Morgunblaðið - 20.01.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.01.1974, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDiAGUR 20. JANUAR 1974 Hlynur Sverrisson — Fæddur2. marz 1969 I)áinn 5. jan. 1974. Mig langar til að kveðja með örfáum orðum, lítinn vin, sem svo skynilega er horfinn frá okkur, lítinn dreng, sem var svo ríkur af hamingju og gleði og gaf okkur j)á gleði með sér. Nú, þegar við eigum ekki leng- ur von á honum í heimsókn, koma minningarnar upp í hugann og þær eru allar svo bjartar og ljúfar eins og hann var sjálfur. Það er mikil huggun fyrir for- eldra hans systurnar og aðra ást- vini, sem sjá á bak þessu elsulega barni, að líf hans var samfelldur hamingjudagur, hjá þeim naut hann svo mikillar ástar og um- hyggju. Hlynur litli var svo einlægt og heilbrigt baim og alltaf var samí fögnuðurinn, þegar þau hittust börnin tvö, sem voru svo sam- rýmd og undu sér svo einstaklega vel saman. Það er gott að vera lítill og skilja ekki til fulls hvað hefur gerzt. Ég bið góðan Guð að milda ykk- ar miklu sorg, Alla mín, Sverrir, Hrönn og Hlín. Eg veit, að minn- ingin um litla sólargeíslánn, ykk- ar gerir hana léttbærari. Edda Laufey Pálsdóttir Við höfum nýlega kvatt gamla árið, en á því ári átti margur um sárt að binda. Og enn byrjar nýtt ár með hækkandi sól og það sá til sólar þann dag, er snögglega syrti að — er ég frétti andlát litla bróð- ursonar mins, Hlyns, sem var skyndilega hrifinn frá ástvinum sinum, er hann var tæplega fimm ára. Það er mikill harmur kveðinn að systrum hans og foreldrum, en hann var yngstur þriggja barna þeirra. Hann var mikill sólargeisli á því ástríka heimili, sem hann naut þó alitof stutt, en þar vai hann vafinn umhyggju og ástúð. Honum leið alitaf svo vel og undi sér ætíð hvar sem hann var. Hann var skýr og einlægur drengur og þau eiga yndislegar minningar um lítinn, góðan dreng. Hann dvaldi á heimili okkar, hjóna tvisvar, viku í senn, en þá kynntist ég einlægni hans og ljúf- mennsku og ég þakka honum þær góðu samverustundir. Megi Guð varðveita hann. Eg færi foreldrum hans og t Eiginkona mín og móðir okkar ÓLAFÍA RAGNA MAGNÚSDÓTTIR Laugateig 1 6 andaðisl I Landakotsspítala föstudaginn 18 janúar Ari Agnarsson og synir. t Eiginmaður minn, BJARNI GUÐMUNDSSON, Framnesvegi 13 andaðist á Landakotsspítala þann 1 8 þ.m. Fyrir mína hönd og barna hans, María Jónsdóttir t PÁLL INGVAR GUÐMUNDSSON, Stórholti 21, sem andaðist á Vifilsstaðasjúkrahúsi 1 2 janúar verður jarðsettur frá Fossvogskirkju mánudaginn 2 1 janúar kl. 15 Hannes Pétursson. t SIGURÐUR G. NORÐDAHL verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. .