Morgunblaðið - 01.03.1974, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1974
2
Aðeins Grikkir hafa meiri
verðbólgu en íslendingar
Þessa mynd tók Hermann Stefánsson fyrir nokkr-
um dögum, þegar nýlokið var við að ryðja Ólafsfjarð-
armúlann í eitt skipti af mörgum.
r
Arangurslaus barátta
við peningaskápinn
SAMKVÆMT skýrslu Efnahags-
og framfarastofnunarinnar, sem
nýlega er komin út er verðbólga á
Lslandi næstmest meðal allra
aðildarrfkjanna eða 28,4%. Að-
eins Grikkland hefur meiri verð-
bólgu eða 29,3%. Er þá miðað við
hækkun vfsitölu framfærslukostn
aðar á síðustu 12 mánuðum. Til
samanburðar við verðbdlguna t.d.
f Noregi má geta þess að verðbólg-
an hérlendis er 269% meiri hér
en þar. Minnsta verðbólgan er í
Luxemburg, en þar er hún aðeins
5,6%.
Hér fer á eftir hækkunarpró-
senta framfærslukostnaðar í aðild
arríkjum Efnahags- og framfara-
stofnunarinnar eins og hún er
gefin upp fyrir hin einstöku aðild-
aríki: Kananda 9,2%, Bandarikin
8,4%, Japan 15,9%, Ástralía
10,6%, Austurríki 8,0%, Belgía
6,7%, Luxemburg 5,6%, Dan-
mörk 11,2%, Finrdand 14,4%,
Frakkland 8,4%, Vestur-Þýzka-
land 7,4%, Grikkland 29,3%, ts-
land 28,4%, Irland 12,6%, Ítalía
11,4%, Holland 7,9%, Noregur
7,7%, Portúgal 16,5%, Spánn
13,9%, Svíþjóð 8,4 %, Sviss 10,8%,
Tyrkland 18,3% og Bretland
10,3%.
Bjarni seldi
fyrir 11
milljónir kr.
SKUTTOGARI Bæjarútgerðar
Reykjavíkur — Bjarni Benedikts-
son seldi í Þýzkalandi í gær sam-
tals 218,5 tonn fyrir 347 þúsund
mörk eða 11 milljónir og 110 þús-
und krónur. Meðalverð er þvf um
51 kr. á kílóið.
Þetta er næsthæsta sala, sem
fengizt hefur í Þýzkalandi til
þessa, en þess má geta, að sami
togari seldi fyrir nokkrum dögum
á sömu slóðum fyrir 343 þúsund
mörk, sem er þvf þriðja hæsta
verð, sem þar hefur fengizt. Skip-
stjóri á Bjarna Benediktssyni í
báðum þessum söluferðum var
Magnús Ingólfsson og voru þetta
jafnframt fyrstu ferðir hans á
skipinu. Aflinn var mestmegnis
karfi og þorskur, sem fenginn var
hér fyrir Vesturlandi.
lands fyrir um
SAMKVÆMT upplýsingum Ut-
flutningsmiðstöðvar iðnaðarins
hafa nú tekizt samningar við
Sovétrfkin um sölu þangað á
tveimur vörutegundum — peys-
um og málningu.
Eins og Mbl. hefur áður skýrt
frá, gætir töluverðrar tregðu af
hálfu Sovétríkjanna varðandi
kaup á íslenzkum afurðum. Nú
hefur hins vegar tekizt að selja
DAGANA 2.—8. marz verða stödd
í Reykjavík hjónin ELSA og
ÖRJAN LINDBERGER frá Sví-
þjóð, og halda hér fyrirlestra.
Dr. phil. Örjan Lindberger,
prófessor f bókmenntasögu við
Stokkhólmsháskóla, er hér f boði
Norræna hússins og Háskóla ts-
lands.
