Morgunblaðið - 05.08.1973, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.08.1973, Blaðsíða 2
2 MOFfcGUNBLAÐIÐ — SUNN'UDAGUR 5. ÁGÚST 1973 Gnnnar B. Dungal. Markmiðið að „opna“ búðirnar viðskiptavinum Einar Kristinsson og Kristinn FriSriksson. Persónulegt samband mikilvægt PENNINN SF. er stærsta og þekktasta verzlnn hér á landi í pappírsvörum og rit- föngum. Um síðustu áramót átti fyrirtækið 40 ára starfs- afmæli. Auk þess, sem fyrir- tækið rekur 3 verzlanir í Reykjavík, hefur það með höndum talsverðan innflutn- ing. I viðtali við Mbi. skýrði Gunnár B. Dungal, forstjóri Pennans, frá því, að fyrirtæk ið hefði frá upphafi Jagt áherzlu á að flytja inn sjálft sem mest af vörum beint er- lendis frá og hefur það um- boð fyrir mörg þekkt erlend fyrirtæki. „Við kaupum fyrst og fremst vörur frá Þýzkalandi en einnig frá Bretlandi, Norðurlöndunum, Frakk- landi, Hollandi, Japan og Bandaríkjunúm og hefur svo verið um langt skeið. Við sækjum ártega kaupstefnur í Frarakfurt og Leipzig í marz- mánuði, og j»á fyrst og fremst til þess að kynnast helztu nýjungum í ritföngum og pappírsvörum. Ég tel mjög mikilvægt að sækja þessar kaupstefnur, fyrst og fremst til þess að geta boðið viðskiptamönnum okkar nægi Iegt úrval af alhliða skrif- stofugögnum og tækjum. — Höfum við m. a. í seinni tíð lagt aukna áherzlu á að geta haft á boðstólum stærri skrif stofutæki, en þar á ég m. a. við teikniborð, skrifstofu- stóla og ýmiss konar spjald- skrártæki. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða, að und- anfarin ár hafi orðið miikil breyting till batnaðar á ýmiss konar skrifstofuáhöldum og varningi og um leið hefur fjölbreytnin aukizt mikið. Þetta má einkum þakka því, hve mikil áherzla er lögð á stjórnun og það að gera alla skrifstofuvinnu fljótvirkari og betri. Þetta á ekki ein- göngu við skrifstofutæki heldur flesit annað, er varð- ar ritföng og pappírsvörur. Áður fyrr var þetta „allt steypt í sama mótið“, ef ég má nota það orðalag, en nú síðustu ár hefur tízkan tekið völdin. Eitt árið voru skóla- töskur úr lakkleðri vinsælar, annað árið úr sitriga, það þriðja úr gallabuxnaefni og hver veif hvað næst verður. Um þessar mundir erum við að ljúka við miklar breyt- ingar á aðalverzluniinnd f Hafnarsitræti og eru þá Penna-verzlanirnar þrjár komnar með svipað útlit. Aðalmarkmið okkar með þessum breytingum er að fækka afgreiðsluborðum, opna búðimar betur við- skiptavinum, þannig, að þeir sjái betur, hvaða úrval er á boðstólum. Það hefur lengi verið einkennd á verzlunum hér á la-ndi að loka varning- in.n niðri í skúffum og hirzl- um ýmiss konar og þurfa síðan að draga fram hvern einstakan hlut, sem viðskipta Rætt við tvo unga verzlunar- menn maðurinn spyr um. Þessi nýja tilhögun að „opna“ verzlunina betur fyrir við- skiptavímina hefur örugglega jákvæð áhrif á söluna." „Nú ert þú búinn að reka þetta fyrirtæki í fremur stuttan tíma, eða 4 ár, en geturðu fundið eiinhvern mun á því að reka fyrirtæki í dag eða þegar þú byrjað- ir?