Morgunblaðið - 01.03.1974, Page 19

Morgunblaðið - 01.03.1974, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1974 19 . Ný stjórnar- skrá í Svíþjóð Stokkhólmi 28. febr.NTB. NÝ st jórnarskrá fyrir Svíþjóð var samþykkt á sænska þinginu á miðvikudagskvöld. Þrjú hundrað tuttugu og einn þingmaður greiddu atkvæði með stjórnar- skránni nýju, en á móti voru 19 þingmenn kommúnista. Eitt ár er liðið sfðan sænska stjórnin lagði Winston Spencer Churchill, frambjóðandi Ihaldsflokksins Og þingmaður fyrir Streetford, Manchester, tekur hér góðan sprett að loknum kosninga- fundi í Manchester. Churchill ungi er sonarsonur gamla Churchills. fram hina nýju stjórnarskrá á þinginu og var hún samþykkt i fyrrahaust, en til þess að hún öðlaðist gildi varð einnig nýkjör- ið þing að samþykkja hana. Þegar sænska stjórnin lagði fram stjórnarskrárfrumvarp sitt í fyrra hafði undirbúningsvinna staðið í um það bil 20 ár. Einhver umdeildasta breyting á stjórnar- skránni er staða þjóðhöfðingjans. í stuttu máli felur stjórnarskráin það í sér, að konungurinn missir rétt til að ákveða hver skuli taka að sér stjórnarmyndun hverju sinni og hann er ekki lengur yfir- maður hersins. Aftur á móti er staða þingsins styrkt verulega. Það er þingfor- seti, sem tilnefnir þann, sem mynda skuli nýja ríkisstjórn. Kosningaaldur er lækkaður i Goldu gengur böslulega ttján ár. Fær frest fram í næstu viku Tel Aviv 28. febr. AP. GOLDA Meir, forsætisráðherra Fífldjörf fjallganga Öndalsnesi, 28. febr. — NTB FIMM manna hópur pólskra fjal Igöngumanna og tíu manna hópur frá Tékkóslóvakiu munu í dag eða á morgun gera tilraun til að klffa fjallið Trollveggen í Noregi, og er það í fyrsta skipti sem slfkt er gert um vetur. Er þessi fyrirhugaða fjallganga talin sú hættu- Iegasta sem farin hefur verið í Evrópu hingað til. Þessir tveir hópar munu klífa án samráðs hvor við annan, en norskir fjallgöngumenn hafa ráðið þeim frá þvf að leggja út f þetta. Einkum eru ráðagerðir Pólverjanna taldar beinlínis fífldjarfar. tsraels, hefur setið á sffelldum fundum f dag með hinum ýmsu stjórnmálamönnum til að freista þess að mynda rfkisstjórn, en það hefur orðið hið flóknasta verk eins og fram hefur komið í frétt- um. Búizt hafði verið við þvf, að Golda Meir legði fram ráðherra- lista sinn í síðasta lagi í gær, en óvissan vegna framtíðarhlutverks Moshe Dayans, fyrrverandi varn- armálaráðherra hefur tafið fyrir. Þá hafa einnig foringjar Trúar- lega þjóðarflokksins verið Goldu þungir í skauti. Það hefur einnig tafið fyrir starfi Goldu Meir að stjórnar- mynduninni, að hún hefur alltaf öðru hverju verið á fundum með Henry Kissinger, utanríkisráð- herra Bandarikjanna, vegna væntanlegra samninga ísraela við Sýrlendirjga. Því sendi hún í dag forseta ísraels beiðni um það í dag, að hún fengi meiri tíma. Barst fregn um það síðdegis, að Katzir forseti hefði nú gefið henni frest fram f næstu viku. Heimildir innan Verkamanna- flokksGoldu Meir höfðu það fyrir satt í dag, að forsætisráðherrann hefði ekki enn sætt sig við, að Dayan ætlaði ekki að taka sæti í nýrri nkisstjórn. Hins vegar hef- ur Dayan ekki sýnt minnstu til- burði í þá átt, að honum hafi snúizt hugur og ætli að koma til móts við Goldu í viðleitni hennar. U tanríkisr áðherrar á faraldsfæti Kissinger og Gromyko á ferð og flugi um Miðausturlönd N-Kórear gagnrýndir Panmunjom, Kóreu 28. febr. AP. YFIRMAÐUR eftirlitssveita Sam- einuðu þjóðanna í Kóreu ásakaði Norður-Kórea i dag fyrir „hreina sjóræningjaframkomu“ vegna þess, að Norður-Kórear sökktu fiskibát frá Suður-Kóreu og tóku annan í Gulahafinu þann 15. febrúar sl. Talsmaður eftirlits- sveitanna, William McLeod hers- höfðingi, vítti Norður-Kórea harð lega fyrir atferli þeirra og neitaði mjög eindregið þeim