þ.m. kl. 1.30 e.h. Sigríður Arnlaugsdóttir, systkini og dætur. Útför móður okkar JÓNÍNU G. ÓLAFSDÓTTUR frá Flatey, sem andaðist 13 janúar s I fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. janúar kl 1 5 00 . Ingólfur Viktorsson, Ottó Svavar Viktorsson. t Konan mín BJÖRG MARÍA ELÍSABET JÓNSDÓTTIR, Eiði, verður jarðsungin frá Neskirkju þnðjudaginn 22 þ m kl 1,30e h F.h barna og annarra aðstandenda, Meyvant Sigurðsson Minning syrtrum hjartanlegar sámúðar- kveðjur, einnig ömmum hans og afa og öllum örðum ástvin- um hans. Guð veiti ykkur öllum styrk og 1 blessun. Katrín Sigurjónsdóttir Guð komi sjálfur nú með náð Nú sjái Guð mitt efni og ráð Nú er mér, Jesú, þörf á þér Þér hef ég treyst f heimi hér. Þessar ljóðllnur Hallgríms Pét- urssonar vildi ég tileinka ykkur kæru hjón i tilefni þeirrar stóru sorgar við missi ykkar elskulega sonar. Langar mig til að votta ykkur mína innilegustu samúð. Ég veit, að það þarf mikinn sálar- þroska til að standa slíka raun, en séra Matthías segir: „Aldrei er svo bjart yfir öðlings manni (barni) að eigi geti syrt eins fljót- lega og nú, en aldrei er svo svart yfir sorgarranni að eigi geti birt fyrir eilífa trú.“ Þessar ljóðlínur þjóðskáldsins okkar skulum við öll í huga hafa. Til hins unga vinar mins vildi ég segja þetta, við verðum að telja það guðsgjöf að fá að kynnast Páll Ingvar Guð- mundsson — Minning Fæddur: 16.8 1898 Dáinn: 12.1. 1974 Páll Ingvar Guðmundsson fæddist í Borgarfirði eystri þann 16. ágúst 1898. Foreldrar hans voru þau Ragnhildur Hjörleifs- dóttir og Guðmundur Pálsson, sem þá bjuggu í Litlu-Vík í Desjarmýrarprestakalli. Um æskuár Páls er mér næsta fátt kunnugt. Faðir hans gerðist bóndi í Breiðuvík i Alftavík, en þar er að sögn lítið undirlendi og erf'itt um búskaparhætti. Faðir Páls andaðist á Seyðisfjarðarspít- ala þegar Páll var 5—6 ára, og var jarðsettur þar. Páll fór síðan f fóstur í Litlu-Vik til afa síns og ömmu I föðurætt. Hann gekk í barnaskóla og einn vetur I ung- lingaskóla. Páll hefur eflaust ver- ið námfús.og m.a. tileinkaði hann sér á nokkrum árum einkar fall- ega rithönd, sem bar af öðrum jafnvel á seinni æviárum. öll venjuleg sveitastörf, m.a. torf- ristu og sléttingu túna. Fljótlega fór hann þó að stunda sjóinn og næstu árin var hann við sjósókn mest á opnum bátum, víðs vegar af landinu, svo sem á Skálum á Langanesi, í Vestmannaeyjum, á Seyðisfirði og Reýðarfirði. Árið 1934 hætti Páll á sjónum og fluttist til Reykjavikur. Þá voru hér erfiðir tímar og oft litla vinnu á fá. Páll vann alla al- menna verkamannavinnu, sem til féll, og var um tima hjá Kol og salt og um nokkurra ára skeið við bræðslu hjá Lýsi h.f. — A sjötta áratugnum hóf hann svo störf hjá Eimskipafélagi Islands og gerðist fljötlega skrifari í vörúgeymslu- húsum félagsins, og starfði sem slikur nær óslitið til dauðadags. Kunningsskapur og vinátta okk- ar Páls varð fyrir þá tilviljun, að við bjuggum í sama húsi hálfan þriðja áratug. Á þessum árum skapaðist mjög náin vinátta milli A uppvaxtarárunum vann Páll Páls og fjölskyldu minnar. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför eiginmanns míns, EINARS JENS HAFBERG frá Flateyri. Kristbjörg Hafberg, börn, tengdabörn, og barnabörn. t Hjartans þakkir til allra, sem vottuðu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, INGIBJARGAR ÞORSTEINSDÓTTUR frá Strönd. