Morgunblaðið - 28.06.1974, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚNl 1974
27
Dr. Gunnlaugur
Þórðarson:
Frelsi og varnir
Þeir
sletta
skyrinu,
sem
eiga
það
TALSMENN Samtaka
frjálslyndra og vinstri
manna hafa hampað þvf
mjög við þessar
kosningar, að þeir vildu
nýja og betri vinstri
stjórn. t þessum orðum
felst mikil áfellisdómur
um þá rfkisstjórn, sem
nú situr og þeir eru þátt-
takendur f.
Ungt fólk gerir sér grein fyr-
ir því, að ummæli eins og ný og
betri stjórn eru eingöngu slag-
orð, ætluð til að láta kjósendur
greiða atkvæði á fölskum for-
sendum. Aðalatriðið er, að við
taki góð stjórn. Flestum er
ljóst, að slík stjórn verður ekki
mynduð nema aðrir taki við
stjórnartaumunum en þeir,
sem nú halda um þá. Ráðherr-
arnir, sem eru við völd, hafa
siglt þjóðarskútunni svo ger-
samlega í strand, að lengi
verður f minnum haft.
En svo vikið sé aftur að
slagorðum Samtaka frjáls-
lyndra o.s.frv. þá verður ekki
annað sagt, en þar sé um tals-
verða kokhreysti að ræða.
Magnús Torfi Ólafsson mennta-
málaráðherra er þeirra fulltrúi
í ríkisstjórn. Einn af frambjóð-
endum flokks hans, nánar til-
tekið annar maður á lista sam-
takanna á Vestfjörðum, hefur
lýst því yfir, að bygging
Menntaskólans á Isafirði væri
nú fjórum árum á eftir áætlun
og gæfi því auga Ieið, að fyrir-
heit um byggingu skólans
hefðu hreinlega verið svikin.
Hver skyldi svo bera ábyrgðina
á þeim svikum? Það er enginn
annar en núverandi mennta-
málaráðherra, samflokksmaður
frambjóðandans.
En hvernig skyldi þá
menntamálaráðherra hafa
staðið sig við að leysa húsnæðis-
vandamál ríkisskólanna yfir-
Ieitt? Stjórn hans hefur verið
slfk, að nú ríkir öngþveiti f hús-
næðismálum menntaskólanna,
tækniskólans og ýmissa
annarra rfkisskóla. Ef störf
menntamálaráðherrans, ráð-
herra Samtaka frjálslyndra
o.s.frv. eru skoðuð, fer ekki hjá
því að menn álykti sem svo, að
slagorð þess flokks um nýja og
betri vinstri stjórn þýði að
menntamálaráðherrann eigi að
hverfa úr henni. Ef skilja á
þetta á annan veg, verður ekki
annað sagt en að þeir sletti
skyrinu, sem eiga það.
Væru menn að því spurðir,
hvert af einkunnarorðum frönsku
stjórnarbyltingarinnar væri
mikilvægast fyrir einstaklinga og
þjóðir, er ekki vafi á þvf, hvert
svarið yrði: frelsi.
Jafnrétti og bræðralag.
Hin tvö einkunnarorðin jafn-
rétti og bræðralag, hljóta að falla
í skuggann af mikilvægi frelsins-
ins. Enda eru „jafnrétti og
bræðralag" hugsjónir, frelsið
frumþörf mannsins. Jafnrétti er
fögur hugsjón, en sjálf náttúran
og tilveran eru slík, að erfitt er að
láta jafnréttið njóta sín. Vmis
atriði ráða þar miklu um. T.d.
komast foreldrar varla hjá því að
gera upp á milli barna sinna á
einhvern hátt. Þau eldri njóta
jafnan foreldra sinna lengur en
þau yngri, en úr slíku ójafnrétti
verður aldrei bætt, og þannig
mætti lengi telja. Menn eru mis-
jöfnum kostum búnir. Sumum er
nám leikur. öðrum verður allt að
peningum, aðrir glopra þeim nið-
ur. Sumir eru fisknir, aðrir fá
aldrei bröndu úr sjó o.s.frv.
Bræðralagshugsjónin er af
sama toga spunnin og háð svipuð-
um annmörkum, en í henni felast
heilindi og drengskapur f garð
hver annars, sem oft á tfðum
skortir á, ekki sízt innan stjórn-
málaflokka, þar sem hver otar
sfnum tota.
Á jafnréttis- og bræðralagshug-
sjónina verður því ekki lagður
sami kvarði og á frelsið, sem er
réttur hvers manns, hverrar þjóð-
ar, til að ráða sér og sfnum hög-
um.
Frelsis„hugsjónin“
og ungt fólk
Islenzka þjóðin hefur í gegnum
aldirnar búið við andlegt frelsi,
eða öllu fremur afskiptaleysi,
þannig að kúgun og afskipti
annarra er þjóðinni á móti skapi.
