Morgunblaðið - 28.09.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.09.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBiLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1973 jnwgtutMaMfe Útgefandi hf. Árvakur, Reykiavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Krístinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 22,00 kr. eintakið. c öu akvörðun ríkisstjornar- innar að fresta stjómmála- slitum við Breta í eina viku var sjálfsögð. Eftir að ríkis- stjórnin hafði gefið þá yfir- lýsingu, að stjórnmálasam- skiptum við Breta yrði hætt, ef áframhald yrði á ásigling- um brezku herskipanna, hlutu atburðirnir um síðustu helgi að leiða til þess, að stjórnmálaslitin kæmust al- varlega á dagskrá. Slit stjórn málasamskipta eru þó mjög alvarlegur atburður fyrir báðar þær þjóðir, sem hlut eiga að máli. Bretastjórn ger- ir sér auðvitað grein fyrir því, ekki síður en við íslend- ingar. Nú hafa líka borizt af því fregnir, að forsætisráðherra Breta, Edward Heath, hafi tekið sér fyrir hendur að gera tilraun til að breyta því óviðunandi ástandi, sem milli ríkjanna er, þannig að Bret- ar komist út úr þeirri klípu, sem þeir telja sig vera í. Til lausnar málinu bendir hann á, að brezku skipin tak- marki veiðar meðan reynt sé að finna lausn, en ekki er enn fullljóst, hvað fyrir forsætisráðherra Breta vakir að öðru leyti. En vonandi tekst að koma í veg fyrir slit stjórnmálasamskipta. Frestur sá, sem Bretum hefur nú verið veittur til að draga herskip sín út fyrir 50 mílna mörkin, er líka nægi- lega langur til þess, að þeir geti yfirvegað málin og séð, að engra annarra kosta er völ, ef aftur á að vera von um, að eðlileg samskipti geti tekizt á milli ríkjanna. íslend ingar standa sameinaðir um þá kröfu, að ofbeldisaðgerð- um verði hætt, áður en nokk- ur von sé til þess, að við Breta verði samið um lausn á deilUmálunum. Hins vegar veit það hver sem vill vita, að við íslendingar erum ekki langræknir. Við gefumst aldrei upp fyrir of- beldishótunum, en við erfum ekki misgjörðir við okkur um aldur og ævi. Fáar þjóðir eða engin standa okkur nú nær en Danir, þótt þeir hafi gert á hlut okkar. Og við tók um upp eðlileg samskipti við Breta 1961, eftir að þeir létu af ofbeldisaðgerðum. Brezkir ráðamenn mega líka gjarnan hugleiða, að að- staða þeirra hér á miðunum verður ekkert öðru vísi en hún var í meira en hálft ár, fyrst eftir að fiskveiðitak- mörkin voru færð út, þótt þeir dragi herskip sín nú til baka. Og þeir mættu líka gjarnan hugleiða, hver grund vallarmismunur er á því, þrátt fyrir allt, að fara að með sama hætti og Vestur- Þjóðverjar og að beita vopn- uðu ofbeldi. Ljóst er, að aðgerðir At- lantshafsbandalagsþjóðanna eru að bera verulegan árang- ur. Þær leggja sig mjög fram um það, með framkvæmda- stjóra NATO í broddi fylk- ingar, að fá Breta til að draga herskip sín í burtu. Og hægt og sígandi vinna þær aðgerðir og almenningsálitið þar í landi á brezkum stjórn- völdum, eins og raun ber vitni. Raunar er því ekki að neita, að við íslendingar hefð- um enn betur getað hagnýtt okkur þá aðstöðu, sem við höfum til áhrifa hjá Atlants- hafsbandalaginu, með því að láta fulltrúa okkar þar við fleiri tækifæri vekja athygli á atferli Breta, þótt ekki væri farið fram á neinar sam- þykktir hjá Atlantshafsbanda laginu, sem