Morgunblaðið - 01.03.1974, Qupperneq 26
FYRSTA leikkvöld f hraðmóti
HKRR var Ieikið sl. miðvikudags-
kvöld. Fremur var dauft yfir mót-
inu, enda vantar allar skærustu
stjórnurnar f liðin. Rætt hafði
verið um, að mótið yrði unglinga-
landsliðinu, sem tekur þátt f
Norðurlandamóti seinna í vetur,
kærkomin æfing. Svo verður þó
ekki, þvf að liðið tapaði fyrir
Fram þrátt fyrir að f Fram-liðið
vantaði, auk landsliðsmannanna,
Stefán Þórðarson og Hannes
Leifsson, sem raunar lék með
unglingal iðinu.
Mótinu verður haldið áfram í
kvöld, en þá leika Haukar og KR,
FH og Víkingur, Fram og Valur,
Þróttur og Haukar/KR. Eftirtald-
ir leikir fóru fram á miðvikudags-
kvöldið:
VALUR — ARMANN 17:8 (7.2)
Ármannsliðið var ekki upp á
marga fiska án Harðar Kristins-
sonar, Jóns Ástvaldssonar og
Björns Jóhannssonar. Vörn liðs-
ins var mjög léleg ef frá eru tald-i
ar allra fyrstu mínúturnar, og
Ragnar Gunnarsson í markinu
náði ekki að sýna sitt rétta andlit í
markinu nema rétt fyrst.
Vaismenn skoruðu fyrsta mark-
ið í leiknum, en Ármenningar
svöruðu fljótlega fyrir sig. Valsar-
ar, sem voru nokkuð frískir,
gerðu síðan út um leikinn og skor-
uðu sex mörk i röð án þess að
Ármenningar fengju rönd við
reist. Leiknum lauk svo með auð-
veldum Valssigri, 17 mörkum
gegn 8.
Mörkin: Valur: Jón Karlsson 5,
Þorbjörn 4, Bergur 4, Hermann 3,
Ágúst 1. Armann: Vilberg 3, Þor-
steinn 2, Brynjólfur2, Hjörtur 1.
UNGLINGALANDSLIÐIÐ —
Fram 6:8 (1:4)
Framarar áttu ekki í nokkrum
vandræðum með unglingalands-
liðið, þrátt fyrir miklar blóðtökur.
Að vísu vantaði í unglingaliðið
Gunnar Einarsson, en það er eng-
in afsökun fyrir því að liðið lék,
þvi miður, ákaflega dauðan hand-
knattleik og alla snerpu vantaði,
sérstaklega i sóknarleikinn.
Fram skoraði tvö fyrstu mörkin
i leiknum, en þá skoraði Hannes
Leifsson fyrir unglingana og sið-
an Fram aftur tvö mörk. Staðan
var því 4:1 í hálfleik. Síðari hálf-
leikur var nokkru jafnari og náði
unglingaliðið þá að laga stöðuna
• •
Onnur deild
í blaki
EINS OG sagt var frá á íþróttasíð-
unni um daginn er Blaksamband-
ið að fara af stað með aðra deild í
blaki. Blakáhuginn fer svo ört
vaxandi, að sambandið hefur ekki
undan að skapa liðum aðstöðu til
keppni. Sex lið hafa tilkynnt þátt-
töku í annarrar deildar mótinu.
Þau eru Breiðablik, Víkingur,
íþróttafélag stúdenta, UMF Is-
lendingur, Bændaskólinn Hvann-
eyri og Laugdælir.
I reglugerð fyrir mótið er tekið
fram, að hver leikur sé upp á
þrjár unnar hrinur og leikmönn-
um í úrslitakeppninni sé ekki
heimil þátttaka með félögum
sínum, sem leika i annarri deild.
Fyrsti leikur í þessu móti fór
fram í Árbæjarskóla á sunnu-
daginn og vann Breiðablik þar
Laugdæli 3:2 í geysifjörugum
leik. Hrinurnar fóru fyrir Breiða-
blik 15:12, 18:16,9:15,8:15, 15:10.
