Morgunblaðið - 28.06.1974, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 28.06.1974, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚNl 1974 29 Friðfinnur Sigurðs- son - Kveðjuorð um ætt hennar og uppruna. Sagð- ist hún vera fædd á Sauðárkróki 8. marz 1936, væru foreldrar hennar hjónin Þorbjörg Bjarna- dóttir og Björn Jóhannesson bóndi á Fjósum í Svartárdal. Var faðir hennar ættaður úr Skaga- firði, en móðirin dóttir Ríkeyjar og Bjarna, er lengi bjuggu í Kálfárdal fremri. — Kannaðist ég við ættmenn hennar og vissi, að allt var það skýrleiks- og myndar- fólk, er að henni stóð. — Þá gat hún þess, að veturinn áður hefði hún verið nemandi hjá Halldóru okkar Bjarnadóttur á Tóvinnu- skólanum að Svalbarði, en nú langaði hana til að læra meira. — Má segja, að vináttu okkar megi rekja til þessa fyrsta fundar. Vegna viðgerða, sem fóru fram á skólahúsinu á Blönduósi þetta ár var ekki hægt að byrja kennslu fyrr en eftir áramót. Þá kom hóp- ur elskulegra námsmeyja til skólans og var Hrefna ein þeirra. Fljótt bar á því, að hún hafði góðar námsgáfur auk þess sem það kom í ljós, að eðlisgáfur henn- ar voru fjölþættar, að ég nú ekki tali um góðvildina, sem var auðsæ. Hún hafði yndi af ljóðum og lögum, kunni ógrynni af kvæð- um og lausavísum, sem hún hafði á reiðum höndum og vel gat hún gert vísu ef svo bar undir. Hrefna varð brátt mjög vinsæl meðal kennara og nemenda, var það eðlilegt, þvf að áberandi voru í fari hennar hjálpsemi og hlýja. Hún vildi alla gleðja og bæta úr hverri misfellu. Ánægjulegur vet- ur leið, unnið var af kappi f skól- anum og margra góðra stunda minnzt, þegar hlýjar kveðjur fóru fram á skólahlaðinu um vorið Tregablandin stund leið hjá og vonglaður hópur tvistraðist í allar áttir. Hrefna fór heim til foreldra sinna að Fjósum, þar sem hún var um sumarið. Haustið eftir kom hún aftur til okkur í skólann, átti hún þá að vera okkur kennurun- um til aðstoðar og má segja, að hún yrði þá mín önnur hönd. Betra samstarf gat ég ekki hugsað mér, en var með okkur. Ávallt var hún reiðubúin að vera mér hjálp- leg og nærgætni hennar var dæmafá. Lengi verður mér minnisstætt vorið 1955, þegar minnzt var 75 ára afmælis skólans og kemur mér þá Hrefna í hug, því að þá var hún sannkölluð hjálparhella. — Ekki var laust við að kvíða gætti hjá okkur kennslu- konunum þetta vor, því að mikið var í ráðizt að stofna til fjölmenn- is ekki sízt ef veðurguðrinir yrðu okkur ekki hliðhollir. Allar hend- ur voru á lofti við að undirbúa fagnaðinn og átti Hrefna þar stór- an hlut að máli. Hún samdi leik- þátt, er sýndur var í gamla sam- komuhúsinu. Kvæði Guðmundar Kamban „Spunakonuna" las hún upp á samkomunni með undir- leik, og kvæði Davíðs frá Fagra- skógi. Tókst henni það svo vel, að öllum, er hlustuðu, varð minnis- stætt. Aðkomukona, sem þarna var stödd, hefur ávallt síðan, er fundum hefur borið saman, spurt mig eftir Hrefnu og hvort hún væri ekki farin að leika, svo aug- ljósir þóttu henni hæfileikar hennar þessa kvöldstund á Blönduósi. — Um 600 manns sóttu þennan afmælisfagnað, allt hafði gengið eins og f sögu og um nóttina, þegar gestirnir höfðu