Morgunblaðið - 01.03.1974, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ,FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1974
SUNNUQ4GUR
3. mars 1974
16.30 (Jr lffi drykkjukonu
Breskt sjónvarpsleikrit eftir
Jeremy Sandford um
drykkjusjúka förukonu og
eirðarlausa leit hennar að
dvalarstað við sitt hæfi.
Aðalhlutverk Patricia Hayes.
Þýðandi Bríet Héðinsdóttir.
Áður á dagskrá 28. janúar
síðastl.
18.00 Stundin okkar
í þættinum að þessu sinni
eru myndir um Róbert
bangsa, Jóa og Rikka ferða-
lang. Einnig syngur Drengja-
kór heilags Jakobs frá Stokk-
hólmi nokkur lög og haldið
verður áfram spurninga-
keppninni.
Umsjónarmenn Sigríður
Margrét Guðmundsdóttir og
Hermann Ragnar Stefánsson.
18.50 Gftarskóiinn
Gítarkennsla fyrir
byrjendur.
4. þáttur endurtekinn.
Kennari Eyþór Þorláksson.
19.20 Hlé
20.00 Fréttir
20.20 Veður og auglýsingar
20.25 Heyrðu manni!
Spurningaþáttur.
Bessi Bjarnason leitar svara
hjá fólki á förnum vegi í
Hveragerði og á Stokkseyri.
20.55 Enginn deyr í annars
stað
Ný, austurþýzk framhalds-
mynd, byggð á skáldsögu eft-
ir Hans Fallada.
1. þáttur.
Leikstjóri Hans Joachim
Kasprizik.
Aðalhlutverk Erwin Ges-
chonnek og ElsaGrube-Deist-
er.
Þýðandi Óskar Ingimarsson.
Sagan hefst í Berlín árið
1940, þegar veldi Hitlers
hefur náð hámarki. Tré-
smiðurinn Otto Quangel og
kona hans frétta, að sonur
þeirra hafi fallið á vígstöðv-
unum. Þá þykir þeim mælir-
inn fullur. Þau ákveða að
snúast gegn foringjanum og
stofna sína eigin andspyrnu-
hreyfingu.
Enginn deyr f annars stað,
eða Jeder stirbt fur sich all-
ein, eins og sagan heitir á
frummálinu, varð síðasta bók
höfundarins, og skömmu eft-
ir útkomu hennar andaðist
hann saddur lífdaga á tauga-
hæli í Austur-Þýskalandi.
22.10 Lffsraunir
Sænskur myndaflokkur um
mannleg vandamál.
Ástvinamissir
I þessum þætti lýsa nokkrir
einstaklingar viðbrögðum
sinum við fráfall nánustu
vandamanna, og segja frá,
hvernig þeir aðlöguðust nýj-
um aðstæðum og sættu sig
við orðinn hlut.
Þýðandi Dóra Hafsteins-
dóttir.
(Nordvision — Sænska sjón-
varpið)
22.40 Að kvöldi dags
Séra Guðjón Guð.jónsson.
æskulýðsfulltrúi, flytur hug-
vekju.
22.50 Dagskrárlok
A1M4UD4GUR
4. mars 1974
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 240 fiskar fyrir kú
Kvikmynd eftir Magnús
Jónsson, gerð með tilstyrk
Menntamálaráðs og Fiski-
málasjóðs.
1 myndinni er því lýst, hve
mjög lífsafkoma Islendinga
er háð fiskveiðum og vernd-
un fiskimiðanna kringum
landið.
Kvikmyndun Ernst Kettler.
Sjónvarps- og útvarpsdag-
skráin er á bls. 25.
Kyrrmyndir Gunnar Hannes-
son.
Tónlist Sigurður Rúnar Jóns-
son.
Þulur Jón Múli Arnason.
21.00 Björgun sökkvandi
borgar
Stutt kvikmynd um björgun
mannvirkja og listaverka i
Feneyjum frá skemmdum af
völdum vaxandi vatnsaga.
Þýðandi og þulur Gylfi
Pálsson.
21.05 Emma Zunz
Frönsk kvikmynd eftir Alain
Magrou, byggð á sögu eftir
Jorge Louis Borges.
Aðalhlutverk Catherine
Salviet.
Þúðandi Dóra Hafsteins-
dóttir.
Aðalpersóna sögunnar er ung
verksmiðjustúlka. Faðir
hennar hefur stytt sér aldur.
Hún telur vinnuveitanda
sinn eiga sök á því og er
staðráðin í að koma fram
hefndum með einhverju
móti.
