Morgunblaðið - 05.08.1973, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ — SUNNUDAGUR 5. ÁGÚST 1973
MORGUNBLAÐIÐ — SUNNUDAGUR 5. ÁGÚST 1973
17
Útgefandl
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúl
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóri og afgreiðsla
Auglýsingar
Askriftargjald 300,00 kr.
hf. Arvakur, Reykjavtk.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Arni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sfmi 10-100.
Aðalstræti 6, sfmi 22-4-80.
á mánuði innanlands.
I lausasðlu 18,00 kr. alntakið.
¥ Tm langt skeið hafa farið
fram umræður um sam-
einingu íslenzku flugfélag-
anna. Þser hafa þó ekki borið
árangur fyrr en nú á síðustu
mánuðum. Samkeppnin við
erlend flugfélög á flugleiðum
íslenzku félaganna hefur far-
ið mjög harðnandi á undan-
förnum árum, og hefur það
leitt til þess, að menn hafa
loks sannfærzt um nauðsyn
þess, að íslenzku félögin
hefðu nána samvinnu og
jafnvel að þau sameinuðust
að fullu og öllu.
Samkeppnin milli íslenzku
félaganna hefur stundum
verið fráleit, ekki sízt á flug-
leiðum til Norðurlanda, þar
sem bæði félögin hafa stund-
um flogið á sama tíma með
sárafáa farþega og nægjan-
legt hefði verið að senda eina
vél í stað tveggja. Gera for-
ráðamenn flugfélaganna ráð
fyrir, að hundruð milljóna
sparist vegna sameiningar
félaganna, bæði vegna betri
nýtingar, en eins vegna
sparnaðar við rekstur flug-
afgreiðslna, eldhúsa og ann-
arrar þjónustu.
Eins og kunnugt er varð
allmikill taprekstur á starf-
semi Loftleiða sl. ár, og hefur
það vafalaust þrýst á um
sameiningu félaganna, því að
umsvif Loftleiða hafa löng-
um verið mun meiri en Flug-
félagsins og því skiljanlegt,
að eigendur Loftleiða væru
framan af tregari til sam-
vinnunnar en þeir, sem Flug-
félaginu ráða. Hins vegar er
ljóst, að starfræksla Loftleiða
hefur verið áhættusamari en
Flugfélagsins, sem hefur haft
öruggari fótfestu. En hvað
sem þessu líður, hljóta allir
að fagna því, að samstaða
hefur nú náðst um að treysta
íslenzkan flugrekstur með
þeirri samvinnu og hugsan-
lega algjörri sameiningu sem
unnið er að.
Forvígismenn á sviði ís-
lenzkra flugmála síðustu ára-
tugi mega vissulega vel við
una þann árangur, sem náðst
hefur, ekki sízt forstjórar
flugfélaganna, þeir Alfreð
Elíasson og Örn Johnson, sem
að vísu hafa löngum verið
keppinautar, en sitja nú sam-
an við að skipuleggja fram-
búðarfyrirkomulag íslenzkra
flugmála. Engir hafa meiri
reynslu í þessum efnum en
þeir, og engum er betur
treystandi til að leggja
grundvöll að öflugri starf-
semi íslendinga á sviði loft-
flutninga.
Þótt flugstarfsemi ' hér á
landi hæfist eðlilega til að
þjóna innanlandsmarkaði og
þörfum íslendinga sjálfra,
dró brátt að því, að forvígis-
menn í flugmálum vildu færa
út kvíarnar, og starfsemi
Loftleiða hefur sem kunnugt
er fyrst og fremst beinzt að
því að komast inn á alþjóð-
legan flugmarkað með flutn-
ingum á milli meginlandanna
vestan hafs og austan. Þótt
rekstur félagsins hafi gengið
erfiðlega undanfarin ár, er
síður en svo ástæða til
nokkurrar svartsýni. Loft-
leiðir hafa náð þeirri fót-
festu á Atlantshafsleiðinni,
að engin ástæða er til að
ætla annað en að starfsemin
þar geti stóraukizt og orðið
íslenzkum atvinnumálum enn
meiri lyftistöng í framtíðinni
en hingað til.
