Morgunblaðið - 28.06.1974, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 28.06.1974, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JUNl 1974 Utgefandi hf. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 1 00. Auglýsingar Aðalstræti 6. sími 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands í lausasölu 35,00 kr. eintakið. r Olafur Jóhannesson, forsætisráðherra, lýsti því yfir skýrt og skilmerki- lega í sjónvarpsumræðum í fyrrakvöld, að markmið hans væri að mynda nýja vinstri stjórn að kosn- ingum loknum, og jafn- framt bætti hann þvi við, að það gæti hugsanlega gerzt með nýjum liðsstyrk og átti þá bersýnilega við hugsanlega aðild Alþýðu- flokksins að nýrri vinstri stjórn. Formaður Alþýðu- flokksins mótmælti því ekki í sjónvarpsumræðun- um, að til greina gæti komið, að Alþýðuflokkur- inn hlypi undir bagga með núverandi stjórnarflokk- um í þessum efnum. Nauð- synlegt er, að kjósendur taki rækilega eftir þessu. Markvisst er stefnt að því að mynda nýja vinstri stjórn að kosningum loknum. En hvað þýðir ný vinstri stjórn fyrir landsmenn? 1 fyrsta lagi þýðir ný vinstri stjórn, að varnarliðið verður látið hverfa af landi brott fyrir mitt ár 1976. Þetta kom alveg skýrt fram í sjónvarpsumræðunum. Lúðvík Jósepsson beindi þeirri fyrirspurn til sam- ráðherra sinna Ólafs Jó- hannessonar og Magnúsar Torfa Ólafssonar, hvort þeir væru tilbúnir til þess að standa að undanbragða- lausri framkvæmd þess samkomulags, sem vinstri flokkarnir hafa gert um brottför varnarliðsins á miðju ári 1976. Mennta- málaráðherra svaraði með því að lesa upp úr stefnu- yfirlýsingu flokks síns þess efnis, að næðist ekki sam- komulag í samræmi við umræðugrundvöll vinstri flokkanna ætti að segja varnarsamningnum upp og vísa varnarliðinu úr landi. Ólafur Jóhannesson kvaðst sammála ummælum menntamálaráðherra. Þess vegna er Ijóst, að ný vinstri stjórn þýðir, að ísland verður orðið varnarlaust á miðju ári 1976 eða eftir 24 mánuði. í öðru lagi sýnir reynslan að efnahagsstjórn eða öllu heldur stjórnleysi vinstri flokkanna, að ný vinstri stjórn muni hafa í för með sér fullkomið öngþveiti f efnahags- og atvinnumál- um landsmanna. Nú er svo komið, að allir sjóðir eru tómir, atvinnuvegirnir eru að stöðvast, frystihúsin eru að loka, skuttogararnir á heljarþröm, og lífskjör al- mennings versna frá mán- uði til mánaðar. Vinstri flokkarnir hafa ekki ráðið við efnahagsmálin og at- vinnumálin og ljóst er, að ný vinstri stjórn skipuð sömu mönnum og sömu flokkum, e.t.v. með tilstyrk Alþýðuflokksins mundi ekki vera betur fær um að takast á við þessi vanda- mál, heldur en sú vinstri stjórn, sem nú hrökklast frá með skömm. Þess vegna er ljóst, að kvíðvæn- legt ástand mundi skapast í efnahags- og atvinnumál- um landsmanna, ef ný vinstri stjórn kæmist til valda að kosningum loknum. Ný vinstri stjórn mundi lfka hafa í för með sér stór- aukin afskipti hins opin- bera af málefnum lands- manna. í grundvallaratrið- um er það stefna vinstri flokkanna allra að taka eins mikið fjármagn úr höndum almennings eins og mögulegt er og ráðskast með það með ýmsum hætti. Þessi þróun mundi halda áfram með vaxandi hraða á næsta kjörtímabili, ef vinstri stjórn kæmist til valda að kosningum loknum. Vinstri stjórnin missti þingmeirihluta sinn á Al- þingi vegna þess, að þeir menn, sem stóðu að mynd- un hennar, treystu sér ekki til þess að veita henni stuðning öllu lengur. Vinstri stjórnin hlaut af- dráttarlausan vantrausts- dóm þjóðarinnar í byggða- kosningunum 26. maí sl. þegar Sjálfstæðisflokkur- inn vann stórsigur. Það liggur því alveg ljóst fyrir, að landsmenn vilja ekki vinstri stjórn. Landsmenn vilja ekki, að varnarliðið fari af landi brott. Samt sem áður er það ásetningur forystumanna vinstri