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innijega auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegs sonar okkar, . DAVIÐS PÉTURSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna Daviðsdóttir, Pétur H. Ólafsson. Fellsmúla 22. t Þökkum innilega sýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, sonar og föður okkar, INDRIÐA KRISTINSSONAR, Kelduhvammi 7, Sérstakar þakkir til sambýlisfólks. Guð blessi ykkur 611. Kristín Guðjónsdóttir, Sigrún Jóhannesdóttir, Sigríður Indriðadóttir, Guðjón Indriðason, Særún Magnúsdóttir. elskulegu barni eins og góðum manni, og ekki síður. Kynni okkar voru ekki mikil og því síður löng. Ég kom á heimili foreldra hans og þar fann ég strax, að þar var ekki einungis að mæta elskulegu við- móti foreldra hans, heldur líka lítils drengs, sem tók hug minn allan í gegnum barnslegt samtak. Nú fyrir jólin kom hann til heimilis míns ásamt foreldrum að heimsækja ömmu sína. Þegar hann kom inn í stofuna niína þá átti ég við hann samtal, sem mig undraði gagnvart skilningi hjá barni á fimmta aldursári. Blessuð veri minning þessa elskulega, litla, góða drengs með hjartans þökk. Þér, ástvinir, eyðið nú hörmum, og afþerrið tárin á hvörmum, Við endalok útlégðar nauða Hið algjörlega líf vinnst i dauða. Með hjartans samúðarkveðju. Jón Guðmundsson. Reykjavík Páll var duglegur starfsmaður og lagði mikla rækt við þau störf, sem hann vann hverju sinni og samvizkusamur með afbrigðum. Hann hafði mikinn áhuga á ýmiss konar fróðleík og stórum hluta frítíma síns vai’ði hann til ritunar á fróðleiksmolum, gátum, vísum o.þ.h., og fylla þessi skrif þúsund- ir blaðsíðna. Páll var og góður spilamaður og spilaði lengi vel Bridge með félög- um sinum vikulega. Hann hafði ennfremur ánægju af að ferðast og fór nokkrum sinnum erlendis. A seinni árum ferðuðumst við Páll dálítið innanlands og komum m.a. á æskustöðvar Páls í Borgar- firði eystri en þangað hafði hann þá ekki komið i rúm 30 ár. Páll hafði um árabil langvinnan lungnasjúkdóm, sem háði honuin æ meir ef.tir því sem á leið. Hann vistaðist nokkrum sinnum á Víf- ilsstaðaspitala og hlaut þar ein- staka umhyggju og skilning hjá starfsliðinu og vil ég þakka það sérstaklega. Ættingjum Páls og vinum vott- um við samúð okkar. Hannes Pétursson. - Aðeins ein jörð Framhald af bls. 21 magnið til viðbótarræktunar í Suður-Rússlandi. En veður- fræðingar um allan heim mót- mæltu því, sögðu að það mundi breyta loftslaginu við norður- heimsskautið, gæti haft áhrif á þykkt íshellunnar og um leið veðurfarslegt mýnztur alls hnattarins. Síðustu fréttir herma, að búið sé að leggja áætlunina til hliðar. Og síðan 1972 nota Rússar fóðurvörur frá Bandaríkjúnum til að auka kjötframleiðslu sína. Það er ekki ætlun mín að fara að rannsaka takmörk vaxtar á ýmsum sviðum, þó að ég nefni þessi dæmi, heldur aðeins að leggja áherzlu á, að jafnvel nú- verandi mannfjöldí og efna- hagslegar aðgerðir eru farin að reka sig á sumar af takmörkun- um jarðarinnar. Nokkrar af þeim afleiðingum, sem spáð var í skýrslunni í framtíðinni, eru þegar farnar að sýna sig. ______________________— E.Pá. SKILTI Á GRAFREITI OG KROSSA Flosprent s.f. Nýlendugötu 1 4, sími 1 6480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.