Morgunblaðið - 17.06.1973, Síða 12
44
MORGUNBLAiHt), SUNNUOAGUR 17. JUNI 1973
á sumandegi...
Erlendur Jónsson
Bókasafnsmál 1 deiglunni
HVAÐ er bókasafn og hvaða hlut-
verki skal það gegna í nútima sam-
félagi? Skal það aðeins vera lítið eitt
breytt og stækkuð mynd af „lestrar-
félagiinu' gamla. Eða má ætla því
víðtækara starfsvið? Og bókavörður-
inn, hinn dæmigerði islenzki bóka-
vörður, hvað skal segja um hann,
hvers konar persóna skyldi hann nú
vera i viitund manns, svona ahnennt
taliað? Ætii hugmynd okkar um hann
gæti ekki verið eitthvað á þessa leið?
Hann er upprunninn úr sveit, mið-
aldra eða vel það, sögufróður og bók-
fróður, smáglettinn á rammíslenzka
visu, afskiptalaus um almenn mál,
tekur í nefið og er alveg sama, hvað
hann hefur í kaup? Innan um bækur
skal rikja þögn, kyrrð og friður. Þær
liggja í hiilunum og eldast. Og þá
finnst okkur líka, að bókavörðurinn
eigi að vera nokkurs konar safn-
gripur og eldast með bókum sinum.
Ef til vill hefur þessá lýsing á hin-
um dæmigerða bókaverði aldrei átt
stoð í veruleikanum og er því hugar-
burður einber. Að minnsta kosti er
svo komið nú, að hún er f jarri sanni.
Sprottin er upp allfjölmenn stétt sér-
menntaðra bókavarða, karla og
kvenna, og þó fleiri kvenna,
hygg ég, sem lætur mikið að
sér kveða og má næstum teijast
til hinna „agressívu" stétta nú orðið.
Þetta fólk er flest eða allt háskóla-
menntað, enda hefur bókasafnsfræði
nú um sinn verið kennslugrein við
háskólann hér. Og auðséð er, að það
hyggst standa vörð um stéttarleg, en
þó einkum fagleg málefni sín. Nýlega
gat t. d. að lesa hér í blaðinu gagn-
rýni hóps bókavarða vegna upplýs-
tngarits bókafulltrúa ríkisins og síð-
an svör fulltrúans, er bókaverðir
svöruðu svo aftur með gagnrökum
og áréttingum. Ekki ætla ég að
blanda mér i þau orðaskipti enda
ekki svo kunnugur málunum, að ég
geti lagt til þeirra nokkuð, sem að
gagni mætti koma.
Þar að auki munu báðir standa
fyrir sínu og hvorugur þurfa á hjálp
að halöa. En ánægjulegt er til að
viita, að slik mesiningarmál skuli
rædd fyrir opnum tjöldum svo al-
menningur geti fylgzt með gangi
þeirra, því þessi mál eru síður en
svo eimkamál bókavarða og bókafull-
trúa rikisins, heldur varða þau alla
þjóðina.
Bókasafnið er ekki lengur bara
„lestrarfélag". Það er orðið annað og
meira. Stundum er hér nefnt sem
dæmi og hugsanleg fyrirmynd borg-
arbókasafnið i Gautaborg. Þar er saJ-
ur til bíaðalestrar, lítið leikhús, kaffi-
stofa, þar sem gestir geta notið veit-
inga og næðis eða ausið af brunni
mælsku sinnar og svo framvegis.
Hljómplötur og seguibönd eiga einn-
ig heima á bókasafni, jafnvel kvik-
myndir. í því sambandi vil ég minna
á, að Lslenzk skáldverk eru sum til
á plötu, svo sem nokkurt safn ljóða,
Istandsklukkan (leikritið) og fleira.
Bókasafn þarf lika að vera upplýs-
ingabanki varðandi bókfræði og bók
menntir.
Sumir, sem inn á safn koma, vita,
hvað þeir vilja, og ganga beint að
því; aðrir ekki, og þeir þurfa á að-
stoð að halda. Auk þess — og það er
kannski ekki minnst um vert — þurf a
söfn eftir sem áður að gegna sinu
hefðbundna lestrarfélagshlutverki og
eiga tiltækar bækur tdú tómstunda-
lestrar; siikt þarf namuast að taka
fram. En mergurinn málsins verður
þó allténit sá, að það hluutverkið get-
ur ekki framar orðið nema eitt af
mörgum, sem safn þarf að rækja,
eigi það að risa undir nafni. Og þá
gefur jafnframt auga leið, að stjórn
og rekstur slíks safns er starf fyrir
sérmenntað fólk, en ekki hvern, sem
vera skal. Er þá hreint ekid verið að
gera litið úr framtaki þeirra, sem i
fyrstunni byggðu upp íslenzk bóka-
söfn og hafa raunar annazt þau fram
undir þetta, án þess að hljóta til
þess sérstakan undirbúning i menmta-
stofnunum. Þeir hafa rækt hlutverk
sitt með ágætum. Og lestrarfélögin
gömlu gerðu ómetanlegt gagn á sin-
um tírna. En tímarmir eru breyttir.
