Morgunblaðið - 01.03.1974, Page 20

Morgunblaðið - 01.03.1974, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1974 Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 22,00 kr. eintakið. Um helgina efnir Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík til víðtæks próf- kjörs um skipan framboðs- lista flokksins við borgar- stjórnarkosningarnar í vor. Hér er um að ræða opið prófkjör, sem ekki ein- ungis flokksbundnir sjálf- stæðismenn hafa rétt til þátttöku í heldur einnig allir þeir, sem hyggjast styðja Sjálfstæðisflokkinn við kosningar til borgar- stjórnar að þessu sinni. Til marks um það, hve hér er um víðtæka kosningu að ræða, er sú staðreynd, að á laugardag og sunnudag verða opnir 8 kjörstaðir í borginni og einn kjörstað- ur verður opinn á mánu- dag fyrir þá, sem ekki eiga þess kost að greiða atkvæði um helgina. Ennfremur hófst utankjörstaðaat- kvæðagreiðsla í prófkjör- inu sl. mánudag til þess, að þeir, sem fjarverandi verða úr borginni þessa þrjá kjördaga, geti tekið þátt í prófkjörinu. Þannig er af hálfu Sjálfstæðis- flokksins allt gert, sem unnt er, til þess að greiða fyrir því, að stuðnings- menn flokksins í kosning- unum í vor geti haft sitt að segja um val manna á framboðslista til borgar- stjórnarkosninganna. Tæpast verður dregið í efa, að svo víðtækt próf- kjör er einhver lýðræðis- legasta aðferð, sem hugsanleg er til þess að velja menn á framboðs- lista. Þessi aðferð veitir þúsundum Reykvikinga tækifæri til að hafa áhrif á skipan framboðslistans og reynslan frá síðustu tveim prófkjörum sjálfstæðis- manna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar 1970 og alþingiskosningar 1971 sýnir, að Reykvíking- ar kunna vel að meta þessa lýðræðislegu aðferð við val manna til framboðs. Á grundvelli hinnar miklu þátttöku í þessum tveimur síðustu prófkjörum var ákvörðun tekin um próf- kjör að þessu sinni. Hinu er ekki að leyna, að þótt kostir prófkjörs séu margir og þá fyrst og fremst þeir, sem að framan greinir, eru gallarnir líka til. Barátta milli einstakra frambjóðenda í prófkjöri verður oft býsna hörð og óvægin og stundum sjást menn ekki fyrir. Ef til vill er hér um byrjunarörðug- leika að ræða og hugsan- legt, að smátt og smátt skapist ákveðin hefð um það, hvaða baráttuaðferð- um þykir hæfilegt að beita í slíkum prófkosningum. Takist ekki að skapa slíkar venjur er sú hætta augljós- lega fyrir hendi, að margir hæfileikamenn, sem ávinn- ingur væri að fyrir borgar- búa að fá til starfa í borgar- innar þágu, fáist ekki til þess að taka þátt í próf- kjöri. Á þessu hefur nokk- uð borið og það undirstrik- ar nauðsyn þess, að annað- hvort verði settar ákveðn- ar leikreglur i prófkosning- unum eða frambjóðendur temji sér ákveðna hófsemi í kosningabaráttunni. Morgunblaðið vill ein- Bersýnilegt er, að hinir svonefndu „her- stöðvaandstæðingar" hafa orðiðfyrir stórkostlegu sál- rænu áfalli vegna undir- skriftasöfnunar „Varins lands“. Nú þegar hafa um 55 þúsund kjósendur, eða um helmingur kosninga- bærra manna í landinu skrifað undir áskorun „Varins lands“ og enn berast undirskriftalistar. „Herstöðvaandstæðingar“ finna upp á furðulegustu aðferðum til að gera lítið úr þessari undirskrifta- söfnun. Þær aðferðir eru svo hlægilegar, að þær eru ekki umtalsverðar. Hins vegar er ástæða til að leggja áherzlu á tvö atriði. Tölvuúrvinnsla sú, dregið hvetja alla þá, sem hyggjast styðja Sjálf- stæðisflokkinn við borgar- stjórnarkosningarnar í vor, að taka þátt í prófkjör- inu nú um helgina og eiga með atkvæði sínu þátt í því að velja