Morgunblaðið - 17.07.1973, Síða 23

Morgunblaðið - 17.07.1973, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞPaÐJUDAGUR 17. JÚLl 1973 23 Magnús Sigurðsson rafvirki — Kveðjuorð Fædtlur 19. júlí 1941 DtiLtm 1«. jiilí 1973. Magnús S'ígurðsson er lifandi, þótt hann sé dá'inn. Hann lézt árla morg-uns hirnn 10. júlí síðast liðiinn. Er ekki mótsögn í þess- um setaningum? Ilvernig getur dauður maður verið lifandi? Hvennig? — Spyr sá, sem ekki veit. — Hverju á að svara? Svar þarf ekki sá, sem veit. Og kannski getur hann ekki svarað. Hann bara veit — og það er nóg. Koman hans sat við sjúkrabeð hans þegar hanin skildi við. — Hún veit. Ég, sem þetta skrifa, kom þar að áður en háilf stund var Mðin. Ég sá iíkamann liggja þar -— friður og ró var I svip hans, — en sjálfur var hann þar ekki leng ur. Lika óg veit að hann er lifandi. Likaminin er dáinn. Það er víst. — En ást hans, kærleikur- inn vináttan, góðvildin, um- hyggjusemi hans — allar hans andlegu sálargáfur — þær eru aliar enn i fullu gildi — það vit- um við oig finnum. Það allt er enn raunverulegt — það er ekki dá- ið. — Andvana líkaminm er einsk iis megnugur lengur í að miðla þeim andlegu gæðum, sem bjuggu í göfugri sál hans og heiðríkum huga. Samt finnum við enn glöiggt að kærleikur hans, vinátta og góvild er liíandi veruieiki meðal okkar. Við eiskuðum hann að visu ailan — líkama og sál — ög hefð um helzt af öllu viljað hafa hann hjá okkur þannig, enn um langa hríð. — En því fengum við ekki ráðið. Líkaminn var frá okkur tekinn — og víst er það ekki sárs aukalaust —. En hi-tt, sem ekki dó og getur ekki dáið — eigum við enn, og það verður aldrei frá okkur tekið — svo er Guði fyrir þakkandi. Og Guði er líka þakkað. Þótt sorg og söknuður búi við hjarta- rætur og tár hrynja af auga, er þakkað af heilum huga og öllu hjarta. Hverniig? — Hvernig er hægt að þakka það, sem veldur þjáningu og sorg? Spyr sá, sem ekki veit. Við sem þekktum hann og þótti vænt um hanm — vitum það, og við svörum: Hvernig er anmað hægt en að þakka fyrir svo ágætan mann. — Það var miki’l blessun að fá að kynnast honum og njóta mannkosta hans. Návist hans, þrungin vel- vild, góðviija og mamnást hafði bætandi áhrif á umhverfið. Það varð öllum til góðs á eimhvern hátt að komast í snertingu við mannbætandi persónutöfra hans. Fyrir það getum við ekki ann- að en þakkað og margt fleira. Og þó að við gerum það með grát- staf í kverkum og harm í hjarta — mun bæð: heyra og skilja sá, sem við viljum þakka. x Magnús Sigurðsson fæddist i Tjaldanesi í Saurbæ i Dalasýslu 19. júlí árið 1941, elzti sonur Sig- urðar Lárussonar, rafvirkjameist ara í Tjaldanesi og konu hams Ásth idar Magnúsdóttur, miíkilla sæmdarhjóna, sem trega mjög ágætan son. Magnús hóf rafvirkjanám hjá föður sánum vestur í Dalasýslu en iauk þvi hjá rafvélaviirkja- me'istara i Reykjavík, sem sagði mér nýliega að betri nemanda en Magnús hafi hann aldrei haft hvorki fyrr né síðar. Sveinsprófi í rafvélavirkj un lauk hann árið 1966 og meistarabréf fékk hann árið 1970. Hann fékk sfrax orð á sig fyr- iir vandvirkni og var eftirsóttur til starfa. Hann var mjög vel að sér