21.55 Búnaðarspjall
Samræður í sjónvarpssal.
Eiður Guðnason ræðir við
fjóra Búnaðarþingsfulltrúa,
Egil Bjarnason, ráðunaut á
Sauðárkróki, Hjalta Gests-
son, ráðunaut á Selfossi,
Magnús Sigurðsson, bónda á
Gilsbakka í Borgarfirði, og
Snæþór Sigurbjörnsson,
bónda í Gilsárteigi í Suður-
Múlasýslu.
22.35 Dagskrárlok
ÞRIÐJUDkGUR
5. mars 1974
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Lítið skákmót f sjón-
varpssal
Þátttakendur eru:
Forintos, stórmeistari frá
Júgóslavíu, Trignov, stór-
meistari frá Ungverjalandi
og íslendingarnir Friðrik
Ölafsson og Guðmundur
Sigurjónsson.
Skákskýringar flytur Guð-
mundur Arnlaugsson, rektor.
1. skák Forintos, hvítt, Guð-
mundur Sigurjónsson, svart.
21.00 Valdatafl
Bresk framhaldsmynd
4. þáttur. ! eldlínunni
Þýðandi Jón O. Edwald.
Efni 3. þáttar:
I Bligh-fyrirtækinu eru skipt-
ar skoðanir á hagkvæmni
samninga, sem bjóðast við
vegaframkvæmdir í Grikk-
landi. Caswell Bligh vill
hafna öllum tilboðum þar að
lútandi og taka þess f stað til
við stórfellda vegagerð innan
lands. Sonur hans er á öðru
máli, en Wilder telur sig hafa
fulla ástæðu til tortryggni á
báðum tilvikum. Kenneth
Bligh lætur einskis ófreistað
til að koma Wilder í vanda.
Hann kemur því svo fyrir, að
Pamela Wilder hittir gamlan
kunningja af tilviljun og
Wilder tekur sér það mjög
nærri.
21.45 Heimshorn
Fréttaskýringaþáttur um er-
lend málefni.
Umsjónarmaður Jón Hákon
Magnússon.
Þurrkarnir miklu
Fréttamynd um áhrif lang-
varandi þurrka á líf fólks í
austanverðri Mið-Afríku.
Myndin er að mestu tekin í
Sómalíu.
Þýðandi og þulur Dóra Haf-
steinsdóttir.
Fóstureyðing
Sænsk fræðslumynd um fóst-
i yðingar.
Creint er frá aðferðum við
fóstureyðingar og sýndar
myndir frá slíkum aðgerðum.
Mynd þessi var sýnd i sænska
sjónvarpinu f desember 1969.
Þýðandi og þulur Þrándur
Thoroddsen.
Inngangsorð að myndinni
flytur Pétur Jakobsson, yfir-
læknir.
(Nordvision — Sænska sjón-
varpið)
Dagskrárlok
I HIÍAÐ EB AÐ SJA?
Jorge Lois Borges — kvikmynd
eftir sögu hans er á dagskrá á
mánudagskvöld.
Á sunnudagskvöld hefur
göngu sína í sjónvarpinu nýr
austur-þýzkur framhalds-
myndaf lokkur. Nefnist sá á
frummálinu Jeder stirbt sich
allein, gerður eftir samnefndri
sögu Hans Fallada en nýlega
var hér sýndur framhalds-
myndaflokkur eftir annarri
sögu hans — Hvað nú, ungi
maður? Og þó að þessi dálkur
sé ekki ætlaður sem vettvangur
gagnrýni, verður naumast kom-
ízt hjá því að finna að því
hversu stutt er -mi 1 li þessara
tveggja mynda, og þá eins
hversu sunnudagskvöldin eru
farin að fá austur-evrópskt yfir-
bragð hvað framhaldsmyndir
áhrærir. Verður að telja það
hyggilega ráðstöfun til fjöl-
breytni að koma þar á meiru
menningarlegu jafnvægi.
Hér er ekki verið að amast
við Hans Fallada, hann er allra
góðra gjalda verður sem einn
fremsti rithöfundur sösíalreal-
ismans. I Jeder stirbt sich all-
ein segir hann frá andspyrnu-
hreyfingunni í Berlín á tímum
nasista, en sagan birtist þó ekki
fyrr en árið 1949 — tveimur
árum eftir lát Fallada. Hér sem
annars staðar i verkum Fallada
kemur fram einlæg umhyggja
hans fyrir þeim, sem minnst
mega sín, sem ætið skulu verða
leiksopppar örlaganna.
