Morgunblaðið - 12.08.1973, Síða 13
MORGU'NBLAEHÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1973
73
Siguröur Magnússon:
,Hneykslið við Gullfoss6
1 GÆR birti Morguin.blaðið gnein
írú Bjamveigar Bjarnadóttur,
sem hún nefndi réttilega
„Hneykölið við GulKoss". Frú
Bjarnveig A þakkir skilið fyrir
þessa greiin, sem vonandi hefir
stuggað við fleirum en dkkur
þnem, sem fórum i gær austur
að Guilfossi, þar 3©m við sann-
feerðtMnist um, að allar fulilyrð-
ifligar frú Bjamveigar væru á
rökum reistar. Einihverjir höfðu
raunar opnað sikúrinn, en þar
sem ekíkert vatn var í leiðslum
er auigljóst hvemig umhorfs var
á salernunum. Þar sem spell-
virkjar höfðu gefizt. upp á að
brjótast inn í geymslur höfðu
þeir skotið allmörgum riffilikúl-
um gegnum hurð og loft. Við
ófcum að Geysi og feingum þar
loforð um viðgerð á vatnsleiðsl-
unni. Þegar ég hringdi austur
í imorgun, var búið að Ijúka við
að bæta göt leiðislunnar, sem
trúteigt er að riffilkúlur hinna
sikotglöðu gesta hafi opnað, og
standa nú vonir til að friðsamir
ferðalangar geti igengið örna
sinua í skúrskriflinu, unz ein-
Jwerjum óþoikkum hugkvæmist
á ný að sikjóta þar allt í sundur
eða mölva rnéli smœrra. Sannar
'þetta vitanlega það eift, að á
admannafæri mega hér engin
verðmæti vera óvarin fyrir ill-
virkjum, en þess veigna er það
augljóslega engin lausn á vand-
ajnum við Gull.fóiss að ráða fólk
til þess eins að koma þamgað
stutta stund á degi hverjum til
raestinga. Þar verður að hafa
önjgga vörzlu alla daga.
Það er rétt og skylt vegna
greinar frú Bjamveigar að rifja
upp örfá minnisatriði um
„hn<eyks>iið við Gullfoss". E<n
áður en lengra er haldið verður
að byggja á þeirri forsendu, að
allir sæmilega siðaðir íslending-
or séu á einu máli um, að það
hljóti að vera lágmarkskrafa,
sem við gerum til sjá'lfra okkar,
að þeir, sem viija eiga áninigar-
stað við Gullfoss, geti átt þess
'kost að ganga.öma sinna í ein-
hverju skýli, sem ekki má vera
alltof fjarri fossinum. Ég vona
að þetta þurfi ekki að rökstyðja.
Um allt annað, sem varðar ferða-
mannaþjóustu á þessum stað,
má vitanlega deila. Þar sýnlst
eflaust einum það æskiile'gt eða
skylt, sem öðrum þykir þarf-
leysa. Við stoulum lóta það óút-
rætt að sinni, en beina athygl-
inni að því einu, sem við hljót-v
um öll að vera samimála um, að
-sæmiteg salerni við Gullfoss séu
nauðsynleg oikkur öllum, að ekki
sé nú talað um þá gesti, sem
við bjóðum til þess að njóta með
okkur einnar mestu og dýrleg-
ustu náttúrusmíðar, sem við ei.g-
um. Um þetta verður vonandi
enginn ágreiningur.
Um lamgt árabil var veitinga-
rekstri haldið uppi í skúrum við
Gullfoss. Sittihvað, sem hér er
þarfleysa að rekja, olli því að
F'erðamálaráð átti að því frum-
kvæði að hið opihbera keypti
skúrana og rétt eiganda þeirra
til veitingasölu. Var geingið frá
þessu i fyrra, og þá hafðar uppi
ráðagerðir um að reisa bygg-
ingu, sem vomir stóðu til að
búið yrði að fullgera fyrir sl.
vor, en reiknað var með að til
hennar yrði varið opinberu fé.
Aí ýmsum ástæðum urðu
teiikningar síðbúnar, og þegar
aiuðsætt var, að tit öngþveitis
myndi leiða í sumar ef ekkert
yrði af framkvæmdum, fór
Ferðamálaráð á fund þáverandi
samgöngumálaráðherra og fjár-
málaráðhema, sem heimflluðu
samgönguráðuneytinu að verja
i vor nokkru fé til þess að setja
salerni í gömlu skúrana til þess
að firra aligerum vandræðum.
