Morgunblaðið - 28.06.1974, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 28.06.1974, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JUNÍ 1974 Sumarferðir aldraðra vinsœlar í borginni 140 grískir stjórnmálamenn: Ætlar stjórnin að efna Ottawa-heitin? Geirþrúður Bernhöft. DAGSFERÐIR fyrir aldraða borgara f Reyjavík hafa verið auglýstar og eru að þessu sinni 11 talsins og verða frá miðjum júní út júlfmánuð. Þetta er sjötta árið, sem efnt er til þessara ferða, en þær hófust um leið og félagsstarf aldraðra á vegum Félagsmálastofn- unar Reykjavfkurborgar, og þær urðu mjög vinsælar — Strax varð mikil aðsókn að þessum ferðum, og þær urðu mjög vinsælar sagði Geirþrúður Hildur Bernhöft, ellimálafulltrúi borgarinnar, er við leituðum nán- ari frétta af þessu starfi. Fólk fer að spyrja um ferðirnar strax á vorin. Þessar ferðir eru fjöl- breyttar, ýmist farið á söfn og fleira í borginni eða famar lengri ferðir út úr bænum. Frá upphafi hefur verið reynt að gera þessar ferðir ódýrar með hagstæðum samningum við þá, sem veita Þjónustu, t.d. bílstjóra o.fl. Þannig að lengri ferðirnar, sem taka 4—5 tima eru alltaf ódýrari heldur en rútuferð kostar fram og aftur á staðinn. I þessum ferðum kennir margra grasa. Stundum er farið í söfnin og um bæinn, og ef veður leyfir er oft haft með nesti og komið við á útivistarvæðum borgarinnar og drukkið kaffi úti. Það er mjög vinsælt. Þannig kynnist eldra fólkið um leið útivistarsvæðun- um. Ferðir um Reykjavlk hafa verið meðal vinsælustu ferðanna, þó það kunni að þykja undarlegt. En margir aldraðir hafa flutt til borgarinnar og ekki haft tækifæri til að kynnast vexti hennar, segir Geirþrúður. Ein ferð er til Þing- valla í sumar og önnur í Iaxaeldis- °g skógræktarstöðvarnar á Kjal- arnesi. Farið er f Sædýrasafnið og þá komið við f Hellisgerði. I sum- ar verður farið til Stokkseyrar til fjörulffsskoðunar og fleira mætti telja. I júnímánuði eru þessar ferðir á þriðjudögum, en í júlf á Þriðjudögum og fimmtudögum og alltaf farið frá Alþingishúsinu kl. 1.30. En frekari upplýsingar er að fá hjá Félagsstofnun aldraðra. Iðulega fer Geirþrúður með f þessar ferðir, og oftast Helena Ráða utanfélags- fólk til leiðsögu FYRIR tveimur árum var stofnað f Reykjavfk Félag leiðsögu- manna. Eitt af markmiðum fé- lagsins var, að til ieiðsögustarfa yrði aðeins ráðið þjálfað starfs- fðlk, sem aflað hefði sér réttinda og viðurkenningar f starfinu. Hef- ur félagið m.a. gert samninga við Ferðaskrifstofu rfkisins og Félag fslenzkra ferðaskrifstofa, þar sem viðurkenndur er forgangur fé- lagsmanna til leiðsögustarfa Þrátt fyrir þetta, ber enn nokk- uð á þvi, að vinnuveitendur ráði til sfn utanfélagsfólk, segir f frétt frá Félagi leiðsögumanna, og þá venjulegast fyrir nær helmingi lægri laun en umræddur samn- ingur kveður á um. Slíkt er ólög- legt samkvæmt lögum. Vill Félag leiðsögumanna með frétt sinni vekja á þessu athygli. Formaður félagsins er Birna G. Bjarnleifs- dóttir. Halldórsdóttir, auk fararstjóra eða sjálfboðaliða en þær Geir- þrúði og Helenu þekkja margir aldraðir borgarar orðið vel úr þessu félagsstarfi. — Margt aldrað fólk í borginni hefur ekki tækifæri til að fara neitt og því kærkomnar þessar skipulögðu ferðir, sagði Geirþrúð- ur. Það eru margir einstaklingar í borginni sem búa einir og vantar einhvern til að fara með. Til dæm- is höfum við skipulagt ferðir í leikhús, sem eru mjög vinsælar, en aldraðir fá miða á hálfvirði gegn þvf að sýna nafnskírteini sem kunnugt er. Síðast þegar við fórum á „Fló á skinni", komu á annað hundrað manns og f þeim hópi aðeins tvenn hjón, hitt allt einstaklingar. Þessu fólki vantar einhvern til að fara með og finnst mikið umstang að taka sig upp á eigin spýtur. Það þarf þvf að ýta við því. Og sama er um sumar- ferðirnar. Það þarf að gefa þessu fólki tækifæri til að taka þátt í ýmsu án þess að hafa mikið fyrir því. — Margt af þessu fólki þekkist orðið. Það hefur kynnzt f félags- starfinu, sem við höfum í Norður- brún 1. Þar hittast oft gamlir vin- ir, sem ekki hafa vitað hver af örðum í borginni, en hafa þekkzt endur fyrir löngu og taka þráðinn upp aftur. Oft skapast lfka