“ „Kröfumar sem gerðar eru til fyrirtækiisins vaxa ár frá ári. Menn vilja sífellt fá meira úrval af vörum, sem kostar það aftur á móti að við þurfum að liggja með stærri lager. Vissulega höf- um við milkla ánægju af því að geta boðið sífellit betra og betra úrval af vörum en það kostar mikið fé. Áður gátum við tekið úít vöruna og síðan greitt hana innan 90 daga til erlenda aðilans, en nú þurf- um við að staðgreiða allar vörur og það þyngir allan rekstur mikið. En ég vona að þetta séu aðeins tímabundn- ir erfiðleikar og bjartir dag- ar séu framundan. Hvað ég ætli að gera um verzlunarmannahelgi'na? — Sennilega fer ég út úr bæn- um, eins og svo margir aðr- ir, býst reyndar við að verða I sumarbústað og kanmski kemisit ég á hestbak. Það er oft réttilega á það minhzt, að frídagar og helgidagar á íslandi séu fleiri en í flest- um öðrum löndum. Ég held þó, að frídag verzlunar- manna megi aldrei leggja niður því fáir frídagar árs- ins hafa jafn mikið gildi. Frídagur verzlunarmanna er sá fridagur, sem flestir geta notið og notið vel,“ sagði Gunnar B. Dungal að lokum. * A frídegi verzlunar- manna FYRIRTÆKIÐ Daníel Ólafs- son & Co. hf. annast inn- fintning og dreifingu á mal- vörum. Fyrirtækinu, sem er fjölskyldiihlutafélag, stjórna feðgarnir Einar Kristinsson og Kristinn Friðriksson, og skýrði Einar Mbl. frá hvern- ig fyrirtækið starfar. „Við flytjum inn nýleindu- og matvörur frá Norðurlönd- unum, Bretlandi, Hollandi og Sviss og dreifum einmig töluverðu af íslenzkum vör- um, eims og hraðfrystum humri og rækju. Við gerum kannanir reglu- lega á hvað þarf að panta og gerum svo pantanir tvisv- ar til þrisvar í mánuði og leysum inn hverja sendimgu fyrir sig. Það hefur verið mjög erfitt að fá vörur er- lendis frá og oft treg af- greiðsla. Við höfum samband við kaupmenn og verzlanir ekki sjaldnar en tvisvar í mám- uði, en mestu viðskipti okk- ar eru á Stór-Reykjavíkur- svæðinu, þó að við seljum nokkuð út á land. Salan er mest hjá okkur í byrjun mánaðar og fram undir 20., en við reynum að fá kaupmenn til a<5 kaupa sem mest í einiu, svo að þeir þurfi ekki að panta nema eirnu sinni í mánuði. Þá er- um við með bíl og bílstjóra til að dreifa vörunmi í verzl- anir. Við dreifum vörunni allt- af samdægurs eða daginn eftir, að kaupmaður pantar hana og reynum að liggja með sem mesit á lager, svo að ekki korni tómarúm. Það eru alltaf töluverðar verðsveifiur á milLi pantana á erlendum vörum, og á sumum vörum hafa hækk anir veriið mjög örar, T. d. hefur verð á rúsínum tvö- faldazt á einu ári, og einnig hafa orðið miiklar hækkanir á þurrkuðum ávöxtum. Það er mjög mikilvægt að hafa persónulegt samband við erlenda viðskiptamenn sína. Ég fór t. d. sl. haust til Norðurlandanma og heim- sótti fyrirtæki, sem við eig- um viðskipti við, og kynntist þannig persónulega sölusíjór- um fyrirtækjanna. Það er mjög gott að þekkja þá og geta hringt í þá þegar mað- ur vill.