Flugfélag íslands hefur nú
styrkt aðstöðu sína, þannig
að hagur þess er betri en
nokkru sinni áður. Má því
óhikað halda því fram, að
bæði félögin hefðu getað
starfað á sama grundvelli og
hingað til. Þau hefðu að
sjálfsögðu búið við mismun-
andi hag einstök ár, en áreið-
anlega bæði aukizt og dafnað.
Sumir voru því þeirrar
skoðunar, að nægilegt væri
að félögin tækju upp laus-
lega samvinnu, sem fyrst og
fremst beindist að því að
nýting yrði betri og sam-
keppni ekki með þeim hætti,
að bæði félögin flygju sömu
daga á sömu flugleiðum.
Þeir, sem bezt þekkja til
mála, töldu hins vegar, að
mun meiri styrkur væri að
nánari samvinnu eða sam-
runa félaganna, þá væri unnt
að gera enn eitt stórátak til
eflingar íslenzkrar flugstarf-
semi.
Nú er unnið að því að
skoða aðstöðuna alla. For-
ystumenn beggja félaganna
skýra sjónarmið sín og gefa
upplýsingar. Hér er stigið
fyrsta skrefið til að undir-
búa stórframkvæmdir við
uppbyggingu flugflotans og
allt skipulag flugmálanna.
Og á því leikur enginn vafi,
að þetta starf mun bera ríku-
legan ávöxt í náinni framtíð
I og f jarlægari.
SAMEINING
FLUGFÉLAGANNA
Heima og heiman
- Á áttunda degi
í ríkisstjórnum beggja, Nixons og
Edens, tóku leynisamtök manna í
lykilstöðum að sér að vinna þýðingar
mikil verk í blóra við hefðbundna
starfsemi ríkisins. Þegar málið var
kornið í sjálfheldu börðust þessir
menn með oddi og egg gegn rauin-
veruleikanum. Vera má, að það verði
viðsikiptaheimurinn, sem knýr fram
breytingat, — alveg eins og i Súez-
deilunni.
Þriðja gengislækkim dollarans á
hálfu öðru ári á sér nú stað. Að
vísu fljóta nú flestir gjaldmiðlar,
svo gengislækkun er ekki jafn mi'kið
sálrænt áfall nú og áður. Engu að
síður er mikill óstöðugleiki rikjandi
í viðskiptaheiminum og ekkert bend-
ir til batnandi ástands.
taki þvl með þegjandi þögninni, ef
forsetinn ætlar að beita valdi án
lagalegrar eða stjórnarskráirlegrar
heimiildar. Þá skiptir ekki máli, hvort
um er að ræða loftárásir á erlend
ríki eða stofnun ólöiglegrar öryggis-
þjónustu heima fyrir.
En jafnvel þótt Laird geri sitt
bezta, er þess vart að vænta, að hann
geti leyst vandamálið í einu vetfangi.
v
JíeltrJlorkSintejS
EFTIR ANTHONY XÆWIS.
Er Bretar og Frakkar hófu árás
sina á Suezskurðinn haustið 1956,
voru þeir gagnrýndir harðlega af
Bandarikjamönnum. Eisenhower for-
seti og Dulles utanríkisráðherra
reyndu að fá Breta til þess að hætta
hemaðaríhlutuninni, en Anthony Ed-
en, foTsætisráðherra sagði, að Bret-
ar tækju ekkii við skipunum frá
Washington. Gremja Bandarikja-
manna og almenningsálitið í heimin-
um bitnaði fyrst á sterlingspundinu,
gengi þess gerðist óstöðugt. Bretar
sóttu þá um lán hjá alþjóðagjald-
eyrirsjóðnum en fengu neitun.
Að morgni áttunda dags iinnirásar-
innar hélt brezka stjórnin fund i
neðri deild þingsins. Harold Mac-
Millan fjármálaráðherra, sem mjög
hafði hvatt til innrásarinnar.tiilkynnti
að ef hernaðaraðgerðum yrði ekki
hætt myndi pundið falla. Nasstu nótt
var brezka herliðinu skipað að hætta
aðgerðum. Eden sagði fljótlega af
sér embætti vegna heilsuleysis og
MacMillan tók við.
Ráðamenn í Washington geta ef tiíl
vill lært nokkuð af þessum atburðum.
Staðreyndirnar eru að visu ekki hin-
ar sömu í Watergatemálinu, né held
ur valdatengsliin, en óneitanlega er
„Súezlykt“ af öllu saman.
