Morgunblaðið - 05.10.1973, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.10.1973, Blaðsíða 2
2 Landhelgisgæzlan hefur nú til athugunar lýsingu og teikningar af Möltubátunum svonefndu, sem rætt hefur verið um að kunni að vera heppilegir við gæzlustörf her við land. Fáist jákvæð svör frá Landhelgisgæzlunni, má ætla að að þessir bátar verði reyndir hér við land, og helzt hefur umboðsmaður þeirra f huga að koma þá í kring leigukaupum milir' framleiðandans og gæzlunnar. Hraðbátar þessir eru smíðaðir á Möltu, eins og áður hefur komið fram. Þeir eru úr stáli, frá 110 upp í 150 fet að lengd og ganghraði þeirra er frá 20-50 hnútar. Um tvenns konar vélasamstæður er að velja — annars vegar tvær dísilvélar sem eru 2400 ha hvor, en hins vegar má tengja eina gastúrbínu, alls 3200 ha, við þessar vélar tvær. Með þeirri samstæðu fæst 50 hnúta hraði eða um 70 km, hraði á klukku- stund. Sjá allir hversu mikill kostur það væri að fá svo hrað- skreið skip til gæzlu í þessari víðáttumiklu landhelgi — en auðvitað er þetta háð því að styrkleiki bátanna sé nægur fyrir íslenzkar aðstæður. Þessa báta má útbúa með eld- flaugum og fallbyssum, en einnig er á þeim þyrlupallur. Vegna hraða bátsins er frá- gangur I stýrishúsi þannig, að áhöfnin er reirð niður í sætin meðan hraðinn er mestur, líkt og um kappakstursbil sé að ræða. Verð hvers báts er frá 260 þúsund sterlingspundum, og miðað við að umsamið smíða- verð nýja varðskipsins var nærri hálfur milljarður, má fá 8-10 svona báta fyrir þá fjár- upphæð. Annar kostur við þessa báta er sá að hægt er sá að hæft er að fá þá með mjög stuttum fyrirvara. Er síðast var vitað voru tveir slíkir bátar í smíðum hjá smíðastöðinni, og var þá hægt að fá annan þeirra með 2-3ja mánaða afgreiðslu- fresti, að sögn umboðsmanns þessara báta, Krfstjans Helgasonar. Kvaðst Kristján nú bíða svars Landhelgis- gæzlunnar. Teikningin af Möltubát sem Landhelgisgæzlan hefur nú til athugunar vegna hugsanlegra nota í gæzlustörf hér við land. Tíu Möltubáta fyrir eitt varðskip 110 Eyjamenn hafa sótt um Eyjalóðir 110 Vestmannaeyingar hafa sótt um byggingarlóðir f nýja skipulaginu f Vestmannaeyjum og þar af hafa 108 sótt um lóðir fyrir einbýlishús. Aðeins tveir sóttu um f raðhúsi að sögn Vaftýs Snæbjörnssonar byggingar- fulltrúa Vestmannaeyja. 50—60 einstaklingar af þessum fjölda hafa stofnað byggingar- félag og eru þeir að samræma byggingaráform, en sfðan verður verkið á byggingu einbýlishús- anna boðið út. Valtýr kvað 70% þessara lóða- umsækjenda vera menn, sem hefðu misst hús sfn í gosinu og Nýtt fiskverð á næstunni Að sögn Sveins Finnssonar hjá Verðlagsráði sjávarútvegsins er nú þingað stíft um nýtt fiskverð. Hann kvað það eiga að liggja fyrir um helgina hvort samkomu- lag næst um fiskverð, eða hvort málið fer til yfirnefndar. þar á meðal væru fjórir austan af Kirkjubæjum. 30% umsækjenda eru ungt fólk, sem er að byrja búskap. „Við gerum okkur vonir um,“ sagði Valtýr, „að það verði hægt að byrja að byggja fyrir árámót, en hér er mikill húsnæðisskortur Annað hvert ár heldur Norræna félagið fulltrúaráðsfund, þar sem saman koma fulltrúar frá öllum deildum félagsins. Fundur þessi verður f Norræna húsinu f dag, 5. október og hefst kl. 10:00. Ef allar deildir félagsins senda fulltrúa í samræmi við félaga- fjölda má vænta rúmlega 60 fulltrúa á fundinn. Stærstu deild- irnar utan Reykjavíkur, Akur- eyri, Hafnarfjörðurog Kópavogur senda t.d. 5 fulltrúa hver og og enn meiri skortur á iðnaðar- mönnum til þess að gera við hús- in, þannig að þau verði íbúðar- hæf. Margt fólk hefur áhuga á að fá hingað innflutt hús, en það fær engan hljómgrunn hjá æðri yfir- völdum. Þetta myndi strax lagast, þótt ekki væru byggð snarlega nema 20—30 hús.