UL-landsliðið valið
tslenzka unglingalandsliðið,
sem tekur þátt í Norðurlandamót-
inu f handknattleik, hefur nú
verið valið. Mótið fer að þessu
sinni fram á Borgundarhólmi f
Danmörku og hefst 29. marz og
Iýkur 31. marz.
Þeir, sem valdir voru i liðið, eru
eftirtaldir:
Marteinn Árnason, UBK (1)
Einar G uðlaugsson, Á (4)
Þorgeir Pálsson, Fram (1)
Gunnar Einarsson, FH (9)
Guðmundur Sveinsson, Fram (1)
Jón Á. Rúnarsson, Fram (1)
Ragnar Hilmarsson, Fram (0)
Hannes Leifsson, Fram (4)
Hörður Harðarson, UBK (4)
Stefán Hafstein, Á (1)
Friðrik Friðriksson, Þrótti (1)
Hörður Hákonarson, ÍR (1)
Bjarni Guðmundsson, Val (0)
Jóhannes Stefánsson, Val (1)
Talan í sviganum táknar,
hversu marga unglingalandsleiki
viðkomandi hefur leikið. Á
Gunnar Einarsson, FH, mögu-
Ægir vann
r
Armann 4-3
StÐARI hluti Reykjavfkurmóts-
ins I sundknattleik hófst með leik
Armanns og Ægis I Sundhöllinni
í Reykjavfk í fyrrakvöld. Urslit
leiksins urðu þau að Ægir sigraði
4—3, eftir mjög jafna viðureign,
þar sem Ægir misnotaði vftakast,
og mark sem ekki var að sjá ann-
að en að væri löglegt var dæmt af
Ármenningum.
Fyrstu lotunni lauk með marka-
lausu jafntefli, en í næstu lotu
náði Ægir forystu. Þriðja lotan
var svo jöfn 2—2 og eins fjórða
lotan, en þá skoruðu bæði liðin
ei tt mark.
Mörk Ægis í leiknum skoruðu
þeir Þorsteinn Geirharðsson tvö
og Erling Kristensen 2, en mörk
Ármanns skoruðu: Sigurður Ing-
ólfsson 2 og Gunnar Ástvaldsson
1. Beztu menn liðanna voru þeir
Erling Kristensen hjá Ægi og
Gunnar Ástvaldsson hjá Ár-
manni. Dómari í leiknum var Sig-
mar Björnsson, og var hann
stundum full seinn að grfpa til
flautunnar. Einum manni úr
hvoru liði var vfsað upp úr.
leika á að setja met í unglinga-
Iandsleikjafjölda, en þrír leik-
menn: Hilmar Björnsson, KR,
Pálmi Pálmason, Fram, og Guð-
jón Erlendsson, Fram, hafa leikið
12 Ieiki.
Pétur Jóhannsson í baráttu við UL-liðsmenn.
íþróttamenn ársins heiðr-
aðir af íþróttablaðinu
SL. föstudag birti tþróttablaðið
val á „fþróttamönnum ársins
1973“ í hinum ýmsu íþróttagrein-
um, sem stundaðar eru hérlendis.
Val þessara íþróttamanna fór
fram á vegum stjórna sér-
sambandanna, og tóku þær allar
þátt f því vali að stjórn Hand-
knattleikssambands tslands und-
anskilinni, en hún vildi ekki gera
upp á milli sinna manna, og
stjórn Sigl ingasambandsins, sem
ekki taldi tfmabært að tilnefna
„íþróttamann ársins“ í þeirri
íþróttagrein. Sérstök nefnd valdi
þvf handknattleiksmann ársins,
en enginn siglingamaður var til-
nefndur.
í kaffiboði, sem Frjálst framtak
h.f. — útgefandi íþróttablaðsins
efndi til, afhenti Jóhann Briem
framkvæmdastinri fvrirtækisins
íþróttamönnunum verðlaun sín,
en þeir eru eftirtaldir:
Badminton:
Haraldur Kornelíusson, TBR
Blak: Þór Sigurjónsson, ÍS
Frjálsaríþróttir:
Erlendur Valdimarsson, ÍR
Glíma.