Var þessu lökið fyrri hluta
sumars, og fólk ráðið til þess
að annast daglega ræstingu
Bilun varð síðar á vatnisleiðslu
sem var lagfærð. Aftur vai
ieiðslan skemmd, og erurn við
þá komin til upphafs þes.sa
þáttar er frú Bjamveiig kiom,
ásamt fjölda erlendra og ís-
lenzkra skemmtiferðaimanna að
skúrnum lokuðum vegna biiun-
ar vatnsleiðslunnar hinn 30.
júlí sl.
Eins og fyrr segir hefir nii
enn verið gert við leiðsiuna, og
hefst á morgun,
Sumarkjólar
Dömudragtir
Dömupils
Dömusíöbuxur
Síðir kjólar
Síödegiskjólar
Ullarkápur
Regnkápur
mánudag.
verö frá kr. 995,-
verö frá kr. 1.995,-
Allt að 75% afsláttur.
verö frá kr.
verö frá kr.
verö frá kr.
verð frá kr.
verð frá kr. 3.995,-
verð frá kr. 1.995,-
795,-
595,-
1.995,-
995,-
endist það trúleiga unz eim-
hverjum óþokkum tekst að
eyðiieggja hana eða hún bilar
af náttúriegum orsöikum. Ef
engar nýjar framikvæmdir verða
hafnar í haust mun trúlega
tekið tii við að lappa upp á þessi
göml-u skúraræksni næsta vor,
og þá förum við austur að sumxi
með þjóðhátíðargestina okkar í
þeirri veiku von að spellvirkj-
arnir verði miskunnsamari en í
fyrra. Og svo kvei'kj um við elda,
byggjum, ritum, blásum í lúðra
til lofs og dýrðar þeirri mikliu
menningarþjóð, sem hér hefir
átt búsefu í 11 a.Idir.
Þetta er það, sem frú Bjarn-
veig nefnir réttilega „hneykslið
við Gulífoss". Það er, ef frómt
sikal frá sagt, þjóðarsmán að það
skuli velta á duttlungum ein-
hverra vanheilla vesalinga, hvort
búið er að ferðamönnum eins og
siðmenntuðu fólki eða sikynlaus-
urn Skepmum .við GuIIfoss. Hér
verðum við að brjóta í blað.
Þegar við i Ferðamálaráði
vorum i lok júlímánaðar í fyrra
orðnir mjög vonglaðir um fram-
kvæmdir L vegum hins opinbera
við Gullfoss gerðust skoðanir
nokkuð skiptar um það hvar
bygg.ja ætti. Ég ritaði þá ráðinu
noklkrar líniur, þar sem ég gerði
grein fyrir tillögum mínum um
að eklki ætti að byggja á gljúfur-
barimiinum framan fossins, og
saigði m. a., að nú „væa um það
skiptar skoðanir hvar sú bygg-
ing ætti að rísa, þar sem margir
teldu, að hún ætti að vera ein-
hvers staðar í náinunda við
svaeðið, þar sem skúraræksnin
eru nú. Mér þykjá' þessar upp-
lý§ingar svo geiigvænlegar, að
ég þori nú ekki annað en að rita
| strax það, sem ég tel alveg bráð-
nauðsynlegt að éiga einhvers
staðar fest á blað, ef til þess
skyldi síðar koma að ég neydd-
ist til að vekja athygli almenn-
ings á Gull'fosemáliniu i heild til
þess að forða fossinum frá því,
að ásýnd hans verði spillt með
bygginigum á miðhjallanum, þar
sem kofarrjir standa nú.
