Morgunblaðið - 09.06.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.06.1973, Blaðsíða 4
* 4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1973 Fa J J Itíl tl.t lf, 1 > 'ALUItr 22*0*22* RAUOARÁRSTÍG 31 BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 25555 mum BILALEIGA CAR RENTAL BORGARTÚIi 29 AVIS SIMI 24460 LAUGAVEGI 66 BÍLALEIGAN sIEYSIR CAR RENTAL " SKODA EYÐIR MINNA. Shodb LEIGAN AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. FERÐABlLAR HF. Bílafeiga. - Sími 81260. Tveggja manna Citroen Mehari. F mm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabilar (m. bilstjórum). Notaðir traktorar í umboðssölu: FORD 3000 1971 FERGUSON, bervsinhreyfiill, 1949 FERGUSON, ch'sillhreyfifl, 1967 FORD 2000 1966 FORD 3000 1966 FAHR heybindivé! ÞÖR HF Skólavörðustig 25 Armúia 11 Reykjavík. Séra Páll Pálsson: HUGVEKJA Afmælisdagur kirkjunnar HIN fyrsta hvítasunna kom. Þetta er Iiðinn atburður. Árlega höldum við svo þessa hátíð kirkjunnar. En hin fyrsta hvítasunna kemur ekki aftur í þeim skilningi, að hún færi okkur nýja kirkju og nýjan anda. Hún kom. Heilagur Andi kom. Kirkjan var stofnuð. Þannig gátu postularnir borið því vitni, að Guð hefði staðið við öll sín fyrirheit. Sá vitnis- burður giidir enn. Hvar sem Jesús Kristur, sannur Guð og sannur maður, er boðaður, þar fá menn að kynnast stórmerkjúm And- ans af því að Heilagur Andi býr í boð- skapnum um Jesúm Krist. Oft er tekið svo til orða að kirkjan sé líkami Krists, þar sem við séum limirnir, en hann höf- uðið. 1 dag er kirkjan útbreidd, en hún er Hka sundruð. Sumir tala um að kirkjan eigi að sameinast eins og allt sé fengið með því. Sameining er að sjálfsögðu æskileg, þegar hún er rétt, annars ekki. Höfum fyrst í huga okkar eigin likama. Ekki væri það æskilegt, ef hann sam- einaðist þannig, að t. d. hendur, fætur og magi yrði alit að einum og sama hluta. Nei, hin rétta sameining felst í hinu, að allir líkamshlutarnir hlýði höfðinu. Eins er þetta með hinar ýmsu kirkjudeildir. Þær þarf ekki endilegá að sameina í einn kirkjuflokk undir endan- legri stjórn dauðlegra manna. Kirkjum- ar þyrftu að sameinast i þvi að vinna hver það verk meðal hinna ýmsu og ólíku þjóða, sem höfuðið segir þeim að vinna. Með öðrum orðum þær eiga allar að lúta Jesú Kristi og gjöra hans vilja, en ekki að þjóna duttlungum og hégóma girnd skammsýnna manna. Þegar Jesús fær loksins að stjóma, þá er hin rétta sameining komin. Hvað er svo Heilagur Andi? Hann er ein persóna sjálfs guðdómsins, sem Guð Faðirinn sendir okkur til þess að upp- lýsa okkur, hugga, styrkja og hjálpa. „Þetta get ég ekki skilið,“ segja sumir og þeir bæta gjarnan við þessum orðum: ;,Við höfum ekkert við þetta háfleyga, ósýnilega og óskiljanlega að gera. Það, sem við sjáum ekki og það, sem á ekki heima í daglegu máli á hvergi heima.