í iðngrein simni og þótti mönn um sem leysast mundu vandræði í hans höndum. Hann réðst til starfa hjá Raf- magnsveitum rikisins og var seinustu árin verkstjóri yfir flokki manna, sem fór um landið og lagði raflínur og gerði við skemmdir þegar veðuroísi og snjóþyngsli brutu staura og sli'tu lín’ur. Þetta var oft erfið vinma og reyndi á þrek og karlmenmsku og svo áhættusöm var hún að ekki tókst honum að fá keypta liftryggingu þrátt fyrir itrekaðar tiliraiunir. Hann hafði vinsældir af vinnu- félögum sínum. Hann var ljúf- mamnlegur við undirmenn sina og maut vaxandi álits og trausts þeirra, sem yfir hann voru setf- iir, enda samvizkusamur, dugleg- ur og ósérhlífinn. — Má nokkuð marka hreysti hans og karl- mennsku af því t. d. að sl. vetur vann hairnn sárþjáður sitt erfiða og áhættusama starf alla daga hvennig sem viðraði þótt hann gæti oft ekki notið svefnhvildar vegna kvalakasta sem altóku hanin svo að hann hafði ekki við þol. Þó kvartaði hann ekki, enda vissu fáir um — utan konan hans, sem þá var með honum og sagði mér frá. Hann kunni sér ekki hóf í dugnaði og ósérhlífnd, svo mikil var skyldurækni hans. Samt var hann hófsamur á eigin m'unað og reglusarmur í háttum. Hann var giaðlyndur að eðlis- fari, gáfaður og velviljaður og einstakt ljúfmenni. Hann var öllum góður, og vin semd hans, hógværð og meðfædd prúðmenmska löðuðu að honum fól'k af öl'lum gerðum. — Hann átti rmarga trygga vini, — fór aldrei í manngreinarálit — var mjög eiiginlegt að horfa framhjá göllum annarra og ávirðiingum. Þeir, sem voru minni máttar fundu till sín í náviist hans — svo mikil var samkennd hans og hátt vísi. Annars var hann hlédrægur og óhlutdeilinn um annarra hag, en væri hann kvaddur, gat hann, þegar því var að skipta umigeng- izt með fúllri sæmd jafnt lær- dómsmenn og höfðingja sem kot unga og ólánsmenn. Ekki flokk- aði hann þó sjálfur fólk þannig. Hann ieitaði að manneskjunni i hverjum einstaklingi og mat hvern mann á mælikvarða eigin góðviljuðu dómgreindar siinnar, sem brást honum ekki. Langa og erfiða sjúkdómslegu og þjáningarfulla baráttu við ólæknandi sjúkdóm bar hann með sama drengskap, karl- mennsku og æðruleysi sem ein- kenndu allt líf hans. öil hugsun hans snerist um velferð ástvina hans en ekki um eig'n þjáningu. x Magnús kvæntist Vilhelmínu Þór frá Reykhólum hinn 19. sept ember árið 1964. Hjónaband þeirra var einstaik- lega gott þótt ólík væru þau í skaphöfn. Geðprýði hans og still- ing var slik að hann lét ekki koma sér úr jafnvægi og honum var lagið að gera gott úr öllu og snúa á bezta veg. Um gagn- kvæma ást þeirra efaðist enginn, sem tii þekkti, hún var einlæg og afdráttarlaus allan tímann. Hún brann jafnheitt i brjóstum þeirra seinasta daginn þegar hún sat við rúmstokkinn hans og hélt i höndina á honum unz yfir lauk — og fyrir niu árum þegar þau hétu hvort öðru ævitryggðum og leiddust hönd í hönd fram kiirkju gólfið á Reykhólum eftir vigsl- una, gagntekin hamingju og ást- arsælu, ljómandi af lífsþrótti og æskugleði. Þau eignuðust þrjú böm: Ást- hildi, 7 ára, Guðrúnu 4 ára og Þórarin Þór hálfs anrnars árs. Það leynd'i sér aldrei hve heitt