áburði Norð- ur-Kórea, að bátar stunduðu njósnir á svæðum, sem liggja und- ir Norður-Kóreu, í þágu banda- rískra heimsvaldasinna. Var þess og krafizt, að Norður-Kóreustjórn viðurkenndi mistök sín og skilaði aftur þeim 12 sjómönnum, sem teknir voru, þegar fyrrgreindur atburður gerðist. Frakkar tilleiðanlegir Paris 28. febr. AP. MICHEL Jobert, utanríkisráð- herra í frönsku stjórninni, sem að vísu sagði af sér á miðvikudag, sagði í dag, að Frakkar kynnu að vera tilleiðanlegir ef sérstök skil- yrði yrðu uppfyllt, að taka þátt í ákveðnum vinnuhópum, sem spryttu upp úr orkuráðstefnunni í Washington. Tel Aviv, Damaskus, 28. febr.NTB. AP. HENRY Kissinger, utanrfkiráð- herra Bandarfkjanna, fór síðdeg- is í dag frá Tel Aviv til Kairó og ætlar að hitta þar Sadat forseta. Þegar hann kom frá Damaskus hafði hann meðferðis lista með nöfnum 65 fsraelskra strfðsfanga, en fram að þessu hafa Sýrlend- ingar ekki viljað gefa upp hvaða menn þeir hefðu í haldi. í Damaskus ræddi sovézki utan- ríkisráðherrann Andrei Gromyko við Assad forseta um þróun mála. Kom Gromyko til Damaskus fá- einum klukkustundum eftir að Kissinger hafði farið þaðan. Eng- ar opinberar yfirlýsingar hafa Hagstæður viðskiptajöfn- uður liSA Washington 28. febr. NTB. í JANUAR var viðskiptajöfnuður Bandarikjamanna hagstæður við útlönd um 644 milljónír dollara, að því er viðskiptaráðuneytið greindi frá í dag. Erþetta sjöundi mánuðurinn í röð, að viðskipta- jöfnuður Bandaríkjamanna hefur verið hagstæður. Utflutningur jókst um 2,3 prósent. Fluttar voru út vörur fyrir 7.1 milljarð dollara og er það í fyrsta skipti, að út- flutningverðmæti bandariskra vara fer yfir sjö milljarða á mán- uði. Innflutningur jókst um 6.3 prósent og var flutt inn fyrir 6.460 milljarða dollara verið gefnar um erindiGromykos, en sérfræðingar gera því skóna, að hann muni ræða um viðhorfin almennt og næstu spor, sem stigin yrðu í friðarátt. Sá mikli sigur Kissingers að fá listann með ísraelsku stríðsföng- unum hefur vakið geysilega athygli, en hins vegar hefur enn ekki fengizt uppgefið, hvaða til- slakanir Kissinger hafi fengið ísraela til að gera á móti. Þá var tilkynnt í dag, að Egyptaland og Bandarfkin hefðu tekið upp fullt stjórnmálasam- band að nýju, en Egyptar rufu það í sex daga stríðinu árið 1967. Tekið er fram í sambandi við heimsókn Gromykos til Sýrlands, að hann muni síðan halda til Kairó á föstudag, og virðist vera hin nánasta samvinna með við- komandi aðilum og jafnóðum gefnar skýrslur um gang mála. Vitað er, að Kissinger fer frá Kairó nokkrum klukkutímum áð- ur en Gromyko kemur þangað. Olöglegar reknetaveið- ar Rússa? Harstad, Noregi 28. febr. NTB. SEX sovézkir reknetabátar stunda veiðar f stórum stíl vestur af Lðfóten, að því er norska blaðið Harstadstidende skýrir frá í dag. Samkvæmt frásögnum norsku togara- áhafna, sem eru þarna á svæð- inu, moka rússnesku skipin upp afla. A hverjum bát eru milli 10—15 menn. Sjávarútvegsráðuneytið hef- ur ekki fengið skýrslu um þessar veiðar. Ef Rússar stunda þarna augljósar sild- veiðar i stórum stil er það brot á samkomulagi milli Noregs, Sovétríkjanna og íslands um algera friðun á Atlantshafssild á þessum slóðum, eða við Bjarnareyjar, Spitsbergen og i Noregshafi, segir talsmaður ráðuneytisins. Ýmsir framámenn innan norska fiskiðnaðar og útgerðar hafa látið i Ijós undrun og gremju vegna þessara frétta og segja, að ef til vill verði nauð- synlegt, að norska stjórnin sendi opinbera orðsendingu til sovézkra stjórnvalda um mál- ið. Myndin er tekin I aðalstöðvum þess, sem kallar sig „Fólk í neyð“ I San Fransisco, en þar starfa| sjálfboðaliðar við að deila út matvælum, eftir skipun frá mannræningjum Patriciu Hearst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.