Þýzku og írönsku f jármálainenniirn-
ir, sem eru nú í óða önn að losa
sig við drtllarabirgðir sinar, eru ekki
róttækir menn, sem viija Richard
Nixon burt úr forsetaembætti. Jaifn-
vel Hugh Scott ölduingadeildarþing-
maður myndi ekki leyfa sér að beira
þeim sliíkt á brýn. Þeir eru raun-
sæismenn, sem standa í hæfilegri
fjarlægð frá Washington. Þeir sjá,
að Watergatemálið hefur lamað ríkis-
stjórn Bandaríkjanna og þeir skilja,
að Nixon mun eiga erfitt með að fá
hjóiin til að snúast aftur.
En Nixon vill reyna að bæta úr
ástandinu. Það kom greinilega fram
þegar Melvin Laird var skipaður í
embætti ráðgjafa forsetans 1 innan-
ríkismálum fyrir skemmstu.
Laird var aindsnúinn ioftáráisunu.m á
Vietnam um síðust-u jól og því bjuigg-
ust fáiir vtið þvi, að hanin ætti iinniain-
gengt hjá Nixon lenigur. Hið þýðing-
armes'tá er þó, að hanin er gamail
þingmaður, eins og hann lagöi áherzlu
á, er hann hélit sinn fyrsta blaða-
mannafund eftiir emibættistökuna.
Höfuðvandinn er fólginn í hiniu ilJa
lyktandi andrúmslofti sem umlykur
blessaðan forsetann. Hugarástand
Laird kom skýrt i ljós, þegar hann
var að því spurður, hvort hann hefði
kynnt sér hver væri hlutur Nixons
í Watergatehneykslinu áður en hann
tók við embætti. Áður fyrr hefði ráð
herra vafalaust látið slíkri spumiingu
ósvarað. Laird svaraði: „Ég hefi ver-
ið fullvi'ssaður um, að hann er ekkert
við máldð riðinn og þvi trúi ég“.
Hanin bætti þvi við, að hanm teldi
þó, að öldungadeildin, blaðamenn og
rannsóknairmenn hins opinbera ættu
að halda áfram rannsóknum sinum
og láta einskis ófreistað að leiða
allan sannleika í ljós.
Enn sem komið er sjáum við ekki
fyrir endann á hinum margslungnu
rannsóknum. Næstu mánuði munu
rannsóknarnefndir öldungadeildar-
innar og blaðamenn fletta ofan af
einstökum smáatriðum óhugnanlegra
heimiilisnjösna, hindrunum á fram-
gangi réttlætisims og voðaverkum,
sem enginm hefur enn látið sér til
hugar koma.
Og hinn séi'staki rannsóknardóm-
ari Archilbald Cox mun einnig halda
áfram störfum. Cox mistókzt að vísu
að fá rannsókn öldungadeildarnefnd-
arinnar frestáð vegna þess, hve mjög
hún gæti tafið fyrir því að sann-
leikurinn í málinu kæmi fram, en
hamn hefur sýnt að hamn
hefur járnvilja til að bera.
Hann mu-n ekki láta hindranir frá
Hvíta húsinu standa i vegi fyrir sér
og ef litið er til beinna sannana get-
ur hans rannsókn orð.ð lang þýð-
ingarmest.
Dagblaðið The Times i London mót
mælti þvi í forvstugrein, að allar
þessar rannsóknir færu fram á sama
tíma oig mec svo miklum látum. Times
gleymir því, að þetta er hluti hins
bandarfska kerfis. Brezkur forsætis
ráðherra, sem hefði viðurkennt þær
misgjörðiir, sem Richard Nixon hefur
viðurkenntað hafa framikvæmit í nafni
„þjóðaröryggis“, hefði neyðzt til
að segja af sér embætti fyrir löngu.
Skuggi pvissunnar mun enn leika
um þetta mál i nokkra mánuði og
skaða álit Bandaríkjanna í augum
heimsins. En fyrr eða siðar hlýtur
þó Richard Nixon að verða að taka
afstöðu til sama vandamáis og Antho-
ny Eden árið 1956. Þá mun einhver
sannur vinur og ihaldsmaður fara
til hans og segja honum, að vegna
föðurlandsins geri hann bezt með því
að segja af sér.