“ Reykjavíkurdeild á rétt á 24 full- trúum. Fjórar nýjar deildir eiga nú fulltrúa á þinginu þ. e. Selfoss- deild, Rangæíngadeild, Borgar- fjarðardeild og Mýrasýsludeild, en allar þéssar deildir hafa verið stofnaðar á þessu ári. Helztu mál- efni þingsins eru skipulagsmál og fjármál félaganna. Nýlega lauk norrænu blaða- mannanámskeiði, sem félagið stóð fyrir í Norræna húsinu. Var það fjölsótt og tókst vel. Norræna félagið Sáu nýútsprungna sóley á fjöllum Grfmsstöðum á Fjöllum 4. okt. Septembermánuður hefur verið með eindæmum góður. Frostnætur hafa verið fáar. Göngur hófust hér 16. sept., og voru smalanir mjög erfiðar, sökum þess að féð var dreift um allar heiðar eins og um hásumar. t Búrfellsheiðagöng- um sáu gangnamenn nýút- sprungna sóley og mun það vera einsdæmi á þessum tíma árs. Gróðurinn um allar heiðar er alveg sérstakur um þessar mundir, þvf að hann hefur ver- ið að gróa fram eftir öllu sumri, og þar sem fannirnar lágu fram eftir f sumar, er nú dökkgrænn feldur eins og f túni. Af þeim sökum er féð eins dreift um allar heiðar og raun ber vitni. Heimtur eru mjög slæmar vegna þessa, þvf féð hefur ekki fundist. Fallþungi dilka er eitt- hvað lakari nú en f fyrra, en þá voru dilkar líka mjög vænir. Bændur kenna nú um þessum miklu vorkuldum, sem voru s.l. vor. Hér er f dag sumarblfða, 9 stiga hiti og við biðjum að he'lsa- Benedikt. Matsmenn meti Fífuhvammsland SAMKOMULAG hefur verið gert mifli eigenda Fffuhvamms f ^ Kópavogi og Reykjavfkurborgar um að bæjarfógetinn f Kópavogi dómkveðji tvo óvilhalla mats- menn til þess að meta landspildu sunnan Breiðholtsbrautar á svo- kölluðum Selhrygg, en þar hefur Tækin flutt inn án leyfis SÝSLUMANNI Gullbringu- og Kjósarsýslu hefur nú borizt skýrsla Landssimans um rann- sóknir á tækjum þeim, sem fund- ust í Kleifarvatni fyrir nokkrum vikum. Sýslumaðurinn sagði í við- tali við Mbl. í gær, að i skýrslunni kæmi f ram, að tækin væru flest af rússneskum uppruna, móttöku- tæki með tilheyrandi búnaði, og hefði ekkert leyfi Pósts og síma verið veitt fyrir innflutningi þeirra til landsins. Sýslumaður kvaðst ekki geta sagt frekar frá efni skýrslunnar. Rannsókn máls- ins er nær lokið hjá embættinu og verða málsskjölin send saksókn- ara innan f árra daga. Reykjavfkurborg látið skipu- leggja einbýlishúsahverfi og eru framkvæmdir við það þegar hafnar. Niðurstöður matsins verða ekki endanlegar, heldur getur hvor samningsaðili fyrir sig áfrýjað til Hæstaréttar, falli honum ekki matið. Landspilda þessi er 33,7 hektarar að stærð, og er fasteignamat hennar 16,50 krónur á fermetra. Þórður Þ. Þorbjarnarson, borg- arverkfræðingur sagði í viðtali við Mbl. í gær, að þegar aðalskipu- lagið var gefið út á sínum tíma, hefðu syðstu mörk Breiðholts- hverfis verið sýnd teygja sig inn f land Kópavogskaupstaðar, og eignarland Fífuhvamms. Ut frá þessari forsendu hefur sfðan ávallt verið gengið — að Reykja- vik byggði á þessum stað upp að því, sem gæti heitið eðlileg vatna- skil Reykjavíkur vegna ræsa- kerfis borgarinnar. I