Morgunblaðið - 01.03.1974, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1974
5
□ Frá afhendingu snjásleðans, talið frá vinstri: Þormóður Sigur-
geirsson formaður Lionsklúbbsins, Ragnar Ingi Tómasson formaður
Hjálparsveitarinnar og Valur Snorrason gjaldkeri Lionsklúbbsins.
Lionsklúbbur gefur
snjósleða og kýrverð
Nýlega gaf Lionsklúbbur
Blönduóss Hjálparsveit skáta á
Blönduósi snjósleða af Johnson-
gerð og í haust gaf klúbburinn
ungum bónda, Jóni Þorbjörns-
syni, Snæringsstöðum, kýrverð,
en hann missti átta kýr af völdum
raflosts.
Fjáröflun klúbbsins hefur
gengið vel á þessu starfsári, en
fjár aflar klúbburinn með blóma-
og perusölu, útgáfu jólakorta og
með þvi að efna til spilakvölda.
Fundi heldur klúbburinn tvisvar
i mánuði og eru þar rædd ýmis
framfaramál. Sviðamessa var
haldin á haustdögum og konu-
kvöld i lok nóvember. Arshátíð er
svo fyrirhuguð 2. marz.
Klúbbfélagar eru 32, allir
búsettir á Blönduósi og I nær-
sveitum. Stjórn klúbbsins skipa
Þormóður Sigurgeirsson, formað-
ur, sr. Árni Sigurðsson, ritari, og
Valur Snorrason, gjaldkeri.
Árni G. Eylands:
Bágt er að heyra
Tók nýlega á móti blaðinu
Suðurlandi, sem dagsett er 2.
febrúar 1974. Forsíðugrein blaðs-
ins er: Heimir Steinsson: Lýð-
háskólinn í Skálholti.
Greinina las ég af mikilli
forvitni, vonandi er mér óhætt að
segja það, en svo er ástatt með
stuttan kafla af greininni, að ég
varð að tvílesa hann — og meira
en það, til þess að trúa því, án
þess að fella mig við það, sem þar
stendur. — Kaflinn hefir fyrir-
sögnina: Helztu námsgreinar: —
Sjö línur hljóða svo: (um annað
ræði ég ekki):
„íslenzk tunga, saga og bók-
menntir, a.m.k. 8 stundir i viku
enska 4 stundir í viku
danska 4 stundir í viku
þýzka 3 stundir í viku
franska 2 stundir í viku
latína 2 stundir í viku.“
Vart hefði ég trúað þessari
námsstundaupptalningu (tungu-
mál) ef hún hefði komið frá ein-
hverjum öðrum en skólastjóran-
um (á víst að kallast rektor, en ég
fæ mig ekki tilþess). Raunar veit
ég ekki, hvort skólastjórinn er
einn um að ákveða þessa tungu-
málakennslu eða hvort það eru
einhverjir fleiri Skálholtsskóla-
menn um það?
Norska er ekki nefnd einu orði,
og sama er að segja um sænskuna.
Mér ofbauð, og ég varð hrelldur
við að lesa þetta.
Dveljum ofurlítið við norskuna,
hvernig hún er vanmetin í Skál-
holti, eftir því sem bezt verður
séð, ef trúa má upplýsingum þeim
um tungumálakennsluna, sem
teknar voru upp hér að framan.
— Bágt er að heyra og sjá, að
norsk tunga er svo gjörsamlega
vanmetin í lýðháskólanum, sem
settur hefir verið á laggirnar í
Skálholti. Þótt eigi sé það megin-
atriði má vel minnast þess í þessu
sambandi, hvers endurreisnin í
Skálholti hefir notið frá Noregi,
bæði kirkja og skóli. Hart að lítils-
virða norska tungu í lýðháskóla
þessum. Ilið alminnsta, sem hægt
væri að sýna sem lit — ofurlítinn
lit — á hollum huga til Noregs,
væri að kenna Norðurlandamál-
in: norsku, sænsku og dönsku
þannig 3 tíma í viku, að
nemendunum sé það frjálst val,
hvaða tungu af þessum þremur
hver þeirra nemur. — En réttast
tel ég hefði verið frá upphafi að
ætla nemendunum öllum norsku-
kennslu eigi minna en 3 tíma f
viku, hvað sem liður öðrum mál-
um Norskan er sjálfsögð sem það
Norðurlandamál, sem mestur
sómi sé sýndur af þeim öllum
þremur utan íslenzkunnar. Gott
er að minnast þess, að norsk
tunga og norsk landafræði, sem
blandast mikið inn f tunguna,
grípur allmikið inn í sögu vora í
fleiri greinum.
Um þetta hefi ég ekki meira að
segja í þetta sinn. Sögu-
kennslunni i Skálholti vil ég
treysta hið bezta, en þess er að
minnast að það hefir komið fyrir
og kemur fyrir, að hámenntaðir
íslenzkir menn, langmenntaðir i
dönsku, en líttmenntaðir í
norsku, hafa misnotað dönsk orð
(nöfn), er snerta sögu vora á
þann hátt að skrá þau í merkum
bókum íslenzkum í stað góðra og
gildra norskra nafna, sem við
áttu, en þeir hafa ekki þekkt. Þau
voru árin og aldirnar, að misjafn-
ir embættis Danir í Noregi — og
einnig í Höfn — klíndu dönskuaf-
bökuðum nafnorðum á staði og
hluti í Noregi. Á undanförnum
áratugum hafa Norðmenn gert
mikið af því að losa sig við
dönsku-tónuð nöfn og önnur orð
og nota eingöngu forn og rétt
norsk nöfn, sem aldrei hafa dáið
út í heimamálinu og eru, þegar að
er gáð, furðulega nálæg íslenzku
máli fornu og nýju.
Von er, að það valdi ekki góðu
varðandi norskuna, þegar
danskan er vel og mikið kennd,
en sneitt framhjá norskunni á
sagnfræðisviðinu hvað þá Öðru.
Sorglega bágt að Lýðháskólinn í
Skálholti skuli ekki líta við
norskunni. *
19. febrúar 1974.
ifsm
eru oiuljjun^a-
bnniEcn
TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
teKARNABÆR
LÆKJARGÖTU 2 LAUGAVEGI 20A LAUGAVEGI 66
DÖMUR JAKKAFÖT M/VESTI TWEED OG TERYLENE SÍÐ PILS ÚR FLAUELI PEYSUR MIKIÐ ÚRVAL BLÚSSUR STAKIR JAKKAR ÚR DUNNIGAL OG FLAUELI BUXUR ÚR DUNNIGAL, TERYLENE, FLAUELI OG DENIM VESTI BOLIR OMFL FL. HERRAR EINLIT RÖNDÓTT OG TWEED JAKKAFÖT m/VESTI STAKIR NÝJIR JAKKAR BUXURí MIKLU EFNA OG LITAÚRVALI SKYRTUR RÓSÓTTAR OG KÖFLÓTTAR MJÖG FALLEGAR VESTI EINLITog MYNSTRUÐ ALLAVEGA PEYSUR MJÖG FALLEGAR BINDI og SLAUFUR
tízkuverzLun unga fólksins fe) KARNABÆR LÆKJARGÖTU 2 LAUGAVEGI 20A LAUGAVEGI 66