Reykjavíkurbréf
Laugardagur 4. ágúst
Páll Skúlason
látinn
Allir fulltiða Islendingar
þekktu Pál Skúlason, sem nú
er nýlátinn, og flestir kannast
við hnyttiyrði, sem eftir honum
eru höfð. Páll Skúlason tók sér
fyrir hendur árið 1926 útgáfu
og ritstjórn Spegilsins ásamt
fleiirum, og var ritstjóri blaðs-
ins í hálfan fjórða áratug.
Spegillinn var gamanblað og
menn kynnu þvi að halda, að
það hafi aðeins verið áhrifalaus
skemmtiílesning. En öllu gamni
fylgir nokkur alvara, og vissu-
lega var mikii alvara á bak við
sitthvað það, sem Páll Skúla-
son skrifaði í blaðið.
íslenzk stjómmál voru líka á
fyrstu áratugum Spegilsins mjög
ilivíg. En háð Spegilsins olli þvi
oft á tíðum, að menn sáu bros-
legar hliðar hinna „alvöru-
þrungnu" árása, sem einn gerði
á annan., Blaðið létti lund les-
andans og hefur áreiðanlega oft
haft mikil áhrif á þá, sem í eld-
llnurmi stóðu. Þetta sjá menn
emn í dag, ef þeir fletta gömlum
áirgöngum Spegilsins. Kímni
Páls Skúlasonar hefur þvd verið
áhrifarlkari en margur kann að
ætla við fyrstu sýn.
Verzlunar-
mannahelgin
Þegar líður að verzlunar-
mannahelgi ár hvert er spurt:
Verða slys í umferðinni, verða
leiðindi á samkomustöðum,
hvemig verður nú verzlunar-
mannahelgin ?
Eitt er víst, umferð verður
gífurleg um þessa helgi, og enn
í ár verður hún vafalaust meiri
en siðasta ár. En menn biðja
og vona, að ekki verði stóráföli.
Á því leikur engintn vafi, að
umferðarmenning hefur mjög
batnað síðustu árin. Átak það,
sem lögregla og umferðaryfir-
völd hafa gert, hefur borið mik-
imn árangur, ekki sízt umferðar
þættir, þar sem gaman og al-
vara blandast saman, þegajr ver-
ið er að kenna fólki leikreglum-
ar úti á þjóðvegunum. Vegfar-
endur eru nú miklu kurteisari
en áður var. Menn taka aukið
tillit til annarra, og sérstaklega
er áberandi, að nú er fátítt, það
sem algengt var áður, að bif-
reiðastjórar þráuðust við að
hleypa öðrum fram úr. Einkan-
lega eru bifreiðastjórar á flutn-
ingabílum tillitssamir í þessu
efni, svo til undahtekningar-
laust.
Og notkun bílbeltanna hefur
raikið aukizt — og þar með ör-
yggið. En þeim sem ekki gefa
sér tóm til að setja beltin á sig
og telja sig ekki þurfa að gera
öryggisráðstafanir, skal í vin-
semd bent á, að beltin eru ekki
íþyngjandi, heldur þvert á mótá
til þess fallin að hvíla ökumann
og farþega. Menn sitja rólegri í
sætum sinum, er beltanna nýtur
við og þreytaist því miklu síð-
ur í löngum ökuferðum.
Vonandi verður komizt hjá
slysum um helgina, en hitt er
Mfea mikilvægt, að fólk gæti
sóma síns, þar sem mikill fjöldi
safnast saman. Þetta er helgi
upplyftingar og hressingar, en
ekki skrílsláta. Vonandi hafa all
ir þeir, sem nú leita út í náttúr-
una það hugfast.
Afrek orku-
málaráðherrans
Skömmu eftir að Magnús
Kjartansson varð ráðherra, eða
13. ágúst 1971, birti Þjóðviljinn
við hann viðtal, þar sem m.a.
segir:
„Iðnaðarráðherra sagðii það
liggja fyrir, að í þessum mán-
uði yrði að taka ákvörðun um,
hvort ráðizt verður í nýja virkj-
un og þá i Tungnaá. Fyrirsjá-
anlegt er, að virkjun í Tungnaá
verður að taka til starfa eigi síð-
ar en árið 1975, þvl þá nægir ork
an frá Búrfellsvirkjun ekki leng
ur. Nú þegar yrði að taka ákvörð
un, svo að hægt verði að útbúa
nauðsynleg gögn og bjóða megi
hluta verksins út í tírna. Fram-
kvæmdir yrðu að hefjast eigi
síðar en næsta vor.“
Og síðar í viðtalinu segir:
„En ef ekki yrði tekin ákvörð-
un í þessum mánuði, þá yrði að
skjóta inn smærri virkjun til að
mæta orkuþörf landsmanna."
