Morgunblaðið - 28.06.1974, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JUNÍ 1974
® 22*0-22*
RAUÐARÁRSTÍG 31
LOFTLEIÐIR
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
LOFTLEIÐIR
ÍItel. 14444*25555
mmw/fí
[BjLAU^GAj^ARJJENTAL
€
BÍLALEIGAN
51EYSIR
CAR RENTAL
m24460
í HVERJUM BÍL
PIONŒŒR
ÚTVARP OG STEREO
KASSETTUTÆKI
/IARGAR HENDUR II
. vinna||^"étt verk
§ SAMVINNUBANKINN „1
Ferðabílar hf.
Bílateiga — Sími 81260
Fimm manna Citroen G.S.
station. Fimm manna Citroen
G.S. 8—22 manna Mercedes
Benz hópferðabílar (m. bílstjór-
um).
SKODA EYÐIR MINNA.
Shodh
IBGfíH
AUÐBREKKU 44-46.
SlMI 42600.
Bílaleiga
GAB BENTAL
Sendum
41660 - 42902
STAKSTEINAR
Spillt stjórnvöld
Vinstri stjórnarinnar verður
lengi minnzt fyrir ðstjðrn f
efnahagsmálum og gáieysisleg-
ar aðgerðir f vernarmálum. En
hennar verður einnig minnzt
fyrir annað. Engin rfkisstjðrn á
Islandi hefur á ferli sfnum sýnt
af sér jafn mikið ábyrgðarleysi
og siðieysi f öllum störfum.
Á þessum tfma hefur verið
gengið lengra f pölitfskum
embættaveitingum en nokkru
sinni fyrr. Höpi kommúnista
hefur verið komið f embætti f
sjávarútvegsráðuneytinu, heil-
brigðisráðuneytinu og iðnaðar-
ráðuneytinu. Á einum og sama
deginum skipaði Magnús Kjart-
ansson fylgisvein sinn, Þröst
Ólafsson, formann f þremur
nefndum á vegum iðnaðarráðu-
neytisins. Þá hefur það verið
starfsregia Ólafs Jóhannesson-
ar að veita einungis framsðkn-
armönnum embætti; í þvf efni
hefur hann þó einu sinni gert
undantekningu. Og nú ætlar
rfkisstjðrnin að kðrðna valda-
ferii sinn með þvf að kalla Odd
Guðjönsson heim frá Moskvu
og skipa Hannes jónsson sendi-
herra f hans stað.
Magnús Kjartansson fer sem
ráðherra á kostnað rfkisins á
fund Norðurlandaráðs og ber
þar f nafni tsiands vinaþjðð
okkarn Norðmenn, þeim sökum
að hafa hlutazt tii um innanrfk-
ismál tslands. Ekki er nðg með,
að forsætisráðherra hafi lýst yf-
ir þvf, að þessi ásökun hans
eigin ráðherra hafi verið al-
röng, heldur varð hann að bæta
þvf við, að engum kæmti til
hugar, að Magnús Kjartansson
talaði sem ráðherra f nafni ts-
lands, þar sem hann mætti fyr-
ir hönd þjöðarinnar á alþjðð-
legum þingum.
Magnús Kjartansson kemur
fram fyrir þjóðina f útvarpi og
segist hafa ánægju af þvf að
geta tilkynnt að allir flokkar
rfkisstjðrnarinnar hafi veitt
forsætisráðherra heimild til
þingrofs. Þetta reynist helber
lygi og er jafnharðan borið til
baka.
Magnús Kjartansson stendur
upp á Álþingi og svarar fyrir-
spurn alþingismanns á þann
veg, að hann sem sitji ekki sem
ráðherra á Aiþingi tslendinga
til þess að svara fyrirspurnum
þingmanna um störf sfn f ráðu-
neytinu.
Lúðvfk Jösepsson verður ber
að margföldum ðsannindum,
eftir að upplýst var á Álþingi,
að hann hafði veitt austur-þýzk-
um ryksuguskipum leyfi til
áhafnaskipta til þess að auð-
velda þeim veiðar hér við land.
Fyrst hélt Lúðvfk þvf fram, að
hér væri um smátogara að
ræða. Síðan, að þeir veiddu
einungis við Kanada. Hvort
tveggja reyndist vera lygi.
Ráðherrar Alþýðubandalags-
ins bðka sérstök mðtmæli gegn
ákvörðun meirihluta rfkis-
stjðrnarinnar I flugbrautarmál-
inu, þar sem segir, að hún beri
vott um ósjálfstæða utanrfkis-
stefnu. Ráðherrar Alþýðu-
bandalagsins lýsa samningana
við Breta óaðgengilega úrslita-
kosti á sama tfma og forsæt-
isráðherra segist ákveðið vilja
ganga til samninga. Þrátt fyrir
þetta eru ráðherrar Alþýðu-
bandalagsins látnir sitja f rfkis-
stjörninni.
