Morgunblaðið - 23.05.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.05.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAl 1974 Stórvirki í framkvæmdum við íþróttamannvirki Unnið er nú við mörg íþrótta- mannvirki í Reykjavík. Laugar- dalsframkvæmdirnar eru nú vel á veg komnar, en auk þess stendur yfir bygging búningsherbergja og baða við Sundlaug Vesturbæjar, bygging íþróttahúss við Haga- skóla, bygging iþróttahúss og íþróttavallar í Breiðholti, fram- kvæmdir við skfðasvæðið í Blá- fjöllum og fl. Mestu framkvæmdirnar eru við Laugardalssvæðið, en þar má segja að sé íþróttamiðstöð Reykja- vikur og muni þjóna hinum ýmsu íþróttagreinum. Auk þess er stjórnstöð íþróttasamtakanna í Laugardalnum og er nú langt komið viðbót þeirrar byggingar. Á meðfylgjandi mynd, sem Ólafur K. Magnússon tók af Laugardalssvæðinu nýlega, má greina framkvæmdirnar þar. Verður hér á eftir vikið að ein- stökum þáttum þeirra: I. LAUGARDALSVÖLLURINN: Honum er ætlað að verða enn um sinn aðalkeppnisvöllur- inn í Reykjavík. Sem kunnugt er hefur gras vallarins farið illa vegna hinna miklu notkunar, sem á vellinum hefur verið. Ætlunin er að vinna að miklum lagfæring- um á vellinum, og ákveðið hefur verið að setja í hann hitakerfi, sem mundi væntanlega gera það að verkum, að unnt væri að nýta hann lengur á hverju ári. Hefur verið ákveðið, að hönnun þess verks hefjist á næstunni. Hug- myndir hafa verið uppi um að setja gervigras á völlinn, en horf- ið hefur verið frá því, a.m.k. í bili. 'tmwM nhhm SÍ2s|Lsí«Sí!5ÉS ÍéIet: 1 *&*,_ *■■ x': U^ |r- asás!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.