sterkan og sigur- stranglegan lista Sjálf- stæðisflokksins við þessar kosningar, sem skipta ekki aðeins máli um framtíð borgarinnar heldur geta einnig orðið vinstri stjórn- inni það áfall, sem hún rís ekki undir. sem fram fer á undir- skriftalistunum, er til þess gerð að tryggja, að undir- skriftir séu réttar, þannig að með engu móti verði hægt að bera brigður á þær. Formaður Alþýðu- bandalagsins gerði sig að fífli með því að rísa upp á Alþingi og tala um „persónunjósnir" í því sambandi. Upplýst er, að Samtök herstöðvaandstæð- inga gengust fyrir undir- skriftasöfnun fyrir rúmum áratug. Hvað varð um þá lista? Til hvers voru þeir notaðir? Hvar eru þeir niður komnir? Vill ekki Ragnar Amalds upplýsa það, áður en hann vænir aðra um óheiðarleg vinnu- brögð. , PRÓFKJÖR SJALFSTÆÐISMANNA Sálrænt áfall LloydGeorge Jerome Thorpe: Núverandi tor- ingi flokksins Sir Henry Campbell Banner- LordAspuith mann John Russel Frjálslyndi flokkurinn í Bretlandi: Verður hann afl um stjórnmálum FRJALSLYNDI flokkurinn í Bretlandi er sprottinn upp úr flokki, sem kenndi sig vi3 Whigmore — var reyndar stytt f Whigs —. Eftir ósigur Napó- leons árið 1815 tók thaldsflokk- urinn upp þá stefnu að freista þessa á alla lund að rýra áiit kjósenda á honum, en hug- myndir flokksins voru nokkuð áþekkar hugmyndum frönsku þyltingarinnar frá 1789, og reyndi íhaldsflokkurinn að gera flokkinn tortryggilegan, þar sem mörgum þóttu hug- myndir hans hinar hættuleg- ustu. Whigflokkurinn sam- þykkti Umbótaskrána miklu árið 1832, þar sem flokkurinn taldi róttækra umböta þörf I Bretlandi. Flokkurinn rann sfðan inn í smáflokk, sem kenndi sig við frjálslyndi og leiðtogi hans, John Russel, beitti sér síðan fyrir algerum samruna þessara afla. Árið 1967 lézt Russel og við tók Gladstone sem flokksleið- togi. Árið eftir myndaði hann fyrstu stjórn Frjálslynda flokksins og undir forystu Glad- stones var Frjálslyndi flokkur- inn forystuafl í brezkum stjórn- málum þann tíma, sem eftir lifði af 19. öldinni. Arið 1874 tókst íhaldsflokknum að hnekkja veldi Gladstones um hríð, en sex árum síðar vann Frjálslyndi flokkurinn giæsi- legan sigur í kosningum og enn tók Gladstone við völdum.Sat stjórnin að völdum næstu fimm í brezk- a ny : árin, unz hún féll á fjármála- frumvarpi, sem að stóðu i sam- einingu íhaldsmenn og full- trúar írsku flokkanna. i febrúar árið eftir myndaði Gladstone stjórn þriðja sinni, en ágreiningur kom upp um heimastjórn til handa irum, en því máli var Gladstone fylgj- andi. Klauf nokkur hluti Frjáls- lyndaflokksins sig út úr og myndaði Sameiningarsam- bandið undir forystu John Brights og Josephs Chamber- lains, en þessi smáflokkur var síðar innlimaður i íhaldsflokk- inn. Frjálslyndi flokkurinn naut á þessum árum mikils stuðnings í Wales, Skotlandi og á írlandi og hann komst enn á ný til valda árið 1892. Glad- stone sagði af sér 1894 og þá tók við Archibald Philip Primrose, sem varð í senn flokksleiðtogi Og forsætisráðherra. Árið 1895 vann Sameinaði flokkurinn kosningarnar og Primrose lét af störfum sem forystumaður flokksins þremur árum síðar. Þá tök við Sir Henry Campbell. Búastrfðið vakti á ný erfiðleika Og ágreining meðal afla innan Frjálslynda flokksins en Frjáls- lyndi flokkurinn vann kosning- arnar 1906 og Campbell Bannermann varð forsætisráð- herra. Siðan tók Asquith lávarður við tveimur árum síðar. Þegar hér er komið sögu, er Verkamannaflokkurinn Framhald á bls. 39 Gladstone: Frægastur allra leiðtoga Frjálslynda flokksins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.