. Hin pólitísku yfirvöld í landinu, sem í raun veittu samþykki til hvers kúluskots voru ekki reiðubúin til þess að veita heimildir til skots af því tagi, sem hugsanlega gátu stöðvað togarann eins og t.d. með því að skjóta á reykháf eða í brú eins og áður hefur ver- ið gert, enda sýnt, að þá voru mannslíf í hættu. En hvaða tilgangi þjónar það þá að hefja slíkar aðgerðir, ef menn eru ekki reiðubúnir til þess að fylgja þeim fram til fulls? Öllum brezkum tog- araskipstjórum er nú ljóst, að í áþekkum tilvikum geta þeir sloppið með því að sigla áfram hvað sem tautar. Sú spurning vaknar einn- ig, hvers vegna ríkisstjórnin eða dómsmálaráðherra veitir samþykkt til slíkra aðgerða nú, þegar níu mánuðir eru liðnir frá útfærslunni. Þar til á síðustu vikum hafa skip- herrar á varðskipunum verið bundnir í báða skó og jafn- vel ekki getað framkvæmt víraklippingar, nema fá heim ildir til þess í hvert skipti úr landi. Hvað hefur breytzt á þessum níu mánuðum? Við skulum hvorki láta til- finningahita eða múgsefjun ráða ferðinni í landhelgismál- inu. Varðskipsmenn okkar hafa þegar náð þeim frábæra árangri í starfi sínu sem bæði er ábyrgðarmikið og vanda- samt, að knýja brezku tog- araskipstjórana til uppgjaf- ar. Þeir treystu sér ekki lengur til þess að fiska í landhelginni nema undir her- skipavernd. Þetta er mikils- verður sigur og í kjölfar hans kom herskipaverndin, sem óhjákvæmilega stuðlar að því, að almenningsálitið snú- ist á sveif með okkur. En þennan sigur varðskips- manna mega stjórnmálamenn irnir ekki skjóta úr höndum okkar. Látum kalda skyn- semi stjórna gerðum okkar og vinnum landhelgismálið eins og við höfum áður gert með siðferðilegum styrk mál- staðar okkar og hyggilegum aðgerðum Landhelgisgæzl- unnar sem hefur beitt bar- áttuaðferðum, sem vel hafa gefizt. LÁTUM SKYNSEMI RÁÐA 1 tlantshafsbandalagið er ** mjög til umræðu um þessar mundir í sambandi við innrás Breta í íslenzka fiskveiðilandhelgi. Á sama tíma og óábyrgir aðilar krefj- ast þess, að við segjum okk- ur úr bandalaginu, staðnæm- ast flestir ef ekki allir við kröfu um, að hernaðarað- gerðir Breta verði kærðar fyrir þessu sama bandalagi. Og stangast þessi sjónarmið óneitanlega á. Enginn vafi er á því, að Atlantshafsbanda- lagið getur verið okkar styrk- asta stoð í deilunni við Breta, ef við höldum rétt á málstað okkar þar. Vegna aðildar okkar að Atlantshafsbanda- laginu heyrist rödd íslands betur um allan heim. Og ís- lendingar gera sér grein fyr- ir því, hversu miklu má fá áorkað innan bandalagsins í þessari baráttu. Hugur íslendinga staðnæm ist við þetta bandalag, eins og sjá má af ummælum allra þeirra, sem um málin hafa fjallað og ekki síður af yfir- lýsingum, þar sem þess er krafizt, að bandalagið geri það, sem í þess valdi er, til að koma brezkum herskipum út fyrir 50 mílurnar. Því er augljóst, hvar íslendingar vænta þess helzt, að málstað- ur þeirra eigi hauk í horni. Og ekki hefur mikilvægi At- lantshafsbandalagsins og á- kvarðana þess minnkað við það, að sendiherra íslands hjá Sameinuðu þjóðunum hefur skýrt frá því, að af- staða íslands til alþjóðadóm- stólsins í Haag geti haft í för með sér erfiðleika fyrir ís- lendinga, ef þeir kæra inn- rás Breta fyrir Öryggisráð- inu. Slíkir erfiðleikar eiga ekki að hindra skilning á málstað íslands hjá Atlants- hafsbandalaginu. Á sama tíma og reynt er að grafa undan öryggi ís- lands með því að telja fólki trú um, að við eigum að segja okkur úr Atlantshafs- bandalaginu, en aðildin að því hefur verið hornsteinn íslenzkrar utanríkisstefnu síð ustu áratugi og reynzt vel, er þess krafizt, að bandalag- ið komi Bretum út úr ís- lenzkri fiskveiðilögsögu. Á sama tíma og bandalagið er harðlega gagnrýnt fyrir afskiptaleysi, binda íslend- ingar mestar vonir við af- skipti þess. í Atlantshafsbandalaginu eru öll ríki jafn rétthá, það smæsta sem hið stærsta. Eng- in ákvörðun er tekin í ráði bandalagsins, nema allir séu henni samþykkir. Þar hefur ísland sömu áheyrn og Bret- land. Og einmitt nú heyrist oft talað um mikilvægi ís- lands fyrir Atlantshafsbanda- lagið, en því fremur verður þess vænzt, að tekið sé fullt tillit til réttmætra hagsmuna okkar. Engin ástæða er fyrir ís- land að segja sig úr Atlants- hafsbandalaginu á meðan hagsmunir landsins eru ekki þar fyrir borð bornir. Og því má aldrei gleyma, að þótt landhelgismálið sé okkur mikið hagsmunamál, byggj- ast öryggismál landsins á miklu víðtækari hagsmun- um, því að þar er sjálfstæði okkar í veði. Við megum ekki í hita landhelgisdeilunnar láta leiðast út í neina fljót- færni í varnarmálum lands- ins, eins og nú er krafizt af óábyrgustu aðilum. Við höf- um aldrei haft meiri ástæðu til að vera í Atlantshafs- bandalaginu en einmitt nú. ATLANTSHAFSBAN DALAGIÐ OG INNRÁS BRETA í ÍS- LENZKA FISKVEIÐILÖGSÖGU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.