Morgunblaðið - 23.05.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAI 1974
Fa
jl ItíI.A I.Hlf.4 V
tiiAit;
LOFTLEIÐIR
BILALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
LOFTLEIÐIR
tel. 14444 • 25555
mm
BlLALEIGA CAR RENTAlI
HVER ER
SINNAR
'Mmx
OAM-mmTAL*
Hverfisgötu 18
27060
ÆFU SMIÐUR
& SAMVINNUBANKINN
BÍLALEIGAN
V^IEYSIR
CAR RENTAL
24460
í HVERJUM BÍL
PIONCEŒR
ÚTVARPOG STEREO
KASSETTUTÆKI
FERDABILAR HF.
Bilaleiga — Simi 81260
Fimm manna Citroen G S.
station Fimm manna Citroen
G.S 8 — 22 manna Mercedes
Benz hópferðabílar (m. bílstjór-
um).
HOPFERÐABILAR
. Til leigu i lengri og
skemmri ferðir 8 — 50 far-
þega bílar
Kjartan Ingimarsson
Simi 86155 og 32716
Afgreiðsla B.S.Í
Simi 22300
Innilega þakka ég öll-
um þeim er sýndu
mér vinsemd og hlý-
hug með heimsókn-
um, gjöfum og skeit-
um á 85 ára afmæli
mínu 6. maí s.l. Guð
blessi ykkur öll.
Sigurborg
Sturlaugsdóttir
Tindum, Stykkishólmi
Ráðherra
viðurkennir
Einn er sá ráðherra I ríkis-
stjórn Ólafs Jóhannessonar,
sem enn hefur ekki getað tamið
sér, þrátt fyrir mikla reynslu,
að tala endalaust þvert um hug
sér, þegar hann fjallar um af-
glöp rfkisstjórnarinnar. Hér er
átt við Halldór E. Sigurðsson,
fjármálaráðherra. Að vísu
hefur þessi ráðherra, eins og
aðrir I rfkisstjórninni, þrá-
sinnis lent I þeirri aðstöðu að
þurfa að verja aðgerðir, sem
hvert mannsbarn hefur séð, að
voru gjörsamlega út I hött.
Hann hefur þannig sýnt ágæta
hæfileika til að tala þvert um
hug sér, sbr. t.d. langar ræður
hans til réttlætingar á glap-
ræðislegum hækkunum á út-
gjöldum rfkisins. Þar hefur
sami maður talað, sem á tfmum
viðreisnarst jórnarinnar ásak-
aði hana fyrir að spenna út-
gjöidin upp. Vita þó allir, að
stökkbreyting varð f útgjalda-
vextinum, eftir að núverandi
rfkisstjórn tók við völdum.
En nú er Halldóri greinilega
nóg boðið, þvf jafnvel hann
skortir orð til að réttlæta hin
ábyrgðarlausu kosningabrögð
rfkisstjórnarinnar, þegar hún
stórhækkaði niðurgreiðslur á
landbúnaðarafurðum, án þess
að króna væri til í rfkiskass-
anum til að mæta þessum
niðurgreiðslum. 1 sjónvarpi s.l.
þriðjudagskvöld var ráðherr-
ann kvaddur til að svara spurn-
ingu fréttamanns um þessar að-
gerðir. Þar viðurkenndi hann,
að niðurgreiðslurnar væru
langt úr hófi, og væru ekki ætl-
aðar til annars en að standa
nokkuð fram yfir kosningar.
Það er sjaldgæft að heyra
stjórnmálamann viðurkenna
berum orðum, að aðgerð, sem
hann stendur að, sé ekki annað
en lágkúrulegt kosningabragð,
gert f þeim eina tilgangi að
blekkja kjósendur. En þetta
gerði Halldór E. Sigurðsson
fjármálaráðherra f sjónvarps-
þættinum.
Sameiningin mikla
Ekki lfður nú sá dagur, að
ekki séu stofnuð ný stjórnmála-
samtök á vinstri væng stjórn-
málanna. Nú sfðast fengu
landsmenn að heyra um stofn-
un samtaka jafnaðarmanna,
sem m.a. nokkrir sænskmennt-
aðir, sjálfskipaðir menningar-
vitar standa að. Nú er svo kom-
ið, að fólk er gjörsamlega hætt
að gera sér grein fyrir öllum
þeim flokksbrotum og brota-
brotum, sem undanfarna daga
hafa verið að kljúfa sig út úr
vinstri flokkunum, sem fyrir
voru.
