Morgunblaðið - 16.07.1974, Page 1

Morgunblaðið - 16.07.1974, Page 1
36 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI 124. tbl. 61. árg. ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Gíslarnir lausir úr prísundinni — en blökkumennirnir kyrrir í kjallaranum Washington, 15. júlf AP—NTB UNGU blökkumennirnir tveir, sem sl. fimmtudag tóku 30 gfsla og lokuðu með sér f kjallara undir dómshúsi alrfkisdómstóls f Washington, héldu enn til f kjallaranum f kvöld, þegar sfðast fréttist og var ekki á þeim að heyra, að þeir hygðust gefast upp f bráð. Allir voru gfslarnir sloppnir frá þeim heilir á húfi. Tvímenningarnir eru Frank Gorham 26 ára og Robert Jones 23ja ára, sem einnig hefur gengið undir nafninu Otiz Wilkerson og komið áður við sögu í fangaupp- reisnum. Þeir neita enn að gefast upp nema þvf aðeins, að gengið verði að eftirfarandi skilyrðum Framhald á bls. 35 Flugvélarrán í Japan: Hótaði að skera f arþegana á háls Tokío, 15. júlí AP — NTB. JAPANSKUR flugvélarræningi, vopnaður hnffi, var handtekinn árla þriðjudagsmorguns á flug- vellinum f Nagoya, um 270 km suðvestur af Tokfo. Hafði maðurinn náð að veita sjálfum sér alvarlegan áverka á brjósti áður en hann náðist og var, þegar sfðast fréttist, þungt haldinn f sjúkrahúsi. Ræninginn var tek- inn f flugstjórnarklefa þotunnar, sem hann hafði rænt nokkrum klukkustundum áður, en far- þegarnir, 75 að tölu, voru allir komnir út úr henni heilir á húfi svo og f jórir flugliðar. Ekki var enn í kvöld vitað hver ræninginn var, en lögreglan upp- lýsir, að hann muni lfklega hálf- þrftugur að aldri. Hann var vopnaður hnífi með sex þumlunga blaði og reyndi að skera sig á háls, þegar hann sá sér ekki undankomu auðið. Maður þessi hafði rænt flugvél- inni, sem er af gerðinni DC—8, á mánudagskvöld að staðartíma (11.30 GMT) um það bil 15 mínút- Framhald á bls. 35 # Mynd þessi af Nicholas Sampsons, sem sagður er hafa tekið við embætti forseta á Kýpur var tekin f marz 1964. Var honum þá fagnað af þúsundum Kýpurbúa f andófsaðgerðum gegn Bretum. Ovíst um afdrif Makariosar Aþenu, Tel Aviv, Rhodos Beirut, London, New York, 15. júlí AP — NTB. # Þegar sfðast fréttist frá Kýpur f kvöld var enn óljóst, hvort Makarios erkibiskup, forseti landsins, væri Iffs eða liðinn. Af hálfu þjóðvarðliðsins, sem gerði stjórnarbyltingu snemma f morgun og setti nýjan forseta til valda, var sagt f allan dag, að Makarios hefði verið felldur en þegar um hádegi fóru að berast óstaðfestar fregnir um, að hann hefði lifað stjórnarbyltinguna af. 1 kvöld bárust þær fréttir frá lsrael, að heyrzt hefði til hans um leynilega útvarpsstöð f heimabæ hans, Paphos, þar sem hann hefði skorað á stuðningsmenn sfna að veita þjóðvarðliðinu viðnám og sagt: „Ég er lifandi, trúið mér, ég er lifandi, ekki dauður — og meðan ég er á Iffi er ég forseti landsins og Ifta ber á þjóðvarðliðana sem svikara og uppreisnarmenn." ÞRJÚ BÖRN FÆÐZT, SEM GETIN HAFA VERIÐ í TILRAUNAGLÖSUM Hull, 15. júlf AP — NTB FRA ÞVl var skýrt á ráðstefnu brezku læknasamtakanna f HuII f dag, að lifandi væru og að þvf er virtist við góða heilsu þrjú börn, sem