Morgunblaðið - 23.05.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.05.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1974 Móðir okkar GUÐRÚN BENEDIKTSDÓTTIR, frá Hlíð í Lóni, Glaðheimum 10, andaðist í Landakotsspítala, aðfararnótt 22. mai Ragna og Kristin Stefánsdætur. t Þökkum innilega auðsvnda samúð og hluttekningu við fráfall og útför eiginmanns mins, föður, tengdaföður og afa ÁRMANNS BJARNASONAR frá Norðfirði. - Gunnhildur Oddsdóttir, Guðrún Ármannsdóttir, Ásgeir Sigurðsson, Sigurbjörg Ásgeirsdóttir, Gunnhildur Ásgeirsdóttir. Útför t GUÐRÍÐAR JÓNSDÓTTUR Vestur-Meðalholtum sem andaðist 14. þm. fer fram laugardaginn 25. mai frá Gaulverja- bæjarkirkju kl 14 Börn, tengdaborn og barnabörn Útför systur minnar RAGNHEIÐAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Lækjargötu 10, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 24. mai kl. 1.30. Ása Þorsteinsdóttir Kristensen. t Konan min, og móðir okkar, INGUNN INGVARSDÓTTIR, Njálsgötu 4 b. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 24. maí n.k kl 1.30. Blóm og kransar afbeðnir, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir Magnús Bergsteinsson og börn. Móðir mín SESSELJA JÓHANNSDÓTTIR, Hátúni 10 A, er lézt 16 mai verður jarðsungin í Fossvogskirkju, föstudaginn 24. mai kl 3. e.h Þeir sem víldu minnast hinnar látnu vinsamlegast láti Krabbameinsfélag íslands njóta þess Fyrir hönd systra minna og annarra vandamanna Sturla Stefánsson. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR VIGFÚSSON, Gislholti, Vestmannaeyjum, sem andaðist miðvikudaginn 15 mai s.l. verður jarðsunginn frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 25 mai kl 14 Kristný Olafsdóttir, Jón Ólafur Vigfússon Guðjón Ótafsson, Sigríður Ólafsdóttir, Ágúst Ólafsson, Vigfús Ólafsson, og barnabörn. Selma Pálsdóttir, Hólmfrfður Ólafsdóttir, Tryggvi Sigurðsson, Nanna Guðjónsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir Minning: Ólöf Stefanía Valdimarsdóttir Fædd 8. mar/. 1905 Dáin 13. maí 1974 HUN er horfinn frá okkur, mín elskulega móðursystir, eftir lang- an og strangan vinnudag. Hún er lögð af stað i ferðina löngu, sem við öll eigum eftir að fara. Er ég sezt niður til að skrifa þessa fátæklegu línur, ætla ég að kveðja yndislega konu og þakka fyrir allt. Ég sakna hennar mjög mikið og er enn kökkur í hálsi mér og tár í augum, er ég hugsa til hennar. Það veit ég, að ástvinir hennar og vinir gera líka, sem nutu kærleika hennar og ástúðar. Lóa, eins og hún var alltaf kölluð, var mér einstaklega kær, enda reyndist hún mér eins og önnur móðir í öllu, ég minnist þeirra daga, er ég var barn að aldri og fór að koma til heimilis hennar. Síðar, er árin liðu og ég varð fullorðinn maður, fór ég smátt og smátt að auka komur mínar, því að svo dásamlega fannst mér gott að koma til hennar og barnanna og svo var komið, að ég var orðinn daglegur gestur á heimilinu. Þannig hefur það alltaf verið öll árin. Þegar eitthvað var að, var hún alltaf reiðubúin til að rétta hjálparhönd af einskærri fórn- fýsi, ástúð og kærleika. Þannig hjálpaði hún öllum, sem leituðu til hennar, ef eitthvað var að, eða eitthvað þurfti að gera við. Lóa frænka getur bjargað því, var viðkvæðið, aldrei sagði hún nei ef hún á annað borð gat orðið að liði, þá stóð ekki á þvi, svo var hjartagæzka hennar mikil. Ég á eftir að sakna þeirra daga, er ég kom og þáði kaffisopa og t Móðir mín og tengdamóðir, JAKOBÍNA JAKOBSDÓTTIR, Laugateig 13, andaðist að Hrafnistu 21 þessa mánaðar . , oteingrfmur Jónsson, Sigríður Sigurðardóttir. t Við þökkum af alhug öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og útför, JÚLÍÖNU GUÐBJARTSDÓTTUR Högnastöðum Þverárhlíð. Fyrir hönd vandamanna, Daníel Eysteinsson Högnastöðum. góðu pönnukökurnar hennar Lóu, sem hún var snillingur að búa til, þá sátum við oft þrjú saman og röbbuðum um daginn og veginn. Lóa fylgdist alltaf vel með öllu, sem gerðist í daglega lffinu. Ég dáði hana og virti, enda ekki ann- að hægt sakir mannkosta hennar. Minningin um þessa dásamlegu konu verður okkur, sem þekktum hana, sá minnisvarði í lífinu, sem við munum alltaf minnast með lotningu, hvar og hvenær sem er og mun veita okkur þann styrk og kjark, sem við þörfnumst nú í dag til að sætta okkur við, að hún er ekki lengur meðal okkar í þessu lífi, en við munum svo að lokum örugglega koma saman aftur eins og áður