kvatt kom Hrefna inn til mín. Við horfðum yfir bjartan Húnaflóa og dáðumst að hinni „nóttlausu vor- aldarveröld, þar sem víðsýnið skín“. Báðar vorum við þakklátar fyrir ánægjulega daga og báðar örþreyttar. En þrátt fyrir þreyt- una brá Hrefna á leik og rifjaði upp skoplegar myndir, er hún hafði skynjað þessa afmælisdaga og við þær dvöldum við fram und- ir morgun, því að Hrefna var „húmoristi". Hún sá ýmiss konar kynjamyndir í tilverunni — og gat gætt þær lífi. Hrefnu var tamt að vekja gleði, var gleðigjafi. — Mér fannst Hrefna ómissandi og þvf varð úr, að hún kom aftur til okkar í skólann og var einn vetur í viðbót. Hugur hennar hafði lengi beinzt að hjúkrunarnámi, enda hafði hún alla þá kosti til að bera, sem góða hjúkrunarkonu má prýða. Hún sótti um Hjúkrun- arkvennaskóla íslands og notaði nú hverjastund.er gafst til undir- búnings hjúkrunarnáminu. Haustið 1956 settist hún í skólann og lauk þaðan námi með sóma í apríl 1960. Um jólaleytið 1957 giftist Hrefna eftirlifandi manni sínum Guðmundi B. Guðmundssyni lækni. Var hann þá við læknanám í Háskóla íslands. Bjuggu þau meðan á námi hennar stóð í Hafn- arfirði hjá móður Guðmundar, frú Önnu Guðmundsdóttur bóka- verði. Reyndist hún Hrefnu sem bezta móðir. Hafði Hrefna oft orð á því við mig, hve vænt henni þætti um tengdamóður sína og taldi það mikið lán að tengjast slfkri ágætis konu. — Arið 1961 flytjast þau hjónin að Reykja- lundi og Hrefna stundar þar hjúkrunarstörf. Bar öllum saman um, er til þekktu, að hún rækti störf sín með prýði og sjúklingun- um þótti vænt um hana. Varð ég þess vör, er ég kom í heimsókn rneð henni að Reykjalundi, að sjúklingarnir fögnuðu henni og létuíljós þakklæti. Þegar »þau hjón fluttust til Reykjavfkur hjúkraði hún á Kleppi og naut þar mikilla vin- sælda. Eftir að leiðir skildu fyrir norðan skrifaði hún mér löng og skemmtileg bréf, sem glöddu mig. Þannig fylgdist ég með sigrum hennar, sem oft voru aðdáunar- verðir, því að eins og nærri má geta hefur stundum verið erfitt hjá ungu hjónunum, sem bæði voru við nám, en áttu litla dóttur að annast. En allt blessaðist með Guðs hjálp og góðra manna. Síðasta veturinn, sem Hrefna hafði heilsu, starfaði hún á veg- um bæjarins við hjúkrun í heima- húsum. Þótti gamla fólkinu, er hún heimsótti, mikið til hennar koma. Hlýtt viðmót hennar og mjúkar líknarhendur linuðu þjáningar gamla fólksins, sem átti fárra kosta völ og varð að láta sér nægja það, sem að því var rétt. Margir sögðu: „Hvenær kemurðu aftur?“ og segir það sfna sögu. — Þá vissi ég einnig, að hún var eftirsótt til að vaka yfir sjúkum. Sumarið 1971 dvöldu þau hjónin með börnin í Noregi. Hafði Hrefna mjög mikla ánægju af þeirri ferð, þó að gott væri að hverfa aftur heim. Allt virtist nú leika í lyndi, fallega heimilið þeirra hjóna að Fagrabæ 7, dæturnar 4, yndisleg börn og sumarhúsið litla á Grjóteyri spáði bjartri framtíð. En þá kom reiðar- slagið. Hinn 24. júnf í fyrra gerðu fyrstu einkenni sjúkdóms hennar vart við sig og eftir það þýddi ekki að deila við dómarann. Eftir mikla skurðaðgerð á Borgarspítal- anum í fyrrahaust hresstist hún um tíma. Ég skrapp stundum