Magnús unni konu s'nni og börn um. Þau voru honum eiitt og allt. Ást hans var óeigingjöm, trygg og fórnfús. Lífsnautn hans var að vinna að velferð þeirra og hamiingju. Fyrir sjálfan sig var hann svo nægjusamur að mér fannst oft með ólíkindum, en ekkert fannst honum ofgert, sem orðið gat þe'm til gagns og gleði. Ég mat Magnús mjög mikils og dáðist að mannkostum hans. Góðmemnska hans og geðprýði var aðdáunareíni. Mér þótti þvd meira til hans koma sem ég þekkti hann lemgur og kynntist honurh betur. Ég varð betri mað- ur í návist hans og tel mér sæmd arauka af að hafa eignazt traust hans og vináttu. — Fyrir það og ótal margt annað er ég honum ákaflega þakklátur — þó liklega mest fyrir þá hamingju, sem hanin gaf dóttur minmi í níu ára hjúskap þeirra — og fyrir þann lærdóm, sem hann kenndi mér með æðruleysi og hetjuskap í voðalegu dauðastriði, því að þótt svo kumrni flestum að sýnast sem hanin hafi tapað því stríði — þá er hann i mínum augum sá sem sigraði með sæmd. — Hann hræddiist ekki dauðann — fjarri því. — Hugur hans snerist allt til hinztu stundar um þá, sem hann elskaði, — um konuna sína og bömin þeirra. Honum mun ég aldrei gleyma og minningu hans mun ég alltaf geyma sem dýrmætan fjársjóð, sem enginn getur frá mér tekið. Margir ungir menn standa hon um sjálfsagt jafnfætis að þeirn mannkostum, sem einkenndu hann og gerðu hann ágætan, en engan þekki ég honum fremri í því, sem ég tel mest um vert í fari manns. Af kynnum okkar finn ég nú, er við skiljum að sinni, að ég er sá, sem mest hefi grætt. Ég v:l svo ljúka þessum orð- um með því að lýsa einlœgu þakk læti mínu til allra þeirra mörgu, sem reyndust sannir vimir þeirra Magga og Minnu þessa seinustu mánuð’. Ég veit hve mikið það hjálpaði þeim að finna fúsleika svo ótalmargra til að gera ailt, sem i þeirra valdi stóð til að leggja þeim lið og létta þeim þennan erfiða þrautatíma. Eink- um vil ég þakka af öllu minu hjarta starfsfóikiinu á Borgar- spítalanum, sem lagði sig í fram króka við að vera þeim góð og gera þe:m allt til þægðar. — Ég þekki ekki nöfn þeirra allra en um góðvild þeirra, sem Vilhelm- ína hefur sagt mér margt frá, get ég ekki hugsað án þess að vikna. Ég á ekki annað til end- urgjalds en bæn mina til Guðs um að blessa ykkur öll og launa góðvilja ykkar og góðverk. Hann veit hver þið eruð. Guð minn gefðu þinn frið gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu hér lið, ljós þitt kveiktu þeim hjá. x Magnús Sigurðsson verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 17. júli. Drottinn gaf og drottinn tók. Lofað veri hans heilaga nafn. Þórarinn Þór. 10. þ. m. lézt í Borgarspítal- anum Magnús Sigurðsson raf- virki tæplega 32 ára að aldri. Hann var fæddur 19. júlí 1941 að Tjaldanesi í Saurbæjarhreppi í Dölum vestur, sonur heiðurs- hjónanna Ásthildar Magnúsdótt- ur Árnasonar í Tjaldanesi og Sig- urðar Lárussonar rafvirkja. Magniús heitinn ilærði ungur raLfvirkjun og Stundaði þá iðn til dauðadags, lengst af hjá Raf- veitum rikisins, og þótti ávallt dugnaðar- og sómamaður i hví- vetna. Árið 1964 kvæmtist hann eftir- lifandi konu sinni ViHhelminiu Þór, dóttur séra