Morgunblaðið - 28.06.1974, Side 20
20
MOKGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚNI 1974
Seltiarnarnes:
Sigurgeir Sigurðsson
fyrsti bæjarstjórinn
A MIÐVIKUDAGINN var hald-
inn fyrsti bæjarstjðrnarfundur-
inn f hinum nýja Seltjarnarnes-
kaupstað. Þá höfðu verið haldnir
nær 1000 bðkaðir hreppsfundir
frá þvf hreppalögin tðku gildi
1872. Til fundarins á miðviku-
daginn komu nýkjörnir bæjar-
fulltrúar, 7 að tölu. Sjálfstæðis-
flokkurinn vann sem kunnugt er
yfirburðasigur f kosningunum á
Seltjamarnesi, hlaut 64,7%
greiddra atkvæða og 5 fulltrúa af
7. Er þetta stærsti meirihluti
sjáifstæðismanna f bæjarstjðrn
hér á landi.
I upphafi stjórnaði Karl B. Guð-
mundsson aldursforseti bæjar-
stjórnar fundinum. Var fyrst
gengið til forsetakjörs og var Karl
B. Guðmundsson kjörinn fyrsti
forseti bæjarstjórnar Seltjarnar-
neskaupstaðar. 1. varaforseti var
kjörinn Snæbjörn Ásgeirsson og
annar varaforseti Magnús Er-
lendsson. Bæjarstjóri var kjörinn
Sigurgeir Sigurðsson, en hann
gegndi áður starfi sveitarstjóra.
Þá var kosið f fastanefndir, en
fyrst um sinn mun ekki starfa
bæjarráð á Seltjarnarnesi.
Mbl. náði tali af bæjarfulltrú-
um Sjálfstæðisflokksins skömmu
áður en fundur hófst á miðviku-
daginn. Þeir sögðu, að fylgi Sjálf-
stæðisflokksins í kosningunum
nú hefði verið svipað og 1970. Þá
voru á kjörskrá 1076, en voru um
1400 nú. „Af þessu má sjá, að við
höfum fengið fylgi flestra þeirra,
sem bættust á kjörskrá," sagði
Sigurgeir Sigurðsson. „Þetta er
sérlega ánægjulegt þegar haft er í
huga, að mjög mikið bættist við af
ungu fólki. Þetta sýnir, að við
eigum fylgi unga fólksins, enda
höfum við gert ákaflega mikið
fyrir það.“
AÖspurðir kváðust bæjarfull-
trúar Sjálfstæðisflokksins ætla að
fylgja áfram sama uppbyggingar-
starfi og fært hefur þeim þetta
mikla fylgi. í fyrsta lagi verður
lögð áherzla á skipulagsmál. 1
öðru lagi félags- og íþróttamál,
þ.e. málefni yngstu og elztu borg-
aranna. í þriðja lagi verður lögð
áherzla á skólamál, þ.e. einsetn-
ingu skóla, en það mál er langt á
veg komið. T.d. mun gagnfræða-
skólinn verða einsetinn í haust.
Stefnt er að því að leysa þessa
málaflokka á þessu kjörtfmabili.
Engin
rök
lengur
fyrir
skiptingu
sveitar-
félaga
í kaup-
staði
og
hreppa
Reykjanesi
• Hver eru tildrög þess, að Sigl-
firðingur, kvæntur konu frá Pat-
reksfirði, gerist þingmaður fyrir
Reykjaneskjördæmi? Fyrir svör-
um situr Ólafur G. Einarsson,
oddviti f Garðahreppi, sem leiddi
Sjálfstæðismenn þar til stórsig-
urs f sveitastjórnarkosningunum
á dögunum. Hann er nú öðru
sinni f framboði fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn f Reykjaneskjördæmi,
þriðji maður á listanum. Blaða-
maður Morgunblaðsins ræddi við
Ólaf sem snöggvast sólardag einn
f sfðustu viku og spurði m.a. ofan-
greindrar spurningar. Af svari
Ólafs mátti ráða, að þetta var eins
og önnur hentisemi örlaganna, —
hrein tilviljun, að hann hazlaði
sér völl f Garðahreppi.
