Morgunblaðið - 20.01.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.01.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1974 14 loðnubátar með tæplega 4 þús. lestir BRÆLA var á loðnumiðunum í fyrradag um 50—55 sjómílur út af Dalatanga, en veður batnaði með kvöldinu. Loðnuskipin fóru þá þegar að kasta, en árangurinn var misjafn í einstökum köstum. Hins vegar sagði Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur, um borð í Árna Friðrikssyni, að hon- um væri kunnugt um 14 báta með tæplega 4 þúsund tonn frá því á hádegi á föstudag til hádegis 1 gær. Þegar Morgunblaðið hafði sam- band við Hjálmar í gærmorgun var Árni Friðriksson að leita ÚTBOÐ Tilboð óskast um sölu eftirfarandi efni fyrir Vatns- veitu Reykjavíkur: 1. 80 m stálpípum 800 mm. 2. 200 m stálpipum 1 000 mm. Útboðsgögn eru afhend á skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 7. febrúar 1 974, kl. 11.00 f.h. INIMKAUPASTOFIMUN REYKJAVÍKURBORGAR. Árshátið Dale Carnegle manna, föstudaginn 1. febrúar 1974, I Félagsheimili Seltjarnar- ness kl. 19. Miðar seldir hjá Gunnari Haukssyni í Pennanum, Laugavegi 178 og hjá Östu Faaberg, Verzl- unarbankanum, Bankastræti, til þriðjudagsins 29. jan. Útboð Óskað er tilboða í að smíða glugga og hurðir úr teak í verzlunar og skrifstofuhús að Suðurlandsbraut 18 Reykjavik. Utboðsgögn verða afhent í skrifstofu Olíufélagsins h .f. að Klapparstíg 25 til 27 gegn skilatryggingu að upphæð kr. 5 þúsund. ^^SKÁLINN Til sölu Ford Bronco 8 cyl ' 7 2 kr. 660.000,— Ford Bronco, sport, vökvastýrí '68 kr. 500.000.— Ford Bronco, 6 cyl '67. kr. 370.000— Ford Bronco, 6 cyl. '66 kr. 335.000 — Ford Cortina '70 kr. 265.000 — Ford Cortina '70. kr. 250.000,— Ford Cortina '70. kr. 235.000 — Ford Cortina '70. kr. 230.000,— Saab'72. kr. 470.000,— Saab '71 kr. 430.000 — Saab '67. kr. 210.000,— V.W. 1 300 '72. kr. 31 5 000.— V.W 1 300. Sjálfskiptur'72. kr. 305.000,— V W. 1300 '71. kr. 260.000. — V W. 1200 '68. kr. 1 65.000,— Opel '70. kr. 400 000 — Opel '65. kr. 1 35.000,— Sunbeam Alpina '70. kr. 310.000,— Toyota Crown '67. kr. 270.000,— Citroen G.S. '72. kr. 440 000.— Renault TL 6. '72 kr. 370 000,— M.G.'64 kr. 1 10.000,— Volvo 1 44 '67. kr. 305.000,— Comet '73, sjálfsk., vökvastýri. kr. 660.000,— Comet '72. kr. 560.000.— Maverick Crabber '71. kr. 550.000,— Taunus 1 7M '65. kr. 165.000,— RH. KHISTIÁNSSDN H.f. II M fl (l fl I fl SUÐURLANDSBRAUT 2, VIÐ HALLARMÚLA U IVI 0 U II I II sfMAR 35300 (35301 — 35302). nilMi HMIWI UltHimttD IHtianHMIHIi loðnu austur, suður og suðvestur af Hvalbak, en sú leit hafði ekki borið umtalsverðan árangur. Hann kvað 7—8 báta vera á miðunum þá stundina, en aðra á leiðinni út eða inn. Hjálmar játti því, að loðnu- magnið nú væri meira en fiski- fræðingar hefðu þorað að áætla í fyrstu. Kvað hann hafa vantað veigamiklar upplýsingar í loðnu- rannsóknirnar í fyrra, sem fiski- fræðingar þá hefðu haft óljósan grun um, en ekki talið ráðlegt á þeim grundvelli að vekja með mönnum óþarfa bjartsýni. ,,Það má kannski orða það svo, að i fyrra hafi loðnan platað okkur — sem betur fer,” sagði Hjálmar. 70 þús. seyði frá Laxalóni til Spánar NÚ í vikunni mun Skúli Pálsson, laxabóndi í Laxalóni, fiytja út 70 þús. laxaseiði flugleiðis til Spán- ar, en í síðustu viku sendi hann silungshrogn til Spánar og Portú- gals, en það hefur ekki verið gert fyrr frá fslandi. Hrognin eru úr stofni, sem Skúli hefur alið upp. „Þennan útflutning hefur ekki verið hægt að stunda fyrr vegna framkomu veiðimála- stjóra," sagði Skúli, „og það er ekki hægt að meta það mikla tjón, sem það hefur kostað. Nú er búið að panta það litla, sem ég get framleitt af silungi á þessu ári, en það er aðeins brot af því, sem búið var að senda pantanir inn fyrir í haust. Annars ríður þetta ekki við einteyming, því t.d. hef ég orðið að kaupa lax af stang- veiðimönnum til að ná hrognum til uppeldis i stað þess að fá eins og aðrir bændur að taka hrogn úr laxi og leppa