Morgunblaðið - 05.10.1973, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.10.1973, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. OKTÖBER 1973. 25 ffleÖfíiorQunkaffinu — Jæja, herra minn, hér kemur þá matseðillinn. ♦ — Hvað starfið þér? — Égergötusali. — Já, sko til! Segið mér, hvað er eiginlega gangverð á götum nú til dags? — Afsakið, frú, ekki gætuð þér vfst — en flottur hattur, sem þér eruð með á höfðinu — lánað mér nokkrar krónur? * Lftii telpa stóð við gluggann, en úti voru þrumur og elding- ar. Komdu og sjáðu, mamma, Guð er að taka myndir. xjötoiupa Jeane Dixon 1 m Hrúturinn 21. marz — 19. aprfl Láttu ekki stundarerfiðleika á þig fá. Einbeitni þfn og forystuhæfi- leikar njóta sfn aldrei betur en þegar á móti blæs. Láttu úrtölur | annarra ekki hafa áhrif á þig f mikilvægu máli. 1 rA 1 Nautið 20. aprfl — 20. maí Þú ert seinþreytt(ur) til vandræða, en vitanlega getur farið svo, að mælirinn fyllíst. Reyndu samt að hafa hemil á skapsmunum þfnum efþúreiðist. » I Tvfburamir 21. maf — 20. júní Þú hefur oftast lag á þvf að komast hjá óþægindum, og þessi eiginleíki kemur f góðar þarfir f dag. Með lagni ætti þér að takast að \ fá vil ja þínum framgengt í samskiptum við yfirboðara á vinnustað. 1 Krabbinn 21. júnf — 22. júlí Farðu varlega f umferðinni f dag. Reyndu að koma þvf svo fyrir, að W þú sért sem minnst á ferli, vegna utanaðkomandi hættu, sem að þér steðjar. 1 1 m 1 Ljónið 23. júlf — 22. ágúst I Þú ættir að temja þér hógværð, og reyna að leiða hugann frá þinni 1 eigin persónu. Enda þótt þú hafir sjálf(ur) mikinn áhuga á henni skaltu hafa það hugfast, að fátt getur orðið eins þreytandi og það að 1 þurfa að umgangast fólk, sem er með sjálft sig á heilanum. a \ Mærin 23. ágúst — 22. september Áreiðanleiki þinn og trúmennska f starfi gerir það að verkum, að 1 yfirmenn þínir hafa augastað á þér til ábyrgðarstarfa. Láttu með- fæddá hlédrægni ekki koma f veg fyrir þann frama, sem þér kann að ‘ bjóðast. W * 1» ■ Vogin 23. september — 22. október ^ 1 f 1 ■ Skoðaðu hug þinn vel áður en þú tekur mikilvæga ákvörðun. Láttu * ekki taka af þér ráðin í málefnum heimilisins. Dagurinn heppilegur Br , til áætlunargerðar, sérstaklega hvað snertir heimilis- og fjölskyldu- W/á k v 4 mál. | Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember Þú munt komast f snertingu við persónuleg vandamál utanaðkom- andi aðila. Sennilegt, að óskað verði eftir ráðleggingum þfnum, en varaðu þig á þvf að láta blanda þér inn f slfk mál, vegna þess að það ■ mun aðeins hafa þveröfug áhrif. Bogamaðurinn 22. nóvember — 21. desember Nú þarft þú heldur betur að fara að koma reglu á f járreiður þfnar, þvf að annars kann ilja að fara. Ráðlegt er að gera upp reikningana og gera sfðan fjárhagsáætlun f samræmi við útkomuna. Steingeitin 22. desember — 19. janúar Þér verður ekki nógu mikið úr þeim tíma, sem þú hefur til umráða, enda margt, sem glepur fyrir þér um þessar mundir. Þú verður að reyna að skipuleggja verkefni þfn betur. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Nú er mikilsvert, að þú takir frumkvæði f máli, sem á sér langan aðdraganda. Það er um að gera að haga nú seglum eftir vindi — þannig ætti að nást undraverður árangur. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz Þú situr svo sannarlega ekki á neinum friðarstóli f dag. Það ersvo sem ágætt að fá útrás stöku sinnum, en enginn tekur mark á fólki, sem ekki er hægt að rökræða við. Betra er að þegja en tala til þess eins að tala. áfg^ TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS ®jp KARNABÆR LÆKJARGÖTU 2 LAUGAVEGI 20A LAUGAVEGI 66 vicf höldum áfram ad fylla verzlanir okkar af nýjum glæsilegum vörum MEÐ TAKIÐ SÉRSTAKLEGA EFTIR: HERRA OG DÖMUPEYSUM í STÓRKOSTLEGU ÚRVALI KULDAJÖKKUM DÖMU OG HERRA. — GÓÐ VERÐ. GEYSILEGA FALLEGAR HERRASKYRTUR. FÖT VESTI — NÝSNIÐ. FALLEG EFNI — GOTTVERÐ. LEÐURJÖKKUM HEHRA (VIÐ HÖFUM ALDREI ÁTT SVQNA GOTT ÚRVAL) OKKAR VINSÆLU „BAGGY-BUXUM" ÚR DENIM — FLAUELI — TERELYNE OG ULL. TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS feKARNABÆR ymJ* LÆKJARGÖTU 2 LAUGAVEGI 20A LAUGAVEGI 66

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.