Morgunblaðið - 01.03.1974, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1974
27
— Borgir og . . .
Framhald af bls. 12
stórframkvæmda á SkeiSarár-
sandi. En fullkomnað verður
verkið ekki fyrr en góðvegur,
lagður bundu slitlagi, hefur náð
allan hringinn, sem vonandi verð-
ur fyrir aldamót.
Síðast en ekki síst eru það svo
orkumálin. Frumrannsóknir
benda til, að á Austurlandi megi
koma upp griðarstóru vatnsorku
veri, sem geti orðið undirstaða
mikils iðnaðar. Verði úr fram-
kvæmdum af þessu tagi, sýnist
eðlilegt, að meginhluti orkunnar
verði notaður á Austfjörðum.
Leggja mæti einn fjörðinn, svo
sem Reyðarfjörð, undir stör-
iðjuna, og þeir, sem við hana
ynnu, en vildu ekki búa í næsta
nágrenni, gætu sem best komið
sér fyrir á næstu fjörðum eða á
Egilsstöðum. í þessum möguleika
liggja skilyrðin til mikillar upp-
byggingar og borgarmyndunar á
Austurlandi, sem gætu haft mikil
og heillavænleg áhrif á allt þjóð-
lífið. Á Austfjörðum búa nú að-
eins um 10 þús. manna. Borgar-
myndun þar gæti hækkað töluna
upp í 40 þúsund um aldamót. Yrði
það enn meira átak en uppbygg-
ingin á Norðurlandi, þar sem á
færra fólki er að byggja í byrjun.
Niðurstöður.
Þegar íslandsfiskurinn verður
að meginhluta veiddur af lands-
mönnum sjálfum, má búast við
stórauknum og árvissari afla. Hið
síðarnefnda er fullt eins mikil-
vægt, þar sem toppar og Iægðir í
aflabrögðum hafa margoft sett
allt efnahagslífið hér á landi úr
skorðum
Þessi bjarta framtiðarsýn mun
hafa góð áhrif um allt land, en
ekki er liklegt, að hún breyti
verulega byggðamálunum. Góð og
stöðug aflabrögð tryggja nýtingu
veiðiflotans og fiskvi nnsustöðv-
anna, en sennilega þarf ekki að
bæta mörgu fólki við i þessar at-
vinnugreinar, enda eykst véla-
kostur og sjálfvirkni, ekki síst
þegar kaupgjald er hátt.
Byggðamálunum verður því í
aðalatriðum að bjarga á annan
hátt. Með skipulögðum aðgerðum
í stóriðju, í smærri iðnaði, með
hæfilegri dreifingu opinberra
stofnana ( þar á meðal skóla og
menningarstöðva) og annarri
þjónustu, sem margirstarfa við.
Hugmyndir, sem uppi eru um
dreifingu opnberra stofnana um
landið og útibú frá öðrum, geta
vyið góðar að vissu marki, ef rétt
er á haldið, en þó er allrar að-
gæslu þörf f þessum efnum. Ef
dreifingin á að vera mikil, þá
batnar ekki þjónustan við fólkið í
hinum ýmsu landshlutum, heldur
versnar.
í þessu erfiða máli geta hug-
myndirnar um verulega eflingu
sveitarfélaga og landshlutasam-
takaþeirra komið að miklugagni.
Stóraukin fjárráð og verkefni
sveitarfélaganna munu suðla að
deifingu valdsins um landið, en
ríkisbáknið á einmitt ekki óveru-
legan þátt í því, hvernig allir
landsmenn verða stöðugt að leita
til Reykjavíkur. Einfaldari og
nærtækari stjórnsýsla mun leysa
margt úr böndum og hveta nýtt
fólk til dáða.
Tilboð ðskast
I nokkrar fólksbifreiðar, sendiferðabifreiðar, Pick-Up bif-
reiðar, jeppabifreið og dráttarbifreið er verða sýndar að
Grensásvegi 9 þriðjudaginn 5. marz kl. 12 — 3. Tilboðin
verða opnuð I skrifstofu vorri kl. 5.
Sala VarnarliSseigna.
Nýleg traktorgrafa
óskast
Upplýsingar um aldur og gerð sendist afgr. Mbl merkt:
„3240".
AÓalfundur
félags matreiðslumanna verður haldinn miðvikudaginn
6. marz kl. 1 5 að Óðinsgötu 7.
Fundarefni:
1 . Lagabreytingar.
2. Venjuleg aðalfundarstörf.
3. Önnur mál.
Stjórnin.
NAUOUNGARUPPBOÐ
sem auglýst vari72„ 73 og 74 tölublaði Lögbirtingablaðsins 1 9 73, á
Digranesvegi 79, þinglýstri eign Klemenzar Guðmundssonar, fer fram
á eigninni sjálfri þriðjudaginn 5 marz 1 974 kl 1 1.00
Bæjarfógetinn f Kópavogi
-HUSID
gam
uglýsir
KomiÓ og veljiÓ úr mesta
húsgagnaúrvali
landsins.
5000 ferm. — fimm hæ6ir —
byggingavörur, gjafavörur,
teppi, raftæki og húsgögn
I geysilegu úrvali
og allt á
a — góða veráinu.
Vegna hinna nýju kjarasamninga verða allar deildir JL-hússins
framvegis lokaðar á laugardögum. Á föstudögum verður eftir sem
áður opið til kl. 1 0
OPIÐ TIL KL. 10
-HÚSIÐ HRINGBRAUT 121