Hann flytur fyrirlestra á vegum
Norræna hússins sunnudaginn 3.
marz kl. 10.00 og miðvikudaginn
6. marz kl. 20.30.
Sunnudagsfyrirlesturinn nefn-
ir hann „Barnböcker och vuxen-
litteratur“. Að þeim fyrirlestri
loknum efnir Bókavarðafélag Is-
lands til fræðslu- og umræðufund-
ar um barnabókmenntir. Silja
Aðalsteinsdóttir ræðir um ís-
lenzka barnabókaútgáfu, en á eft-
ir verða frjálsar umræður. Til
fundarins verður boðið nokkrum
gagnrýnendum, höfundum, þýð-
endum og útgefendum barna-
bóka.
Fyrirlesturinn á miðvikudag
nefnist „Per Olof Sundman och
verkligheten“.
Báðir þessir fyrirlestrar verða
fluttir í Norræna húsinu.
Prófessor örjan Lindberger
heldur einnig fyrirlestra dagana
4. og 5. marz í Háskóla tslands kl.
17:15.
Fil. lic. Elsa Lindberger starfar
við Kungl. Myntkabinettet í
Stokkhólmi. Hún heldur fyrir-
lestur í Norræna húsinu fimmtu-
daginn 7. marz kl. 20:30, og nefnir
fyrirlestur sinn „Om vikingatida
myntskatter funna i Sverige".
Eskifirði 28. febrúar.
I NÖTT var brotizt inn i skrif-
stofuhúsnæði Hraðfrystihúss
Eskifjarðar. Fóru þjófarnir inn
um glugga á húsinu. Þeir höfðu
þó litið upp úr krafsinu vegna
þess, að þeir gátu ekki sprengt
upp peningaskáp fyrirtækisins.
Höfðu þeir þó ýmsa tilburði til
170 milljónir
um 140 þúsund peysur til Sovét-
rikjanna að verðmæti um 112,6
milljónir króna og um 700 tonn af
málningu að verðmæti um 57,6
milljónir króna. Á hinn bóginn
hefur ekki tekizt enn aðganga frá
samningum um værðarvoðir né
heldur sölu á lagmeti, en Rússar
keyptu mikið magn af báðum
þessum vögutegundum á síðasta
ári.
Einnig sýnir hún myndir með fyr-
irlestrinum.
Við viljum benda myntáhuga-
mönnum á þennan fyrirlestur,
sem vafalaust mun vekja áhuga
þeirra.
þess og reyndu m.a. að koma log-
suðutækjum þar að, en þau
komust þeir yfir á nálægu verk-
stæði. Virðast þeir ekki hafa haft
næga kunnáttu til að nota tækin.
Stórskemmdu þeir skápinn. Þeir
hafa ekki náðst ennþá. Miklir
peningar um 200 þús. kr., voru í
skápnum, en þjófarnir voru búnir
að eyðileggja hann það mikið, að í
dag höfðu menn ekki getað opnað
hann.
Allt er nú komið í gang hér eftir
verkfall og landaði Hólmatindur í
gær 60 lestum af fiski og á morg-
un er skuttogarinn Bjartur
væntanlegur og Barðinn eftir
helgi. Hér hafa borizt á land 18
þús. lestir af loðnu og hefst mót-
taka bráðlega á ný. Hér er í dag
suðaustan hvassviðri og rigning.
— Ævar.
Fá málflutningsleyfi
fyrir Hæstarétti
TVEIR héraðsdómslögmenn öðl-
uðust fyrir fáum dögum leyfi til
málflutnings fyrir hæstarétti, að
loknum flutningi tilskilinna próf-
mála, þeir Sigurður Hafstein og
Einar Sigurðsson.
Sigurður Hafstein rekur lög-
mannsskrifstofumeð þeim Eyjólfi
Konráð Jónssyni, Hirti Torfasyni
og Jóni Magnússyni og er einnig
framkvæmdastjóri Sjálfstæðis-
flokksins.