“ Þetta er bara ekki nægiiega rétt, þar sem maðurinn er meiri en málið, sem hann talar og veröldin er meiri en mað- urinn. Það ko.m boð til mannsins hinn fyrsta hvítasunnudag frá þeirri veröld, sem er manninum æðri. Hljóð eins og af að- dynjanda sterkviðris, fyllti húsið, þar sem postularnir voru og þeim þótti sem eldtungur settust að í munnum þeirra. Þeir tóku þetta sem tryggingu þess, að þeir héfðu verið teknir í þjónustu hins hæsta. Það kom lika óðara í Ijós að þeir voru umbreyttir í eitthvað meira en þeir höfðu áður verið. Svo mæltu þeir á ýmsum tungum, sem þeir höfðu aldrei kunnað áður. Böndin voru leyst af þeim. Áður óþekktum anda var úthellt yfir þá. Og fófkið, sem þeir ávörpuðu á eftir, kannaðist ekki við þá sem sömu menn. Hinir hrokafuHu og drambsömu, sem aldrei gleyma að dæma alít og alla og aldrei geta greint satt frá lognu, þetta vesalings fólk þurfti nú auðvitað að láta ljós sitt skína. Til hvers? Til þess að auglýsa fávizku sina með því að segja að llklega væru postularnir drukkn ir af sætu vini og hefðu semniiega drukk ið allt til morguns! — En hið venjulega fólk brást allt öðru vísi við. Það var hljóðnæmt fyrir Orðinu og skildi, að hið niikla, háleita og stórkostlega var einmitt að gerast fyrir augum þess. Þetta fólk lét þegar leiði-éttast, sigrast og blessast af þeim himneska krafti, sem komihn var til þess að gefa því sjálfa lífsfyllinguna. Þannig fæddist kirkjan. Hvítasumnan er fæðingarhátíð hennar. Kirkjan er það samfélag kristinna manna, sem Heil agur Andi mun aldrei víkja frá, á með- an hún er Guði sínum trú. Guð gefi öllum samna og gleðiLega hátíð. Bridgedeild Breiðfirðinga er nýlega komin úr keppnis- ferð frá Færeyjum. Tókst ferð þessi mjög vel i alla staði, enda er það mál manna að engan sé betra að sækja heim en Færeyinga. Ferðin tók viku og var búið á heim- ilum. Farið var í boði ann- ars félagsins, sem starfandi er í Þórshöfn, en það heitir Nýja bridgefélagið. Fyrsta spilamennskan var tvimenningur og var keppni milli félaganna — 10 pör frá hvoru félagi. Sigruðu Breið- firðingar með 2840 stigum gegn 2560. önnur keppnin sem háð var var svo sveita- keppni 5 sveita frá hvorum. Úrslit urðu Breiðfirðingum í vil 512 gegn 378 stigum. Síð- asta keppnin var svo við fjór ar beztu sveitir Færeyinga og lyktaði þeirri keppni einnig með breiðfirzkum sigri 49:28. Á fyrsta borði voru Færeyja meistararmir og töpuðu þeir stórt 20:0. Eins og áður sagði voru Færeyingar sérstaklega gest- risnir og t.a.m. var í lokim haldin mikil veizla með ræðuhöldum og dansi, sem stóð til kl. 4 um nóttina. Lítið hefur verið um ferðir bridgespilara bæði tíl og frá Færeyjum undanfarin ár og virðast þeir ekki vera sterkir í íþróttinni um þessar mundir. * * * Bridgemót Vestfjarða 1973 var haldið á Núpi í Dýralírði dagana 26. og 27. maí sl. Var góð þátttaka í mótinu, en þó minni en búizt hafði verið við og ollu þvi samgönguerfið- leikar í héraðimu. 1 sveitakeppni voru 13 sveitir og voru þær frá Isa- firði, Bolungarvik, Súðavík, Suðureyri, Þingeyri og Núpi, en einnig keppti sem gestur á mótinu sveit Haralds Brynjólfssonar frá Keflavík. 