Morgunblaðið - 05.08.1973, Síða 20

Morgunblaðið - 05.08.1973, Síða 20
20 MOR'GUiN'BL.AÐJÐ — SUNNUDAGUR 5. ÁGÚST 1S73 ÉljglÍ Ivan Kapitonov. Fedor Itulakov. Alexander Shelepin. Konstantin Katushev. Dimitri Polyansky. Kirii Mazurov. Hver tekur við af Brezhnev? ÞÓTT Leonid Brezhnev hafi treyst sig í sessi með þeim bk'eytingum, sem hann gerði á; æðstu stjórn sov- ézka kommúnistaflokksins skömmu áður en hann fór til Bandaríkjanna til fund- ar við Nixon forseta, líður ekki á löngu þar til Brez- nev og valdamenn af hans kynslóð verða að víkja fyrir yngri mönnum. Auk þess er Rrezhnev ekki við góða heilsu og sama máli gegnir með aðra valdamenn, þar á meðal Alexei Kosygin íor seetisráðherra og aðalhug- myndafræðing flokksins, Mikh- ail Suslov. Þess vegna eru þegar hafn- ar bollaleggingar um hugsan- legar breytingar, sem geti orð- dð i sovézka stjórnmáiaráðiinu á næstu tveimur eða þremur ár um. Kunnur bandariskur sér- fræðingur um austur-evrópsk máiefni, prófessor Zbigniew Brzezinski, byggir sínar bolia- leggingar á athyglisverðum reglum sem harui setur fram í e New Leader samkvæmt þekkingu sinni á valdabaráttu sovézkra kommúniista; O Næsti leiðtogi Sovétrikj- anna verður úr hæstu stigum æðstu forystunnar, það er úr stjórnmáiaráðinu og fram- kvæmdasftj órn inni. O Hann verður sennilega um 10 til 12 árum yngri en íyrirrennarinn. O Sennilegra er að hann verði Stór-Rússi eða af öðru slavnesku þjóðemi og rússn- eskur i hugsun, en af einhverju þjóðerni öðru. O Hann mun hafa að baki reynslu i víðtækri stefnumót- tKn og flokksstjórn. Verður gæddur hæfni og færni á þes<s- um sviðum. O Sé gert ráð fyrir því að áfram verði fylgt sömu stefnu mun hann njóta stuðnings frá- farandi leiðtoga. Sé gert ráð fyrir því að stefna i t nihverju meiriháttar máli bíði skipbrot hefur hann óbeint og varfærn- •islega reynt að taka sjálfstæða afstöðu. ÚTILOKUNARADFERÐ Með þessum reglum þreng- dr Brzezinski hóp þeirra valda- manna sem koma til greina. Þannig er strax hægt að úti- ioka vegna aldurs þá Nikolai Podigomy (faxldur 1903), Mik- ha.il Susiov (1902), Andrei Kir- Menko (1906), Dinmukhamed Kunayev (1912), Dmitri Ust- ánov (1908), Boris Ponomarev (1905), Mikhail Solomentsev (1913) og Arvids Pelshe (1899). Þeir valdamenn sem þá koma tM greina vegna aldurs eru: Dmitri Polyansky (1917), Alex- ander Shelepin, Viadimir Scher- bitsky, Petr Masherov (allir fæddir 1918), Sharaf Rashidov (1917), Vladimir Doigikh (1924), Konstantin Katushev (1927) og Gkigory Romanov (1923). Sá síðastnefndd er ný- skipaður. Nokkrir menn eru á milli þessara tveggja kynslóða og gíetu því komið t-fl greina: Iv- aji Kapitonov (1915), Kirill Maz urov, Viktor G j vhin og Yuri Andropov (aUir fædd'r 1914). Af yngri kynslóðinni eru Shel epin, Kulakov, Demichev, Dolg- áííh og Katushev Stór-Rússar. Polyanski er Úkraínumaður en rússneskur í hugsunarhætti. Masherov er frá Hvíta-Rúss- landi og Rashidov er Úzbeki. Af miHikynslóðinni er Mazurov Hvít-Rússi, en Grishin, Androp- ov og Kapitonov eru Stór- Rússar. Brzezinski teiur að sam- kvæmt reglunum um aldur og þjóðerni einum saman komi helzt til greina þeir Kulakov, Demichev, Doigikh, Katushev og ShelepÍT), sem margir hafa útilokað. Hann telur Katushev og Dolgikh of unga nema þeir njóti stuðnings Brezhnevs. FIMM EFTIR Þar með hefur hringurinn verið þrengdur þanni'g að eftir eru fimm, (þótt enn komi aðr- ir til greina). Aðeins einn þeirra, Kulakov, er fullgi'ldur ful'ttrúi í stjórn- málaráðinu og flokksritari. Hann fer með stjórn landbúnaðar- mála, sem hafa verið í lama- sessi, og framtið hans mun að verulegu leyti mótast af frammi stöðu hans í ljósi þessara erfið- leika og eins af því hvort hon- um tekst að sýna hæfni á öðr- um sviðum, segir'Brzezvnski. Kulakov var mjög áberandi á fundum Nixons og Brezhnevs í Moskvu í fyrra og naut þess heiðurs að standa við h)ið flokksforingjans á myndum, sem voru teknar af honum og Bandaríkjaforseta. Shelepin, fyrrverandi yfir- maður leynilögreglunnar, kem- ur enn til greiina, þótt hann hafi lengi verið í skugganum. Hann er nú yfirm-aður verka- lýðshreyfingarinnar og hefur víðtæka reynslu af flokksstörf- um (var meðal annars yfirmað- ur