Einar Sigurðsson hefur auk lög-
mannsstarfa rekið fasteignasölu í
Reykjavík.
Afhending
listanna tefst
SVO sem kunnugt er, var stefnt
að því, að undirskriftalist-
ar Varins lands yrðu afhentir
forsætisráðherrá og forsetá
sameinaðs Alþingis fyrir 1.
mars. Nú hafa samgönguerfið-
leikarog verkfall tafið sending-
ar lista utan af landi, og er
vitað um marga áritaða lista,
sem hafa ekki enn borist skrif-
stofunni í Reykjavík. Meðan á
verkfallinu stóð, stöðvaðist
einnig tölvuvinnsla sú, sem
nauðsynleg er til þess, að unnt
sé að kanna tvíritanir og aðrar
misfellur á listunum. Af þess-
um sökum mun óhjákvæmilega
verða nokkur bið á afhendingu
undirskriftalistanna, en forvíg-
ismenn söfnunarinnar munu
kappkosta að hraða störfum
sem mest, svo að listarnir verði
sem fyrst tilbúnir til afhend-
ingar.
Blað h.f.
yfirtekur
Alþýðublaðið
FYRIR tveimur árum samdi Al-
þýðuflokkurinn við hlutafélag-
ið Alþýðublaðsútgáfuna um að
annast rekstur Alþýðublaðsins
burtséð frá stjórnmálaskrifum
þess, en stjórnarformaður Al-
þýðublaðsútgáfunnar hefur
verið Axel Kristjánsson. Und-
anfarna mánuði hefur það ver-
ið á döfinni hjá framkvæmda-
stjórn Alþýðuflokksins að gera
enn breytingar á rekstrarfyrir-
komulaginu. Er gert ráð fyrir
því, að á allra næstu dögum taki
nýtt hlutafélag, Blað h.f., við
fjárhagslegum rekstri blaðsins
samkvæmt nýjum samningi við
flokkinn og verður endanlega
frá þessum málum gengið í
byrjun næsta mánaðar, en á
ritstjórn Alþýðublaðsins og
rekstri verður engin breyt-
ing samkvæmt upplýsingum
Gylfa Þ. Gíslasonar.
Kanínupels hvarf
KONA, sem fór til læknis í
Danus Medica kl. 16—16:30 á
miðvikudaginn, varð fyrir því
óhappi, að á meðan hún var hjá
lækninum, tók einhver yfir-
höfn hennar, grábrúnan
kaninupels með brúnum leður-
þverröndum. Þeir, sem kynnu
að geta gefið upplýsingar um
hvarf pelsins, eru beðnir að
láta rannsóknarlögregluna í
Reykjavík vita.
Beitt verkfalls-
vopn gegn
íslandsfluginu
„VIÐ höfum ekki reiknað út
hve verkfallið olli miklu fjár-
hagslegu tjóni hjá flugfélögun-
um,“ sagði Örn Johnson for-
stjóri þegar við inntum frétta
af þessum málum f gær, „en
þaðeru háar tölur, sem myndu
koma út úr slfkri könnun."
Örn taldi, að ekki yrði hjá því
komizt að finna annað fyrir-
komulag á samningagerð en
það, sem nú ríkir, og benti á, að
á einu ári hefðu flugfélögin
fengið á sig 3 verkföll og auk
þess alvarleg vandræði vegna
yfirvinnubanns flugvirkja á s.l.
ári. Taldi hann, að verkfalls-
vopnið væri sérlega beitt hér á
landi, því Island hefði svo
mikla sérstöðu í þessum mál-
unt Annars staðar væri hægt
að gripa til skipa, eða sam-
á landi, en í slíku verkfalli, sem
var nú, hefði ekki einu sinni
verið hægt að koma sendibréfi
á milli landa.
Geir Magnússon
framkvæmdastjóri
Icelandic Imports
GEIR Magnússon viðskipta-
fræðingur hefur nýlega verið
ráðinn framkvæmdastjóri Ice-
landic Imports Inc. f New York.