„Ég er fæddur á Siglufirði,
sagði Olafur, og átti þar mín
bernsku og æskuár, en fluttist
árið 1948 til Akureyrar ásamt for-
eldrum mínum. Faðir minn var
alinn upp frá barnæsku á Siglu-
firði, en hann var fæddur að
Hraunum I Fljótum. Hann starf-
aði lengst af í apótekinu á Siglu-
firði sem lyfjasveinn — þeir
nefndust svo sem ekki höfðu full-
gild lyfjafræðipróf. Síðan gerðist
hann framkvæmdastjóri Efna-
gerðar Siglufjarðar, sem síðar
varð Efnagerð Akureyrar og loks
SANA.
— Þú hefur þá orðið stúdent
frá MA?
— Já, — tilheyrði árgangi 1953;
fluttist sfðan til Reykjavfkur og
var fyrst að gutla smávegis í
læknisfræði, en fann fljótlega, að
ég átti þar ekki heima og hóf nám
f lögfræði 1955. Þegar ég hafði
nýlokið prófi vorið 1960 vildi svo
til, að hreppsnefnd Garðahrepps
auglýsti eftir sveitarstjóra. Mér
leizt vel á að byrja starfsferilinn
þar og sótti um starfið. Síðan
Hver vill fá gefins
• Frá fyrsta bæjarstjórnarfundinum á Seltjarnarnesi. Frá vinstri:
Vfglundur Þorsteinsson (D), Magnús Erlendsson (D), Snæbjörn As-
geirsson (D), Sigurgeir Sigurðsson (D), Stefán Agústsson skrífari,
Karl B. Guðmundsson forseti bæjarstjórnar (D), Njáll Þorsteinsson
(B) og Njáll Ingjaldsson (F). Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.
einbýlishúsalóð?
Rætt við Jósef Borgarsson oddvita
Hafnarhrepps
HAFNIR eru gamall útgerðar-
staður sem hefur átt heldur erfitt
HAFNIR V-2000
AMdWmnAð,
Reykja
0 Aðalskipulag Hafnahrepps. Nýja einbýlishúsa
hverfið er afmarkað með dökkum strikum.
uppdráttar að undanförnu. Til
dæmis fækkaði fbúum þar úr 162
f 148 milli ára 1972 og 1973. Það
er ótryggt atvinnuástand sem er
orsök þessarrar fækkunar, —
vegna óvissunnar hefur fólk ekk
viljað fjárfesta f nýjum húsum
En nú á að gera stórátak, Hafnar
hreppur hefur keypt viðbótar
land og látið skipuleggja nýtt ein
býlishúsahverfi með 16 húsum
Og hver sem vill þar byggja getur
fegnið lóðina gefins, sem mun
vera fátítt f dag. Til að forvitnast
um þetta nánar, náði Mbl tali af
Jósef Borgarssyni oddvita
Hafnarhrepps á heimili hans f
Höfnum.
„Hafnarhreppur hefur keypt 10
hektara í landi Hjalla. Kaupverð-
ið var 3,8 milljónir króna. Hrepp-
urinn hefur látið skipuleggja nýtt
einbýlishúsahverfi með 16 hús-
um, og nú er bara spurningin sú,
hvort við fáum fólk til að byggja
hér. Og til að gera því léttara
fyrir, hefur verið ákveðið að inn-
heimta ekkert gatnagerðargjald,
— með öðrum orðui.i að gefa
þeim lóðirnar sem hér vilja
byggja. Þær eru til úthlutunar
strax, og þeir sem hafa áhuga geta
haft samband við mig. Við getum
einnig útvegað fólki einingarhús,
sem kosta tilbúin aðeins um 4
milljónir, 140 fermetra einbýlis-
hús.“.
— Og jafnframt þarf að treysta
atvinnulffið?
„Já, það þarf að gera og það er
hægt að gera. Fyrst og fremst
þarf að vinna að endurbótum á
höfninni. Við höfum ágætan við-
legukant, um 130 metra, en það
þarf að dýpka höfnina. Það verk
er talið kosta 10—15 milljónir, en
við höfum aðeins fengið smáupp-
hæðir til verksins árlega, þannig
að ekki hefur verið hægt að byrja.