1 þeirri sveit er landsliðsein- valdurinn Alfreð Alfreðsson, sem þarna hefur fengið tæki- færi til þess að kynnast bridgeíþróttinni á Vostfjörð- Þetta var hraðkeppni og voru leikin 6 spil á milli sveita. Úrslit urðu þau, að VestfjaTðameistari varð sveit Gunnars Jóhamnsisonar, Þing- eyri méð 1405 stig, en sveit- ina skipa, auk Gunnars, þeir Tómas Jónsson, Guðmumdur Friðgeir Magmússon og Jónas Ólafsson. Önnur varð sveit gestanma með 1400 stig, næst sveit Gísia Hjaltasonar, Bolungar vík, með 1387 stig og síðan sveit Friðriks Friðrikssonar, Súðavík, með 1370 stig. Einnig fór fram keppni i tvímenningi og kepptu þar 24 pör og var keppt í tveim- ur riðlum. Vestfjarðameistar- ar urðu þeir Einar Valur Kristjánsson og Eimar Árma- son, Isafirði, með 211 stig. Önnur úrslit urðu þessi: Jónas Ólafsson og Guðmund ur Fr. Magnússon, Þimgeyri, 207 stig, Guðmundur M. Jóns- son og Guðbjarni Þorvalds- son, ísafirði, 193 stig og Birg- ir Valdimarsson og Viggó Norðquist, Isafiirði, 189 stíg. Jafnframt mótinu var hald inn aðalfundur Bridgesam- bands Vestfjarða og var Birg ir Valdimarsson endurkjör- inn forseti sambandsins. A.G.R. Islenzki vin- sældalistinn ÞAÐ var ætlun okkar að hirta alltaf íslenzka vinsælda- listann, sem reiknaður er iit fyrir báttinn .,'É'íu á toppnum“ á hverjum siinnurfesri. rfaginn eftir að listinn væri kynnt- ur í þættinum. En við ætlum að bregða út af vananum » þetta skiptið og birta listann á laugardegi, áður en þátt- urinn er fluttur, því að á morgun, hvitasunnudag, kemur ekkert Morgunblað út og þvi yrði ekki hægt að birta H»t- ann fyrr en á miðvikudag. En iistinn lítur þá þannig út í dag: 1 (—) Power to all our friends t’líff Ricltard 2 (1) Tie a yellow ribbon Dawn 3 (3) The night the lights went out in Georgia Vieky Lawrenee 4 (6) Walk on the wild side Lou Reed 5 (4) Hellraiser Sweet 6 (2) Get down Gilbert O’Sullivan 7 (—) Kodachrome Paul Siniom 8 (5) My love Paul McCartney & Wings 9 (9) It sure took a long long time Loho 10 (—) Long train running DoWiie Brothera 11 (6) Daniel Elton John Ný lög á listanum eru: 12 Frankenstein Edgar Winter 13 Give me love George Harrison 14 I’m gonna love you just a tittle more baby Barry White 15 Shambala Three Dog Night Af listanum féUu fjögur lög: Reelin’ in the years (Steely Dan); Stuck in the middle withe you (Steelers Wheel); You are the sunshine of mjr life (Stevie Wonder) og Jambalaya (John Fogerty). Getraun báttarins í dag: Hver er höfundur textans við lagið Skyline Pidgeon, sem Elton John flytur? Svar við getraun síðasta þáttar: Bassaleikari Faces, sem nú er nýhættur, var Ronnie Lane. . . og sá brezki BREZKI vinsældalistinn þessa vikuna, samkvæmt öt- reikningum Melody Maker: 1 (6) Can the can Suizc Quatro 2 (1) See my baby jive Wizzard 3 (3) One and one is one Medicine Head 4 (4) And I love you so Perry Como 5 (2) Tie a yellow riW»on Dawn 6 (16) You are t.he sunshine of my life Stevie Wonder 7 (5) Hellraiser Sweet 8 (7) Also sprach Zarathustra (2001) Deodato 9 (11) Walk on the wild side Lou Reed 10 (20) Rubber bullets 10 cc.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.