Geir er Reykvíkingur en í mörg
undanfarin ár hefur hann starf-
að hjá Coldwater Seafood Co.
þar vestra, sem er dótturfyrir-
tæki Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna. I fréttabréfi Utflutn-
ingsmiðstöðvar iðnaðarins seg-
ir, að Geir hafi afar víðtæka,
bandaríska viðskiptareynslu,
og hefur hann þegar hafið end-
ur uppbyggingu sölustarfs Ice-
landic Imports I Bandaríkjun-
um.
r
Utibússtjóri
Utvegsbankans
á ísafirði
A LUNDl bankaráðs Útvegs-
banka Islands I gær var Högni
Þórðarson ráðinn útibússtjóri
Útvegsbankans á ísafirði.
Högni Þórðarson er fæddur á
Isafirði 6. febrúar 1924.
Hann hóf störf I Útvegsbank-
anum á tsafirði 15. júní 1945 og
var gjaldkeri og bókari til 1.
marz 1973, að hann var settur
útibússtjóri.
Steinolía hækkar
STEINOLlA hækkar í dag um
26% og hækkar líterinn úr
tunnum þvf úr 7,35 kr. í 9 kr,
eða 22,5 %, en líterinn I smáflát-
um hækkar úr 9,50 kr. I 12 kr.
eða um 26,3 %.
Eðvarð
segir ósatt
I útvarpsþættinum „Beinni
línu“ I fyrrakvöld hélt Eðvarð
Sigurðsson formaður Dags-
brúnar þvf fram, að ósönn væri
fregn f Morgunblaðinu fyrir
nokkrum dögum þess efnis, að
hann hefði rekið Lúðvfk
Jósepsson út af Hótel Loftleið-
um sfðustu daga samninganna.
Af þessu tilefni þykir rétt að
taka fram, að Morgunblaðið
stendur við hvert orð f þessari
frétt. Eðvarð Sigurðsson sagði
hins vegar ósatt f útvarpinu.
Fjöldi samningamanna var
vitni að samtali þeirra Eðvarðs
Sigurðssonar og Lúðvfks
Jósepssonar f hinu stóra and-
dyri Hótel Loftleiða og enda
þótt um tveggja manna tal væri
að ræða, lá þeim félögum svo
hátt rómur, að nærstaddir kom-
ust ekki hjá þvf að heyra, hvað
sagt var. Eitt af þvf var, að
Eðvarð Sigurðsson sagði Lúð-
vfk, að annar hvor þeirra færi
út úr húsinu. Eftir það tók Lúð-
vfk hatt sinn og frakka og fór.
Þessi tfðindi komu samninga-
mönnum raunar ekki á óvart.
Það var á allra vitorði, að sfð-
ustu daga samninganna hafði
gætt vaxandi óánægju hjá Eð-
varð Sigurðssyni vegna nær-
veru Lúðvíks Jósepssonar og
komst hún á það stig, að Eðvarð
neitaði að tala við Lúðvík. Þetta
þykir Morgunblaðinu rétt að
taka fram, vegna ummæla
Eðvarðs Sigurðssonar í útvarp-
inu, en stór hópur samninga-
manna veit, að þar sagði hann
ósatt. Hitt er svo annað mál, að
kannski er ekki hægt að lá
Eðvarð Sigurðssyni það, að
hann fæst ekki til þess að stað-
festa þetta opinberlega og mót-
mælir þvl.
Peysur og málning til Rúss
Sænskir fyrirlesarar í #
Norræna húsinu ogHI
ujm h.m. *..* sjuhM<X-V *.v.v . v j* .y.v v v v r .v.v jr.'v.v.v.v j* .v.v.v.v v v.v.v.v^v.v,vr jv.viv.v.v.v^T.v.v.v.v,v.y_^>