Eitt grátbroslegt f þessum
annars svo átakanlegu hörm-
ungum þeirra vinstri manna er,
að allir nýju flokkarnir og sam-
tökin eru stofnuð f einum og
sama tilganginum. Þeir ætla
allir að sameina alla vinstri
menn f einum flokki. Nokkur
dæmi skulu nefnd: SFV vildi
sameina. Sá flokkur er nú
margklofinn. Alþýðuflokk-
urinn vill sameina. Hann klofn-
aði nú með stofnun hinna nýju
samtaka. Möðruvellingar vilja
sameina. Þeir eru nú klofnir
endanlega út úr Framsókn.
Bjarni Guðnason vildi sameina.
Hann klauf sig út úr samein-
ingarflokki Hannibals. Svona
mætti lengi halda áfram, eink-
um ef tekin er með f reikningin
hin mismunandi staða eftir
byggðalögum. Staðreyndir
málsins eru hins vegar þær, að
þessir menn hafa engan áhuga
á sameiningu. Og þeir gefa ekk-
ert fyrir þann sameiginlega
málefnagrundvöll, sem á að
vera grundvöllur sameiningar
þeirra. Það eina, sem þeir
hugsa um, er að koma sinni
eigin persónu áfram f stjórn-
málum. Þeir vilja sameina fs-
lenzka vinstri menn utan um
sfna eigin merkilegu persónu,
hver f sfnu lagi. Svona mönnum
verður aldrei treyst fyrir nein-
um málefnum.
Borgarstjórí svarar...
Til kjördags svarar
borgarstjórinn í
Reykjavík fyrirspurn-
um borgarbúa um mál-
efni Reykjavíkur.
Lesendur Mbl. eru
hvattir til að hringja í
síma 10100 kl. 10-11
fyrir hádegi.
Lóðaúthlutun í Selási
Guðmundur M. Sigurðsson
Háaleitisbr. 115, spyr: Hvenær
er áætlað að hefja lóðaúthlutun
í Selásnum í framhaldi af Ár-
bæjarhverfinu, — einbýlishús
eða fyrir raðhús. I öðru lagi,
hvenær komi til lóðaúthlutunar
í iandi Korpúlfsstaða?
Borgarstjóri svarar:
Um eiginlega lóðaúthlutun
verður ekki að ræða í Selás-
hverfi, þar sem hér er um
eignariand að ræða. Samningar
milli landeigenda og borgarinn-
ar eru þannig, að reiknað er
með því að unnið verði að
gatna- og holræsagerð í hverf-
inu á árunum 1975—1977, en
þá á gatnagerð að ljúka.
Varðandi lóðaúthlutun i
landi Korpúlfsstaða liggur ekki
ljóst fyrir nú, hvenær að því
kemur, en aðalskipulag nýrra
byggðasvæða er nú í undirbún-
ingi og þarf að samþykkjast á
þessu ári.
Gangstétt
við Arnarbakka
Áslaug E. Jónsdóttir, Blöndu-
bakka 6 spyr: Hvenær má
vænta þess, að gangstétt verði
lögð meðfram Arnarbakka?
Borgarstjóri svarar:
Gangstéttagerð borgarinnar í
Breiðholti I á skv. áætlun að
ljúka á þessu sumri.
Barnaverndarmál
Carl Eirfksson, Rauðalæk 3,
Reykjavík, spyr:
„Munu borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins vilja styðja það,
að upp verði teknir aðrir starfs-
hættir en verið hafa á fram-
kvæmd barnaverndarmála þar
sem á undanförnum árum hef-
ur ekki verið unnið að þeim
málum með velferð barnanna
fyrst og fremst í huga, eins og
borgarstjóri veit nú?“
Borgarstjóri svarar:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins munu stuðla að því,
að framkvæmd barnaverndar-
mála, að svo miklu leyti sem
það heyrir undir borgaryfir-
völd, verði fyrst og fremst með
velferð barnanna í huga. Ég tel
reyndar, að það hafi verið
ieiðarijós barnaverndaryfir-
valda til þessa, þótt mat manna
kunni að vera misjafnt, þegar
um svo viðkvæm mál er að
ræða.
Framtíð lóðar
Edda Kjartansdóttir, Álfta-
mýri 56, spvr:
„Hvert verður framtíðar-
skipulag lóðarinnar milli
Miklubrautar og Álftamýrar
54—58?"
Borgarstjóri svarar:
Þetta er frátekin spilda
vegna gatnamóta Miklubrautar
og Kringlumýrarbrautar.
Autt svæði
Asdís Bjarnadóttir, Rauða-
læk 71, spyr:
„Hver á að sjá um frágang
auða svæðisins vestan við Dal-
braut, milli Kleppsvegar og
Rauðalækjar? Hvenær má bú-
ast við að gengið verði frá svæð-
inu? Hvað hefur tafið fram-
kvæmdir þarna fram að
þessu?"