Jafnvel þótt þjóðin lyti efnahags-
legu oki um aldaskeið vegna fá-
tæktar sinnar og harðræðis Dana,
þá var hún frjáls f daglegri önn
sinni, svo langt sem það náði, eins
og aldarhátturinn var þá. Sjálf-
stæðisbaráttan var háð með þeim
vopnum, sem þjóðinni voru til-
tæk, penna og bleki, og er í engu
ómerkari þrátt fyrir það.
Eldur sjálfstæðisbaráttunnar
brennur enn. Sumir virðast hafa
tendrað af honum glóð í flís og
rekið í augað á sér, Svo er um það
æskufólk, sem hrópar af tilfinn-
ingasemi og e.t.v. ímyndaðri
ættjarðarást: „Burt með herinn!“
Kommúnista á ekki að nefna í
sömu andrá og ættjarðarást: þeir
eiga hana ekki til í sínum vélráðu
hjörtum.
Því er ekki að neita, að það er á
sinn hátt óviðfelldið fyrir hverja
þjóð að þurfa að hafa erlent varn-
arlið í landi sínu, en orsök þessa
er starf kommúnistaflokka um
allan heim, sem vinna að heimsyf-
irráðum Sovétríkjanna, þótt þeir
kunni að neita þvf af hag-
kvæmnisástæðum.
Varnarliðið hefur engin af-
skipti né hefur nokkru sinni haft
af fslenzkum innanrfkismálum,
nema þá i sambandi við björgun-
armál að beiðni Islendinga
sjálfra. „Öþægindin" af dvöl
varnarliðsins hérlendis eru svo
hverfandi lítil, að þau eru fis eitt
á móti því öryggi sem dvöl þess
veitir fuliveldi þjóðarinnar og
sjálfstæði. Til eru þær þjóðir, sem
sjálfstæðar voru, en nutu ekki
slíks öryggis og eiga nú ekkert
frelsi og vfst er, að hið stolta,
fslenzka æskufólk myndi una því
illa, ef því yrði meinað að ferðast
út fyrir byggðarlag sitt, nema í
brýnustu nauðsyn, eins og gerist f
löndum Austur-Evrópu. Ekki
myndi það heldur una þvf að
verða að vinna þar, sem stjórn-
völd fyrirskipuðu því. Dytti því í
hug að láta í ljós skoðanir sfnar,
gæti það þýtt, að menntabraut
þess yrði lokuð. — Vafalaust ætti
unga fólkið þó verst með að sætta
sig við að mega ekki láta nokkra
skoðun í ljós, sem færi í bága við
viðurkennda stefnu stjórnarinn-
ar. Slík framkoma austur þar gæti
kostað innilokun á geðveikrahæl-
um, þar sem andlega sljóvgandi
lyf jum er dælt í menn, því þar er
sjálfstæð skoðun talin „geðtrufl-
un. “ Að láta sér koma til hugar að
mótmæla einhverju á götum úti,
myndi þýða vist I vinnubúðum og,
svona mætti lengi telja.
Það er staðreynd, að menn geta
ekki farið um lönd austan tjalds,
einkum Eystrasaltsríkin, án þess
að verða varir við þá miklu
frelsisþrá, sem með þessum kúg-
uðu þjóðum býr. Jafnvel menn
sem ekki kunna orð í þeim tungu-
málum, sem þar eru töluö, verða
þessa varir og fyllast ógnvekjandi
kennd við þessa reynslu.
Finnar lifa í stöðugum ótta við
granna sína, Rússa, sem hafa
margvfsleg áhrif á finnsk innan-
og utanríkismál.
Er ekki betra að búa við fullt
sjálfstæði, þótt einhver „flís“ sé í
Þjóðarstollti sumra en að standa
varnarlausir gegn ofríkisöflunum
f austri? Orð kommúnista og
meðreiðarsveina þeirra eru að
engu hafandi, hvort sem þeir
kenna sig við Alþýðubandalag eða
annað.
Frelsi lands og þjóðar er dýr-
mætara en svo, að með það verði
leikið. Hinn rússneski bjálki
hefur stærri fjöregg mulið en
fullveldi islenzku þjóðarinnar.
Afnám fslenzks frelsins þýðir af-
nám íslenzks þjóðernis.
Frelsi hinna
Svo virðist sem þeir, er vilja
varnarlaust land af „þjóðarmetn-
aðrar“ ástæðum, láti sig engu
varða, hvort aðrir njóta frelsis
eða ekki. Slíkt er þó að mínum
dómi óskiljanlegt, þvf að ófrelsi
og fátækt mannkyns hlýtur að
hvíla á samvizku hvers hugsandi
manns. Frelsi mitt eða þitt ætti
ekki að vera nóg, heldur og frelsi
hinna.
Látum við varnarliðið fara, ætt-
um við að krefjast brottflutnings
herja Rússa úr Eystrasaltsríkjun-
um, og að frelsi þeirra þjóða verði
tryggt. Dvöl varnarliðsins hér
ætti á alþjóða vísu að vera mót-
vægi þessa. Krefjumst við ein-
hvers af Bandaríkjunum, eigum
við lfka að gera kröf u til Rússa, en
slíkt heyrist aldrei.