“ Hvað á svo að gera um helgima? „Ég ætla á skíði upp á Langjökul á laugardag, með fjölskylduma." V estmaiinaey j ar: Önnur Þjóðhátíðar- stemning en venjulega Aðstoð við heyrnar- daufa úti á landi Vestmannaeyjum í gær, frá Sigurgeir Jónassyni. ÞÓTT þjóðhátíð Vestmannaey- inga verði haldin hér á morgun, sunnudag, ber Iítið á þjöðhátíðar stemningu hér enn sem komið er. Þjóðhátíðin er haidin við aðr ar aðstæður en jafnan áður og þær aðstæður setja sitt mark á hana, undirbúning hennar og tii- hlökkun manna. Þjóðhótíðarsvæði hefur verið afmarkað á túni á Breiðabakka, norður undir Stórhöfða, upp af Klaufinni, og í dag er verið að ljúka þar heyskap. Þar hefur verið merkt fyrir þremur tjald- götum, reistur danspallur og hljómsveitarpallui og einnig sjálft þjóðhátíðarhliðið. Unnið er að því að undirbúa uppsetningu stórs veitimgatjalds. Talsvert margir Vestmannaey- ingar hafa komið heim sérstak- lega til að taka þátt í þjóðhátíð- inni ásamt þeim, sem hér starfa að hreinsun og uppbyggingu. Öllum peim, sem hér eru að störf um, verður gefið frí frá mið- nætti í kvöld fram til hádegis á mánudag, nema þeim, sem gegna nauðsynlegum þjónustustörfum. Hér er þvi allt önnur stemníng en venjulega á þjóðhátið; nú væri allt í fullum gangi á öðrum hátíðardeginum. En menn vilja gera sitt til að viðhalda hátíðinni og enginn vafi er á því, að fjörið og kátínan verður jafnmikii, ef ekki meiri en jafnan áður. Enn í lífshættu LfÐAN 13 ára drengsins, sem varð fyrir bifreið á Vesturlands- vegi sl. þriðjudagskvöld, var óbreytt í gær, saimkvæmt upplýs- ingum læknis á gjörgæzludeild Borgarspítalams. Drengurinin var enn í lífshættu og hafði ekki kom izt til meðvitundar. Sumargjöf auglýsir eftir framkvæmda- stjóra BARNAVINAFÉLAGIÐ Sumar- gjöf hefur auglýst eftir nýjum framkvæmdastjóra fyrir félagið frá 1. október n.k, Núverandi framkvæmdastjóri félagsins er Bogi Sigurðsson. Félagið Heyrnarhjálp sendir að venju fólk til aðstoðar heym- ardaufum út um land og verð- ur farið um Austur- og Norður- land nú í ágúst. Að þessu sinni verður læknir með í förinni og er það í fyrsta sinn að félugið hefur átt þess kost að fá lækni með í slíka ferð. Er það Einar Sindrason, sem stundar sérnám í háls-, nef- og eyrnalækningum í Álaborg, er þetta tekst á hendiur. Að venju verður fólki veitt aðstoð í sambandi við notkun og val heymartækja og heyrn mæid. Skal fól'ki sérstaklega bent á að nota þetta tækifæri til að láta heyrnarmæla böm, leiki grunur á að um heyrnar- deyfu sé að ræða. Á undanförnum árurn hafa orðið mik.ar framfarir í gerð heyrnartækja og mikilvægt er fyrir fólk, sem fengið hefur heyrnartæki, en getur ekki felit sig við þau, að láta atbuga hvort nýrri gerðir tækja geta komið því að notum. Ávallt eru einhver brögð að því að sjúklingar legg; tæki sín til hliðar vegna smávægilégra byrjunarörðugleika eða vöntunar á leiðbeiningum og vill félagið eindregið hvetja það til að leita sér frekari aðstoðar. Félagið Heymarhjálp hvebur alla, sem vinna í mi'khum hávaða, að l^ta fylgjast með heym sinni svo sem kostur er og láta ekki hjá líða að nota heyrnarhlífar við slík vinnuskil- yrði, Minnt skal á að heymar- skemmdir aí völdum hávaða eru óbætanlegar. (Frétt frá félaginiu Heyrnarhjáip).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.