það ekki getur gert, án samhljóða atkvæða. En slík umræða gæti vakið athygli og þrýst enn frekar en orðið er á brezku ríkis- stjórnina. Ljóst er raunar, að Atlamts- hafsbandalagsþjóðirnar munu nota þann frest, sem nú hef- ur verið gefinn til næsta mið- vikudags, til þess að beita öll- um þeim áhrifum, sem þeim er unnt, á brezku ríkisstjórn- ina, þannig að hún dragi her- skip sín út fyrir 50 mílurnar, áður en þessi frestur rennur út. Þar með væri að vísu ekki fengin lausn á deilumálun- um, en þó yrði andrúmsloft- ið með allt öðrum hætti en nú er. Þá yrði væntanlega komizt hjá stjórnmálaslitum, og þá þyrfti varla að óttast um mannslíf í átökum á mið- unum, því að íslenzk varð- skip mundu ekki beita nein- um þeim aðgerðum, sem mannslífum stofna í hættu. Það hefur reynslan sýnt. Forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra gáfu báðir um það yfirlýsingar skömmu eft- ir að ofbeldisaðgerðir Breta hófust, að þau tilboð, sem ís- lendingar hefðu gefið, mundu standa, ef hætt yrði að beita herskipunum. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og afstaða okkar íslendinga harðnað vegna óbilgirni Breta. Samt sem áður er það eðlileg afstaða að skoða rækilega hvað nú vakir fyrir forsætisráðherra Breta. STJORNMALASLITIN Bréf Edward Heaths til Ólafs Jóhannessonar MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær sambancl við brezka ut- anríkisráðnneytið í London og1 fékk þaðan texta bréfs þess, sem utanríkisráðherra Bret- lands, Edward Heath, sendi forsætisráðherra Isiands, Ól- afi Jóhannessyni í fyrradag. Texti bréfsins fer hér á eftir í lauslegTÍ þýðingu. „í>að veldur mér miklum áhyggjum, hvernig fiskveiði- deilan hefur skaðað hin góðu og vinsamlegu samskipti, sem til þes>sa hafa verið milli Bret lands og Isiands. Sömuleiðis hryggir það miig, að sjómenn landa okkar tveggja, skuli lagð ir í þá hættu, sem nú- verandi ástand hefur i för með sér. Að sjálfsögðu varð það mér miki5 áfall að frétta um það slys, er einn af vélamönn- um Ægis beið bana í síðasta mánuði, sem var óbeim af- leiðing átaka á fiskimiðunum. Þ>að er leitt að ensk-Lslenzk samskipti skuli hafa versinað með þeim hætti, sem raun ber vitni og að það skuii hafa dregið úr líkum á þvl, að bráðabirgðasamkomulag ná- ist. Samninganefndir okkar höfðu reyndar í maí sl. kom- izt allnærri því að ná sam- komulagi af því tagi, sem rík- isstjórnir beggja aðila leita eftir og gæti gert okkur fært að komast yfir næstu tvö ár- in eða þar um bil án frekari vandræða á fiskimiðunum og án áhrifa á lagaiega stöðu hvors aði'la um siig. I>að er visisiulega geysflega mikiivægt, að ríkisstjórnir okkar finni einhverja leið til þess að brjótast út úr þeirri blindgötu, sem málið er nú í. Takist það ekki, eru fyrir- sjáanlega litlar iikur til þess, að nokkurn tima verði hægt að setjast að samningaborði til þess að Ijúka samningum um bráðabirgðasamkomulag, og hætturnar á alvariegum á- tökum á fiskimiðunum verða áfram fyrir hendi. Ég sting því upp á því við yður, að þér kannið, hvont ríkiisstjórnir okkar ættu nú ekki að gripa tiil skjótra ráð- stafana tiil þess að koma á „modius vivendi" á fiskiimið- unrjm, þar sem — meðam svo stæði, sem gæti verið tiltek- inn tíma eða óákveðinn — floti hennar hátignar og dráttarbátamir mundu ekki athafna sig innan hins um- deilda