Þess vegna er það svo, að við
höfum t.d. vissar skyldur við þær
grannþjóðir okkar, sem á sinn
hátt njóta öryggis af dvöl varnar-
liðsins hérlendis.
Segja má, að friðarsveitir
Sameinuðu þjóðanna séu vfsir að
alþjóðlegum lögreglusveitum og
mönnum gæti komið til hugar, að
sá dagur kæmi, að slfkar sveitir
leysi varnarliðið af hólmi á Kefla-
vfkurflugvelli, en eins og er, væri
slíkt naumast hugsanlegt. Dvöl
varnarliðsins hlýtur því að vera
nauðsyn næstu árin af öryggis-
ástæðum. Hinu virðast menn
gleyma, að með Keflavíkursamn-
ingnum skuldbundum við okkur
til að láta í té þá aðstöðu, sem
NATO taldi nauðsynlega, því
vissulega getum við ekki metið
slíkt sjálfir og aðild okkar að
samningnum ein saman leggur
okkur þessar skyldur á herðar.
Á sínum tíma var ég andvígur
Keflavíkursamningnum en
reynslan og staðreyndir veraldar-
sögunnar hafa sannfært mig um
að það sé nú lífsnauðsyn fyrir
fslenzku þjóðina að hafa varnarlið
hér.
Eins og fyrr segir, getum við
ekki látið ófrelsi og kúgun ann-
arra þjóða okkur í léttu rúmi
liggja. Heilar þjóðir óttast yfir-
ráðastefnu Sovétríkjanna, sem
hafa frá upphafi sfðustu styrjald-
ar lagt undir sig Eistland, Lett-
land og Lithauen, hluta af Pól-
landi, Bessarabíu frá Rúmeníu,
auk þess sem þeir tóku lönd af
Finnum, og öll lönd austan tjalds
eru undir járnhæl þeirra.
Valið er auðvelt
Nú er alveg ljóst, að vissir
flokkar vilja tefla öryggi þjóðar-
innar í voða með varnarlausu
landi, og er þar áhugi stjórnar-
flokkanna nánast jafn. Þvf vakn-
ar sú spurning, hvort ekki sé skylt
fyrir hvern og einn kjósanda að
leggja alla pólitik á hilluna og
kjósa þann flokk, sem tekið hefur
ákveðna og ábyrga stefnu í
öryggismálum þjóðarinnar.
Afdráttarlaus afstaða þeirra
manna, sem stóðu að undirskrifta-
söfnun „Varins lands“ í vetur
vakti marga til umhugsunar.
Aðeins einn stjórnmálaflokkur
þorði að taka afdráttarlausa af-
stöðu með þessum samtökum og
sá flokkur ætti að skera upp í
næstu kosningum í samræmi við
þá skýru afstöðu, enda þótt sitt
hvað megi að þeim flokki finna,
eins og öðrum.
Eitt elzta siðalögmál mannkyns
felst í þessum orðum Sólarljóða:
„drottinn minn gefi dauðum ró“.
Inntak þessara orða er m.a., að
voga sér ekki að eigna látnum
manni orð eða hugsanir. I Ríkisút-
varpinu, laugard. 15. þ.m. leyfði
einn fv. alþm. Framsóknarflokks-
ins að gera Einari Þveræingi upp
hugsanir í sambandi við varnir
Islands. Slfk framkoma, að vilja
þannig leggjast á náinn, er all-
dæmigerð fyrir framsóknarmenn
og lýsir hugarfarinu. Þessi fv.
al.m. kann greinilega engin skil á
veraldarsögunni og þeim lær-
dómi, sem af henni megi draga,
þótt hann kunni eitthvað í Islend-
ingasögunum. Hann mun aðeins
hafa dvalizt Iftilsháttar erlendis
og þá jafnan á kostnað þess
opinbera og kann lítil skil á öðru
tungumáli en sfnu eigin. Svo
ætlar þessi sami maður að leið-
beina fslenzku þjóðinni um mál,
sem snertir gang veraldarsögunn-
ar.
Hvaða ábyrgð geta slíkir menn
tekið á því, sem hér kann að
gerast, verði þjóðin varnarlaus
gagnvart hættulegustu öflum,
sem nú eru uppi, og eiga þó sína
formælendur hér?
Þó væri of seint fyrir þessa
menn og aðra meðreiðarsveina
kommúnista, sem láta stjórnast af
tilfinningasemi en ekki kaldri
rökhyggju, að ætla að skipta um
skoðun.
Það á aldrei að þurfa að segja
fólki, hvað það á að kjósa, en það
má benda því á hvaða mál sé
mikilvægast f hverjum kosning-
um og það var ætlun mfn með
þessum skrifum, sem vissulega
birtast á öðrum vettvangi en ætla
mætti
I Þessum kosningum er að mín-
um dómi mest í húfi, að sá flokk-
ur verði kosinn, sem treysta megi
í varnarmálum, og það á köld rök-
hyggja og dómgreind kjósenda að
geta sagt þeim sjálfum.
Þjóðarfrelsið er í háska og um
það verður óhjákvæmilega kosið
20. þ.m.