Komsomol, æskulýðshreyf- jngarinnar). Hins vegar hefur hann lítil itök í framkvæmda- ráðinu og Brezhnev virðiist hafa dregið úr áhrifum hans. Demichev er aukafulltrúi í stjórnmálaráðinu o>g flokksrit- ari. Hann hefur starfað mikið i ríktestjórninni og er talimn hugsanlegur eftirmaður Susl- ovs á hugmyndasviðinu. Dolgikh og Katushev eru báð- ir fiokksritarar og fulltrúar yngri kynslóðarimnar í æðstu forystunni. Aðstaða þeirra batnar þvi lengur seim Brezh- nev verður við völd. Katushev hefur aflað sér töktverðrar þekkingar á utanríklsmálum, einkum á samskiptum við aðra kormmúnistaflokka. FJÓRIR AÐRIR Aðrir sem til greina koma eru Polyanski og þrír af milii- kynslóðinni, Grishin, Andropov og Kapitonov. Polyanski er fuWigildur fuli- trúi í stjórnmálaráðinu en sit- ur ekki í framkvæmdanefnd- inni. Hann hefur lengi verið fyrsti aðstoðarforsætisráðherra, en aðstaða hans byggist íyrst og fremst á reynslu í stjómar- störfum. Skipun hans í emb- ætti landbúmaðarráðherra var neyðarráðstöfun og þar með hefur hann raumveruiega emg- in afskipti lengur af málum stjórnmálaráðsins. Andropov er aðeins aukafufl- trúi í stjórnmálairáðimu og þar sem hann er yfirmaður ieyni- lögreglunnar er hann senni- lega tortryggilegur í augum samstarfsmanna sinna. Grishin er fuHgildur fulltrúi í stjórnmálaráðinu, en ekki flokksritari, og hefur aðallega fengizt við verkalýðsmál og verður sextugur á næsta ári. Kapitonov er ekki I stjóm- máiaráðinu en er sá af riturum flokksins, sem hefur yfirum- sjón með flokksskipulaginu. Han-n hefur greinilega ekki reynslu i stefnumótandi ákvörð unum en hann á að baki langa og dygga þjónustu i Moskvu- flokknum og hlýtur því að geta koimið til greina í hvers konar valdabaráttu sem yrði Jangvar- andi. KULAKOV—KAPITONOV Ef Brezhnév lætur af völd- um átakalaust getur hann haft áhrif á val eftirmannsins. Ef hann ákveður að skipa mann af sinni kynslóð til bráðabirgða kemur Kiriienko helzt til greina. Kirilemko hefur stund- um komið fram sem sfaðgeng- ili Brezhnevs. Ef ungur maður tekur vöid- in virðist Kulakov koma heizt til greina, þar sem hann virð- ist hafa ágæta hæfileika tii að gegna flokksforingjastarfinu og stendur í náinu sambandi við Rrezhnev. Kapitonov gæti orðið heizt-i keppinautur Kulakovs, eimkum ef hann verður bráðlega skip- aður í stjórnmálaráðið. Ef valdaskiptin dragast á langlnn og menn af yngstu kyn slóðinni koma til greina má vera að Brezhnev velji Katush- ev. Honum hafa verið faiin ým- is mikilvæg verkefni og hann hefur fengið sæti í stjámmáia- ráðinu svo að aðstaða hans mun stýrkjast eftlr því sem ár- in liða. Ástandið verður miklu flókn ara ef harkalegar deiiur risa um stefnuna eða Brezhinev verð ur bolað frá völdum með sam- særi. Sheiepin mundi sennilega hagnast mest á sliku ástandi. Hann hefur viðtæka reynsiu, er talinn mjög hæfur og álit- inn vantrúaður á stefnu Brezhn evs í sumum málum. Aldur hans og þjóðerni auka einnig likur hans. MAZUROV—POLYANSKI Brzezinski telur þó að senni- lega verði þróunin þannig, eí ekkert umrót verður vegna stefinuágreinimgs, að Kirilenko taki við til bráðabirgða og síð- an Kulakov eða Kapitonov eða Katushev, ef Brezhnev verður nógu lengi við völd. I stöðu forsætisráðherra virð ast helzt koma til greina þeir Mazurov og Polyanski, helztu aðstoðarmenn Kosygins undan- farin átta ár. Skipun Polyanskis í stöðu landbúnaðarráðherra gerir framtíð hans óvissa vegna ó- vissunnar í sovézkum iandbún- aði og þess vegna veðjar Brzez- inski heldur á Mazurov. Ef Kulakov eða Kapitonov verða aðalritarar og Mazurov eða Polyansky forsætisráðherra fá Rússar mjög frambærilega forystumenn, segir Brzezinski. Hann tekur fram að valdamenn irndr, sem komi við sögu, séu vafalaust hæfir menn og frarni þeirra og hindranirniar, sem þeitr hafi si'grazt á, sýn,i það. Þeir eru einnig betur mennitað- ir en fyrirrennarar þeirra. Hins vegar ér nokkur vantrú á fram sýni þeirra eða hugmyndaauðgi réttlætainleg. Eftirmaður Brezhnevs, hver sem hann verður náði pólitísk- um þroska á dimmum lokadög- um staiínismans og verður í einu og öilu skillgetið afkvæmi rigbundins og strangs skrif- stofukerfis, umhverfis þess og andrúmslofts.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.