til hennar á morgnana eftir að hún kom á Landspítalann. Áhugamál- in voru þau sömu, heimilið hennar og líkn við sjúka. Hún þurfti svo margt að gera, þeg>r hún yrði frfsk aftur. Fyrir jólin í vetur fór hún heim að Fagrabæ 7. Trúði ég þvf fastlega, að bati væri í nánd, en sú ósk rættist ekki. Um páskaleytið þyngdi henni og var hún flutt á Landspftalann aftur þ. 15. maf og þar andaðist hún um lágnættið 22. þ.m., þegar nóttin er björtust hér á norðurhjara verald- ar. Sál þessa sólarbarns sveif út í bjarta vornóttina. Síðustu vikuna, sem hún lifði, skynjaði hún lítið, hvað fram fór í kringum hana. Sfðasta orðið, er til hennar heyrðist, var „mamma" og rétti hún þá móður sinni veika hendina. Vafalaust hefur hún þá verið að þakka móður sinni ást og umhyggju, er aldrei brást. Hrefna var alla ævi elskuleg dóttir. Hún bar æskuheimili sitt mjög fyrir brjósti og gerði allt, sem hún gat, því til góðs og farsældar, enda oft til hennar leitað, því að hún var elzta barnið. Alda systir Hrefnu sýndi líka í verki, er mest á reið, að hún hafði mikið við systur sína að virða. Hún veitti heimili hennar frábæra umhyggju og fórnfýsi meðan á veikindunum stóð. Eru nánir ættingjar og vinir þakklátir öldu fyrir ómetanlega hjálp. Það fylgir þvf mikil gæfa að geta orðið öðrum til góðs. Föður sinn missti Hrefna fyrir nokkrum árum og tregaði mjög. Eftir lifa móðir hennar, móður- amma og 6 systkini. Eiga þau öll um sárt að binda og svo er um fjölmarga aðra, er nutu hjálpsemi hennar og góðvildar. Erfiðast mun þó vera fyrir mann hennar og börn að horfa fram á veginn, því að Hrefna var með afbrigðum kærleiksrík eiginkona og móðir. Maðurinn hennar reyndist henni frábærlega vel f öllum veikindun- um. Er það nokkur huggun að hafa reynzt bezt er mest á reyndi. Sfðasta handtaki hennar var til hans beint í þakkarskyni fyrir góða samfylgd. Um leið og ég þakka Hrefnu hjartanlega trausta vináttu og nærgætni við mig og mína votta ég ástvinum hennar öllum inni- lega samúð og bið Guð að blessa þá. Ég vona, að ungu dæturnar hennar varðveiti og ávaxti vel þann arf, er þær hafa þegið frá góðri móður. Hulda Á. Stefánsdóttir. Þegar menn hafa náð miðjum aldri finnst þeim æ fleiri af sam- ferðamönnum sfnum — kunnug- um og ókunnugum — hverfa af sjónarsviðinu yfir landamærin, sem enginn fær umflúið. Þannig er vegur lífsins hér á jörðu, það kemur ætíð haust og vetur eftir hvert sumar. Þegar mér barst fréttin um and- lát vinar míns Friðriks A. Jóns- sonar setti mig hljóðan, það er svo margs að minnast eftir löng kynni og vináttu. Hann varð 66 ára 25. maí sl. og þegar við kvöddumst nokkrum dögum áður, gat mig ekki grunað, að það væri hinsta kveðja — að sinni, þvf vissulega hittumst við aftur. Friðik var að mörgu leyti sér- stæður maður, markaði spor þar sem hann fór. Hann var einn af frumherjum á sviði fjarskipta- tækni hér á landi, smíðaði viðtæki og magnara fyrr á árum fyrir ýmsa aðila og vann ötullega að viðurkenningu útvarpsvirkjaiðn- aðarins. Fyrstu árin var hann starfsmaður Veðurstofunnar, Rík- isútvarpsins og Viðtækjaverzlun- ar rfkisins, þar til hann stofnaði eigið fyrirtæki árið 1940 