annars staðar. Oft er stutt á milli gleði og sorgar, ekki eru margir dagar síðan vrð komum öll saman til að gleðjast með ferm- ingarbörnunum, þá var einmitt talað um, að fjölskyldan ætti að koma oftar saman til að halda tengslunum við. Lóa var einmitt mjög ánægð með það, þá var bjart yfir öllum, allir ánægðir og engin ský á lofti, en skyndilega dregur dimmt ský fyrir sólu, og allt verð- ur svo drungalegt, gleðin og ánægjan, sem áður ríktu, breytast nú í harm og sorg. Hún Lóa okkar var kölluð burt til Guðs, sem elsk- ar alla. Hann tók hana í faðm sinn og fór með hana þangað, sem all- ir, sem þreyttir eru, hvílast og eru ánægðir og hamingjusamir. Ólöf var fædd að Staðarhóli, Saurbæ, Dalasýslu. Foreldrar hennar voru þau Valdimar Guðbrandsson bóndi og kona hans, Guðný Stefánsdóttir, þau eru látin fyrir mörgum árum. Foreldrar hennar bjuggu síðan á Lambanesi í sömu sveit í mörg ár og þar ólst Lóa upp ásamt systkinum sínum, er síðar fæddust þar. Hún var ung að árum, er foreldrar hennar brugðu búi og fluttust til Reykjavíkur ásamt börnum sinum. Systkini hennar eru Valentinus, Guðrún og Ingibjörg, er nú syrgja systur sina sárt, því, að þau voru öll mjög samrýnd. Aldrei giftist Lóa, en hún lætur eftir sig tvö börn, tvíbura, sem heita Birgir og Sonja. Nýlega eingaðist hún svo dótt- urson, sem hún lét sér mjög annt um og var honum gefið nafnið Ölafur Valdimar í höfuðið á ömmu sinni, yfir kistu hennar. t Þakka innilega samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför syst- ur minnar, ÞORBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR. Fyrir hönd systkinanna Björn Sigurðsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við fráfall eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HELGA F. B. KRISTJÁNSSONAR. Jarðþrúður Þorláksdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegar t þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför ELÍNAR THEÓDÓRSDÓTTUR Háteigsveg 20. Halldóra Sveinsdóttir, Oddgeir Þorleifsson, Elín Oddgeirsdóttir, Sesselja Oddgeirsdóttir. Fyrir 12—15 árum kynntist hún Jóhannesi og ákváðu þau þá að búa saman og varð það traust og áreiðanlegt samband. Kærleikur var mikill með þeim og Jói, eins og við höfum ávallt kallað hann, syrgir Lóu mjög mikið. Þegar hún eignaðist börn sín, snerist öll hennar ást, umhyggja og kærleik- ur um þau, hún skapaði þeim yndislegt heimili og lagði hart að sér í vinnu til að þau gætu haft það sem bezt. Hæfileikar hennar við sauma- skap komu fljótt í ljós og vann hún má segja samfleytt við það fram á dánardag. Dugnaður henn ar var mikill og það veit ég, að hvar sem hún vann við þessa iðn sína, sýndi hún slíka samvizku- semi og dugnað, að fátítt er, einn- ig veit ég, að þeir menn, sem hún vann fyrir, voru mjög ánægðir með störf hennar; vandvirkni, samvizkusemi og ástundun sýndi hún í öllu. Örugglega má telja það á fingrum sér, hvað marga daga hana vantaði í vinnu öll þessi ár. Svo sá hún þar að auki um heimilið alla tíð og er hún og Birgir sonur hennar, er alltaf bjó hjá henni, keyptu íbúðina á Eiríksgötu 35, þá sá Lóa um, að heimilið væri alltaf hreint og fág- að, slfk voru afköst hennar, að ekki var hægt annað en dást að dugnaði þessum og ósérhlífni. Mikil er eftirsjá að slíkri mann- kostakonu. Lóa var frekar dul og hlédræg kona en oft brá fyrir kátínu og gleði hjá henni, ef vel lá á öllum í kringum hana. Hún gat verið gagnrýnin og ákveðin, ef því var að skipta, en alltaf fann maður elskuna og hlýjuna streyma frá henni, þrátt fyrir það. Hún vildi aðeins gefa í skyn, hvað væri rétt og rangt, hún vildi, að allir væru hreinlyndir við hana, því að hún sýndi það öllum, er hana þekktu, að hún var áreiðanleg og hrein- lynd sjálf. Lóa lagði mjög hart að áer til að hugsa um og t Þökkum innilega auðsýnda sam- úð og vináttu við andlát og útför dóttur okkar, RAGNHEIÐAR HELGU RÍKHARÐSDÓTTUR. Jóna Jóhannsdóttir, Ríkharður Jónsson. t Þökkum innilega auðsýnda sam- úð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu. PETRÍNU Þ. JÓNSDÓTTUR f.v. Ijósmóður Dalvik. Sigurveig Sigurðardóttir. Sigurður Jónsson Jórunn Sigurðardóttir, Jóhannes Árskóg Elín Sigurðardóttir Óskar Jónsson Rósa Sigurðardóttir Þorvaldur Jónsson Kristín Sigurðardóttir Derek Rodgers Þorgils Sigurðsson Ragnheiður Jónsdóttir. og barnabörn. --------------------------1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.