Morgunblaðið - 01.03.1974, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 01.03.1974, Qupperneq 3
1 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1974 3 Bókakynning Menning- arsjóðs á Suðurlandi BÓKAUTGÁFA Menningar- sjóðs mun halda bókakynningu á bókum sfnum á fjórum stöð- um á Suðurlandi, þ.e. á Akra- nesi, Hvolsvelli, Keflavík og Selfossi. Þarna verða kynntar og seldar allar bækur útgáf- unnar, sem enn eru til, en það eru um 150 titlar af skáldsög- um, ævisögum, ritsöfnum, ljóð- um, fræðiritum og handbókum. Bókakynningin verður haldin helgina 2. og 3. marz á Hvols- velli (í Unglingaskólanum), Keflavík (i Sjálfstæðishúsinu), og Selfossi (í Iðnskólanum) frá kl. 2—6, báða dagana. Á Akranesi verður kynningin 5.—8. marz í Bókaverzlun Andrésar Níelssonar. Tilgangur þessarar kynning- ar er fyrst og fremst að koma á betra sambandi við félags- menn, einnig að kynna þau hag- kvæmu kjör, sem við höfum að bjóða félagsmönnum okkar. Sumar bækurnar eru á þrot- um, svo sjálfsagt verður hver síðastur að tryggja sér eintak. Þau bókasöfn, sem átt hafa miklum vinsældum að fagna, eru Smábækur Menningar- sjóðs, Lönd og lýðir og Alfræði Menningarsjóðs, svo eitthvað sé nefnt. Bókmenntir í bóka- flokknum Alfræði Menningar- sjóðs hefur orðið að endur- prenta, því bókin seldist upp á rúmu ári. Af öðrum bókum má nefna Kortasögu Islands, Kviður Hómers, og íslenzk orðabók. Á bókakynningunni verður mönnum gefinn kostur á að gerast félagsmenn og kaupa þannig bækurnar á 20—30% lægra verði en utanfélagsmenn. Auk þess fá allir magnafslátt, sem kaupa fyrir meira en 3.000.— þá 5% en 10%, ef þeir kaupa fyrir meira en 5.000.— kr. FRÉTTATILKYNNING Höskuldur Frfmannsson forstjóri bókaútgáfu Menningarsjóðs, Inga Birna Jónsdóttir formaður Mennta málaráðs og Hilmar Baldursson sölumaður með nokkur bókasýnishorn. Þessi mynd sýnir húsið nr. 12 við Hvitingaveg í Eyjum eftir að það hrundi undan öskuþunga í eldgosinu fyrir ári Húsgögn og annar húsbúnaður sést undir stórskemmdu húsinu. Hrundiundan ösku — byggt upp aftur Þau vinna þetta verk að mestu leyti ein og eru ánægð og ákveðin, og framkvæmdin er meira að segja með gömlu aðferðinni MEOFYLGJANDI myndir tók Sigurgeir i Eyjum af eigendur hússins nr. 1 2 við Hvítingaveg í Vestmannaeyjum. Ein myndin sýnir, hvernig húsið var útleikið fyrir um það bil ári, þegar það hrundi undan öskuþunga i eldgosinu. En eigendurnir, Gunnar Sigurðsson málari og Björg kona hans, létu ekki þar við sitja. Þau ætla að láta sig hafa það að endurreisa húsið. Það er dugnaður og hugur i fullorðna fólkinu ekki stður en þvi unga í uppbyggingar- og endurreisnarstarfinu, sem þvi miður er þó ennþá allt of hægfara. Þau hjónin vinna tvö öllum stundum i þessu, þegar veður leyfir, enda mikið i húfi, þar sem önnur hæð er undir og þvi þarf að koma þaki fljótt á húsið. Meira að segja á vertíðinni sjálfri verður þetta að sitja fyrir, þak yfir höfuðið er það fyrsta og hitt verður að koma siðar. Eigendurnir hafa tekið til sinna ráða. Aftur skal húsið rísa. Og suðurhliðin var enn verr farin en norðurhliðin. 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.