Morgunblaðið - 05.10.1973, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.10.1973, Blaðsíða 7
Það er óvenjulegt, að sveit, sem segir og vinnur alslemmu, skuli samt sem áður tapa 9 stigum á spilinu. Þetta kom fyrir í leiknum milli Spánar og Líbanon í Evrópu- mótinu 1973. Norður. S. 2 H. K-D-10-9-8-5 T. Á-7-6 L.G-10-4 Vestur. S. K-G-9-4 H. 4 T. K-D-G-10-9-3 L. D. Austur. S. Á-D-10-7 H. Á-6 T. — L. Á-K-8-7-6-5-2 Suður. S. 8-6-5-3 H. G-7-3-2 T. 8-5-4 L 9-3 Við annað borðið sátu spænsku spilararnir A—V og sögðu 7 spaða og unnu auðveldlega. Við hitt borðið sátu spilararnir frá Líbanon A—V og þar gengu sagnir þannig: V N A S 1 1 2 h 3 h P 4 g p 5 s P 61 p 7 1 p P d red. a p. Þar sem laufin skiptust 3—2 hjá andstæðingunum vannst spilið auðveldlega. Fyrir spilið fékk sveitin frá Líbanon 9 stig, en leiknum lauk með sigri Spánverja 15 stig gegn 5. A Fæðingarheimili Reykjavíkur við Eiriksgötu fæddist: EIsu Drageide og Halldóri Ó. Svanssyni, Bergstaðastræti 28 B, R., dóttir, 20.9 kl. 12.35. Hún vó 17 merkur og var 50 sm að lengd. Hildu Emiliu Hilmarsdóttur og Ólafi Þórðarsyni, Suðurgötu 14, Sandgerði, dóttir, 19. 9. kl. 21.35. Hún vó 11 merkur og var 48 sm að lengd. Hrönn Isleifsdóttur og Jóni Tryggva Karlssyni, Fellsmúla 16, Reykjavík, sonur, 19.9. kl. 13.50. Hann vó 13 merkur og var 49 sm að lengd. Guðrúnu Benjamínsdóttur og Bjarna Bjarnasyni, Kalkonsvegi 29, R., sonur, 23.9. kl. 09.10. Hann vó 14 merkur og var 51 sm að lengd. Jóhönnu Viglundsdóttur og Gústav Sigurlákssyni, Ljósalandi 15, R„ dóttir, 23.9. kl. 21.40. Hún vó 15 merkur og var 52 sm að lengd. Laufey Jóhannsdóttur og Skúla Gunnari Böðvarssyni, Laugavegi 9, Hafnarf., dóttir, 22.9. kl. 12.15. Hún vó 18 merkur og var 53 sm að lengd. Elínu Bjarnadóttur og Halldóri Ólafssyni, Hjallabraut 7, Hafnar- firði, sonur, 22.9. kl. 08.40. Hann vó 15 merkur og var 51 sm að lengd. DAGBÓK BARWWA.. Þýtur í skóginum — Eftir Kenneth Grahame I. kafli — Arbakkinn „Skemmtilegt? Það er mér eitt og allt,“ sagði vatnsrottan hátfðleg á svipinn um leið og hún réri fram í gráðið. „Þér er óhætt að trúa því, vina mín, að það er ekki hægt að aðhafast neitt. .. bókstaflega ekki neitt. . .sem er meira virði en það að hringsóla um í bátum. Bara hringsóla. ..,“ bætti hún við dreymandi. „Hringsóla og þvælast hingað og þangað. . . í bátum . . .þvælast..“ „Líttu fram fyrir, vatnsrotta,“ hrópaði moldvarpan skyndilega. Það var um seinan. Bátinn rak á land á fullri ferð. (En rottan var hin rólegasta. Þetta hafði hún hugsað sér). Moldvarpan veifaði tánum af einskærri velliðan, þandi út brjóstið og dæsti af ánægju, Svo hagræddi hún sér betur í púðunum. „Þetta er dásamlegur dagur,“ tautaði hún fyrir munni sér. „Haltu hérna við augnablik," sagði rottan. Hún stakk landfestinni í hring við lendinguna og klifraði upp í holuna sína. Eftir skamma stund kom hún aftur með stóra matarkörfu, sem hún var alveg að sligast undir. „Ýttu þessu undir fæturna á þér,“ sagði hún við moldvörpuna um leið og hún rétti hana niður í bátinn. Svo leysti hún festarnar og tók til áranna. „Hvað er í henni?