Morgunblaðið - 16.07.1974, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JULl 1974 £>
Ljóðrænt
góðviðri
T
fefri mynd: Sjúkrahúsið f gosinu. Vikurhreinsun af þaki. Neðri mynd:
Sjúkrahúsið að lokinni vikurhreinsun. Ljósmyndir Mbl. Sigurgeir f
Eyjum.
Jón Böðvarsson: □
HNOÐRAR. 55 bls. □
Iðunn. 1974. □
JÓN BÖÐVARSSON er sagður
snjall bókmenntakennari. Hann
er líka skemmtilegur persónu-
leiki og hverfur ekki svo glatt í
fjöldann, og það er einnig nokkuð
sem er heldur betur rart í nútím-
anum. I ræðustól verður honum
ekki orðs vant, og á götuhorninu
gefur hann sér ærinn tíma til að
spjalla við kunningjana. Þegar
hann nú sendir frá sér fyrstu —
og af eftirmála að ráða lfkast til
einnig sina siðustu ljóðabók verð-
ur manni því eðlilega á að spyrja:
Er hann þarna sjálfur á ferðinni?
Eða er aðeins bókmenntakennar-
inn að leggja fram háttatal sitt til
að sýna skáldum órum hversu
yrkja skuli með öliu því sem
dæmigerðu nútímaljóði byrjar:
líking, mynd, tákni og svo fram-
vegis?
Spurningum þessum má báðum
svara neitandi. Höfundurinn
kemur ekki allur fram í ljóðum
þessarar bókar, langt frá því. Og í
eftirmálanum segir Jón að „elstu
hnoðrarnir eru um aldarfjórð-
ungsgamlir og fáir hafa orðið til
eftir 1960“ (það er að segja eftir
að höfundurinn tók að kenna bók-
menntir i menntaskóla þannig að
ljóðin eru að minnsta kosti ekki
ort sem æfingaverkefni þó kenn-
arinn hafi kannski leyft sér að
nota þau sem slfk svona við og
við). Auðséð er að Jón hefur
hvorki farið varhluta af bók-
menntastraumum samtimans né
heldur þvf stríði við formið sem
ung skáld hafa háð sfðustu ára-
tugina. Niðurstaðan verður þvf sú
að Hnoðrar séu einkennandi fyrir
ýmiss konar vanda skálds af kyn-
slóð Jóns sfðasta aldarfjórðung-
inn fremur en fyrir hann sjálfan.
Til að mynda eitt: Jón hefur auð-
sjáanlega gaman af rfmi og veldur
þvf léttilega; einneginn ljóðstöf-
um; er með öðrum orðum hag-
mæltur. En hann lætur lftt á þvf
bera, felur það heldur ef eitthvað
er, t.d. með óreglulegri lfnulengd,
sem gerir það að verkum að þessu
skrauti sýnist snjóa niður eins og
fyrir tilviljun fremur en af ásetn-
ingi. Orðaval Jóns er yfirleitt
nákvæmt og yfirvegað nema hvað
Bókmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
mér finnst það sums staðar of
gamaldags og er það að vísu í
samræmi við aðra tilhneiging
skáldsins til að halda í föst, hefð-
bundin formseinkenni; eða að
minnsta kosti sleppa þeim ekki
alveg.
Óvrða hneigist Jón til að yrkja
myrkt og dulúðugt, fer enda
fjarri að honum muni það eðli-
legt, hygg ég, og Iíkingar sem ekki
ber mikið á í Hnoðrum sýnast
sprottnar af tísku fremur en
náttúrlegri þörf. Mér virðist hann
tjá sig best beint.
Sá háttur frá íslenskri þjóð-
kvæðahefð að skapa óvænt hug-
myndatengsl — nokkurs konar
sambland af þversögn og líking —
er skáldinu þó mjög svo laginn,
samanber eftirfarandi ljóð, Sum-
ar:
Syng ég af kæti
þvf sólbrosi mæti ég
glöðu.
Anganf túni
af ilmandi tödu.
Hver man nú lengur
að hverfult er gæfunnar
gengl?
Fiðrildin svlfléttu
flögra um engi.
Svipaðs eðlis, en að sumu leyti
nútímalegra, er ljóðið Mynd sem
er svona:
Bátur með rauðum seglum
siglir á lygnu vatni
Sól vermir allt
Enginn skuggi
en yndi valt
Hverfi sunna
húm
kalt.
Eitt ljóðið í Hnoðrum minnir
skemmtilega á þann blending af
fræðimennsku og barnaskap (að
manni þykir nú) sem maður rekst
svo víða á í kveðskap fyrri alda
skálda sem fannst þau verða að
koma öllu f ljóðstafi af því annar
fjölmiðill var ekki til. Það heitir
Svartidauði og er á þessa leið:
Staflaga sýklar
flytjast með flóm og rottum
safnast f kýli
svört undir nárum
sigri fagna á dögum tveim.
Hægt er að deila um í það
óendanlega hvort svona nokkuð
sé skáldskapur eður ei án þess að
komast að niðurstöðu.
Hvað sem því líður held ég að
aðrir mundu ekki leysa betur úr
þraut af þessu tagi en Jón gerir í
þessu ljóði.
Hnoðrar eru viðfelldin bók og
hugþekk, og það sýnir að mfnu
viti dómgreind höfundarins að
hann ætlar ljóðum sfnum ekki
stærri hlut en þau rísa undir;
verður því ekki um yfirlæti vænd-
ur. Hér eru á ferðinni hvorki
þrumuský né gráblikur, heldur
þess konar léttir og saklausir
hnoðrar sem gefið er til kynna
með ágætu heiti bókarinnar.
Sjúkrahúsi
mannaeyja
Byggingaframkvæmdum við
Sjúkrahús Vestmannaeyja miðar
vel og er stefnt að því að taka
húsið í notkun um miðjan septem-
ber. Byrjað er að ráða starfsfólk.
Stöður sérfræðings í lyflækn-
ingum og sérfræðings f skurð-
lækningum eru lausar til umsókn-
ar til 15. ágúst. Sjúkrahúsinu hafa
Vest-
miðar vel
borizt margar góðar gjafir, sem
áður hefir verið sagt frá í fjöl-
miðlum. Nýlega barst dánargjöf
Guðbjargar Sigurðardóttur, Há-
steinsvegi 14 í Vestmannaeyjum,
en hún lézt f aprfl 1974. Ánafnaði
hún Sjúkrahúsi Vestmannaeyja
húseign sína Hóla við Hásteins-
veg.
Vegagerð ríkisins byggði brýrnar á Skeiðarársandi,
— en á traustum grunni þó. í sandinn voru reknir 500 eltefu
metra langir strengjasteypustaurar. Á þeim hvílir lokahlekkur
nýja hringvegarins.
Við framleiðum traustar strengjasteypueiningar, af mörgum
gerðum, í hvers konar byggingaframkvæmdir, þ. á. m. gólf-,
veggja- og þakeiningar. ,
Byggið á traustum grunni. Bylgið úr strengjasteypu.
»*■