Og breyttar aðstæður kaila á aðrar
breytin'gar. Við þvi tjóir ekki að
daufheyrast. Sjálfmenntun er góð.
En hún heyrir til undantekninga,
hefur aldrei verið almenn og verður
það aldrei. Verður því naumast nokk-
ur starfstétt sérhæfð eftir þeirri
leið framar.
Eitt með öðru, sem gerir bókasafn
viðameira og flóknara með hverju
árinu, sem líður, er sívaxandi bóka-
útgáfa, hértendis sem annars sitaðar.
Fram undir siðari heimsstyrjöld var
tæplega ofviða sæmilega stæðum
einstakiingi að eignast obbEunn af því,
sem gefið hafði verið út á íslenzku
fram að þeim tíma og verulegu máli
skipti: fomritaútgáfur, nýrri tima
skáldverk, almenn fræðirit og þar
fram eftir götunum — og geyma í
stofu sinni. Nú er annað uppi á ten-
ingnum. Síðan hafa bætzt við þúsund-
ir bóka, og sú skriða sækir óstöðv-
andi fram. Sá, sem hygðist eignast
þetta allt jafnóðum, þyrfti ekki að-
eins peninga til að kaupa bækurnar,
heldur sífellt aukið húsrýmí. Og að
lokum væri útilokað, að hann gæti
séð um safn sitt hjálparlaust, og er
þá síður en svo haft í huga alilt, sem
út er geflið, heldur eiinungis það, sem
telja má, að hafa muni varanlegt
giikM.
Og í þessu er meðiai annars fólg-
inn vandi almennlngsbókasafns; það
er að segja í auknánguni, útþensl-
unni. Ekki er aJflt fengið með þvi að
eignast bókina. Húsrými þarf til að
hýsa hama, innréttingar, starfslið og
yfirhöfuð allt, sem gerir safn að
safni. Því er það svo, að forráða-
menn bókasafns telja ekki aðeins
miikils virði að eignast bók, sem safn
þarf á að halda, heldur getur þeim
verið engu minni nauðsyn að vera
Jausir við hina, sem það hefur ekk-
ert við að gera. Að þessu þurfa með-
al anmarra rithöfundar að gefa gaum.
Stiarfs síns vegna hljóta þeir aö vera
einlægastir áhugamenn um út-
breiðslu prentaðs máls, jafnframt
þvi, sem þeim er viitanlega kapps-
mál, að söfniin eignást bækur sínar.
Hver sem nú kaupir, hvort heldur
það er safnið sjálft eða ríkið handa
safninu, eins og sums staðar mun
tíðkast, hlýtur annar stofn- og rekst-
urskostnaður en bókakaup að vera
verulegur og — töluvert meiri, ef ég
man rétt, en sá hlutinn, sem til
beinna bókakaupa fer.
----★------
Fyrir nokkru var frá þvi skýrt, að
Guðmundur G. Hagalín hefði flutt er-
indi i nýlegu bókasafnii þeima Skag-
firðinga á Sauðárkróki. Þar gefur að
lita eitt dæmi þess, hvernág má og á
að nota nútíma bókasafn. Rithöf-
undar þurfa að fylgja bókum sínum
inn á söfnin og láta rödd sína heyr-
ast þar til að blása í þau meira lífi
og gera þau að samkomustað, þang-
að sem fólk sækir ekki aöeins bæk-
ur til að lesa, heldur ííka uppörvun,
andlega upplyfting. Og frumkvæðið
að slikri menninigaristarfsemi á að
skapast á hverjum stað, en ekki á
einhverri skrifstofumiðstöð hér í
höfuðborginni. Fólkið á með öðrum
orðum að ráða því sjálft, hverja það
kýs að sjá og heyra; það er ekki að-
eins menning, heldur mannréttindl.
Ég segi þetta ekki af neinu gefnti
tilefni, heldur sem eins konar fyrir-
byggjandi athugasemd og hef þá hlið-
sjón af þróun ýmissa annarra mál-
efna hér á landi í samskiptum dreif-
býlis og miðstjómarvalds undanfar-
in ár og áratugi.
Ljóðaþýðingar
Yngva Jóhannessonar
Yngvi Jóhannesson:
L.IOÐAÞÝÐINGAR
StafafeU 1973.
I fyrra kom út þýCing Yngva
Jóhannessonar á Fást eftir Go-
ethe, þýðing, sem vakti mikla at
hygli, enda unnin af vandvirkni
og listrænum hagleik. Nú hefur
Yngvi Jóhannesson sent frá sér
bók með ljóðaþýðingum. Hann
velur þá leið að láta frumkvæð-
in fylgja þýðingunum svo að
auðvelt er um samanburð. Sá
samanburður er ekki alltaf þýð-
anJanum í vil, geri menn aftur
á móti þá kröfu að fá sómasam-
Iega þýðingu mega flestir vel
við una.