flokkanna að tjasla upp á vinstri stjórnina á ný að kosningum loknum, ef þeir eiga þess nokkurn kost. Þess vegna verða kjós- endur að taka málin í sínar hendur og beita því valdi, sem þeir hafa á sunnudag- inn kemur til þess að tryggja, að enginn grund- völlur verði til myndunar nýrrar vinstri stjórnar, þegar upp verður staðið á mánudaginn. Það er aðeins með einu móti hægt að koma f veg fyrir að ný vinstri stjórn verði mynd- uð, og það er að Sjálfstæð- isflokkurinn verði efldur svo mjög í þingkosning- unum á sunnudaginn, að vinstri flokkarnir treysti sér ekki til að standa gegn ótvíræðum dómi kjósenda. Atkvæði greitt Alþýðu- flokknum á sunnudaginn er engin trygging fyrir því, að ný vinstri stjórn komist ekki til valda eins og orða- skiptin í sjónvarpsþætt- inum sýndu. Þetta eru staðreyndir, sem hver ein- asti kjósandi, hvar í flokki, sem hann hefur fram til þessa staðið, verður að íhuga mjög rækilega, áður en hann tekur endanlega ákvörðun um með hverjum hætti hann ver atkvæði sínu á sunnudaginn. Undanfarin 3 ár hafa verið ár óróa og óvissu í íslenzkum þjóðmálum, út á við og inn á við. Það er tími til kominn að skapa frið og festu og öryggi á ný og það vita allir landsmenn, að Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn, sem er þess megnugur. Veruleg hætta á nýrri vinstri stjórn Aslaug Ragnars: Unga fólkið og félagshyggian Á tfmabili var það orðin nokkurs konar þjððsaga hér, að þorri ungs fðlks væri vinstri sinnað „félagshyggjufðlk", sem væri að hafna þvf þjððskipu- lagi, sem við búum við, og beindi f sfauknum mæli sjðn- um sfnum til vinstri sinnaðra flokka með „félagslegar um- bætur“ á stefnuskrám sfnum, eins og t.d. Alþýðubandalags- ins. Sagt var, að „breytt gildis- mat“ réði mestu um afstöðu þessa vinstri sinnaða unga fðlks, það væri stðrhuga og framsækið — ðháð fordðmum og fhaldssemi þeirra, sem eldri væru, og fullyrt, að það fyndi hvergi vettvang fyrir skoðanir sfnar nema innan Alþýðu- bandalagsins. Ennfremur að unga fðlið hafnaði þvf, sem kallað var eiginhagsmuna- stefna hægri flokkanna — það vildi fyrir hvern mun „stuðla að aukinni samneyzlu" og bæri hagsmuni heildarinnar meira fyrir brjðsti en aðrir hðpar hefðu gert fram á þennan dag. Hugsjðnir unga fðlksins áttu — samkvæmt kenningunni — ekki að geta náð fram að ganga nema það fylkti sér um vinstri flokkana, aðallega Alþýðu- bandalagið, sem hin sfðari ár hefur verið flokka iðnast við að skreyta sig með heitinu „félagshyggjuf!okkur“. „Félagshyggjuflokkurinn" hafði fögur orð um framkvæmd stefnunnar, kæmist hann í stjðrnaraðstöðu og fengi þann- ig tækifæri til að ráða ferðinni. Bæta átti kjör hinna lægst launuðu, kaupmáttur launa skyldi hækka um 20 prðsent á tveimur árum, vinnutfminn styttast svo um munaði og kjör aldraðra skyldu stðrbætt. Byggja átti kynstur af fbúð- um „á félagslegum grundvelli“ handa unga fðlkinu til að búa f fyrir vægt leigugjald, það átti að einsetja alla skðla og gefa börnum og unglingum að borða þar f mötuneytum og svo átti auðvítað að reisa dagvistunar- stofnanir, að verulegu leyti á kostnað rfkisins, svo að engin Iftil börn f landinu þyrftu að fara á mis við þá hamingju að alast upp á félagslegum stofnunum, raunar átti skðla- skyldan helzt að hefjast strax við tveggja ára aldur. En hvernig fðr? Allt f einu var „félagshyggju- flokkurinn" kominn á sinn langþráða valdastðl, og þá var komið að efndunum. Þá sögu þekkja allir meira eða minna af eigin raun. Munurinn á kjörum þeirra lægst launuðu og hinna, sem betur mega sfn, hefur aldrei verið meiri en f tfð „stjðrnar hinna vinnandi stétta“. Enn sem komið er hefur rfkisvaldið ekki lagt til eyri f byggingu dagvistunarstofn- ana f þéttbýli og strjálbýli svo sem boðað var með laga- setningu eftir að stjðrnin