Morgunblaðið - 05.08.1973, Síða 11
M^GUÍNBLADIÐ — SUNNUDAGUK 5. ÁGÖST 1973 X X
Baldur Pálmason:
Tildur —
HVAÐ hafa verið reist mörg
ba'nkahús á Islandi á árunum
eftir stríð, — eða bara sáðasta
áratugimn? Ekki get ég svarað
sjálftwn mér, en þau hús eru
mörg. Vist erum við eitthvað efn
;>ðii þjóð en áður fyrr, eigum
langtum fleiri — og smærri —
krónur, svo áð gömlu bankahús-
in hafa víst ekki rúmað aflari
þann urmul! Auðvitað gera all-
ir ráð fyrir auknu húsrými ag
aukinini þjónustu á því sviði sem
öðrum, en að flestra dómi hefur
hláupið mjög óeðlileg þensla- í
barikakerfið, — bankastofnanir
og bánkabyggingar hafa sprottið
upp, hver um aðra þvera.
Núverandi rikisstjóm þótti þess
vegna rétt að láta gera könnun á
því, hvernig bezt yrði fyriæ kom-
ið einföildun og samlþjöppun
bankakerfisins, og viðskiptamáia
ráðherra skipaði nefnd. Mun sú
rannsóknamefnd nú hafa skilað
áliitá og bent á leiðir til hag-
kvæmara skipulags. Kemur sjálf
sagt eitthvað af þeim umbótatil-
lögum til kasta Alþingis á næst-
unni. Þvi spyr ég: Er ekki hvað
ráðlegast að láta fjölgun banka-
húsa liggja í láginni á meðan
komizt er að niðurstöðu í hag-
ræðingarátt? Og er þá komið að
efninu, fyrirhugaðri seðlabanka-
byggingu.
Fyrir nokkrum ámm fékk
Séðlabankinn til umráða hið
stóra og rammbyggða verzlunar-
hús Edinborgar við Hafnarstræti,
og þar hefur hann komið sér
fyrír i nábýli við I.andsbankann.
Sýnist þar ekki tjaldað til einn-
ar nætur, og er með ólíkimdum,
ef þessi ráðstöfun nær ekki að
efldast svo sem tvo eða þrjá ára-
túigi. Fari nú svo, að sameinaðir
verði búnaðar- og útvegsbankar,
eins og bankanefndinni kemur
tií húgar, er ekkert MMegra held
ur en bankahús Búnaðarbankans
við Austurstræti fengist rýmt og
yrði fálbiðið annaðhvort Larids-
eða Seðlabanka, ef þeir þurfa á
auknu húsrými að halda. Þar
kemur nágrennið sér vel.
Framkvæmdastofnun ríkisins
er hvað mest í mun að láta ekki
fjárfrekar framkvæmdir hins
— Úr verinu
Framhald af bls. 3.
erlendu veiðum er haldið uppi
nrteð styrkjum.
SIIMABLOÐNAN
Norðmenn leyfðu veiði á sum-
arloðnu frá 3. ágúst. Veiðin var
áður byrjuð við Nýíundmaland
og aflaðist þar vel. Norðroenn
hafa þó veitt mest af sinni suan-
arloðnu við Bjamarey. Islenzkir
sildarbátar sóttu á þessi mið,
þegar sildiveiðin var við Jan
Mayen og þar austur af. Það
ætti ekki að vera frágangssök
fyrir Islendinga að fara á stór-
um sikipum á þessi loðouimið, en
sildveiðim í Norðursjónum er ef
til vill eftirsóknarverðari. Ann-
ars ættu íslendingar að fá að
landa í Noregi, sem endurgjald
fyrir togveiðar norskra i ís-
lenzkri landíhelgi.
LOÐNUVEIÐIN VIÐ ÍSLAND
Það er allt útlit fyrir, að svo
mnikil aukning verði á loðnuve'ð-
inni í vetur, ýmist vegna kaupa
á riýjutn skipum, breytingu og
stækkunar eldri skipa, að full
not verði fyrir allar síldarverk-
smiðjur landsins. Ætti ekki að
láta það dragast úr hömlu að
hafa verksmiðjumar tiibúnar í
tæka tíð, eins og ástandið er á
vinnumai*kaðnuim. Gæti þá, ef
eins fer og fiskifræðingarnir
spá, næsta vertíð orðið metár,
og væri það ekki liítiibúbót með
því verði, sem niú er á loðnumni.
Cb vebinu
Vegna fjarveru höfundar kem
ur „Verið" ekki út fyrSt um
sinn.
hrófatildur
opinbera kynda yerðbólguofninn,
og þvi óskar hún eftir frestun á
seðlabankabyggingu. Upplýst er
að hér er um a. m. k. 300 milljóm
króna framtak að ræða, og er
það talsvert. Fer lika heldur iUa
á því að hefjast handa um siíkt
sama árið sem landsiýður tekur
á sdg 2000 miiljón króna bagga
vegna búsifja af Eyjagosi.
