Morgunblaðið - 17.06.1973, Page 20

Morgunblaðið - 17.06.1973, Page 20
52 MORGU'NBL.AÐIÐ, SONNUDAGUR 17. JÚNÍ 1973 HÚSMÆÐUR í ORLOFI á Staðarfelli í sumar Sitthvað um þann frægðargarð Húsmæðraskólinn á Staðarfelli. HÚSMÆÐUR úr Hafnarfirði, Kópavogi, Boorgairfjarðair-, Mýra-, Srvæfellsness- og Dalasýsln og máski fleiri, ætla að fara í orlof í sumar vestur á Fellsströnd og búa í Húsmæðraskóianum að Staðarfelli. Orlofsnefndir viðkom andi aðila munu taka við um- sóknum húsmæðra, svo sem aug lýst verður í blöðum frá hverjum stað. Hentugt er að rifja dálítið upp um þennan frægðargarð, áður en við ríðuim þar í hlað: Fyrst er getið um Staðarfell I landnámi Kjallaks gamla, er einn sona hans, Þorgriimir þöng uil, bjó þar. — Ekki mun hann hafa verið meiri þöngulhaus en almennt gerist. Næst er að líta í Njálu. Þar stendur: Maður er nefndur Þor- valdur, hémn var Ósvífursson. Hann bjó á Meðalfellsströnd und ir Felli. Hann v£U" auðugur að fé. — Áframhaldið getum við síðan lesið í bókasafninu góða á Stað- arfelli, þegar við verðum komnar þangað í sumar og höfum ekkert að gera. — Talið er að hér að Staðarfelli byrji harmsaga Hall- gerðar langbrókar í viðskiptum hennar við karlmenn. — Eigi var skegglaus Þorvaldur búandi þinn og réðst þú honum þó bana. — Reyndar byrja þessi leiðindi strax meðan hún er krakki, sam- anber ótuktarskap Hrúts föður- bróður hennar: Ærið fögur er mær sú og munu margir þess gjalda. En hitt veit eg eigi, hvaðan þjófsaugu eru komin i ættir vorar. — Ekki má þó gleyma endinum, þar sem Hallgerður virðist hafa iifað alla sína elskhuga. — Geri aðrir betur. — Þegar kemur fram á 12. öldina býr á Staðarfelli afi Snorra Sturlusonar, Þórður Gilsson, fað ir Hvamm-Sturlu, ættföður Sturl unga. Það sýnir landgæði Staðar- fells að þótt aldimar líði þá búa þar alltaf höfðingjar á veraldar- visu, en of langt er að fjölyrða u*n þá hér. Þó má rétt minnast á Benedikt, son Boga gamia í Hrappsey. Um 1800, þegar hann bjó á Stað- arfelli, átti hann þetta meðal ann ars: 300 kiló af sméri, 32 sauðar- föll, 12 tunnur af Skyri, fyrir ut- an búsáhöid, mikið af smiðuðu silfri, skeiðum, borðbúnaði og kvensilfri, og svo miklar bækur og góðar. —- Svipað þessu er bú- ið á Staðarfelli núna. Geta því orlofskonur átt von á miklum mat og góðum. — Tæplega mun- um við torga smérinu þar og skyrtunnunum tóif. Hins vegar er núna sú breyt- irag á orðin, að i kirkjunni er ekki leragur að fiinna harðfisk, mjölmat og peninga, eins og var hjá Benedikt Bogasyni. 1 fornum sið var kirkjan á Staðarfelli helguð þessum dýr- lingum: Pétri postuia, Ólafi kóngi, Þorláki helga, Mariu Magdalenu og öllum heilögum. Gott er að geta geragið í hús Drottins og átt þar sálufélag með þeim helgimönnum sem frá fomu eru ármenn þessa staðar. Guðshús Staðarfells er virðu- legt og vel búið, fyilt helgi og til beiðslu kynslóðanna í sorg og gieði. Einhvers staðar hefur verið sagt, að allar þjónustustofnanir handa almenningi hafi í upphafi verið gefnar af bamlausu fólki. Þetta sannast á Staðarfellsskólan um. Milljónerafrúin Herdís Bene- diktssen eignaðist þrettán böm með manni sínum Brymjólfi Bene diktssen. Bömin dóu öll 1 bemsku, nema ein dóttir. Þessi unga stúlka hefur líklega verið ríkasta heimasæta á öllu landinu í þá tið og þar að auki bráðfalleg. Hún hét Ingileif Sólborg Carlotta og komst yfir tvítugsaldur. Þá andaðist hún lika. Þá varð það að ekkjan Herdís Benediktsson gaf milljónafé, að nútímamati til stofnunar kvenna skóla á Vesturlandi. Svo kvað Stefán frá Hvitadal: Og frúin mæt, er fræið gaf, hún fögur rís í minni, er döpur sat við dauðans haf hjá dótturminning sinni. — Eftir mikið þref um þenman mikla sjóð í nokkra áratugi, þá