Þórarins Þór prests að Reykhólum og síðar á Patreksfirði, hinni ágætustu konu, sam bjó manni síinum svo fagurt og friðsælt heiimili, að orð var á gert, og eignuðust þau 2> indæll börn, sem voru augasteinar foreldra sinna, afa- og ömmubörn, Frá ættfræðilegu sjónarmiði var Magnús heitinn kominn af hinum beztu ættum, eða hinni kunnu Ormsætt, sem fjölimenn er um vestanvert landið og um land allt, blönduð ættum hinna gömliu Hergiliseyinga og Djúp- dæla, því Kristín langamma hans Magnúsdóttir hreppstjóra í Tjalidanesi va.r þrefmenningur við Björn Jónsson ritstjóra og ráðherra frá Djúpadail. Þá er og stutt að rekja ætt Magnúsar til Lunda og Einarsætta L Borgar- firði, til ætta hinna gömlu bisk- upa, herra Odds Einarssonar og herra Guðbrands Þorlákssonar, var hann 12. í röðinni frá þeim. Þá er og auðvelt að rekja ætt hans til hinna görrilu S'karðverja og mætti svo lemgi te’.ja. Sannlieikurinn er sá, að oft þarf meira ti'l en góðar æt'tir, tiil þess að verða dugandi þjóð- félagsþegn, en þegar slíikt fer sarnan, sem glöggt kom í ljós á stuttri ævi Magnúsar heitins, að samfara góðum ættum var hann dugnaðar- og heiðursmað- ur í hvívetma, sem efcki mátti vamim sitt vita, elsikulegur heim- ilisfaðir og eiginmaður, enda naut hann samvinnu hinnar góðu konu sinnar, tiil þess að gera heimilið fagurt fyrirmynd- arheimili, sem yndislegt var að heimsækja. Það er þvi sárt til þess að vita, að svo efnilegur, vel gefinn dáðadrengur, svo umgur að árum, skuli nú vera horfinn yfir landamærin, sem aðskilja lif og dauða, og um leið voni” og Mfsihamingju ungrar fjölskyldu í rúst lagðar. Sár er er því söknuður fjölskyldunmar, konu hans, foreldra, bama, og systkina hans, tengdaforeldra og annarra vandamann, og eins og hið gam'la alþýðusikáld Bólu- Hjálmar segir í einu kvæði sinu: Sýnist mér fyrir handan haf hátignar skær og fagur brotnuðum sorgaröldum af upp rennur vonardagur. Vonardagur fjölskýldunnar um síðari samfundi og sameim- ingu handan hafsins, sem skáld- ið minnist á í kvæði símu. Ég, sem þessar fáu l’ínur rita, kveð nú frænda minn með sökn- uð í hjarta og þakka homum ásamt fjölskyldu minni vináttu hans og góðvilja okkur tiil handa um leið og ég bið homum bless- unar Guðs. Dýpstu samúð votta ég konu hans, börnum, sysffc’mum, for- eldrum, tengdaforeldrum og gömlum afa hans, við útför frænda míns Magnúsar, sem fram fer þriðjudaginn 17. þ. m. kl. 13.30. Árni Ketilbjai-nar. Enginn getur fylgt þér á göngu þinni upp himinbogann að hliðum ljóssins. Þegar heknurinn hverfur þér eins og grein, sem fellur af sjálfu sér og tíminm og forlög'n ríkja ekki lengur yfir þér, þegar þú stendur í skugga eilífðarinnar og hlustar á söng hinna djúpu vatna sem eiga sér engar strendur. Enginn getur fylgt þér, þegar þú á göngu þinni upp himinbogann, hlustar á sönginn, sem kallar á sál þína að hliðum ljóssins. H'inn 10. júlí andaðiist á Bcfc g- arspútalanum Magnús Sigurðs- son, mfvéiavirki eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Magnús fæddist 19. júlí 1941 að Tjáldanesi í Saurbæ í Dala- sýslu. Foreldrar hans eru hjón- in Ásthildur Magnúsdóttir og Sigurður