Þótt seðlabankastjómin taM
um að leysa verkefnið í áföngum
á þremur eða fjórum árum, er
óþarfi að láta sér fallast hendur
við það og hreyfa ekki mótbár-
um, enda er fjármálahliðin ekki
aðalatriðið í þessu máli, að min-
um dómi. Aðalatriðið er staðar-
vaiið. Að ætla sér að múra guil-
kistu þá, sem talin er myntfótur
vorrar örsmáu krónu, irin i tún-
fótirnn hjá Ingólfi Amarsyni og
hvolfa húshrauk einum miklum
þar yfir, tel ég algera ániöslu,
hvemiig svo seni aðdragandinn
er og hvort sem bankastjórnin
eða borgaryfiryöld eiga þar
meiri hlut. Arnarhóll er nánast
ginnhelgur staður, sem ekki má
skerða meira en orðið er, ekki
sízt þegar tillit er tekíð til hins
frábæra útsýnis þáðan tij eyja
og sjávar og fjaUasamstæðurinar
fögrú handan við, einkanlega eftir
að frystihúsið hefur verið rifið,
eins og ráð mun fyrir gert inn-
an tíðar. Eiga Reykvíkingar að
afsala sér þessum einstæða ut-
sýnisstað (sem einnig er fom-
söguiegur talinn) í hjarta bæjar-
ins og afhenda hann undirdánug
ast tU þjónkunar við Mammon?
Enn er ekki hörguU á góðum
byggingarlóðum í Reykjavik, og
hefur t. d. verið bent á hið nýja
miðtoæjarstæði við Miklubraut
og Kringlumýrarbraiut. Seðla-
bankanum ættd því ekki að verða
Skotaskuld úr þvi að útvega sér
lóð þer eða á öðrum góðum stað
og eiiga hana vísa, þegar vert er
að hefjast 'handa um byggingu.
Mér kemur einnig til hugar
óbyggt svæði (ef óráðstafað er)
vestan við slökkvistöðina í Öskju
hiíð. Ætli bankahúsið (sariikv.
teikningu) færi ekki bara betur
þar í hlíðiinni heldur en i hallinu
við Amarhól?
Þótt búið sé að ganga frá
samningum um fyrsta áfanga
verksins í norðanverðum Amar-
hól, vill svo vel til að gert mun
hafa verið ráð fyrir bílageymslu
undir byggingunni, og er ekkert
vísara heldur en hún geti komið
bæjarbúum að fullum notum,
enda er langt síðap vakið var
máls á því að holá innan edn-
hvern hluta hólsimS til þeirra
nota. Myndi borgin þá sjáifsagt
taka mannvirkið í sínar hendur
og starfrækja það og færa ytri
ummerki i náttúrlegt horf eins
og framast má.
LítiHi þjóð og fremur fátavkri,
sem iifir örlagarika og óvissa
tima, hentar ekki að vera með
tildur, og sízt af öllu ættu for-
sjármenn þjóðfélaigsins í fjár-
rnáiliuim að stuðla að sliku. Við hötf
um stundum brennt okkur á því
áður að tildra upp dýrum mamn-
yirkjum fremur af kappi en for-
sjá, en fyrir bragðið hafa hm-
viðirnir senn tekið að bresta, unz
(Viðauki í svigum: Ég veit af
eftdr stóð hrófatildur eitt.
háifkaraðri byggimgu, sem vamt-
ar fé til lokaátaksins, Hallgríms-
kirkju á Skólavörðuholti. Að ári
verða liðin 300 ár frá dauða HaH-
gríms Péturssonar, og hefur
lenigi verið að þvi stefnt að þá
yrði kirkjan risin. Nú er aðeins
rúmt ár til stefnu, svo að víst
þyrfti verulegur skriður að koma
á kirkjusmíðina sem allra fyrst
Og er þá ckki að vita, hve langt
verður náð. Hvernig væri að
Seðlabankimn lánaði slöttumg af
byggimgarfé sínu til þeirrá þarfa?
Yrði anmar mdnmisvarði mætarl
heldur en Hallgrímskirkja á því
stóra ári 1974?).
Baldur Pálmason.
SMA
KNA
,
C'ATtRlMLLAR, CAT og E oru vörumcrki C'atcrpillar Tractor C'o.
CATERPILLAR aflvélar eru fyrir-
ferðarlitlar og léttar, en lítil og létt
aflvél þýðir í rauninni þrennt:
ÓDÝRA OG AUÐVELDA NIÐUR-
SETNINGU.
MUN BETRI AÐSTÖÐU TIL UM-
HIRÐU OG GÆZLU.
AUKIÐ DÝRMÆTT LESTARRÝMI.
Þetta eru þrír af kostum CATER-
PILLAR aflvélanna, en þeir eru að
sjálfsögðu, miklu fleiri. Það er hlut-
verk söludeildar okkar að veita
allar hugsanlegar upplýsingar, svo
frekari upptalning hér er óþörf.
Spyrjið okkur út úr.
HEKLA hf.
Sölumenn okkar eru í síma 21240 og til
viStais augliti til auglitis að
Laugavegi 170-172.