Yngvi Jóhannesson glímir við
stórskáld á borð við Goethe,
Baudelaire, Mallarmé, Rilke og
Mörike auk fjölda annarra
skálda. Þýðingasafn hans er fjöl
breytt, en lýsir hefðbundnu við-
horfi til skáldskapar, enda ljóð-
mál þýðandans nokkuð fastmót
að að fyrri tíðar hætti. Hann er
áreiðanlega sammála Charles-
Augustin Sainte-Beuve: „Rím,
þú gafst ldf og lit/ í ljóðsins þyt.“
Þau ljóð, sem einkennast af
hljóðri íhygli, fjaBa með heim-
spekilegum hætti um vegferð
mannsins á jörðinni, hefur
Yngva Jóhannessyni tekist best
að túlka að minu viti. Það er
varla tilviljun að hann velur sér
oft kvöldljóð til þýðingar, eða
ljóð, þar sem andblær haustsins
ræður ríkjum. 1 Hugleiðingu eft
ir Baudelaire s >gir:
Yngvi Jóhannesson.
Ó, sorg min, ver nú leiðitöm og
lát þér verða rótt.
Þú löngum þráðir kvöldið, og
nú er það koniið hér.
Um borgina streymir móða húms,
þegar birtan horfin er,
og ber til sumra friðinn en
öðrum kviðans nótt.
Gola af hafi eííir Stéphane
Mallarmé er meðal þeirra ljóða,
sem ávinnimgur er að fá í is-
lenskri þýðingu. Hér er brot úr
þessu ljóði:
í holdi minu býr leiðinn, og
lesim er sérhver bók.
Mig langar að flýja út í
buskann eins og skarinn
sem flugið tók
i fagnaðardraum um hið ókunna,
hin fjarlægu himinskaut.
Ei framar heldur mér neitt, ekki
heimagarðanma skraut,
né vornæturkyrrðin hlý, né
lampans birta sem berst
á blað mitt autt og svo hvitt að
Ietri og hugsun það verst,
né konan unga sem barni við
brjóst sitt heldur á, —
því bylgjum sævarins laugast
hjarta mins óróleg þrá.
Ég fer! Ó, langferðaskip, ég
leita til þin um borð,
nú léttið akkerum, siglið, unz
rís hin fjarræna storð!
Ljóðaþýðingar Yngva Jóharrn
essonar eru vel til þess fallnar
að vikka sjóndeildarhrimg
manna. Þær vitna um menningar
lcga afstöðu og virðimgu fyrir
orðsins list.
Uppreisn og uppgjör
— um nýjustu skáldsögur Klaus Rifbjergs
Klaus Rifbjerg er svo afkasta
mikill rithöfundur að fólk þarf
að vera duglegt að lesa til að
geta fylgst með homum. Hér er
ætlunin að geta þriggja síðustu
skáldsagna hans, en þær eru
Brevet til Gerda, R.R. og Spinat
fuglene. Tvær fyrmefndu skáld
söguiTiar komu út í fyrra, sú síð
astnefnda er nýkomin út. Gyld-
endal er útgefandi.
Brevet til Gerda og R. R.
fjalla báðar um miðaldra menn i
uppreisn gegn umhverfi símu,
sumir myndu iíklega segja á
flótta frá veruleikanum. Brevet
til Gerda er eintal og sama má
að vissu marki segja um R. R.
Eiginlegur söguþráður er ekki í
bókunum, heldur reikar hugur
sögumannsins fram og aftur, em
heldur sig einkum í afkimum sál
arlífsins. Það er nóg af afbrigði-
legum, ónormölum tilfimningum i
þessum skáldsögum, ekki síst í
sambandi við kynferðismál.
Skopstæling, ádeila og háð eru
einkenni sagnamna. Inm i um-
ræðu um Danmörk samtím-
ans eru dregnir ýmsir þjóðkunn
ir memn, stjómmálamenn, sagn-
fræðingar og rithöfundar, og
þeim lýst vægast sagt berlega.
Hvergi er meiri bersögli að
fimma hjá Rifbjerg en í þessum
tveim skáldsögum og er hann þó
síður em svo þekktur fyrir puk-
ur.
Verkfræðingurinn, sem sagt
er frá i R. R., freistar þess að
brjótast út úr þeim rammgerða
heimi, sem umhverfið hefur
hjálpað honium að smiða.
Örvæmtingarfullri leit hans að
fortið sinni er lýst á tragikóm-
Iskan hátt. Honum er ekki auð-
ið að brjótast út. Það, sem er lið-
ið, kemur ekki aftur; hamn getur
ekki endurheimt æsku sima.
Brevet til Gerda er aftur á móti
fyrst og frernst uppgjör rithöf-
undar við þjóð síma, eða rétt-
ara sagt hið yfirborðslega, sem
alltaf ræður ferðimni.
Eftir lestur Brevet til Gerda
og R. R. er hvíld í þvi að fá í
hemdur skáldsögu með beinum
söguþræði. Spinatfuglene segir
frá blaðamönnum við dagblaðið
Opiniom, sem að kunmugra sögn
er Informatiom. Spinatfuglene er
lykilróman og hefur að sjálf-
sögðu mest gildi fyrir danska les