svæðis milli 12 og 50 sjómílma frá islenzkum grunn- línum og i.slenzku varðskipin mundu ekki skipta sér af brezku togurunum, sem væru þar að veiöutm — og þar sem brezka ríkisistjórnim og brezk- ur fiskiðnaður siamþykktu sjáifviljug að draga úr sókn á miðiin. Ég er þeirrar trúar, að „modus vivendi" af þessu tagi væri löndum okkar mjög í hag og rmundi gera okkur fært að skapa þær aðstæður og það andrúmsiloft, að hægt væri ■ að taka upp samninga um bráðabirgðasamkomiulag, sem verulegar líikur væru á að bæru árangur. Ég vona, að þér sjá'ið yður fært að ihuga þessa hugmynd með vinseimd. Sé svo, vona ég, að við getum fljótlega komið á fundi, á hvaða stigi embætt- ismanna sem er og sem báð- um hentar, til þess að hægt sé að ræða málið í smáatrið- um.“ Lögreglu- maður myrtur í Noregi Sandnes, 27. september — NTB FIMMTUGUK lögreglumaður, Thorkel Tjörholm, var skot- inn tii bana, þegar hann reyndi að handtaka þrjá fanga, sem höfðu flúið úr fangelsi skanmit frá Sandnes í Noregi í morgim. Morðinginn er 23 ára gam- all Stafatngursbúi, Per Bernt- sen. Fangarnir óku út af, er þeim var veitt eftirför og þeg- ar þrir lögregluimenn komiu til að handtaka þá, stökk einn þeirra út úr bilnum með hagilaibyssu, sem hann miðaði að lögregluimönmunum. Einn lögreglumannanna hörfaði, en fanginm skaut á Tjörholm. Morðimginn fleygði strax frá sér vopminiu og gafst upp ásamit hinum föngumum. Sovézkir ráðunautar reknir frá Sýrlandi? Þota f órst Napoli, 27. sept. AP Phantom-þota bandaríska flughersims brotlenti og sprakk í tæthir á Capodichino flugvellli við Napoli í dag. Báð ir flugmenmimiir biðu bana. Beirút, 27. september -— AP-NTB SÝBUENDINGAR hafa tak- markað ferðafrelsi sovézkra hernaðarráðunauta samkvæmt blaðafréttum og um það er rætt að stjórn Hafez Assad forseta búi sig undir að reka þá úr landi. Að sögn BeirútiWaðsins An Nahar hefur þeim 3.000 rússn- esku sérfræðingum, sem talið er að séu í Sýrlamdi, verið gert að bera sérstök vegabréf og þeim hefur verið banmað að ferðast um laindið án leyfis yfirvalda. Þessi ráðstöfun Sýrlendinga er túlkuð serna hefnd fyrir neit- un Rússa uim að ioftvarnaeld- flaugum verði beitt gegn ísra- elskum þotium, sem fljúga inn í sýrlenzka ioftheOgi. Fyrir hálf- um mánuði háðu Sýrlendingar og ísraelar hörðustu loftorrustuna frá dögum sex daga stríðsins. Samkvæmt blaðafréttum voru takmarkanmnar fyrirskipaðar eftir stormasaman fund, sem sýr- lenzki utanrikis- og varaforsæt- isráðherrann, Abdel Halim Khaddam, átti með sendiiherra Sovétrikjanna. Khaddiam mun hafa sakað ráðunautana um að brjóta laniMög og hafa að engu fyrirmæli sýrlenzkra yfirvakla. Sovézku hemaðarráðunautarn- ir starfa aðallega í flughermum og loftvarnaeldflaugiastöðvum í Mið -og Norður-Sýrlamdi. Um 1200 borgarailegir ráðunautar eru í landinu, aðallega tækná- fræðingar og verkfræðingar, sem hafa unnið við smíði ris'astífl- unnar á Efrates. Fyrsta áfanga lauk í júM og flestir ráðunaut- arrrir munu vera á förum. Rússar hafa ekki villjað svara beiðni Sýrlendiinga urn þotur af gerðinni MIG-23 og Assad for- seti mun nú leita fyrir sér hjá Brefum og Frökkum. Khaled Bakash, foringi kommúnista, hefur hótað að víkja tveimur ráðherrum sínrum úr stjórninni, ef breytinig verður á afstöðunná tiil Rús®a.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.