Éraman fossins á ekkert það
að vera, sem rjúfi samræmi
hans og óspilltrar náittúru. Þetta
upprunalega samspiil náttúrunn-
ar er í dag eitt hið eftinsóknar-
verðasta þvi mannkyni, sem
horfir nú örvæntingarfullt tii
þeirra hryggilegu örlaga, sem
biða þess ef náttúruspjöllin,
sem það hefir valdið, verða ekki
stöðvuð. Langt fram eftir öldum
íslandsbyggðar hefir miðhjall-
inn framan fössins a'llur verið
vafinn grasi og öðrum gróðri,
og í þetta upprunalega horf á að
færa yfirborð hans sem allra
fyrst. Þess vegna á að laka hon-
um fyrir allri umferð bifreiða,
fjarlægja þaðan öl'l mannviriki
og fylla allar ójöfnur vegaiagn-
ingar. Þar sem jarðveg kahn að
skorta á að fá hann, og sá svo
yfir grasfræi að lokinni áhurðar-
dreifingu. Þá mun náttúran
verða fljót að græða þau sár,
sem hin skamimsýni maður hefir
af fávizku sinni veitt henni. Þá
mun hinn kyrrláti og prúði pall-
ur njóta sin vel andspænis ægi-
leik vatnsfallsins, og tign foss-
ins drotfcna yfir ósnortinni lægð
slétfcunnar.
Bifreiðastæði er ágætt á efsta
hjallanuim, og þar eiiga þau
majnnvirki að rísa, sem byggja
þarf. Þar sem lægst er niður á
miðpallinn á að byggja göngu-
stíg, sem vel má auðvelda fólki
að fara um með þvi að strengja
við hann kaðla milli stólþa. Þess
konar kaðla þarf einnig að setja
méð 'göngiubraut að sjálfum
fossinum til þess að koma í veg
fyrir slys. Kaðlana má mála eða
fá litaða til þess að þeir falli inn
í umhverfið, án þess að rjúfa
samræimi þess.“
Ég rifja þetta nú uþp i þeirri
von að grein frú Bjarnveigar
verði til þess að vskja aHa sóma-
lcæra íslendinga ti'l vitundar uan,
að „hneýkslið við Gullfoss" er
smán okkar alira — þjóðar-
smán. Við eigum að þvo þessi
ólhreinindi af okkur, alveg eims
og gert var, að fruimkvæði
Ferðamálaráðs, á tjaldstæðinu
við Laugarvatn, sem aWir eru
nú samimála um að sé > orðið
mannsæmandi. Auðvitað þarf
að forða fleiri stöðum hér á
landi frá útbiun en svæðinu við
Guil'lfoss. Vitanlega. En það er
bara einn Gullfoss á Islandi,
einn Gullfoss á allri jarð-
kringlunni. Og þsnnan foss eiig-
um við að varðveita um allar
aldir. Og uimhverfi hans megum
við a'ldrei spi'lla. Við eigum að
ganga siðmenningarlega til sam-
funda við hann, gæta hans fyrir
siðblinduim eyðingaröflum, varð-
veita þann dýrlega arf, sem þeir
eftirlétu okkur, er fyrstir gengu
faigna ídi fram eftir grænu-m
gróðurfeldi gljúfurbarmsins fyr-
ir 11 öldum.
9. ágúst 1973
MARKAÐURINN
AÐALSTRÆTI 9.
PHILIPS
verkstæói
hefur nú verið opnað að Sætúni 8, og þar verður
framvegis veitt alhliða þjónusta fyrir hvers konar
PHILIPS-tæki, sem hefur farið ört fjölgandí hér á iandi
á undanförnum árum. Verkstæðið sér um viðgeróir
viðhald og endurnýjun á eftirfarandi tækjum:
sjonvarpstæki kæliskapar
utvarpstæki þvottavélar
SEGULBANDSTÆKI UPPÞVOTTAVELAR
HLJÖMFLUTNINGSTÆKI RAKVELAR
ÞJOFAVARNAKERFI ÖNNUR PHILIPS HEIMILISTÆKI
Sé tækið frá Philips, hverju nafni sem það annars
nefnist, tekur verkstæðið að Sætúni 8 að sér viðgerð
á því. Þá hefur verkstæðið einnig á boðstólum mikið
úrval af lömpum, transistorum, og alls konar öðru efni
til viðgerða og smiða á hvers konar rafeindatækjum.
Fagmenn, sem hafa sérhæft sig í umsjá og eftirliti
með PHILIPS-tækjum, sjá um alla vinnu og það er
trygging fyrir því, að hún verður eins vel af hendi leyst
og á verður kosið.
Sýnið umhirðu í meðferð góðra tækja.
Komið með þau strax í viðgerð, ef þörf krefur.
philips kann tökin
á tækninni
heimilistæki sf
philips