Sigurður Jónsson, Víkverja
Borðtennis:
Hjálmar Aðalsteinsson, KR
Golf Björgvin Þorsteinsson, GA
Handknattleikur:
GeirHallsteinsson, FH
Júdó: Svavar Carlsen, JR
Knattspyrna:
Guðni Kjartansson, ÍBK
Sund:
Friðrik Guðmundsson, KR
Skfðaíþróttir:
Haukur Jóhannsson, ÍBA
Körfuknattleikur:
Kristinn Jörundsson, ÍR
Lyftingar: Gústav Agnarsson, A
Fimleikar: Þórir Kjartansson, Á
Bjarni og Jens í
landsliðsnefndinni
Á STJÓRNARFUNDI KSÍ í fyrra-
kvöld var ákveðið, að þeir Jens
Sumarliðason og Bjarni Felixson,
báðir stjórnarmenn í KSÍ, skip-
uðu landsliðsnefnd á sumri kom-
anda. Hafsteinn Guðmpndsson
hefur gegnt starfi landsliðsein-
valds undan farin ár, nema hvað
Albert Guðmundsson var með
honum f nefnd síðastliðið sumar.
Hafsteinn var ekki fús til að
haldaþessu starfi áfram þrátt fyr-
ir að hann væri margbeðinn um
það.
Frá afhendingu verðlaunanna Gfsli Halldórsson í ræðustól.
um eitt mark, þannig að Framar-
ar unnu 8:6.
Mörkin: Fram: Kjartan 3,
Sveinn 2, Pétur 2, Ingólfur 1.
Unglingalandsliðið: Hannes 3,
Hörður 1, Bjarni 1, Stefán 1.
VlKINGUR — ÍR 13:10 (3:5)
Skemmtilegasta viðureign
kvöldsins var á milli Víkings og
ÍR. ÍR-ingar komu mun ákveðn-
aðri til leiks og náðu strax nokkuð
öruggri forustu 4:1. Staðan í hálf-
leik var 5:3 ÍRí vil
ÍR-ingar bættu enn einu marki
við strax í upphafi síðari hálf-
leiks, en síðan ekki söguna meir.
Víkingar skoruðu næstu 5 mörk
og breyttu stöðunni úr 3:6 í 8:6.
Sigurgeir Víkingsmarkvörður
varði á þessum tima mjög vel,
m.a. tvö víti. ÍR-ingar reyndu að
taka Pál úr umferð, en við það
losnaði um aðra leikmenn Vík-
ings og Jón og Stefán, ásamt
ÞRÓTTUR — FYLKIR 11:8 (6:4)
Siðasti leikur kvöldsins var á
milli 2. deildarliðanna Þróttar og
Fylkis. Þróttur stendur á þrep-
skildi 1. deildar, en Fylkir er neð-
arlega í deildinni svo búast mátti
við Þróttarasigri. Fylkir skoraði
þó tvö fystu mörkin og hélt for-
ystu mest allan fyrri hálfleikinn.
Rétt fyrir leikhlé náði þó Þróttur
tveggja marka forskoti 6:4.
Síðari hálfleikur var nokkuð
jafn en sigur Þróttar virtist aldrei
í hættu. Það, sem háir Þróttarlið-
inu mest, eru aukakíló leik-
manna, en Fylkisliðið á eftir að
ná lengra með aukinni leik-
reynslu.
Mörkin: Þróttur: Halldór 4,
Einar 2, Guðmundur 2, Helgi 1,
Trausti 1, Björn 1. Fylkir: Einar
Ágústsson 3, Einar Einarsson 2,
Ásgeir 1, Ágúst 1, Guðmundur
Sigurbj. 1.
gs.
Unglingalandslið-
ið slegið út
Tapaði fyrir Fram á hraðmótinu
Sigurgeiri, sem enn var að verja
víti, ráku endahnútinn á 13:10
Víkinssigur.
Mörkin: Víkingur: Stefán
Halldórsson 5, Jón Sig. 4, Páll 2,
Vippi 2. ÍR: Þórarinn 4, Vilhjálm-
ur 3, Ágúst 3.