Morgunblaðið - 01.03.1974, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ.FÖSTUÐAGUR 1. MARZ 1974
FLJUGANDI HEIMILISTÆKI
Enn einu sinni höfum vifi fengi'ð farm af
CANDY þvottavélum, uppþvottavélum og
kæliskápum flugleiðis beint frá Milanó
(alls 188 stykki). í dag höfum vi<5, og
umboösmenn okkar úti á landi, allar
gerÓir af Candy heimilistækjum. MeB i
förinni voru 900 kg. af varahlutum.
PFAFF
Skólavörðustíg 1—3 og Bergstaðastræti 7
PS. Myndirnar voru teknar á flugvellinum í Milanó 8. febr. sl.
Flutninginn annaðist ISCARGO
Fundir Varðbergs
og SVS um helgina
□ Elfas Steinsson með fullfermi af loðnu við bryggju f Vestmannaeyjum, en á myndinni til vinstri er
Bjarnhéðinn á þiifari skipsins, hinn hressasti eins og sjá má, enda 170 tonn af loðnu um borð.
Ljósmynd Sigurgeir í Eyjum.
Nýr Elías Steinsson til Eyja
NÝTT skip bættist í flota Vest-
mannaeyinga á vertíðinni. Heitir
það Elías Steinsson VE 167.
Utvegbóndi og skipstjóri skipsins
er Bjarnhéðinn Elíasson.
Elias Steinsson er 150 lesta
skip, smíðað i Slippstöðinni á
Akureyri fyrir 2 árum. Áður en
Bjarnhéðinn keypti skipið hét
það Arinbjörn RE.
Á vertíðinni 1973 fórst bátur
Athugasemd
í Morgunblaðinu i gær er sagt
frá því, að búnaðarþing hafi vítt
Gunnar Bjarnason ráðunaut. Þar
sem misskilja má frétt blaðsins,
óska ég þess, að blaðið birti eftir-
farandi frá mér undirrituðum:
ÉJg gat þess í framsöguræðu
minni, að Gunnar Bjamason væri
ekki vfttur fyrir afstöðu sína til
stofnvemdarsjóðsgjaldsinst held-
ur fyrir ónákvæmni f frásögn.
Stofnvemdarsjóðurinn er ekki
eign Búnaðarfélags íslands, en
hann er í vörzlu þess.
í öðru lagi var Gunnar Bjarna-
son víttur fyrir þau ummæli sín
að drótta skattsvikum að þeim
bændum, sem selja hross á inn-
lendum markaði.
Þá vil ég geta þess, að reynt var
að ná sambandi við Gunnar
Bjarnason, en það tókst ekki í
tæka tíð. Lárus Ág. Gislason.
Bjarnhéðins með sama nafni við
Stokkseyri. Hét hann einnig Elías
Steinsson og var um 70 lestir að
stærð.
EINS OG kunnugt er náðust ekki
samningar milli Vinnuveitenda-
sambandsins og Alþýðusam-
bandsins í svokölluðu línumáli,
en það fjallar um flutninga verka-
manna til og frá vinnustað. Línu-
mál þetta er 32ja ára gamalt og er
þess efnis, að verkamaður, sem
býr í miðbænum en vinnur í
Breiðholti, á kröfu á ókeypis fari
til og frá vinnustað. Hins vegar á
maður, sem býr í Breiðholti en
vinnur i miðbænum, ekki kost á
flutningi. Lína þessi hefur legið
um Fúlalæk og hefur dregið af
honum nafn — verið kölluð Fúla-
lækjarlína.
Stærsti viðsemjandi Dagsbrún-
ar Reykjavíkurborg náði í gær
samkomulagi við Alþýðusam-
bandið um þessa línu. Magnús
Óskarsson, lögfræðingur, sem séð
Nýja skipið hóf strax loðnu-
veiðar og það kom til Eyja og
hefur vegnað vel. Að loknu loðnu-
úthaldi fer skipið á net.
hefur um samninga borgarinnar,
tjáði Mbl. i gær, að þessi samn-
ingur væri mjög hagkvæmur bæði
fyrir launþegann og borgina.
Fúlalækjarlinan var felld niður,
en í stað þess var það svæði, sem
Strætisvagnar Reykjavikur
spanna látið ráða og fær nú verka-
maður sem vinnur innan þess
svæðis, ekki ókeypis flutning.
Magnús sagði, að Reykjavikur-
borg hefði að vísu þurft að láta á
móti sér ákveðið flutningsgjald,
en hann taldi þennan samning
með þeim betri, sem hann hefði
gert í samningastarfi, en í því
hefur hann verið undanfarin 15
ár.
Námskeið
Reykjavíkur-
borg afnam línuna
fyrir leið-
sogumenn
Eins og undanfarin ár mun
Ferðaskrifstofa rikisins efna til
10 vikna námskeiðs fyrir leið-
sögumenn erlendra ferðamanna á
íslandi. Kennt verður tvö kvöld í
viku, á mánudögum og fimmtu-
dögum frá kl. 20:30 til 22:00 í
Árnagarði.
A námskeiðinu verður leiðbeint
um hvernig kynna má útlending-
um land og þjóð, og munu sér-
fræðingar í ýmsum greinum og
kunnir leiðsögumenn miðla af
þekkingu sinni og reynslu.
Námskeiðið hefst fimmtudag-
inn 7. marz en innritun verður frá
1. marz f afgreiðslu Ferðaskrif-
stofu ríkisins, Gimli við Lækjar-
götu. Innritunargjald er kr.
3.800,00.
Væntanlegir þátttakendur
þurfa að geta tjáð sig vel á a.m.k.
einu erlendu tungumáli, en sé um
ensku að ræða er æskilegt að hafa
einnig vald á öðru máli.
Leiðsögumannanámskeið Ferða
skrifstofu rikisins hafa
jafnan notið mikilla vinsælda,
enda hefir þar verið unnt að fá
mikinn og aðgengilegan fróðleik
um land og þjóð á skömmum tíma.
Vigdís Finnbogadóttir hefir
skipulagt námskeiðið, eins og að
undanförnu.
Farnar verða ferðir um Reykja-
vík, Suðurnes og að Gullfossi og
Geysi, en í þeim verða nemendur
þjáifaðir i leiðsögn.
Varðberg og Samtök um vest-
ræna samvinnu (SVS) halda
tvo fundi um næstu helgi.
Fyrri fundurinn verður hald-
inn I félagsheimilinu i Ölafsvfk
laugardaginn 2. marz og hefst
hann kl. 16.
Seinni fundurinn verður f
Hótel Borgarnesi kl. 16 sunnu-
daginn 3. marz.
Erindi og ávörp flytja Alfreð
Þorsteinsson blaðamaður,
Magnús Þórðarson fram-
kvæmdastjóri, Markús Örn
Antonsson ritstjóri og Þor-
steinn Eggertsson laganemi.
Öllum er heimill aðgangur að
fundunum og munu framsögu-
menn svara fyrirspúrnum
fundargesta.
Þorsteinn
Alfreð
Markús Örn
Magnús