Morgunblaðið - 01.03.1974, Page 7

Morgunblaðið - 01.03.1974, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1974 Norræn tónlistar hátíð ungs fólks Valin hafa verið 7 islenzk tón- verk til flutnings á Ung Nordisk Musikfest 1974, en sú tónlistarhátið verður haldin í júlibyrjun n.k. f lýðháskóla- bænum Framnás nálægt Piteá i Norrebotthéraði i Svíþjóð. Dómnefnd skipuð tónskáld- unum Atla Heimi Sveinssyni, Magnúsi Blöndai Jóhannessyni og Ragnari Björnssyni, valdi eftirfarandi verk til flutnings af íslands hálfu að því er Rík- harður Pálsson í íslenzku UNM- nefndinni tjáði mér: Cantata II. eftir JónasTómasson, Silja eft- ir Askel Másson, Lýðræðislegt verk fyrir generator og trompett eftir Þorstein Hannes- son, Helix fyrir 7 einsöngvara eftir Karólínu Eiríksdóttur, Andlegar vibrasjónir fyrir flautu og píanó eftir Snorra Sigfús Birgisson, Humma fyrir 3 flytjendur eftir Þorstein Hauksson og Penta eftir Berg- ljótu Jónsdóttur. Hér mun í fyrsta skipti vera um.beina þátttöku íslands að ræða á þessum vettvangi, en hátíð ungra, norrænna tónlist- armanna eða UNM, hefur verið árviss viðburður undanfarin 27 ár til skiptis í Finnlandi, Svi- þjóð, Noregi og Danmörku. Markmiðið með þe'ksum mótum er að koma tónverkum ungra, Áskell Másson er höfundur eins verkanna, sem flutt verða á UNM-hátíðinni í Sviþjóð. Verk hans heitir Silja, en hann leikur á trumbur og önnur ásláttarhljóðfæri auk flautu hjátslenzka listdansflokknum. norrænna höfunda á framfæri og auka samskipti ungra tón- listarmanna á Norðurlöndum. Halló krakkar og nýtt íslenzkt verk Leikfélag Akureyrar sýnir nú barnaleikritið Halló krakkar eftir Leif Forstenberg. Guðlaug Hermannsdóttir þýddi leikritið og staðfærði, en Þórhildur Þor- leifsdóttir leikstýrir. Arnar Jónsson og Þráinn Karlsson gera leikmyndir. Vésteinn Lúðvíksson situr nú við skriftir fyrir Leikfélag Akureyrar og semur leikrit, sem tekið verður til æfinga af fullum krafti á næstunni, að sögn Magnúsar Jónssonar leik- hússtjóra. Leikfélag Vestmanna- eyja mundar prjónana Við slógum á þráðinn til Leik- félags Vestmannaeyja og innt- um frétta af starfinu. Unnur Guðjóns sagði okkur, að þau væru nú að lesa yfir leikrit til þess að velja verkefni, en strax og loðnuhrotan er liðin hjá munu leikarar félagsins taka til hendinni. Hún spilar víða inn í loðnan, en það er nú lán i óláni að loðnan er ekki allt árið. sprang Ejtír Arna Johnsen Leiklistar- námskeið á Húsavík Leikfélag Húsavíkur er nú að æfa Góða dátann Zweig. Benedikt Arnason leikari er nú á Húsavík og leikstýrir hjá leik- félaginu þar auk þess sem hann hefur leiklistarnámskeið, sem nærri 30 manns sækja. Fölk úr Aðaldalnum sækir einnig leik- listarnámskeiðin. Frumsýning á Dátanum verður í marzlok. Ingimundur Jónsson leikur Zweig. Nýlega hefur leikfélagið eignazt nýtt ljósaborð. Húsavík- urkaupstaður gaf það til minn- ingar um Pál Þór Kristinsson fyrrverandi bæjarstjóra á Húsavík, en hann starfaði mik- ið að leikfélagsmálum og lék fjölda minnisstæðra hlutverka. Ljósaborðið er með þeim full- komnari, sem til eru á landinu, en það kostaði 250 þús. kr. Þá má geta þess, að um áramótin tók Leikfélagið yfir rekstur á bíóinu og rekur það á eigin ábyrgð. Bíóstjóri er Adolf Adolfsson, en bíósýningar eru flest kvöld í viku. íslenzki dansflokkurinn er í stöðugri framför og innan skamms mun dansflokkurinn bjóða upp á ný verkefni á sýningum sínum. Ljósm. Mbl., . 7 STEREOSETT árgerð '73 mjög vel með farið. Verð 45 000— Til sölu að Unn- arbraut 6, Seltj simi 21 1 98 NETAGRJÓT TIL SÖLU Nokkur hundruð steinar Upplýs- ingar í síma 99—3250 SUÐURNES Ungur reglusamur piltur óskar eft- ir herbergi í Keflavík eða Sand- gerði. Upplýsingar i sima 2052. 12—1 6" hjólsög i borði óskast. Upplýsingar f'sim- um 86466 og 13175 Iselco s.f., Ármúla 32. GAS DIESEL JEPPI til sölu. Módel '68. Klæddur. Sæti fyrir 10. Góð nagladekk Góð kjör Upplýsingar i síma 92—21 57. KEFLAVÍK Ung barnlaus hjón óska eftir 2ja herb. íbúð sem fyrst. Upplýsingar i síma 1122, Kefla- vík. LÍTIL, EN BJÖRT ÍBÚÐ óskast til leigu i eldri hluta borgar- innar. Hefi tryggingu fyrir húsaleigu- greiðslu. Er fullorðin kona, ein í heirruli. Algjört bindindi. Upplýsingar i sima 33483. SKIPTIÐ á íslenzkum frimerkjum og fáið norsk i staðinn Betri fyrir betri. Terje Pedersen, Engerjordet 33, 1310 Blommenholm, NORGE r——* ' — ■ ■■ - ■ — —— - Fullkomið philips verkstæói Fagmenn sem hafa sérhæft sig í umsjá og eftirliti með Philips-tækjum sjá um allar viðgerðir. Breytum sjónvarpstækjum fyrir Keflavík. heimilistæki sf SÆTÚNI 8. SÍM1:1 3869. — - - — 26. leikvika — leikir 23. feb. 1 974. Úrslitaröðin: 1XX — 1XX — X22 — 1XX 1. vinningur: 1 1 réttir — kr. 335.000,00 1 2455 (Reykjavík) 2. VINNINGUR: 10 réttir — kr. 8.400,00 64 12674 35964 37317 + 37329 + 37343 + 37643 + 5949 35212 36330 37326+ 37338+ 37436 38275 6478 35763 37301 + + nafnlaus Kærufrestur er til 18. marz kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstof- unni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina Vinningar fyrir 26. leikviku verða póstlagðir eftir 19. marz. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðin — REYKJAVÍK SAUMANÁMSKEIÐ Grunnnámskeið í verksmiðusaumi hefjast við Iðnskólann í Reykjavík 1 1 . marz næstkomandi. Kennt verður hálfan daginn í tveimur námshóp- um, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðin skiptast í tvær annir, og stendur fyrri önn í fjórar vikur eða til 5. apríl. Síðari önn verður tvær vikur og hefst 1 6. apríl. Kennd verða undirstöðuatriði verksmiðju- saums, meðferð hraðsaumavéla og vörufræði. Auk þess verða fyrirlestrar um atvinnuheilsu- fræði, vinnuhagræðingu og fleiri efni. Þátttökugjald er kr. 1 500.— Innritun fer fram til 7. marz á skrifstofu skólans (sími 26240), sem jafnframt veitir nánari upp- lýsingar. Skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.