Sfðan kemur Björn Jónsson
og andmælir þvf, að forsætis-
ráðherra skuli neita öllu sam-
starfi og samráði við verkaiýðs-
hreyfinguna. Þá er þess um-
svifalaust krafizt, að hann segi
af sér.
Það er þetta siðleysi í æðstu
stjðrn rfkisins, sem tslendingar
ætla að brjðta af sér á sunnu-
daginn.
„Réttarofsóknir?”
Þjððviljinn segir, að skrif
Morgunblaðsins séu undirrðt
málshöfðunar forvfgis manna
Varins lands vegna meiðyrða
blaðamanna Þjöðviljans. Það
er rétt, að Morgunblaðið vakti
athyglí þjððarinnar á þessum
ummæium blaðamanna Þjóð-
viijans:
„Raunar er ðþarfi að skii-
greina þessar kanameilur sér-
staklega.** „örgustu úrhörk aft-
urhalds og fasísma, sem f land-
inu er yfir höfuð hægt að drffa
upp.“ „Bandarfkjaiepparnir á
tslandi.“ „1 samræmi við eðli
sitt og hagsmuni gert undir-
lægjuskap við Bandarfkin og
svik við tsiand að stéttarlegu
trúaratriði." Þetta eru aðeins
örfá dæmi. En þau vöktu andúð
og gremju þorra tslendinga.
Þeir menn, sem fyrir þessum
svfvirðingum urðu, telja, að
með þeim hafi verið brotin á
þeim lög. Þeir hafa leitað eftir
úrskurði dðmstðla um það.
Þjððviljinn kallar það „réttar-
ofsðknir**! Hvenær urðu það
„réttarofsöknir" á tslandi, að
menn leiti eftir dðmsúrskurði
um, hvort lögbrot hafi verið
framið?
Stúdentahúfan
60ára
STUDENTSHÚFAN á sextugs-
afmæli á þessu ári. I gömlu
Stúdentablaði frá 1939, sem
barst okkur í hendur, er m.a.
frá því skýrt, að Jón J. Víðis
hafi gert teikningu að þessari
húfu. Jón Vfðis landmælinga-
maður á líka sextugs stúdents-
afmæli nú í mánaðarlokin, og
höfðum við samband við hann
og bárum undir hann þessi
skrif í Stúdentablaðinu um húf-
una, en þau eru svohljóðandi:
„Meðan embættismannaskól-
arnir störfuðu, var engin
stúdentshúfa notuð hér, nema
hin danska og munu fáir hafa
borið hana. En strax eftir að
lögin um Háskóla íslands voru
staðfest, og áður en háskólinn
tók til starfa, beitti Stúdenta-
félag Reykjavíkur sér fyrir því,
að íslenzkir stúdentar tækju
uppsérstaka húfu.Var boðið til
samkeppni um gerð húfunnar
og veitt verðlaun fleiri en ein,
en þær verðlaunuðu húfur voru
hvorki fallegar né hentugar, og
gátu þær ekki rutt sér til rúms,
þrátt fyrir ítrekarað tilraunir.
Vorið 1913 gerðu t.d. ýmsir
stúdentar þess árs tilraun með
svarta silkihúfu, skyggnislausa,
sem var í sniði svipuð færeysku
húfunni. Skólapiltar voru
óánægðir með allar þær húfur,
sem reyndar höfðu verið, og
veturinn 1913—1914 ákvað
,,Framtíðin“ að gera tilraun til
þess að fá fram nýja gerð, sem
hægt væri að una við. Jón J.
Víðis gerði þá teikningu að
þeirri húfu, sem sfðan hefir
verið notuð og fyrst var borin
af stúdentunum frá 1914. Á
henni hafa þó verið gerðar 2
breytingar síðan. Upphaflega
var snúran aðeins hvít og blá,
en við lögfesting staðarfánans
1915 var rauðum þætti bætt í
snúruna, I samræmi við fánalit-
ina, og 1930 var breytt um
merkið f húfunni, stjarnan sett
í stað krossins, sem þar var
áður.“
Jón Vfðis kvaðst ekki vita
hver hefði skrifað greinina á
sínum tíma, en sjálfsagt sé þar
rétt sagt frá afskiptum
Stúdentafélagsins af málinu.
Líklega sé húfa sú, er Guð-
mundur Kamban hefur sézt
með á mynd, ein af Stúdenta-
félagstillögunum. Um afskipti
Framtíðarinnar af stúd-
entahúfunni, eins og hún
varð, kannast hann hins vegar
ekki við, en telur, að Framtíðin
muni hafa átt þátt f húfunni,
sem getið er um, að notuð var
af nokkrum stúdentum 1913,
man m.a. eftir læknaskóla-
stúdentunum Páli V. Guð-
mundssyni (sfðar Kolka) og
Kristmundi Guðjónssyni báð-
um með þessa húfu. Húfuna
„hannaði“ og saumaði listakon-
an Anna Ásmundsdóttir kaupa-
kona.