sumar þegar skipulag fór að mótast á staðnum, var farið að huga að samningum. Kom þá til, að makaskiptasamn- ingur á löndum yrði gerður við Kópavog eða bráðabirgðasam- komulag, sem miðaði að þvf að breyta lögsögumörkum, en alla Framhald á bls. 18 Kjaraviðræður BSRBogBHM til sáttasemjara KJARADEILUR Bandalags starfsmanna rfkis og bæja og Bandalags háskólamanna annars vegar og rfkisins hins vegar eru nú komnar til sáttasemjara. Atti samninganefnd rfkisvaldsins ekki nema einn viðræðufund með hvorum aðila áður en fyrsti mánuðurinn, er aðilar höfðu til samninga sfn á milli, rann út og deilurnar komust á sáttasemjara- stig. Þykir starfsmönnum hins opinbera og háskólamönnum þessi meðfcrð málsins benda til þess að ekki sé mikill vilji innan rfkisstjórnarinnar nú um kjara- bætur til handa starfsmönnum sfnum. Eini fundur samninganefndar rikisvaldsins og fulltrúa BSRB var á fimmtudag í sl. viku. Var þar einungis rætt um vinnubrögð í viðræðunum, en sfðan settar vinnunefndir til að fjalla um nokkur atriði samninganna. Hafa fulltrúar aðila í þessum nefndum eitthvað ræðzt við en í millitíðinni er kjaradeilda BSRB komin til sáttasemjara og hefur hann nú boðað til samningafundar með aðilum næstkomandi mánudag. Samninganefnd rfkisins hefur einnig haldið einn fund með full- trúum Bandalags háskólamanna og var það einnig sl. fimmtudag, en sfðan fór kjaradeila þeirra á sama hátt til sáttasemjara, eða um mánaðamótin síðustu. Hefur sáttasemjari lögum samkvæmt viku umþóttunartfma til að boða aðila á sinn fund, og hafði sá samningafundur ekki verið boð- aður í gær. Kjaraviðræður ofangreindra aðila verða í höndum sátta- semjara út þennan mánuð en hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma, fer deilan til kjaradóms. „Njörður Njarðvik kallar” AHUGAMAÐUR um loftskeyti sagði okkur skrftna sögu. Hann var að hlusta á tækin sfn, þegar allt f einu hann heyrði, að rödd kom inn á öldur Ijósvakans og hún sagði: „Njörður Njarðvfk kall- ar, Njörður Njarðvík kallar! !“ Ahugamaðurinn varð hvumsa við. Hver var að kalla? Og áhugamaðurinn vildi fá að vita það. Hann fór þvf að grafast fyrir um það, hver hefði þetta kallmerki. Niður- staðan varð Hjálparsveit skáta f Njarðvfkum. Hún heitir Njörður. Haft er fyrir satt, að fyrst eftir að sveitin Njörður fékk talstöðina sfna, hafi menn helzt ekki viljað svara Nirði, heldur hafi menn vfða skrúfað fyrir. Þetta var þó, áð- ur en mönnum varð ljóst, að hér var um Hjálparsveit skáta að ræða. Serkin í Sinfóní- unni í vetur Sinfóníuhljómsveit Islands hafa bætzt góðir liðskraftar f vet- ur, þar sem eru tveir sellóleik- arar af veikara kyninu. Önnur er Gisela Debkat, kanadfsk að þjóð- erni, en hún hefur ferðazt vfða um heim sem einleikari og lék m.a. með Sinfónfunni hér sem einleikari fyrir fáeinum árum. Hún leikur nú á fyrsta selló f hljómsveitinni. Hin er Judith Serkin, 23ja ára dóttir hins kunna píanósnillings Rudolfs Serkin, og upprennandi tónlistarmaður. Sagði Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sinfóniuhljómsveitarinnar, í sam- tali við Morgunblaðið, að ekki væri amalegt að fá slíkan liðs- kraft hingað til lands — af- komendur Adolfs Busch og Rudolfs Serkin, þessara tveggja tónlistarfrömuða, sem segja má að bundnir séu tslandi blóðbönd- um vegna framlaga til tónlistar- Iffsins hérlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.