Dýpkun er alger forsenda aukinn-
ar útgerðar hér, og það er óhætt
að fullyrða, að höfnin verður orð-
in góð þegar dýpkuninni verður
lokið“.
— Hver eru helztu atvinnutæki
staðarins?
„Flestir íbúar hreppsins starfa
— Rætt við Odd
Framhald af bls. 19
„Stefna flokksins er félagslegt
öryggi allra landsmanna. Félags-
legt öryggi, heilsuvernd og heil-
brigði eru hins vegar markmið,
sem erfitt er að ná til fulls. Jafn-
vel hinar þróuðustu og efnamestu
þjóðir eiga langt í land með að
veita þegnum sfnum fullkomið ör-
yggi á þessum sviðum. Með bætt-
um efnahag auknum skilningi og
skipulagi hefur þó félagslegt ör-
yggi aukizt til stórra muna á und-
anförnum árum hér hjá okkur.
Aftur á móti veldur hin öra
fólksfjölgun í Reyjaneskjördæmi
miklum félagslegum og efnahags-
legum vanda. Þegar ibúum I
byggðarlagi fjölgar meira en
5—7% á ári, skapast svo mörg ný
félagsleg verkefni, að erfitt er að
sinna öllu svo að í lagi sé. Hjá
okkur hefur það oftar en einu
sinni hent, að íbúafjöldi tvöfald-
ast I einu byggðarlagi á 2—3 árum
og slíkt bíður heim fjölda vanda
mála á félagslega sviðinu. Röskun
búsetu I landinu hefur því veru-
leg áhrif á þróun félagsmála.
Sama er að segja um heilsu-
verndina — þar hrannast upp
mörg verkefni. Byggðaröskunin,
breyttir atvinnuhættir og aukin
velmegun, allt skapar þetta nýjar
hættur lífi og heilsu, en aukin
þekking og bættur efnahagur
skapar aftur á móti möguleika til
viðnáms. Eitt bezta dæmið um
örðugleika heilsuverndarinnar i
nútíma þjóðfélagi finnst mér ál-
verið I Straumsvík. í tíð fyrrver-
andi ríkisstjórnar hafði stjórnar-
andstaðan I málgögnum sfnum
nærri daglega klifað á mengunar-
hættunni frá álverinu og vildi
kenna um áhugaleysi rfkisstjórn-
arinnar. Síðantókuþeirsjálfir við
stjórninni, en þrátt fyrir það —
þótt etifinn éfist um áhuga þeirra
á málinu — þá dreifir álverið nú
meira eitri yfir Reykjaneskjör-
dæmi en það gerði f tíð fyrrver-
andi stjórnar.
öll þekkjum við skaðsemi
tóbaks og áfengis, en þrátt fyrir
að almenningur þekki hætturnar,
vex neyzlan stöðugt. Sama má
segja um neyzlu matvæla. Það
hefur örugglega mikil áhrif á
heilsufar fólksins, hvernig fæðan
er samansett en hvort tveggja
kemur til: lítill áhugi fólks að
fylgja ráðleggingum í þvf efni og
vandræðalega lítil upplýsinga-
starfsemi yfirvalda. Það er t.d.
lítil skynsemi í því, að kaffi og
sykur skuli vera tollfrjáls
varningur meðan ávextir eru
hátollaðir. Það er líka Iftil skyn-
semi í því að gera kjöt svo ódýrtað
fólk hættir að kaupa fisk. Er þó
neyzla fisks frá alda öðli ein
helzta fæða fólks í þessu landi og
neyzla fisks er hvarvetna talin
hollasti eggjahvítuefnagjafi sem
völ er á.
Þannig geta ráðstafanir stjórn-
valda haft veruleg áhrif á heil-
brigði og þrif fólks, jafnvel þótt
þessar ráðstafanir séu gerðar í
allt öðriAn tilgangi. 1 heilsuvernd
á Islandi mætti vinna stórvirki,