varð stórbóndinn Magnús Frið- rikssom að lokum sá sem hratt þessu kvennciskólamáli áleiðis í örugga höfn. Með glæsibrag hafði Magnús setið þessa kosta- jörð í 18 ár. En þá dró ský fyrir sólu, er hið hörmulega slys varð — að einkasonur þeirra hjóna, fóstursonur þeirra og tvö viranu- hjú drukknuðu i Hvammsfirði. Sér tii harmaléttis tóku þau Magnús Friðriksson og Soffía Gestsdóttir kona hams, sama ráð ið og frú Herdís forðum. Þau gáfu mestan hluta eigna sinna í minningu um Gest son þeirra og skyldi sú eign renna til skólans, sem Herdis Benediktssen óskaði að reisa í minningu Ingileifar dóttur sinnar. Og enn kveður Stefán frá Hvíta dal: Að missir sá til mikills varð þess minnist landsins dætur. Þau létu af hendi göfgan garð og gáfu í sonarbætur. — Húsmæðraskóli að Staðarfellli var fyrst starfræktur sem einka- skóli Sigurborgar Kristjánsdóttur frá Múla við Isafjarðardjúp 1927. En þegar Jónas Jónsson varð menn tám ál aráðherra, þá ákvað hann að Herdísarskólimm skyldi reistur að Staðarfelíli. Vigsludag- urinn var 4. júní 1929. — Staðar- fellsskólinn stendur hátt und hlíðarbrekku, hvlt með stofuþil. — Híbýli þarna bera fyrst og fremst vott um að hér hefur fólk búið lenigi og viirðulega. — Þetta mikla hús hefur sál, það finna afflir, sem þama koma. Sagt er að veðursæld sé hér meiri en viða nærlendis. Náttúran er i senn svipmikil og fríð. Hrafn verpir í háum hömrum yfir bæn- um. — Ilmimn leggur af leifum mikiils skógar i nágrenninu. Við túnfótimm gjálfrar lognaldan við látur og hreiður Breiðafjarðar. Eyjarnar óteljandi lokka hugann og ástarstarfið eilífa kveður við í björgunum: — Úti ert þú við eyjar blár en ég er setztur að dröngum —. Kannski förum við eitthvað út í eyjar, nema þá að við höldum til stórbýlanna á næstu grösum. — Sumar okkar eiga nú ræki- lega erindi að Laugum í Sælings dal, til þess að rifja upp góð kynni við foma vini orlofsins þar á bænum. Þá mætti kannski bregða sér i Sælingsdalslaug og verða sér úti um kaffisopa hjá Reykjavíkurkomunum, sem sitja staðinn aMam í ár. Að Hvammi í Hvammsveit, bæ Auðar djúpúðgu, var Maríu- kirkja í fomum sið. Ef við bregð um okkur inn að Skarði, þá geta sumir aiveg fallið í stafi við að hugleiða óralanga sögu þeinrar ættar er þar býr enn. — Við horfum yfir að Reykhólum, þar sem Grettir varð mat sínum fegn astur og brúðkaupsveizlan góða var haldin fyrir átta öldum, eða þar um bil. Þá er að gægjasit upp á Vaðalfjöllin, um leið og far ið er á bemskuslóðir Matthíasar Jochumssonar í Þorskafirði. Til munu vera það harðsnúnir hús- mæðrahópar að þær linni ekki látum, fyrr en skellt er á skeið yfir Þorskafjarðarheiði, alla leið norður í Djúp. Hver veit hvar þær lenda, kannski norður í Kaldalón við Drangajökul? En hvert svo sem farið er, þá komum við, fegnar að kveldi heim á stórbýlið okkar, Staðar- fell, þar sem gestrisnin liggur í loftinu, undir eins og komið er í hlað. Ofan á allt þetta erum vér boðn ar velkomnar af skáldinu Jó- hannesi úr Kötlum: Yfir stoltu Staðarfelli stórra merkja vakir dís. Hýrt í bragði, hátt að velli höfuðbólið fagra rís. Brosir hlýtt við bændalýði breiðir faðminn móti sól. Borið giftu, búið prýði býður Islands dsetrum skjól. Sigurveig Guðmundsdóttir, Hafnarfirði. BRÉF BRETA TIL ÖRY GGISRÁÐSINS Hér á eftir fer þýðing á texta bréfsins, sem brezka stjórnin sendi til Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna 29. maí sl. vegna atburðarins, er varðskipið Ægir skaut föst- um skotum að brezka togar- anum Everton sem var að veiðum innan 50 milna fisk- veiðilögsögunnar út af Norð urlandi. Bréfið var afhent af Kenneth Jamesen, varafasta- fulltrúa Breta hjá Samein- uðu þjóðunum. „Að fengnum fyrirmælum rikisstjómar minnar hef ég þann heiður að vekja at hygli yðar og annarra full- trúa í öryggisráðinu á eftir- farandi. 