Morgunblaðið - 05.10.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.10.1973, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. OKTÖBER 1973. 15 ÍSLAND SIGRAÐI í FYRSTU LOTU — segir í leiðara Politiken í gær Frá Rytgaard, fréttaritara Mbl. Kaupmannahöfn, f gær. Dönsku blöðin Politiken og Berlingske Tidende fjaila um landhelgisdeiluna f leiðurum f morgun, og er fyrirsögnin f Politiken „tsland sigraði f fyrstu lotu“. Sfðan segir: „Með þeirri staðfestu, sem einkennir skap- gerðareiginleika fslenzku þjóðar- innar, sigruðu Islendingar f fyrstu lotu „Þorskastrfðsins" áN- Atlantshafi. Brezka stjórnin hef- ur skipað herskipum sfnum út fyrir 50 mflurnar og þar með komið f veg fyrir stjórnmálaslit landanna. Það er þó langt fra því, að deil- an sé leyst. Það er krafa Breta, að islenzku varðskipin áreiti ekki brezka togara, meðan á vopna- hlénu stendur, en menn efast um, að Islendingar virði þá kröfu, þar til samningaviðræður eiga að hefjast 15. okt. nk. um aflakvóta. Aðgerðir Breta nú hafa opnað leiðina til samkomulags, en það hefur alltaf verið ófrávíkjanleg krafa íslenzku ríkisstjórnarinnar, að herskipin færu út fyrir 50 míl- urnar, áður hægt yrði að taka upp samningaviðræður á ný. Næstu sólarhringar munu skera úr um, hvort grundvöllur er fyrir þessum viðræðum. „Þorskastrfðsvopnahlé“ Svo nefnist fyrirsögnin á leið- ara Berlingske Tidende í morgun. Síðan segir: „Eins og þróunin hafði orðið, var það orðið ljóst fyrir löngu, að Bretar ýrðu að stíga fyrsta skrefið til að reyna að koma á vopnahléi í þorskastríð- inu. Þetta hafa þeir nú gert með því að kalla herskipin út fyrir 50 mílna mörkin við ísland, og verðs þar með við grundvallarskilyrði íslendinga fyrir að taka upp samningaviðræður á ný. Undanfarnar vikur og mánuði hafa Bretar verið undir miklum þrýstingi, einkum frá NATO, um að draga herskipin í burtu. Viss öfl á tslandi, meira segja innan stjórnarinnar, hafa séð sér hag i því að blanda þorskastriðinu sam- an við aðild Islands að NATO, sem svo aðrir hafa verið mjög andvígir. Eftir því sem deilan magnaðist og áróðurinn varð beittari með hinn kommúnistiska sjávarútvegsráðherra íslands í broddi fylkingar, varð það ljóst, að gagnrýni íslendinga í garð NATO harðnaði mjög. Tilgangur- inn með samningstilraunum dr. Josephs Luns, framkvæmdastjóra NATO, var að reyna að vega gegn þessari gagnrýni. Með brottkvaðningu herskip- anna hefur verið komið í veg fyrir stjórnmálaslit, að minnsta kosti í bili. Bretar hafa sett það skilyrði, Framhald á bls. 31. Víðtæk leit eftir blóð- hefndir í Kaupmannahöfn Kaupmannahöfn, 4. október. AP. Danska lögreglan sendi I dag lögreglu um alla Evrópu og f Mið- austurlöndum beiðni um aðstoð og skipun um handtöku tveggja arabfskra tsraelsmanna fyrir blóðhefndir, sem hafa kostað þrjú mannslff. Handtökuskipunin vargefin út, þegar þrftugur arabfskur tsraels- maður játaði f lokuðum réttar- höldum, að tilræðismennirnir hefðu neytt sig til að hjálpa þeim. Tilræðismennirnir komu frá Noregi til að hefna dauða ættingja, sem féll fyrir hnffi Jórdaníumanns f bardaga f Kaup- mannahöfn f júnf. (Seinna lézt Jórdanfumaðurinn f sjúkrahúsi) Tilræðismennirnir fóru frá Danmörku, daginn eftir að 32 ára gamall Jórdaníumaður, Abdul Damiri, var myrtur með exi í skógi norðan við Kaupmannahöfn 12.september. Morðið var nokk- urs konar aftaka og var drýgt samkvæmt vissum siðvenjum. „Láti heimsku- lega sigur- vímu renna af sér” London 4. október AP. Brezka blaðið Daily Express skrifar f dag leiðara um land- helgismálið, þar sem það segir, að Islendingar rugli sáttatil- boði brezku stjórnarinnar saman við uppgjöf. „Það er heimskulegt af Islendingum," segir blaðið. Síðan segir: „Aðgerðir Bretar hafa einægan tilgang til að ná sáttum. Það er enginn vafi á þvf að flotavernd okkar hefur mjög mikinn árangur og afli brezkra togara við Island hefur verið mjög góður. góður. Haldi íslendingar áfram að áreita brezka togara innan 50 mílnanna, mun brezki flotinn veita þeim nauðsynlega vernd. íslendingar ættu þvf að láta heimskulega sigurvímu renna af sér og koma til móts við útrétta sáttarhönd Breta.