Þetta var sem sagt fyrir rétt-
um tveim árum. Þá var nauð-
synlegt að taka ákvörðun „í þess
um mánuði“ og „næsta vor“ átti
síðan að hefja framkvæmdimar,
þ.e.a.s. vorið 1972. Síðan þessi
orð voru sögð eru liðin litil 2 éur
og ekkert bólar á framkvæmd-
um enn. Sumarið 1973 er að
líða til enda, án þess að fram-
kvæmdir hefjist, og öllum er
ljóst, hvernig aðstaða verður til
útivinnu að vetrarlagi uppi i
öræfum. Má þvl í rauninni segja
að sleifarlag ráðherrans sé með
þeim hætti, að tveggja ára drátt
ur sé orðinn á virkjun við Sig-
öldu, þannig að hætta er ekki
einungis á orkuskorti árið 1975,
eins og ráðherrann vikur að,
heldur líka næsta ár á eftár, þvi
að ósýnt er, að virkjun verði þá
lokið. Ekkert orð hefur heldur
um það heyrzt að smávirkjun
eigi að „skjóta inn“. AUt ber
því að sama brunni við undir-
búning virkjunarframkvæmd-
anna: Sleifarlagið hefur ein-
kennt vinnubrögðin frá upphafi,
með þeim afleiðingum, að mik-
ill orkuskortur er fyrirsjáanleg-
ur.
En orkumáiaráðherrann var
fljótari til við aðra framkvæmd.
Hann lét leggja línu millí Eyja-
fjarðar og Skagafjarðar í blóra
við viija Norðlendinga og þvert
gegn viilja sjálfs forsætisráðherr
ans, sem ekki hafði þó mann-
dóm í sér til að stöðva þessa
framkvæmd. Enginn veit í dag
til hvers nota á þessa linu. Þeg-
ar hún var ákveðin, var taliið,
að orku ætti að flytja frá Lax-
ársvæðinu til Norðurlands
vestra. En sá galli er á gjöf
Njarðar, að sú orka er alls ekfei
fyrir hendi, nema þá hugsanlega
dísilorka, en hana má allt eins
framleiða i disilstöðvum á Norð
urlandi vestra, og raunar mætiti
flytja einhverja dísilorku þaðan
austur, eftir línunni hans Magn
úsar, ef mönnum þætti það gam-
an!
Svo kann að fara einhvern
tímann í framtíðinni, að lina
þessi nýtist til að flytja raforku
í aðra hvora áttina, þótt enginn
viti í dag í hvora áttina það verð
ur. Aðeins eitt er ljóst, en það er
ifika fuMjóst, raforkuráðherr-
ann er gjörsamlega áttavilltur í
raforkumálunum.
Hvað verður
um tekjurnar?
Tekjur þjóðarheildarinnar eru
um þessar mundir miklum mun
meiri en þær nokkru sinni áð-
ur hafa verið. Byggist það bæði
á því, að jafnt oig þétt hefur síð-
asta áratuginn verið unnið að
Brottförin úr bænum.
Ljósm. Kr. Ben.
því að byggja upp islenzkt at-
vinnulíf, en einkum þó á ein-
stæðu góðæri og gifurlega háu
verði útflutningsafurða, sem í
mörgum tilfellum hefur þrefald-
azt í verði á fáum árum og í
sumum tilfellum jafnvel fimm-
eða sexíaldazt. Þegar litið er á
þessa geysiihagstæðu útflutnings-
verzlun, gætu menn ætlað, að
aukning hagvaxtar þjóðarinnar
væri meiri nú en nokkru sinni
áður, en þvi fer víös fjarri. Sam
kvæmt skýrslu Efnahags- og
framfarastofnunar Evrópu, varð
hagvöxturinn aðeins 6% árið
1972 en var 9Vz% 1971. Þar með
er þó ekki öll s&gan sögð. Búizt
er við þvi, að hagvöxturinn
minnki enn og fari jafnvel nið-
ur í 3% á þessu mesta veltiári
í sögu þjóðarinnar. En samhliða
er gert ráð fyrir, að verðbólg-
an muná aukast jafnt og þétt.