26. maí sl. skaut íslenzka varðskipið Ægir hvað eftir annað föstum skotum að óvopnuðum, brezkum togara, Everton, þar sem ha.nn var að veiðum um 30 mílur und- an ströndum Islands. Skip- ið var að veiðum í samræmi við tilmæli Alþjóðadóm- stólsins í Haag frá 17. ágúst 1972. Þetta atvik var hið al- varlegasta til þessa af fjöl- mörgum og stöðugt hættu legri aðgerðum gegn brezk- um togurum og það í full- komnu virðingarleysi við hættuna gagnvart mannslíf- um. I tilmælum Alþjóðadóm- stólsins frá 17. ágúst 1972 til Breta og Islendinga er hvatt til bráðabirgðaráðstafana, meðan beðið sé end- anlegra ákvarðana um efnis- leg atrlði í málinu, sem Bret- ar höfðuðu ^egn íslending- um, eftir að þeir síðar- nefndu tiikynntu árið 1971 að þeir ætluðu að færa fisk- veiðilögsöguna út í 50 milur. Skv. 41. grein stofnskrár dómstólsins voru íslending- um, Bretum og Öryggisráð- inu send þessi tilmæli. Þau voru þess eðlis að íslendingar skyldu forð- ast að framfylgja hinum nýju reglum og að ársafli Breta skyldi ekki fara yfir 170 þúsund lestir. Báðir að- ilar skyldu forðast að gera nokkuð, sem gæti magn- að deiluna. Brezka stjórnin hefur í alla staði fylgt þess- um tilmælum. 1 úrskurði 2. febrúar 1973 ákvað dómstóll inn að hann hefði lögsögu í málirau. IsJenzka ríkisstjórnin hef- ur algerlega virt þessi tiimæli að vettugi og hefur fylgt valdbeitingar stefnu gegn brezkum togur- um. Þessi valdbeiting hef- ur orðið stöðugt hættulegri, eftir þvl sem tímar hafa lið- ið. Aðgerðimar byrjuðu ineð því að skorið var á vörpur togara og hafa þróazt upp í að skotið hefur verið laus- um og nú föstum skotum. 23. apríl var skotið úr rifli í brú óvopnaðs brezks togara. 14. maí gerðu menn af varðskip- inu Tý, tilraun til að komast um borð í brezka togarann Lord Alexander, fyrst með hótunum um skothríð og síð- ar með skothríð, og fór þá eitt skot mjög nálægt togar- anum Macbeth. Þessum að- gerðum lauk svo með skot- árásinni á Everton 26. maí. Allan þennan tíma hefur brezka stjómin sýnt mikla stillingu. Hún hefur ætíð ver ið sannfærS um rétt sinn til að vernda brezka togara á umræddum miðum, en það var ekki fyrr en eftir at- burðinn 14. maí að ákveðið var að brezkir togarar gætu ekki lengur haldið áfram veiðum án verndar. Brezk herskip voru send inn fyr- ir 50 milna mörkin þann 19. maí, til þess að veita slíka vemd. Það skal tekið fram að siðustu aðgerðir áttu sér stað um 230 sjómilur frá næsta brezka herskipi og ekkert herskip kom nokkru sinni við sögu í umræddum atburði. Frá því að Islending- ar fyrst skýrðu frá ásetn- ingi sínum að færa út land- helgina, hefur brezka stjórn in lagt áherzlu á samnings- vilja sinn um bráðabirgða- samkomulag, meðan beðið væri endanlegs úrskurð- ar Alþjóðadómstólsins um tfnlsatriði, eða eftir niður- stöðum hafréttarráðstefnunn ar, sem framundan er. Brezfea stjómin hefur lagt mörg tiliboð fyrir Is- lendinga í þessu sambandi og það er ennþá stefraa hennar að ná samkomulagi við samn ingaborðið. Það er von brezku stjóm- arinnar að íslendingar hætti aðgerðum, sem brjóta gegn tilmælum Alþjóðadómstóls- ins frá 17. ágúst 1972, og sem eru brot á alþjóðalög- um og stofna ma.insdifum í Ihættu. Islenzki forsætisráð- herrann hefur hins veg- ar lýst þvi yfir að siðustu aðgerðir séu í fuliu samræmd við stefnu stjómar sinnar og geti vel endurtekið sig. Eins og málum háttar telur ríkis- stjórn mín rétt að vekja at- hygli yðar og annarra i Ör- yggisráðinu á málinu. Ég yrði þakklátur ef bréf þetta yrði látið berast, sem skjal frá öryggisráðinu."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.