honum síðan aftur." Times trúir ekki stjórn- völdunum London 19. jan. AP. BREZKA bJaðið „The Times“ sagði í dag, að það tryði ekki neitunum brezkra og bandarískra stjórnvalda um að tugir banda- rískra leyniþjónustumanna störf- uðu í Bretlandi. Times skýrði frá því á föstudag, að Bandaríkja- mennirnir væru að aðstoða brezku leyniþjónustuna við að fylgjast með undirróðursmönn- um innan brezku verkalýðs- hreyfingarinnar og einnig með arabískum hermdarverkamönn- The Times segir, að brezka stjórnin fái jafnóðum skýrslur um alla starfsemi bandarísku leyniþjónustumannanna og að þeir séu einkum hjálplegir brezk- um starfsbræðrum sínum við notkun ýmiss konar rafeinda- njósnatækja, sem þeir eiga miklu fullkomnari en Bretar. Bæði bandariska sendiráðið og brezka utanríkisráðuneytið hafa sagt þessar fréttir tilhæfulausar. t’íst'i sí si tisszs ttiHttitttat Ljósm. Brynjólfur. Sýning á grafik frá A-Þýzkalandi Á LAUGARDAG var opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins sýn- ing á grafik frá Austur-Þýzka- landi. Er þetta yfirlitssýning, þar sem eingöngu eru sýndar frum- myndir, yfir 60 talsins. Meðal sýn- enda eru margir af kunnustu graflistarmönnum Austur-Þýzka- lands. Til dæmis eru á sýningunni fimm myndir eftir Fritz Cremer, sem er einn þekktasti listamaður landsins. Sýningin stendur til næstkom- andi sunnudags og er opin dag- lega frá kl. 2—10 síðdegis. Að- gangur er ókeypis. Um 100 Eiðsgrandalóðum úthlutað á þessu ári FYRSTÚ lóðirnar á Eiðsgranda munu væntaniega koma til út- hlutunar á þessu ári, að sögn Más Gunnarssonar, skrifstofustjóra hjá borgarverkfræðingi. Sem kunnugt er var efnt til hug- myndasamkeppni um skipulag á þessu svæði, og eiga niðurstöður hennar að liggja fyrir með vor- inu. Fljótlega eftir það verður hægt að úthluta þar fystu lóðun- um. Samkvæmt skipulagstillögum er gert ráð fyrir blandaðri byggð á þessu svæði — samblandi af fjölbýlishúsum og nokkurs konar einbýlishúsum.. í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir um 100 lóðum til Aukin verzl- un austurs og vesturs Brússel, 19. janúar, NTB. ÚTFLÚTNINGUR frá Vestur- löndum til kommúnistaríkja hefur aukizt verulega frá því 1972 og Vesturlönd hafa náð mjög hag- stæðum viðskiptajöfnuði, segir í skýrslu frá NATO, sem birt verð- ur opinberlega innan tíðar. Árið 1972 var brotið blað í við- skiptum milli austurs og vesturs, segir í skýrslunni. Útflutningur til allra kommúnistaríkja, að Kína meðtöldu, jókst um 35 prósent og útflutningur frá kommúnista- ríkjum til NATO-rlkja jókst um 20 prósent. Hinn öri vöxtur mun að öllum líkindum halda áfram ef bandarísk fyrirtæki geta gengið frá samningum við Sovétríkin um framkvæmdir við miklar olíu- og gaslindirþar 1 landi. Mörg banda- rísk fyrirtæki eru nú að semja við Sovétríkin um þau verkefni. MÁNUDAGINN 21. janúar er Páll Scheving frá Vestmannaeyj- um 70 ára gamall. Páll hefur, i áraraðir verið einn af forystu- mönnum sjálfstæðismanna i Vest- mannaeyjum. Páll er nú staddur á Heiðvangi 40 í Hafnarfirði. i’i 'í iniitt í $ x o s f I i & i 11 * úthlutunar, en Már sagði, að það væri aðeins litill hluti af þeim lóðum, sem til umráða er á þessu svæði. Hins vegar er afráðið að fara fremur hægt í sakirnar á þessum stað, og láta svæðið byggj- ast upp á nokkrum árum, þar eð Eiðsgrandinn teygir sig svo að segja mitt inn í gamalt og gróið hverfi, sem verður að fá svolítinn aðlögunartíma, að dómi skipu- Iagssérfræðinga. Furðu lltið tjón í Víði „ÞAÐ brann miklu minna en við mátti búast, fyrst og fremst í sprautuklefanum," sagði Guð- mundur Guðmundsson forstjóri í Trésmiðjunni Víði um brunann þar í vikunni. Sagði hann, að aðal- skemmdirnar á hæðinni væru vegna sóts og óhreininda, en það væri hægt að hreinsa það allt upp. Af vélum munu aðeins 3 blásara- motorar hafa eyðilagst. RSómi 104% 55,00 kr. ■ 14. jan. ■ 1974 27,00 kr. L ág. 1971 Hækkun í tið vinslri stjórnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.