“ Arabíski ísraelsmaðurinn, sem hefur verið handtekinn, segir, að svokallað fjölskylduráð ættingja arabíska ísraelsmannsins, sem beið bana í hnífaslagnum í júli, hafi valið Samairi fórnarlamb af handahófi. Lögreglan segir ekk- ert benda til þess, að Damairi hafi verið viðriðinn hnffaslaginn. Hinn handtekni játar á hafa ek- ið tilræðismönnunum og Damairi í bíl sfnum á aftökustaðinn. Öflugur lögregluvörður var við dómhúsið, þar sem hinn hand- tekni var ákærður fyrir að hafa verið i vitorði með tilræðismönn- unum. I morgun stakk ungur J úgóslavi landa sinn til bana á götu í Kaup- mannahöfn vegna stúlku, sömu ástæðu og leiddi til slagsins i júli. I fréttum frá Ósló segir, að arabísku Israelsmennirnir, sem grunaðir eru um morðið á Damiri, séu kvæntir norskum konum. Þeir hafa búið i Asker, Haugasundi og Björgvin. Jórdanfumaðurinn, sem myrtur var. Fulltrúi Viet-Cong gengur út í fússi Parfs, 4. október. AP. Fulltrúi Viet Cong, Nguyen Van Hien, gekk f dag af 28, fundi viðræðnanna við Saigonstjórnina til þess að mótmæla þvf sem hann kallaði frekleg brot Suður- Vfetnama á friðarsamningnum. Hann beið ekki eftir svari suður-víetnamskra fulltrúans, Nguyen Luu Vien, en kvaðst mundu sækja næsta fund, sem hann vildi, að haldinn yrði 11. október. Vilja stefna Nixon Washington, 4. október NTB. Meirihluti Bandarikjanna telur að stefna bæri Nixon forseta fyrir Vien hafnaði hins vegar þeim fundartima og lýsti yfir þvf, 'að viðræður væru nauðsynlegar til þess að ákveða næsta fund. Þar með hefur viðræðunum verið hætt um óáveðinn tima, í fyrsta skipti síðan þær hófust fyr- ir sex mánuðum samkvæmt ákvæðum Parisarsamningsins um frið i Víetnam. Góðar heimildir telja þó, að viðræðurnar hefjist að nýju fyrir næstu mánaðamót. rétt, ef hann neitar að hlita hæstaréttarúrskurði um að af- henda hljóðritanirnar með sam- tölunum, sem snerta Watergate- málið. Samkvæmt skoðanakönnun Harris-stofnunarinnar telja 60% þeirra sem spurðir voru, að Nixon hafi vitað um tilraunirnar til að breiða yfir hlutdeild Hvíta hússins i málinu, 56% telja, að Nixon eigi ekki að segja af sér. Aðeins 32% þeirra sem spurðir voru, eru ánægðir með störf Nixons forseta. NÁMSKEIÐ í VÉLRITUN Ný namskeið hefjast í nýju húsnæði á Suðurlandsbraut 20. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar. Engin heimavinna. Upplýsingar í síma 41311 og 21719 eftir kl. 1. Vélritunarskólinn Þórunn H. Felixdóttir. KODAK Litmpdir á(3;dögum HANS PETERSEN H/f. BANKASTR. 4 SÍMI 20313 GLÆSIBÆ SÍMI 82590 íþróttafélagið Gerpla Kópavogi. Vetrarstarfið hefst 4. október Fimleikar: Barna- og unglingafl. Stúlkur — fimmtud. kl. 20,1 5, laugard kl 1 7,40 Strákar — þriðjud kl. 20,1 5, laugard kl 19,10 Byrjendur — laugard. kl. 18,35 Frúarflokkar: mánudögum kl. 21,45, fimmtudögum kl 21.00 Nútíma leikfimi: (Gymnastik Moderne) þriðjud kl. 21, laugard. kl. 16.55 Fjölskylduflokkur í leikfimi (foreldrar og börn) verður á sunnud. kl. 1 4,30. Kennarar: Margrét Bjarnadóttir, Friðbjörn Örn Stein- grímsson og Hrafnhildur Georgsdóttir. Innritun í sima 40933. Badminton: í íþróttahusi Kársnesskóla Æfingar þriðjud. kl. 20,15 unglingafl. kl. 21 til 22,30 fullorðnir laugard. kl 1 1 f.h. ogsunnud. kl. 9,1 5 til 10,30 Innritun og uppl. í síma 41157 eftir kl. 5. Borðtennis: í íþróttahöllinni Laugardal og íþróttahúsi Kópavogsskóla mánud. þriðjud. fimmtud. og sunnud. byrjenda- og framhaldsfl. Þjálfarar Sólveig Sveina Sveinbjörnsd. og Björgvin Jóhannesson. Innritun og upplýsingar í sima 41 904 eftir kl. 5. Judo Æfingar í Skipholti 21 á miðvikudögum og föstudögum kl. 6—7 fyrir stúlkur og konur kl. 7 — 8 fyrir karla. Kennarar Össur Torfason og Anna Hjaltadóttir. Innritun í síma 1 791 6 kl. 3 — 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.