Þetita eru meginstaðreyndirn-
ar varðandi þróun islenzks efna-
hagsfiiifs, síðan verðbölgustefna
vinstri stjómarinnair tók að
segja til sín að marki. Þrátt fyr-
ir hina geysihagstæðu útflutn-
inigsverzlun og góðæri til lands
og sjávar m'nnkar hagvöxtur-
inn jafnt og þétt vegna stjóm-
arstefnunnar.
Vist er það rétt, að fram-
kvæmdir eru miklar um land
allt. Byggist það bæði á þvi, að
allír vi'lja koma verðmætum sin
um í fasta fjármuni, því að eng-
inn treystir á gildi peninganna,
e.n jafnframt auðvitað á hinum
geysimikiu tekjum, sem skapast
vegna verðmætari útflutnings
en áður hefur þekkzt.
Málsvarar stj órnarf lokkanna
haida því fram, að kjör manna
hafi mjög batnað að undanfömu.
Um réttmæti þeirna sjónarmiða
eru þó skiptar skoðanir. Krón-
umar, sem menn fá fyriir vinnu-
framlag sitt, eru vissulega fleiri
en áður, en verðlag hefur Mka
hækkað geigvænlega. En þegar
verðlag útflutningsvara þjóðar-
innar þrefaldast. eða jafnvel
ftmm- tii sexfaldast í verði, er
von að menn spyrji, hvað verð-
ur af þessari „kjarabót" þjóðar-
heildarinnar? Ekki fær hver
emstakur i sinn hlut það, sem
honum ætti að bera af svo mifel-
um verðmætaauka. Og ekki hafa
hiinir ýmsu sjóðir, sem þjóðin
hefur yfirráð yfir, gildnað svo,
að þar sé skýringuna að finna.
Þvert á móti eru þeir yfirleiitt
allfir galtómir og vantar milij-
arða á milljarða ofan til að full-
nægja þeim skyldum, sem þeim
eru á herðar lagðar.
Engu er líkara en að fjár-
málakerfið allt sé eins og sáld.
Þangað streyma peningar í stríð-
um straumum, en einhvern veg-
inn glutrast þeir niður, án þesis
að nokkur leið sé að halda þvi
fram, að kjarabætur svari til
hiinna auknu tekna, sem þjóðin
í heild fær af útflutningsfram-
leiðslunni.
En sjá menn ekki framkvæmd
irnar al'ls staðar, spyr kannski
einhver. Jú, rétt er það, en stað
reynd er samt, samkvæmt op-
inberum skýrslum, að hagvöxt-
urinn minnkar — og það mikið,
svo að jafnvel er spáð að nálg-
ist stöðnun. Þar er því heldur
ekki skýringuna að finna.
Una glaðir við sitt
En stjórnarherramir eru hin-
ir bröttustu og finnst allt í stak
asta lagi. Þeir fá í hendumar
gífuriegar fjárhæðir og eyða
þeim stöðugt samdægurs. En
flýtur á meðan ekki sekkur.
Hraði verðbólguhjólsins eykst
nú jafnt og þétt, og ekki er vit-
að til að neinar ráðstafanir hafi
verið gerðar til að reyna að
hamla gegn verðbólguþróuninni,
sem tekur nýtt stökk nú i haust
að öllu óbreyttu. Þá er þess og
að gaata, að nú standa fyrir dyr-
um nýir samningar milli laun-
heva o.g vmnuveitenda, og ef
að Mkum lætur, verða kaupkröf-
ur miklar.
En stjómarherrarnir una sem
saigt glaðir við sitt. Þe'ir sitja i
stólunum sinum og finnst enn
sem fyrr talsvert till upphefðar-
innar koma. Þeir gleðjast að
vonum yfiar góðærinu og þeir
gleðjast yfir hækkandi útflutn-
ingstekjum. Þetta eru góðir
bandamenn, þegar engin sam-
staða er um að stjóma heldur
þegjandii samkomulag um að
láta reka á reiðanum.