Borgarstjóri svarar:
Svæði þetta er borgarland og
verður tekið til ræktunar á
þessu sumri. Slík „sár“ hafa
orðið eftir víða um borgina, en
áætlun um „umhverfi og úti-
vist“, sem borgarstjórn hefur
samþykkt, gerir ráð fyrir, að nú
verði farið í þessi svæði og frá
þeim gengið.
Skuld ríkis við borg
Árni Stefánsson, Goðheimum
21, spyr:
Hve mikið skuldar ríkis-
sjóður Reykjavíkurborg nú af
lögákveðnum framlögum til
ýmissa málaflokka og hvernig
sundurliðast sú upphæð?
Borgarstjóri svarar:
Samkvæmt uppgjöri borgar-
bókhalds, sem gert var i april-
mánuði, nemur skuld ríkissjóðs
við borgarsjóð pr. 31.12. 1973
samtais kr. 173.595.669.- og
sundurliðast þannig:
Stofnkostnaður
skóla kr. 32.434.722,-
Stofnkostnaður
Borgarspitala kr. 59.019.083,-
Söluskattur af
skýrsluvélavinnu kr. 3.637.820.-
Vegna heilsugæzlu
I skólum o.fl., þ.m.t.
skólatann-
lækningar kr. 6.202.333,-
Skólaheimili við
Bústaðaveg kr. 92.607,-
Iþróttasjóður kr. 72.209.104,-
Rétt er að taka fram, að
borgarsjóður hefur lagt út
stofnkostnað skóla, en skuld
ríkissjóðs erógjaldfallin.
Þá hefur verið gerður sér-
stakur greiðslusamningur um
skuld vegna íþróttasjóðs. Þar
sem uppgjöri borgarsjóðs er
ekki að fullu lokið verður að
hafa fyrirvara um einstakar
fjárhæðir.
Hljðmplðtur
EFTIR HAUK
INGIBERGSSON
Pónik — Bíllinn minn og
ég/Óskalagió þitt —
Mono — Á.Á.-records.
Þetta er frekar hlutlaus
plata. Þó er hún afskaplega
snyrtilega spiluð og langt er
síðan jafn þokkalegur blástur
hefur heyrst á plötu með ts-
lenskri hljómsveit. Hljóð-
ritunin er einnig ágæt, þótt í
mono sé sem og söngurinn, sem
þeir Þorvaldur Halldórsson og
Erlendur Svavarsson skipta á
milli sín. Samt vantar eitthvað
á til þess að platan geti talist
upplffgandi. Þar gæti verið um
að kenna útsetningunum, sem
eru sáraeinfaldar jafnframt
því, sem lögin hefðu bæði mátt
vera spiluð ögn hraðar. Það
vantar t.d. allan suðrænan
kraft i “Bíllinn minn og ég“,
sem er spánskt að uppruna. Þá
eru textarnir efnislitið sull.
Einhverjar fleiri plötur munu
vera á leiðinni með Pónik og
verður þar væntanlega áhuga-
verðara efni en hér er boðið
upp á.
Stuðmenn — Hone.v, will
you marry me/Whoops-
scoobie-doobie — Stereo
— Á.Á.-records.
Það hefur hvflt mikil leynd
yfir þessari plötu, þar sem
engin hljómsveit er starfandi
hér undir þessu nafni og því
hafa verið nokkrar getgátur um
hverjir feli sig bak við þetta
nafn, Stuðmenn. Vitað er, að
Jakob Magnússon, sem eitt sínn
var í hljómsveitinni Rifsberja,
hefur stjórnað hljóðritun plöt-
unnar, en hann hefur dvalið f
Englandi undanfarið ár. Gæti
þetta bent til þess, að platan
hafi verið tekin upp ytra og að
Stuðmenn séu ekki Islend-
ingar. Einnig má heyra á upp-
tökunni, að hún er tæplega
hljóðrituð hér á landi. Platan er
þegar komin í fyrsta sæti „Tfu
á toppnum" þannig að eitthvað
ætti að vera spunnið í tónlist-
ina. Það er þó umdeilanlegt,
Tónlistin er gamaldags í takti
og stíl og þess vegna gæti þetta
eins verið 10 ára gömul plata.
Aðállagið er afskaplega einfalt
og auðlært og það er trúlega
ástæðan fyrir velgengni plöt-
unnar á vinsældalistanum. Af
þessu má draga þá ályktun að
. fjöldi fólks viðurkenni aðeins
þau lög, sem það lærir á andar-
taki og getur dansað og sungið
með. Eða eins og Ámundi
Ámundason, útgefandi þess-
arar plötu, segir: „Fyrst þessar
starfandi hljómsveitir eru of
góðar til að spila tónlist, sem
fólki finnst gaman að, verð ég
að skapa mínar eigin hljóm-
sveitir, sem geta þetta.“