getin hefðu ver- ið f tilraunaglösum. Eru þetta fyrstu „glasabörnin", sem um er vitað. Hið elzta þeirra er orðið átján mánaða og farið að ganga og tala lftilsháttar. Börnin þrjú voru fædd af mæðrum sfnum — sem höfðu ekki getað orðið barnshafandi með venjulegum hætti — og þær gengu með þau allt frá þvf vika var liðin frá getnaðinum f tilraunaglasi. Að sögn sérfræðingsins, er frá þessu skýrði, dr. Douglas Bevis, sem er prófessor f kven- sjúkdóma- og fæðingarfræðum við háskólann f Leeds, höfðu egg verið tekin úr eggjastokk- um kvennanna, sett f næringar- vökva f tilraunaglasi og frjóvg- uð með sæði úr eiginmönnum þeirra. Eftir u.þ.b. vikutfma voru eggin flutt f leg kvenn- anna á ný og sfðan gekk með- ganga fyrir sig með eðlilegum hætti svo og fæðingin. Þetta er eitt af bezt varð- veittu leyndarmálum læknis- fræðinnar að sögn fréttamanna og vildi prófessorinn hvorki skýra frá þvf, hvaða læknar hefðu gert þessar tilraunir né hvaða fólk ætti f hlut. Hann upplýsti einungis, að allar fjöl- skyldurnar ættu heima f Vest- ur-Evrópu og eitt barnanna væri fætt f Englandi. Fyrstu tilraunir með flutning frjóvgaðra eggja f móðurlff kvenna voru gerðar fyrir u.þ.b. sex árum en þær hafa ekki bor- ið árangur vegna þess, að eggin skolast alltaf burt með tfða- blóði. Vandamálið hefur verið að undirbúa móðurlffið þannig að það hreki ekki frá sér hið frjóvgaða egg og f þessum þremur tilfellum hefur það tekizt. Prófessor Bevis sagði hinsvegar, að ekki væri fylli- lega vitað, hvernig það hefði gerzt, það væri að heita mætti alger tilviljun, að tilraunir þessar skyldu takast. Áður höfðu kanadískar, brezkar og sænskar heimildir hermt, að Makarios væri á lífi, að hann hefði leitað hælis hjá hersveitum Breta, á Kýpur eða hjá gæzluliði Sameinuðu þjóðanna og þaðan sent áskorun til Kurts Wald- heims, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um að gæzluliðið kæmi sér til aðstoðar. Af hálfu talsmanna S. Þ. hefur ekkert slfkt verið ákveðið og ekki líkur til, að það skerist í Ieikinn. I gæzluliðinu, sem verið hefur á Kýpur frá því árið 1964, eru 2.400 hermenn frá sjö þjóðlöndum. Utvarpið í Nikosiu hefur frá því snemma f morgun verið í höndum þjóðvarðliðsins en mjög stangast á fréttir um það hversu víðtæk ftök þess eru annars f landinu. Utvarpið sagði í dag, að þjóðvarð- liðið, sem f eru tíu þúsund hermenn undir stjórn 650 grískra foringja, hefði gert stjórnarbylt- Framhald á bls. 35 SÍÐUSTU FRÉTTIR: Sendiherra Kýpur hjá Sameinuðu þjóðunum sagðist í kvöld hafa fengið boð um það frá Makariosi erkibiskupi að biðja um aukafund Öryggisráðs S.Þ. þegar f stað vegna atburð- anna á Kýpur. Kvaðst sendiherrann reyna eftir megni að fá staðfest, að boðin væru í raun og veru frá Makariosi. Segir Nixon hafa fyrirskipað innbrotið Washington, 15. júlf NTB. CHARLES V. Colson, fyrrum ráð- gjafi Nixons Bandarfkjaforseta, skýrði frá þvf f yfirheyrslu hjá dómsmálanefnd fulltrúadeildar bandarfska þingsins f dag, að for- setinn hefði sjáifur gefið fyrir- skipun um innbrotið hjá sál- fræðíngi Daniels Ellsbergs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.