En enn er þó ótalinn bezti
bandamaður vinstri stjórnarinn-
ar, þ é.a.s. brezka ríkiisstjómtoi.
Þegar hún ákvað að senda her-
skipaflota til að verja veiðiþjófa
sina, þótti mörgum sem ekki
væri rétti timinn til að stofna
til stjómarkreppu. Vinistristjóim
in var þá komin að fótum fram,
eins og allir vita, en hjamaði
talsvert við, þegar Bretar réð-
ust á okkur, af framangreindum
ástæðum.
Atvinnu-
uppbyggingin
Áðan var á það minnzt, að á
undanigengnum árum hefði ver-
ið ötullega unnáð að uppbygg-
ingu íslenzks atvinnulífs. Sú
ánægjulega þróun hefur gerzt
hér, eins og víða erlendis, að
fieiri og fleird taka þátt í at-
vinnurekstri sem eigendur að
hlutabréfum. 1 viðtali, sem ný-
lega birtiist við verkalýð.smála-
ráðherra Bandaríkjanna, er um
það fjaUað, hvers vegna færri
verkföll séu nú í Bandaríkjun-
um en áður var. Ráðherrann
kemst að þeiirri niðurstöðu, að
ein af ástæðunum sé sú, að
launamenn eigi nú í rikum mæli
hlutdeild í atvinnufyrirtækjun-
urn. Þeir hafi keypt hiutabréf
og hafi áhuga á því að njóta
arðs af þeixn og viilji, að fyrir-
tækin gangi vel bæði innanlands
og etois í samkeppni við atvinnu-
Mfið í öðrum löndum. Hann bend
ir raunar lika á, að verkalýðs-
félögin sem slík séu sterk orðin
fjárhagslega og ávaxti fé sitt
að verulegu leyti i atvinnulif-
inu. Þau hafi Mka hug á því, að
sæmilega traustur grunnur sé
undir bandarisku atvinnullifi.
Þegar fyrst var tekið til við
að boða hér á landi þessa stefnu,
sem nefnd hefur verið auðstjóm
almennings eða fjárstjórn fjöld-
ans, ætluðu kommúnistar gjör-
samlega að ærast Ekkert töldu
þeir fáránlegra en að fólkið í
landinu, fjöldinn allur, ætti at-
vinnutækin.
Að vísu má segja, að þróun-
in í þessa átt hafi ekki orðið
nægilega ör hér á landi. En hitt
er þó staðreynd, að um aUt land
hafa risið upp hlutafélög, þar
sem fólkið hefur bundizt sam-
tökum um að hleypa af stokk-
unum atvinnufyrirtækjum og
lagt fram fé tiil þess, hver eftlr
simni getu. Árangur hefur þeg-
ar orðið miki'U af þessu fram-
taki, en betur má ef duga skai.
Og þvi ber að fylgja þessu máll
fram með fullri festu.
Eims og menn minnast, hafðl
venið tekið inn í skattalög
ákvæði um það, að þeir sem fé
verja til styrktar atvinnulífdnu
með hlutabréfakaupum, fengju
nokkum arð af fé sinu skatt-
frjálsan til að vega að nokkru
upp á móti skattfrelsi sparifjáir.
Nam þe&si upphæð 30.000 fer. fyr-
ir einstakling en 60.000 kr. fyrir
hjón. Akvæði þetta kom aldrei
til framkvæmda, vegna þess að
\rinstri stjórnin taldi það eitt af
brýnustu verkefnum sinum að
afnema þetta ákvæði, sem þó
hefði orkað mjög á það, að menn
verðu fé til atvinnuuppbyggmg-
ar, og án efa hefði rnikið af
þeim fjármunum, sem nú fer 1
eyðslu, runnið þannig beint tfl
atvinnuveganna, ef það óhappa-
skref hefði ekki verið stigið að
aínema þetta ákvæði.
Auðvitað réðu kommúnistar
ferðinni í þessu efni eins og á
svo mörgum sviðum öðrum. En
þegair áhrifum þe'rra er lokið,
er nauðsynlegt að setja á ný
eittihvert ákvæði í skattalög, sem
örvar menn til almenningsþátt-
töku í atvinnurekstri.