Á mánudagskvöld er á dag-
skrá frönsk kvikmynd, þar sem
annar skáldjöfur fær að láta
ljós sitt skína. Myndin nefnist
Emma Zunz og er byggð á sögu
argentinska rithöfundarins
Jorge Lois Borges. Hróður hans
hefur vaxið mjög hin siðari ár
svo að nú vilja margir telja
hann í hópi sérstæðustu og mik-
ilhæfustu rithöfunda vorra
tíma. Getur því orðið nógu fróð-
legt að sjá hvernig til tekst hjá
frönskum.
Það er í frásögur færandi, að
Borges er mikill unnandi ís-
lenzkra fornbókmennta og kom
hingað til lands í eins konar
pílagrímsför fyrir fáeinum ár-
um. Var þá töluvert um hann
rætt og ritað, en einhvern veg-
inn hefur maður það þó á til-
finningunni, að hér sé Borges
Iítið lesinn nema af þröngum
hópi manna.
Og þá er kannski vert að
minnast þess, að um þessar
mundir á Borges undir högg að
sækja hjá stjórnvöldum heima-
lands síns. Hann hefur um
langan aldur starfað sem bóka-
vörður í Buenos Aires, en var
vikið úr starfi þegar Perón
komst til valda í Argentínu í
fyrra sinnið og þá settur eftir-
litsmaður hænsnabúa f háð-
ungarskyni. Þegar Perón var
rekinn í útlegð fékk Borges
Valdataf 1 — á dagskrá á þriðjudagskvöld.
uppreisn æru og var fyrir
nokkrum árum skipaður Iands-
bókavörður. Nú hefur Perón
hins vegar verið endurreistur í
Argentínu og aftur er Borges
„úti í kuldanum" — að þessu
sinni að eigin frumkvæði. Má í
því sambandi minna á viðtal,
sem birtist hér í blaðinu fyrir
skömmu, þar sem Borges fer
nokkrum vel völdum orðum um
fyrirbærið Perón svo að ekki sé
minnzt á konur hans, og hafa
þessi ummæli orðið tilþess, að
ýmsir vinir og aðdáendur
Borges á Vesturlöndum óttast
nú, að argentínsk stjórnvöld
grípi til hefndarráðstafana
gegn honum. Borges er nú hálf-
áttræður að aldri, en vill ekki
yfirgefa föðurland sitt,þar sem
hann hefur þar fyrir háaldraðri
móður að sjá.
A þriðjudagskvöld fáum við
að sjá sænska fræðslumynd um
fóstureyðingar, sem vafalaust á
eftir að vekja töluverða um-
ræðu hér heima fyrir, þar sem
fóstureyðingar hafa verið tals-
vert hitamál um skeið. Kunn-
ugir segja, að þessi mynd sé
nokkuð ,,sóðaleg“ — og þar sé
lýst aðferðum við fóstureyð-
ingar og eftirköstum þeirra.
Segja sömu heimildir myndina
heldur neikvæða fyrir málstað
þeirra, sem ákafast berjast
fyrir því, að fóstureyðingalög-
gjöfin hér verði rýmkuð til
muna.
Nýr gamanmyndafiokkur
byrjar svo á miðvikudagskvöld,
og er þar aftur kominn John
Alderton, vinur okkar úr Hve
glöð er vor æska. Myndaflokkur
þessi nefnist My wife next door
eða Konan min í næsta húsi.
Gamanið hér er af nokkuð
öðru tagi en í Hve glöð er vor
æska. Viðfangsefnið er skiln-
aður á enska vísu og segir frá
hjónum, sem ákveða að slíta
samvistum eftir sex ára hjóna-
band. Þegar myndin hefst eru
hjónakornin skilin að borði og
sæng en meðan þau biða þess,
að gengið verði endanlega frá
öllum formsatriðum, ákveða
þau — hvort i sínu lagi auð-
vitað — að hverfa úr streitu
borgarlífsins og leita skjóls hjá
skilningsríkum vinum í frið-
sælli sveit. Svo óheppilega vill
til, að þessir vinir hans og
hennar búa hlið við hlið, svo að
aðstæðurnar verða áfram ósköp
svipaðar þvi og þegar þau
bjuggu saman undir einu þaki.
Höfundur þessara þátta er
Richard nokkur Waring, sem
samið hefur ýmsa þekkta
gamanleiki fyrir sjónvarp í
Bretlandi en eiginkonan í
myndinni er leikin af Hannah
Gordon, kunnri, brezkri sjón-
varpsleikkonu.