tók við, einsetning skðlanna, sem auðvitað er keppikefli allra, er enn lengra undan en f upphafi valdatfma núverandi rfkis- stjðrnar, kaupmáttur launa hefur rýrnað um 12% frá 1. marz sl. síðan gylliboðastjðrnin tðk við, kjarabætur gamla fðlksins voru snarlega af þvf teknar með skattlagningu elli- launa, hið „félagslega“ leigu- húsnæði unga fólksins er enn f skýjaborgum „félagshyggj- unnar“ jafnframt þvf sem kjör húsbyggjenda hafa verið skert stðrlega, en f tfð vinstri stjðrn- ar hefur byggingarkostnaður hækkað um 102%, auk þess sem hlutfall úr opinberum lánasjóðum til húsbygginga hefur lækkað úr 58% eins og það var á árinu 1971, f 32%. Þar að auki geta sjððirnir nú ekki greitt út þau lán, sem heitið hafði verið, og er þeim, sem nú standa f byggingaframkvæmd- um, verulegur vandi á höndum um þessar mundir. En skoðum nánar þetta orð „félagshyggja". t hverju er fé- lagshyggja fðlgin? Er hún fólgin f þvf að láta tekjur manna renna f sameigin- legan sjðð, sem sfðan er skammtað úr samkvæmt kerfi þeirra, sem þjððfélaginu ráða hverju sinni? Ef svo er, hlýtur félags- hyggja einungis að felast f mið- stýringarstefnu Alþýðubanda- lagsins og fylgiflokka þess. Eða er félagshyggjan f þá veru, að einstaklingurinn f þjððarheildinni eigi sem minnst áhrif að hafa á eigin afkomu? Hans sé aðeins að vinna að þvf, sem kerfið býður, að hagkvæmast sé fyrir það á hverjum tfma og afla þannig þjððarbúinu tekna, en láta sfðan hið opinbera vald um að ráðstafa þessum tekjum. Ef svo er, er Alþýðubanda- lagið sannarlega félagshyggju- flokkur. Þessi fáu dæmi, sem hér hafa verið tínd til, skýra að nokkru hvers vegna glamuryrði sjálf- nefndra félagshyggjumanna eiga nú ekki hljómgrunn hjá ungu fðlki fremur en þvf, sem eldra er að árum og rfkara að reynslu. Þegar núverandi vinstri stjðrn komst til valda árið 1971 hafði mikill hluti þess fðlks, sem nú er f blðma Iffsins, ekki haft neina reynslu af vínstri stjðrn, þvf að það var einfald- lega ekki komið til vits og ára, þegar sfðasta vinstri stjðrn hrökklaðist frá völdum árið 1958. Sú vinstri stjðrn átti sér svipaða sögu og sú, sem nú er að hverfa af sjðnarsviðinu. Fyrri vinstri stjðrnin sat að völdum f tæp þrjú ár eins og þessi, þannig að nú sannast öðru sinni það, sem virðist vera lögmál hér á landi — vinstri stjðrn getur ekki setið eitt kjör- tfmabil. Á sunnudaginn mun sjást svart á hvftu, að ungt fðlk lætur ekki blekkjast, þegar það er orðið reynslunni rfkari. Ungt fólk vill jafnvægi og öryggi — það vill ekki þurfa að hlaupa f kapp við verðbðlguna og kærir sig ekki um að þjást til lengdar af „velmegunar- sjúkdómi“ Magnúsar Kjartans- sonar eða verða fyrir barðinu á bðkhaldsskekkjum hans öðru sinni. Ungt fðlk er heldur ekki svo afvegaleitt, að það aðhyllist kenningar þeirra félaga Marx, Engels, Lenins eða Trotskýs og gangi þannig á vald mestu afturhaldsöflum, sem uppi hafa verið. Á sfðastliðnum vetri hitti ég að máli tvo sanntrúaða bylt- ingarsinna, dyggilega starfandi fyrir trú sfna undir kjörorði kommúnista „stétt gegn stétt“. Við ræddum nokkuð um stöðu öreiga f veröldinni, sem við bárum öll vitanlega um- hyggju fyrir. Þegar mér varð á að spyrja, hvort þeim væri alvara með, að hér á íslandi væri til kúgaður og þrúgaður öreigalýður, sem gæti ekki leitað réttar sfns öðruvfsi en með blððugri byltingu, kváðu þeir já við. Þá spurði ég hvernig þeir skilgreindu orðið „öreigi“. Það stðð ekki á svarinu: „Öreigar eru þeir, sem eiga ekki sjálfir atvinnutækin, sem þeir vinna með“. „Er ég þá öreigi samkvæmt þessari kenningu?" spurði ég og benti á ritvélina á borðinu hjá mér. Þeir horfðu á mig hugsi, þar til annar þeirra svaraði: „Nei, þú ert ekki öreigi — þú ert stéttleysingi".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.