“ spurði moldvarpan. Hún var að sálast úr forvitni. „Það eru kaldir kjúklingar í henni,“ sagði rottan stutt í spuna. „Köldtungakalt nautakjötkryddað- gúrkusalatfransbrauðmeð akurerlumaukiniðursoðið- kjötbjórsætsaftsósa...“ „Ó, hættu, hættu“ hrópaði moldvarpan yfir sig hrifin. „Þetta er allt of mikið.“ „Finnst þér það?“ spurði rottan alvarleg í bragði. Hún hafði ýtt frá landi og réri nú af stað upp eftir ánni. „Þau eru falleg, fötin þín,“ sagði rottan eftir hálf- tíma þögn eða svo. „Ég ætla að fá mér svona svört föt einhvern daginn...eða þegar ég hef efni á því.“ ,,Fyrirgefðu,“ sagði moldvarpan og rétti úr sér í sætinu. „Þér finnst ég kannski ókurteis, en þetta er FRflM+tflLÐSSflBflN allt svo nýstárlegt fyrir mér . . . en er þetta það sem venjulega er kallað „á“?“ „Þetta er hin eina og sanna á,“ sagði rottan.. „Og átt þú heima rétt við hana? En hvað það hlýtur að vera skemmtilegt." „Ég á heirpa við ána, á ánni og í ánni,“ sagði rottan. „Hún er systir mín og bróðir, frænkur mínar og kunningjar. Hún seður hungur mitt og svalar þorsta mínum og auðvitað þvæ ég mér upp úr henni líka. Fyrir mér er hún allur heimurinn og ég kæri mig kollótta um annan heim. Það scm áin hefurirkki-að geyma, það er ekki þess virði að eiga það og það sem áin ekki veit, þarf enginn að vita. Og margar ánægju- stundir höfum við átt saman, bæði vetur, sumar. vor og haust, alltaf er áin jafn skemmtileg og heillandi. Þegar flóðin koma í febrúar, þá fyllist kjallarinn hjá mér og stofuhæðin af vatni og gruggugt vatnið rennur rétt neðan við svefnherbergisgluggann minn. Eða þegar flæðir út aftur og vatnið skilur eftir sig angandi moldarklessur og sefið og gróðurinn fyLlir árfarveginn, þá get ég gengið næstum þurrum fótum yfir á hinn bakkann og þá finn ég nýjan mat og ýmislegt, sem kærulaust fólk hefur misst upp úr bátunum." Sargossahafið Um það bil í miðju Atlantshafi er stærðar þang- „skógur“. Kolumbus fann þennan „skóg“ fyrstur manna. Svæðið er kallað Saragossa-hafið og heitir eftir sérstakri þangtegund, sem þarna er í ríkum mæli, óvenjulega salt og bláleitt að lit. Þangið safnast saman á þessum stað vegna hafstrauma. Allt í kringum svæðið eru straumar en á svæðinu sjálfu straumlaust með öllu. Þegar þangið berst í þetta straumanna skjól, kemst það ekki lengra. Margar dularfullar sagnir hafa myndast um þetta svæði og sæfarendur hafa um aldir eftir mætti sneitt hjá þessu dularfulla „hafi“. SMÁFÓLK Jónu Rebekku Högnadóttur og Þorgeiri Þorgeirssyni, Nökkva- vogi 18, R„ sonur, 22.9. kl. 02.10. Hann vó 19 merkur og var 53 sm að lengd. önnu Marteinsdóttur og Þor- steini Eggertssyni, Suðurtúni 3, Keflavík, dóttir, 22.9. kl. 13.40. Hún vó 13 merkur og var 51 sm að lengd. Svölu Árnadóttur og Vigfúsi Aðalsteinssyni, Leirubakka 20, R., dóttir, 24.9. kl. 00.25. Hún vó 15 merkur og var 51 sm að lengd. Aðalheiði Fransdóttur og Finn- birni Gíslasyni, Barónsstíg 57, R„ sonur, 22.9. kl. 20.55. Hann vó 11 merkur og var 48 sm að lengd. FERDINAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.