Morgunblaðið - 23.05.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.05.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAl 1974 Danir vilja gagnkvæman lendingarrétt hérlendis Annars fær Air Viking ekki að lenda í Danmörku A þessari mynd eru 14 af 18 frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins til bæjarstjórnarkósninganna í Neskaupstað. Fremst á myndinni eru þrír efstu menn listans, talið frá vinstri: Reynir Zoega, Gylfi Gunnarsson og Ásgeir Lárusson. í aftari röð, talið frá vinstri, eru Elísabet Guðnadóttir, Dagmar Þorbergsdóttir, Stella Steinþórsdóttir, Sigurður Jónsson, Björn Björnsson, Elfnborg Eyþórsdóttir, Herbert Benjamfnsson, Stefán Pálmason, Hörður Stefánsson, Agúst Th. Blöndal og Einar Þor- valdsson. Á myndina vantar Brynjar Júlíusson, Sigurjón Valdimarsson, Bjarka Þórlindsson og Guðna H. Sigurðsson. Sameinast tveir lýðræðisflokkar? ÍSLENZK stjórnviild hafa sent dönskum f lugmálayf irvöldum beiðni um lendingalevfi í l)an- miirku fvrir Air Viking og Ferda- skrifstofuna Sunnu. Svör danskra yfirvalda hal'a verið neikvæð nema á möti komi gagnkva'in lendingaréttindi lyrir diinsk leiguflugfélög á Íslandi. Slíkum skilmálum hal'a íslenzk stjórn- viild ekki viljað hlíta vegna hættu á, að erlendu leiguf lugfélögin undirbjóði íslenzku flugfélögin. Er málið þannig komið í sjálf- heldu. Að sögn Brynjóifs Ingólfssonar ráðuneytisstjóra sóttu íslenzk flugmálayfirvöld um lendinga- leyfi í Danmörku fyrir Air Viking vegna ákveðinna ferða Sunnu til Danmerkur. Fyrir fáum dögum fékkst leyfi fyrir eina lendingu Air Viking í Danmörku, en síðan var sótt um leyfi fyrir aðra ferð Sunnu, en þá bárust ofangreind svör danskra flugmálayfirvalda. Við það situr enn. Brynjólfur sagði, að alls hefðu verið fyrir- Kökubasar í Arbæjarsókn KVENFÉLAG Arbæjarsöknar gengst í dag, uppstigningardag, fyrir kökubasar í anddyri Arbæj- arskóla (Rofabæjarmegin) og hefst basarinn klukkan 14. Basar- ar kvenfélagsins i Árbæjarsókn hafa á undanförnum árum notið vinsælda og hafa kökurnar jafnan flogið út á skammri stundu. Hljómskálinn: Konsert og kökubasar LUÐRASVEIT Reykjavíkur held- ur hljómleika á þaki Hljómskál- ans við Tjörnina í dag, uppstign- ingardag, og hefjast þeir kl. 15. Á sama tíma munu eiginkonur hljómsveitarmanna hafa kökubas- ar í Hljómskálanum. Þar sem margir Reykvikingar hafa aldrei komið inn í þetta sér- stæða hús verður það opið öllum til sýnis á sama tíma. Yfirlýsing Hafnarfiðri, 21. maí 1974. Hr. ritstjóri. Vegna ummæla, sem fram komu i sjónvarpsþætti um bæjar- rriál Hafnarfjarðar s.l. laugardag um ungtemplarafélagið hér i bænum, óska ég undirritaður að eftirfarandi yfirlýsing verði birt í næsta tölublaði blaðsyðar: Stofnun Ungtemplarafélagsins Depils í Hafnarfirði var undirbú- in og framkvæmd af útbreiðslu- ráði íslenskra ungtemplara. Full- trúi I.U.T. við það starf var Matthías Viktorsson. Hann hefur síðan verið trúnaðarmaður félags- ins og hjálparhella okkar í starfi. Ég óska þess, að Ungtemplara- félagið Depill verði ekki notað i pólitískum tilgangi, því tilgangur félagsins er allur annar, sem sé: Bindindi—bræðralag—þjóðarheill Virðingarfyllst, Guðmundur Þórðarson, formaður Uft. Depils. hugaðar 10—12 ferðir á vegum Sunnu í sumar til Danmerkur. Vegna frétta af þessu máli hef- ur