— Málið lá nú niðri þar til
liðið var á vorið 1914. Þá var
það eitt sinn, rétt fyrir kennslu-
stund í 6. bekk, að tíðrætt varð
um það meðal nemenda að enn
vantaði stúdentahúfuna og
komið væri að prófi, segir Jón
Víðis. Um leið og við sessunaut-
arnir Pétur Sigurðsson, síðar
háskólaritari, settumst, segir
Pétur: „Nú teiknar þú bara
stúdentahúfu handa okkur, ég
veit, að við verðum ánægð
með hana.“ Ég teiknaði húfuna
samdægurs. Teikningin gekk á
milli nemenda. Enginn gerði at-
hugasemd, þar með var hún tal-
in samþykkt.
— Húfan hefur tekið þeim
breytingum, sem getið er um í
greininni, og munu stúdentar
hafa ráðið þeim. En ein breyt-
ing hefur verið gerð enn, er ég
hygg, að stúdentar hafi’ ekki
ráðið, heldur hafi hún orðið
óvart hjá þeim er húfuna
gerðu. Ég veit ekki hvenær.
Neðan við þrílitu snúruna á
hvíta kollinum var gjörðin úr
dökkbláu silki, en er nú hvft
eins og koliurinn. Ég tel, að
kollurinn hafi verið tilkomu-
meiri og litrfkari með bláu
gjörðinni. Þessa gerð húfunnar
má vel sjá á myndum
í stúdentablaðinu, t.d.
1930—1939. Ég hefi ekki aðra
árganga við höndina. En ég á
enn hvíta kollinn með bláu
gjörðinni frá 1914. Ég beini því
til stúdentaefna hvort ekki sé
rétt að leiðrétta þetta, segir
Jón.
— Þvf er ekki að neita, að ég
tók nokkurt mið af dönsku húf-
unni, er ég gerði tiliögu að okk-
ar húfu, hafði m.a. sama merki
framan á henni. En ég hafði
hana kollmeiri og hærri
að framanverðu en að aft-
anverðu, ætlaðist til, að
svarti silkikollurinn félli
1 mjúkar fellingar að fram-
anverðu. Danir höfðu rauða
gjörð á sinni húfu, við bláa, sem
nú hefur að vísu glatazt. Rein-
holt Anderson skraddari, sá er
saumaði embættismannahúf-
urnar, gerði svo húfurnar 17
fyrir okkur.
— Um stjörnuna sem
húfumerki má það segja, að
skólapiltar á Möðruvöllum
höfðu hana í skólahúfu sinni,
er þeir báru strax fyrstu árin,
ég veit ekki hve lengi. En sú
stjarna var úr silfri. Ég veit um
stúdent 1930, er bar I húfu
sinni silfurstjörnu tengdaföður
síns frá Möðruvöllum.
— Nú er siður að ganga
berhöfðaður og virðist
stúdentahúfunnar ekki þörf
nema nokkra daga, sagði Jón að
lokum. Áður gengu menn með
svarta kollinn öll háskólaárin
eða þangað til húfurnar voru
útslitnar. Eilífðarstúdentar
slitu mörgum húfum.
spurt og svarað
Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS
□ Tíu á toppnum:
Hanna Marinðsdóttir, Dala-
landi 16, Reykjavík, spyr:
„Hvernig stendur á því að
þátturinn „Tíu á toppnum" hef-
ur verið færður til og styttur
um fimm mfnútur þegar það er
augijóst mál, að hann má ekki
við þvf?“
Hjörtur Pálsson, dagskrár-
stjóri, svarar:
„Einhvern veginn verður að
koma þvf dagskrárefni fyrir,
sem ákveðið hefur verið að
flytja."
□ Hvar er hægt
að læra karate?
Arnar Steinþórsson, Fannar-
felli 12, Reykjavfk, spyr:
„Hvar er hægt að læra
karate?“
Sigurður H. Jóhannsson,
varaformaður Judósambands
íslands, svarar:
„Hér í Reykjavík hefur verið
starfandi félag áhugamanna
um karate, og hefur það verið
með æfingar f húsakynnum
Judófélags Reykjavíkur. Nú
sem stendur er hlé á æfingum,
en þær munu hefjast aftur um
næsta mánaöamót að Brautar-
holti 18. Þeir, sem hafa hug á að
æfa karate, geta snúið sér
þangað, og eins mun ég fúslega
veita allar upplýsingar.“