Lárusson, rafvirkja- meistari. Magnús var kominm af kjarnafólki við Breiðafjörð og átti sjálfur í rikum mæli marga beztu kosti ættar sinnar. Hann var maður vel viti borirnn og góð gjarn. Hann var hógvær í fasi og tnaustur maður. Hann var vel látinm af öllum sem honum kynnt ust og aldrei held ég að nokkur maður hafi borið tii hans kala. Þægilegt skopskyn, alúðlegt við- mót og einstök hjálpsemi gerði hanm vinsælan hvar sem hanm fór og alltaf var hann reiðubú- iimn að leysa deillur manna á frið saman hátt. Árið 1964 kvæntist Magnús eft irlifandi konu sinni Vilhelmínu Þór, dóttur Ingibjargar og séra Þórarins Þór, prófasts á Ratreks fiirði. Þau hjónin eiignuðust þrjú börn, Ásthildi, Guðrúnu og Þór- ariin Þór, sem öll eru á umga aldri. Maggi og Minna, eins og þau voru jafnan kölluð af vinum þeirra voru óvenju samrýnd og samhemt hjón. Á heimili þeirra var ávailt ánægjulegt að korna. Hlý gestrisni þeirra og glaðvært viðmót yljaði manni um hjarta- rætur og öllum leið vel í návist þeirra. Fundum okkar Magnúsar bar saman fyrir tólf árum, og þá þegar tókst með okkur vinátta, sem aldrei hefur borið skugga á síðan. Oft var glatt á hjalla og margra góðra stunda að minm- ast. Magnús Sigurðsson var raf- vélavirki að mennt og vann hjá Rafmagnsveiitum rikisins. Hamm var mjög fær í starfi sínu, hinn bezti verkmaður og vinsæll af vinnufélögum sínum. Him síðari árim var hann verkstjóri hjá Raf magnsve'tunum, ferðaðist um landið með flokki sinum og lagði nýjar línur um sveitir landsins, sem fluttu ljós og yl inn á mörg heimili. Tvö síðustu ár:n var Magnús oftast á spítala, en ekki get ég hugsað mér æðru’lausari mann. Læknarnir höfðu sagt honum sannleikann um ástand hans, en hetjulund hans var óbugamdi. Aliltaf var Magnús hress í við- móti og léttur í tali. Og nú ert þú horfinn góði vin- ur og frændi. Við hjónin sem vorum nágrannar ykkar Minmu og hittum ykkur svo að segja daglega höfum nú misst í þér okkar bezta vin. Við erum óend- anlega þakklát fyrir að hafa átt þig og þína góðu konu að vin- um og við ykkur eru bundnar okkar dýrmætustu minningar. Við biðjum Guð að blessa konu þina og fjölskyldu og veita þeim styrk í sorginnii. Magnús minn, kæri frændi og vinur. Þú færðir mörgum ljós og yl á lífsleiðinni, þótt hún væri alltof stutt. Nú b'ðjum við vinir þínir þess, að sá sem ljósið skóp í árdaga leiði þig í þinni nýju tilveru. Far þú i friði fr'ður Guðs þig blessi hafðu þökk fyir allt og allt. Sigurður Bjarnason. Magnús Sigurðsson rafvirki .er látitttt. Hann hefur lokið störf- um sínum hér, og hvað við tekur verður hver og einn að geta til. Að búa v'ð sjúklei'ka í mörg ár án nokkurrar vissu um hvað að er, getur slitið manni meir en að horfast i augu við sjálfan dauð anm. Þegar loks úrskurðurinn kom — þetta óttalega krabba- meitt - létti Magga. Nú þekkti hann óvi.ninn og gat barizt. Ekki vegna sin, heldur konu s...mar og barnanna þeirra þirggja. Fyrsta hugsun hans var, hvern'g Minnu yrði við, og hvemig hann gæti létt henni byrðria. Hvar stæði hún og börn'n, þegar hann færi? Um v'ðhorf hans til dauðans er Framhald á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.