Morgunblaðinu siðan borizt eftirfarandi fréttatilkynning f-ú (iuðna Þörðarsyni forstjóra Sunnu og Air Viking. Leyfi íslenzkra stjörnvalda f.vr- ir flug Air Viking milli Islands og Danmerkur eru fyrir héndi. Air Viking eða Sunnu hefur aldrei verið neitað um lendingaleyfi í Kaupmannahöfn, heldur hafa diinsk flugmálayfirvöld tilkvnnt, að leyfi verði veitt strax og ís- lenzk flugmálayfirviild hafa stað- fest, að Islendingar fallist á að siimu gagnkvæmnisreglur um flugréttindi varðandi leiguflug gildi milli Islands og Danmerkur og gilt hafa milli Norðurlanda og annarra Evrópulanda og milli allra hinna Norðurlandanna inn- byrðis. F.vrr en þetta sé staðfest fái engir íslenzkir aðilar le.vfi til leiguflugs milli landanna og á það jafnt við um alla þá aðila, sem hafa levfi til millilandaflugs með farþega, Flugfélag Islands, Loft- leiðir og Air Viking. Hafa dönsk yfirvöld tjáð okkur, að þetta gildi um flug milli Islands og Dan- merkur og ef til vill síöar milli Islands og Færeyja og Islands og Grænlands, ef ekki fæst umbedin staðfesting. Fyrr en þetta mál hefur verið Ieiðrétt verður því ekkert leigu- Frainhald á bls. 43 Gestaboð Skagfirðinga I DAG efna Skagfirðingafélögin til samkomu fyrir alla eldri Skag- firðinga á svæði Stór-Reykjavikur í Lindarbæ kl. 2,30 e.h. — Sr. Þórir Stephensen ávarpar gesti og félagar úr Skagfirzku söng- sveitinni syngja. Ennfremur flyt- ur Jörundur skemmtiefni. FYRR í þessari viku var stofn- aður nýr stjórnmálaflokkur á Ak- urevri, Lýðræðisflokkurinn. Helzti hvatamaður að stofnun flokksins er Trvggvi Helgason flugmaður á Akurevri. Flokkur þessi vill beita sér fvrir auknu valdi forseta tslands og þjóðarat- kvæðagreiðslum um helztu mál- efni. Þá vill flokkurinn, að tsland verði áfram í varnarsamtökum vestrænna þjóða. t Reykjavík var einnig nýlega stofnaður nýr stjórnmálaflokkur, sem her heitið Lýðræðisflokkur- inn. Forvstumenn hans eru Björn Baldursson og Jörgen Ingi Han- sen. Framhaldsstofnfundur þess- ara samtaka verður í Tjarnarbúð I dag, fimmtudag. Flokkur þessi vill berjast fyrir, að ríkisbáknið verði minnkað og stuðla að því, að dregið verði úr miðstjórnarvaldi, einfalda að mun almannatrygg- ingakerfið, fella niður söluskatt af matvöru og hætta niðurgreiðsi- um. Þá viil flokkurinn, að meiri- háttar málefni þjóðarinnar verði lögð f dóm kjósenda í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Upplýsingafulltrúj Lýðræðis- flokksins á Akureyri, Sverrir Runólfsson. sat í gær fund með landskjörstjórn til að reyna að fá úr því skorið, hvor flokkanna gæti tileinkað sér listabókstafinn L, sem báðir flokkarnir hafa áhuga á. Sagði Sverrir Morgun- blaðinu að fundinum loknum, að hann hvgðist nú revna að beita sér fvrir sameiningu þessara tveggja flokka. enda hefðu þeir báðir á stefnuskrá sinni þjóðarat- kvæðagreiðslu um helztu málefni, en það væri sitt helzta baráttu- mál. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við Vilhjálm Jónsson í landskjörstjórn og spurði hann um niðurstöðu fundarins með Sverri. Sagði Vilhjálmur. að hlut- verk landskjörstjórnar væri að samræma merkingar lista um land allt, en það væri ekki urint fvrr en framboðsfrestur væri út- runninn og allir listar komnir fram til yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. Kæmi málið því ekki til kasta landskjörstjórnar fyrr en í f.vrsta lagi 30. maí. .Mady Mespié. Sinfóníuhljómsveitin: - Operusöngur á lokatónleikum Sinfóníuhljómsveit íslands lýk- ur þessu starfsári með óperutön- leikum. sem haldnir verða i Háskólabíói á uppstigningardag og hefjast kl. 20.30. Stjórnandi er KARSTEN ANDERSEN og ein- söngvari franska óperusöngkonan MADY MESPLE. Flutt verða þessi verk: Forleikur að „Töfraflautunni" eftir VV.A. Mozart. Aria Súsönnu .Deh vieni" úr „Brúðkaupi Figaros" eftir Mozart. Aría Rosínu „Una voce poco fa" úr „Rakaranum frá Sevilla" eftir G. Rossini. Bacchanale úr „Samson og Dalilu" eftir C. Saint-Saéns. Forleikur að „Valdi örlaganna" eftir Verdi. Klukknaarían úr „Lakmé" eftir L. Delibes. Forleikur aö „Tannháuser" eft- ir R. Wagner. MADY MESPLE er fastráðin við óperuna í París. en hefur komið frant sem gestur i óperum og tónleikasölum víða um heim og hefur einnig náð vinsældum sem túlkandi nútímatónlistar. Gísli Jónsson menntaskólakennari: r Eg er bjartsýnn, en alls ekki sigurviss MORGUNBLAÐIÐ sneri sér I gær til Gísla Jónssonar niennta- skólakennara á Akureyri, sem skipar efsta sætið á lista Sjálf- stæðisflokksins f bæjarstjórn- arkosningunum á sunnudag- inn, og innti eftir áliti hans á kosningahorfum á Akureyri. Gfsli Jónsson sagði: „Ég er bjartsýnn, en alls ekki sigurviss. Eg held, að þetta verði mjög spennandi og tví- sýnt, stáðan er þannig: Sameig- inlegt framboð Alþýðuflokks- ins og samtaka vinstri manna nýtir atkvæðamagn þeirra þeim mun betur en siðast, að þeir eiga að geta bætt við sig manni, ef þeir bíða ekki hreinlega af- hroð. Spurningin er, taka þeir hann frá okkur eða Framsókn? Alþýðubandalagið heldur vænt- anlega sínum eina f ulltrúa. Við verðum því að gera ráð fyrir því að fara framúrFram- sóknarflokknum í atkvæðatölu til þess að ná því marki að fá 4 fulltrúa kjörna og geta þannig haft forystu og úrslitaáhrif um myndum meirihluta eftir kosn- ingarnar. Bjartsýni mín um, að það takist, byggist á eftirfar- andi: 1. Eg tel, að málefnalega höf- urn við sterka aðstöðu. 2. Það er létt að fá fólk til að vinna með okkur. Fjöldi fólks leggur fram ómetanlegt sjálf- boðaliðastarf, sem ég þakka af alhug, og okkur hafa bætzt nýir liðsmenn, sem áður unnu fyrir aðra flokka. 3. Við, einir flokka hér, höfð- um prófkjör og skipuðum þann- ig listann i samræmi við vilja kjósenda og á baráttusæti á lista okkar er þrautreyndur maður, sem nýtur trausts og vinsælda langt út fyrir raðir flokks okkar. 4. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa bakað sér ærnar óvinsæld- ir, bæði þeir, sem enn lafa í stjórn, og sá, sem hljóp úr sam- starfinu á elleftu stundu. Full- trúar þessara flokka eru á öll- um framboðslistum hér, nema okkar. Andúð á ríkisstjórnar- flokkunum verður hér aðeins látin skýrt i ljós með því að kjósa D-Iistann. 5. Sundrungin og upplausnin á vinstra jaðri stjórnmálanna er orðin slik, að fólk, sem ætlað hefur að kjósa vinstri flokkana, veit raunar ekki, hvað það þá kýs yfir sig. Þessir flokkar klofna eða sameinast næstum daglega. Fólk skynjar æ betur, að þá festu, einingu og sam- heldni, sem þarf til að koma góðum málum fram, finnur það aðeins hjá Sjálfstæðisflokkn- um.“ KJOSUM PAL GISLASON í BORGARSTJÓRN — X-D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.