vinátta þar milli fólks, sem ekki hefur þekkzt áður. Maður sér, að það fer að hópa sig saman f spil og bíða hvað eftir öðru, og margir hittast utan þessara samfunda, — jafn- vel komið fyrir að þarna hefi skapazt vinátta og fólk fundið nýj- an maka! En nauðsynlegt er að rjúfa einangrun þeirra, sem búa aleinir. Tómstundastarfið beinist ekki aðeins að þvf að veita fólki tækif æri til að taka þátt í þvf, sem þar fer fram, heldur engu síður að á samskiptum við aðra,að rjúfa þessa einangrun, sem til lengdar hefur lamandi áhrif eða beinlínis líkamleg áhrif svo fólk verður blátt áfram veikt. Það er mikið atriði fyrir andlega og Ifkamlega heilsu að geta farið út og glaðzt með öðrum. Og þó Reykjavík sé ekki stór borg, þá geta margir einangrazt hér. I lokin spurðum við Geirþrúði Hildi Bernhöft um orlofsferðir fyrir aldraða, sem byrjað var á í fyrrasumar. Hún sagði, að f sumar yrði aftur efnt til orlofsdvalar fyr- ir aldraða borgara Reykjavíkur að Löngumýri í samvinnu við hjálp- arstarf kirkjunnar. I fyrra var að- eins ein ferð f tilraunaskyni og mnRCFRLDRR mÖGULEIKH VÐRR heppnaðist ákaflega vel. Svo að nú verða til ráðstöfunar 6 vikur á Löngumýri og verður farið þang- að með 3 hópa f ágúst. Þessar ferðir verða auglýstar síðar. Mikil aðsókn var f fyrra, en nú rýmkar verulega. Farið var f skoðunar- ferðir um Skagafjörð og kvöld- vökur voru hafðar og undi fólk sér hið bezta. Aþenu 26. júnf — NTB. SAMTALS 140 fyrrverandi þing- menn f Grikklandi skoruðu f dag á valdhafa að framfylgja grund- vallaratriðum hins nýja Atlants- hafssáttmála, sem undirritaður var fyrr um daginn f Briissel. Þingmennirnir fyrrverandi eru úr tveimur stærstu stjórnmála- flokkum Grikklands, Róttæka þjóðarsambandinu og Miðflokk- inum, en þeir fengu meir en 80% atkvæðanna f sfðustu þingkosn- ingum f landinu árið 1964. 1 yfirlýsingu stjórnmálamann- anna segir, að NATO-löndin, — þar á meðal Grikkland, hafi í sátt- málanum skuldbundið sig til að standa vörð um lýðræði, mann- réttindi og réttlæti með þvf að undirrita Ottawa-yfirlýsinguna. Ef þessum grundvallaratriðum verður ekki framfylgt f Grikk- landi þá hljóta menn að setja spurningarmerki fyrir aftan þennan sáttmála, um leið og gríska þjóðin er svipt borgararétt- indum sfnum og rétti til að velja sér ríkisstjórn. Þá séu fjölmiðlar líka bundnir og keflaðir, og þrælkunarbúðir séu í fullum gangi. Segir í yfirlýsingu 140- menninganna, að slíkt sé skammarblettur á allri hinni vest- rænu menningu. Gríski forsætisráðherrann, Adamantios Androutsopoulos tók þátt f toppfundinum í BrUssel og undirritaði sáttmálann. 81 hval- ur á land Hvalbátarnir voru í fyrradag búnir að veiða 81 hval og er veið- in mun betri en á sama tíma í fyrra. Sagði Loftur Bjarnason framkvæmdastjóri Hvals, að betri veiði mætti fyrst og fremst þakka góðu veðri. Hvalirnir, sem búið er að veiða, eru 51 langreyður, 28 búrhveli og 2 sandreyðar. Passat er bílllnn Passat luxus-þægindi, sjálfsögð þægindi. Passat framsæti er hægt að stilla að vild og jafnvel í þægilega svefnstöðu. Passat er rúmgóður fimm manna bíll. Stórt farangursrými, 490 lítrar. Þessar staðreyndir eru aðeins brot af öllum sjáanlegum atriðum. Passat er hagkvæmur og ódýr í rekstri. Benzíneyðsla: Um 8,8 I. — Viðhalds- skoðunar er þörf aðeins einu sinni á ári eða eftir 15 þús. km akstur. — Hin viðurkennda V.W.-varahluta- og viðgerð- arþjónusta er einnig Passat-þjónusta. Jafnvel er tölvustýrður V.W. bilanagreinir einnig Passat bilanagreinir. Passat er nýjung f sínum stærðarflokki ekki eingöngu vegna frábærra aksturseig- inleika, — þæginda, — eða kitlandi útlits, heldur vegna þess, að hann er búinn öllum þessum kostum og óteljandi öðrum. Passat er aflmikill og traustur. Þrjár vélastærðir: 60 ha, 75 ha og 85 ha. 75 ha vélin: Viðbragðshraði: 0—100 km 13,5 sek. Hámarkshraði: 160 km klst. Benzfneyðsla: um 8,8 lítra á 100 km. Passat er öruggur í akstri: Allur öryggisbúnaður Passat og hinn full- komni stýris-, fjöðrunar- og hemlabúnað- ur er miðaður við hámarksorku og hraða. Pantið tíma og reynsluakið Passat. HEKLAhf Laugavegi 170—1 7Ú. — Simi 21240

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.