að Garða- stræti 11, þar sem hann annaðist viðgerðir á viðtækjum, sýningar- vélum ýmissa kvikmyndahúsa og stundum var hann beðinn um að gera við sérstæðar bilanir í lækn- ingatækjum spítalanna í bænum. Þegar ég var „milli skipa“ árið 1948, þegar strandferðaskipið Súðin hafði verið seld, var ég svo lánsamur að fá vinnu hjá Friðrik um 2ja ára skeið, þar til ég hóf starf að nýju hjá Skipaútgerð rík- isins. Á þeim árum voru fyrstu radartækin að koma í skipin og munu margir eldri sjómenn muna þá stórkostlegu byltingu f siglingatækjabúnaði, en þar stóð Friðrik fremstur í flokki hvað uppsetningu og viðgerðir þessara tækja snerti. Hjá honum naut ég haldgóðrar fræðslu og ómetanlegs veganestis í starfi sem segja má með orðum: Ef þú getur unnið verkið betur, þá skaltu gera það — þótt það taki lengri tíma. Starfsvið Friðriks jókst stöðugt eftir því sem árin liðu, en þó Fæddur 25. júnf 1959. Dáinn 22. júnf 1974. „Feigð ræður sá, er lífið gaf.“ Hvern hefði órað fyrir því, að svona hörmulegt slys gæti átt sér stað og hann Finni yrði kallaður burt úr okkar heimi, svona fljótt, tæpra 15 ára gamall. Að eiga að útskýra fyrir litla 3ja ára drengnum okkar hvað komið hefur fyrir, þegar hann spyr: „Hvar er Finni?“ er f rauninni meira en maður getur gert, því sérstaklega eftir að hann varð umboðsmaður SIMRAD og TANDBERG á Islandi og síðar í stjórn Stálvíkur h.f. Framsýni hans og einstæð útsjónarsemi hafa komið þessum fyrirtækjum að ýmsu gagni. Þá vil ég nefna þann fjölda starfsmanna, sem hjá Friðrik hafa unnið og sfðar stofn- að sín eigin fyrirtækisemégveit að allir munu þakka honum þegar hann er nú horfinn aftur af sjón- arsviðinu. Allir eru þeir vel metn- ir og útvarpsvirkjar víða um land og flestir með þjónustustörf fyrir skipaflota landsmanna og einn þeirra frábær tæknimaður Sam- einuðu þjóðanna á sviði fiskileit- artækja. En það var ekki aðeins að Frið- rik væri góður húsbóndi starfs- manna sinna, hannmat einnig mikið dugnað þeirra og ósérhlffni þegar fiskiskipin þörfnuðust þjónustu, oft á tíðum að kvöldi sem nóttu. En hann átti svo marga aðra eiginleika. Hann var fyrst og fremst strangur við sjálfan sig, starfsþrekið og viljinn óþrjótandi fram á hinstu stund. Allir starfsdagar langir og aldrei mældir í klukkustundum. Hann var það, sem kalla má starfsmað- ur gamla tímans, trúr sínum við- skiptamönnum, sem flestir voru skipstjórar og útgerðarmenn fiskiskipaflotans og þeirra sem hann var umboðsmaður fyrir. Þess vegna var Friðrik ætfð til taks og viðræðna, þótt vinnutím- inn væri langur og strangur, en honum fannst það vera eðlileg þjónusta við alla þessa aðila. Hann var raunverulegur sjálf- stæðismaður. Hann kom fátækur unglingur frá Bolungarvík, sem hafði misst föður sinn á unga aldri, en af eigin dugnaði vann Friðrik að undirstöðu og heill framtíðar sinnar, sem gerði hann að einum þekktasta framtaks- manni sinnar samtíðar. En þau starfsafrek, sem hann hefur unn- ið á svo margvíslegan máta, er vart hægt að gera nema að eiga að förunaut góða og oft á tíðum þol- inmóða eiginkonu. Slíkri gæfu átti hann að fagna með Guðrúnu ögmundsdóttur frá Hafnarfirði. Hún bjó þeim gott heimili, þar sem rausn og vinátta sátu í fyrir- rúmi bæði gagnvart skyldum og óskyldum. Þau eignuðust 4 mann- vænleg börn, sem nú eru öll gift. Þó að samstarfsleiðir okkar skildi fyrir um 25 árum sfðan hefur okkur önnu hlotnast sú gæfa að eiga vináttu þeirra Guð- rúnar og Friðríks ásamt börnum þeirra og fyrir það erum við þakk- lát. Við sendum þeim okkar inni- legustu samúðarkveðjur á þessum tímamótum, þegar eiginmaður, faðir og afi er kvaddur hinstu kveðju þessa heims. Megi góður Guð gefa þeim öllum styrk og hugarfrið jafnframt því sem við kveðjum Friðrik og þökkum hon- um samferðina. Við hittumst aft- ur þar sem birtan og fegurðin er. Kristján Júlfusson. við skiljum það vart sjálf, hvað þá heldur lítill drengur, sem undrast yfir að hann Finni, þessi uppá- halds frændi hans kemur aldrei framar í heimsókn og leikur við hann eða passar. Það var mikil gleði og lærdóm- ur að þekkja hann Finna, meiri iðjusemi og lundprýði var vart hægt að hugsa sér hjá nokkurri manneskju, og finnst manni, þótt ungur hafi verið, hafi hann skilið eftir sig mikið og vel unnið starf, og má í því tilviki nefna allan þann áhuga og vinnu, sem hann vann við húsbyggingu foreldra sinna. Þær voru ófáar stundirnar, sem hann eyddi þar. Elsku Finni, við þökkum þér allt og biðjum þig góður Guð að styrkja Möggu, Sigga, Inga, ömmu, afa og „ömmu" Laugu í þeirra óumræðanlegu sorg, en eftir lifir minningin um góðan og fallegan dreng. Sigrún og Sveinn. I dag verður jarðsunginn frá Neskírkju frændi minn og vinur Friðfinnur Sigurðsson, sonur hjónanna Sigurðar Ingibergs- sonar vélstjóra og Margrétar Frið- finnsdóttur að Nýlendugötu 16A hér í borg. Hann Finni var fædd- ur 25. júní 1959 og var þvf nær 15 ára. Þeir deyja ungir, sem guðirn- ir elska, og oft deyja þeir ungir, sem mennirnir elska. Þetta var það fyrsta, er mér kom í hug, þegar mér barst sú sorgarfrétt, að hann Finni væri dáinn. Þarna sannaðist það bezt, að stutt er milli lífs og dauða. Er ég ók niður að höfn laugardaginn 22. júní var allt eins og það var vant að vera. Er ég kom til baka hafði húsið að Nýlendugötu 16 verið málað. Hver stjórnaði þvf? Það var hann Finni. Svo heitt unni hann ömmu sinni, Stefaníu Guðmundsdóttur, sem þar býr, að þessum degi varð hann að verja til að búa sem bezt um hana. En hann ætlaði að búa um fleiri. Oft var hann búinn að fara suður í Garðahrepp með föður sínum og Inga bróður, þar sem þeir feðgar unnu oft eftir að aðrir höfðu gengið til hvílu. Þar voru miklir vinir á ferð, en hver var tilgangurinn? Jú, hann var að smiða hús handa henni mömmu. Það var margt fleira, sem hann ætlaði að gera. En við erum ekki spurðir og við ráðum litlu. Því segi ég Drottinn gaf og drottinn tók. Mál er að linni fátæklegum kveðjuorðum. Þeir deyja ungir, sem mennirnir elska, svo sannarlega elskuðum við Finna. Magga mín og Siggi. Eg og fjöl- skylda mín flytjum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur f von um, að minning um góðan dreng verði ykkur huggun harmi gegn. Stefán Jón. Kveðjuorð: Friðrik A. Jónsson, útvarpsvirkjameistari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.